Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, BALDUR HEIÐDAL, Sæmundargötu 3, Sauðárkróki, lést á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins 24. maí. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 29. maí kl. 14.00. Unnur Gunnarsdóttir, Eiður Baldursson, Sigrún Baldursdóttir, Júlfana Baldursdóttir, Sandra Sif Eiðsdóttir, Stella Franco, Jóna Björg Heiðdals, Stefanfa Björk Heiðdals, Sigrún Eiðsdóttir, Þórey Gunnarsdóttir, Óli Viðar Andrésson, Ólafur Kr. Jónsson, Valdís Ósk Óladóttir, Roy Franco, Baldvin Kristjánsson, Jón B. Vilhjálmsson. t Okkar elskulegi sonur, bróðir, mágur og faðir, HAFLIÐI KONRÁÐ HINRIKSSON frá Ólafsvík, búsettur f Noregi lést þriðjudaginn 25. maí sl. Útför hans fer fram í Noregi þriðjudaginn 1. júní. Hinrik Konráðsson, Else Konráðsson, Sæmundur Hinriksson, Auður Árnadóttir, Konráð Hinriksson, Inga G. Bragadóttir, Lisbet Rui, Rune Rui og börn hins látna. t Móðir mín, GUÐRÚN GUÐRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR frá Setbergi, Hornafirði, sem andaðist á hjúkrunardeild Skjólgarðs Hornafirði, föstudaginn 21. maí, verður jarð- sungin frá Hafnarkirkju laugardaginn 29. maí kl. 13.30. Jarðsett verður í kirkjugarðinum við Laxá. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Skjólgarð, dvalarheimili aldraðra, Hornafirði. Jóhanna Þorvarðardóttir og aðstandendur. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNA KRISTBJÖRG GUNNARSDÓTTIR, Víðihlíð, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju á morgun, laugardaginn 29. maí, kl. 14.00. Margeir Á. Jónsson, Guðlaug R. Jónsdóttir, Ólafur Æ. Jónsson, Guðný Elfasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR, áður til heimilis á Álfaskeiði 37, andaðist á Sólvangi að morgni miðvikudagsins 26. maí. Fyrir hönd vandamanna, Kristjana Marteinsdóttir, Björn Marteinsson, Þórður Arnar Marteinsson. t Elskulegur faðir okkar, KARL SKAFTI THORLACIUS, er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Sigfrið Berglind Thorlacius. KRISTIN GRÍMSDÓTTIR + Kristín Gríms- dóttir fæddist 8. apríl 1911 á Mela- leiti í Melasveit. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Arn- órsdóttir og Grímur Þórðarson. Hún ólst upp í Melasveitinni hjá foreldrum sín- um en flutti ung að árum með þeim til Reykjavíkur. Krist- ín giftist árið 1930 Sæmundi Bjamasyni frá Snæ- býli í Skaftártungu, f. 14. maí 1906, d. 9. desember 1991. For- eldrar hans voru Bjarai Sverr- isson og Steinunn Ingibjörg Brynjólfsdóttir. Þau Kristín og Sæmundur eignuðust fímm börn: 1) Guðrún Eraa, f. 24. 7. 1930. Fyrri maki Lúðvík S. Jónsson, f. 9.10. 1927, d. 20.12. 1975. Þau áttu átta börn. Seinni maki Guðrúnar var Hreiðar Lítil kveðja og þökk til elskulegr- ar tengdamóður minnar, Kristínar Grímsdóttur, sem við kveðjum í dag. Því svo ljúfar minningar geym- um við hér á Snæbýli um hana og hennar kæra eiginmann, Sæmund Bjamason, sem lést fyrir nokkrum árum. Alla þeirra velvild og hjálp- semi í okkar garð á liðnum áratug- um viljum við þakka. Þótt starfs- vettvangur þeirra væri alla tíð í Reykjavík var áhugi þeirra á sveit- inni og búskap þar mikill, enda vön að umgangast skepnur, því á fyrstu búskaparárum í Reykjavík voru þau með sauðfé. Sæmundur var fæddur á Snæbýli í Skaftártungu, en Krist- ín á Melaieiti í Melasveit, þar sem á aðra hönd bærist bára blá, á hina Skarðsheiði. Eflaust hefur lífsvið- horf þeirra að nokkru mótast af fyrstu kynnum bernskuslóða og kynnum við fjölbreytni í lífríki landsins. Það voru hátíðisdagar að fá þau hjón í heimsókn, margar ferðir áttu þau hingað, þegar afrétt- arsafnið var réttað, ennfremur heimaréttir á sauðburði og alltaf til- búin til átaka, enda kunnu þau vel til slíkra verka jafnt og annarra. Alltaf voru veiðistangimar með í för og óskastaðirnir voru hylirnir í Tungufljóti neðan Titjufoss við Hvítholtin, enda aldrei farið þangað erindisleysu. Þá var vel tekið til hendi í heyskapnum á sumrin. Að taka í spil hafði Kristín mikið gaman af og stóðu fáir henni á sporði í þeim efnum og hún hefur eflaust kennt systkinunum á Snæ- býli allt sem þurfti til að hafa ánægju af. í einni heimsókninni að vetri, úti var hríðarveður, voru höfð vaktaskipti við spilin, taldi Kristín það eins gott og að gera ekki neitt. Sæmundur og Kristín vora dugleg að ferðast, bæði innanlands og utan, sér til óblandinnar ánægju. Aldur- inn var afstætt hugtak hjá þeim, enda fannst mér þau vera í tilhuga- lífínu þótt komin væra á efri ár, slík var samheldnin, enda fannst mér Kristín alltaf eins og ung stúlka þótt árum fjölgaði. Eftir lát Sæ- mundar bjó Kristín áfram í íbúð sinni, Skúlagötu 40, stóð á eigin fót- um og horfði á hinar björtu hliðar lífsins og lét góðu minningarnar verma sál. Hún hélt félagsskap við eldri borgara í Reykjavík eins og þau hjón höfðu áður gert. Á sl. vori var heilsu hennar nokkuð tekið að hraka, þótt hún kvartaði ekki. Þá vaknaði hjá henni áhugi á að kom- ast í sveitina eitt vor enn á sauð- burði og sjá lömbin. Trúlega viljað í huga taka undir með Tómasi Guð- mundssyni: Leyfðu nú drottinn, enn að una eitt sumar mér við náttúruna. Kallirðu þá ég glaður get gengið til þín hið dimma fet. Þessi áhugi Kristínar varð að veraleika, Guðrún dóttir hennar Jónsson, f. 19.1. 1918, d. 14.9. 1996. 2) Ingunn Ragna, f. 3.8. 1931. Fyrri maki hennar var Guðmundur Hin- riksson, f. 27.7. 1928, og áttu þau fimm börn. Þau slitu samvistum. Seinni maki Siggeir Jóhannesson, f. 17.8. 1928. Þau eignuðust fjögur börn. 3) Bjarni, f. 21.9. 1932, kona hans er Gislína Vil- hjálmsdóttir, f. 12.8. 1937. Þau eignuðust fjögur börn. 4) Örn, f. 19.3. 1947, d. 25.12. 1950. 5) Gylfi, f. 15.8. 1948 og eignaðist hann þrjú börn með Önnu Steinunni Jónsdóttur. Þau Kristín og Sæmundur bjuggu í Reykjavík allan sinn búskap. Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. kom með hana eina helgi á sauð- burði hér að Snæbýli, ég hef fyrir satt að hún hafi oft á eftir minnst þessarar ferðar, sem hún var ánægð með. Nokkur síðustu ár naut hún vináttu og félagsskapar Páls Gunn- arssonar, eldri íbúa í Kópavogi, hann heftir bíl og gátu þau ferðast um nágrenni og um sveitir sunnan- lands, ennfremur í utanlandsferðir í hópi eldri borgara. Eftir að heils- unni hrakaði og sýnt var á sl. sumri að lækning myndi ekki takast varð það hlutur sem hún með reisn bar án kvörtunar. Sjálf tók hún þá ákvörðun að óska eftir plássi á Hrafnistu en nokkuð var liðið á vet- ur og vora þá biðlistar fyrir og bið gæti orðið alllöng. Á meðan beðið var eftir plássi tók Páll hana til sín í sína íbúð í Kópavogi, var ánægju- legt að heimsækja þau þar í vetur og sjá hve vel hann gætti hennar, þótt hann sé aldraður og ekki að öllu leyti heill heilsu. Fyrir allt þetta viljum við hjón færa Páli inni- legar þakkir svo og heimsóknir hans að sjúkrabeði á Hrafnistu, en þar fékk Kristín pláss eftir miðjan vetur. Starfsfólki á Hrafnistu færi ég kærar þakkir fyrir hlýju og góða umönnun. Aðstandendum öllum innilegar samúðarkveðjur. A meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu á eftir þér í sárum trega. Þá blómgast enn og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Hjartans þakkir fyrir alla sam- veruna. Blessuð sé minning þín. Siggeir Þ. Jóhannesson. Þá er vorið gengið í garð og amma mín og afi á leið í sveitina. Það þótti okkur systkinum alltaf mikið tilhlökkunarefni. Við krakk- arnir biðum þess í eftirvæntingu í stofuglugganum að Skódinn kæmi í ljós í Hraunfellinu og þá var hlaupið út á hlað, því við vissum að amma hafði alltaf eitthvað góðgæti með í farteskinu. Eða eins og hún orðaði það, eitthvað sætt á tunguna. Það var dregin upp hymu-súrmjólk, malakoff, nýtt brauð og síðast en ekki síst nýveidd lúða. Amma eldaði alltaf lúðusúpu með lárviðarlaufum og rúsínum, ekki þótti okkur krökk- unum mikið til lúðusúpunnar koma en við átum lúðuna og horfðum andaktug á afa sjúga beinin með til- þrifum. Afi var einn af þessum mönnum sem gera hverja móður gráhærða fyrir aldur fram. Hann var mjög stríðinn og æsti okkur krakkana upp þangað til allt var orðið vitlaust á heimilinu, þá sagðist hann þurfa að leggja sig, fór inn í stofu og lok- aði hurðinni á eftir sér. Afi var mað- ur sem fann alltaf patentlausn á öll- um vandamálum okkar krakkanna. T.d. þegar við frænkumar voram búnar að ákveða að fara í megran eitt sumarið og ekkert gekk, þá kallaði sá gamli í okkur og sagðist vera búinn að finna lausn á okkar vandamáli. Við, þessir græningjar, eltum gamla manninn niður að skít- haug við fjósið. Þarna er lausn á öll- um ykkar vandamálum, sagði hann og benti á hauginn. Við horfðum og horfðum á skíthauginn en gátum ekki ímyndað okkur hvaða lausn hann gæti gefið okkur. Jú, sjáið til, stelpur mínar, þama efst á haugn- um er þvolbrúsi og á honum stend- ur: Hreinsar alla fitu fljótt og vel af. Okkur fannst þetta ekkert fyndið, löbbuðum súrar heim með hlátra- sköllin hans afa á bakinu. En hon- um var fljótt fyrirgefin öll stríðnin. Við krakkarnir fengum alltaf eitt visst verkefni þegar líða tók á sum- arið, það var að fara út að tína maðka fyrir gömlu hjónin. Afi kom reyndar alltaf með sína skosku maðka, en amma vildi meina að það veiddist betur á maðkana sem við tíndum. Og einhverra hluta vegna fékk amma alltaf meiri afla en afi. Eg varð þeirrar gæfu aðnjótandi að þegar afi hætti að nenna í gljúfrið, þá tók amma mig alltaf með sér. Það vora okkar bestu samvera- stundir. Þá var dagurinn tekinn snemma og farið í veiðigallann, fundið til nesti og góða skapið tekið með. Rölt í rólegheitum fram á Hvítholt, niður með ánni að neðsta hyl. Umræðan um veiði og búnað tekin upp ásamt öðra sem kom upp í hugann þann daginn. Labbað hyl úr hyl en aldrei veitt meira en þurfti í matinn þann daginn. Ég lærði fljótt á umgengni við veiðiár og veiðigræjur hjá ömmu minni. Eitt var það sem amma kunni betur en allir aðrir, það var að þegar búið var að sjóða aflann og sest var til borðs, þá tók amma einn lítinn silungshaus upp í sig og smjattaði á honum dá- góða stund og spýtti síðan vei hreinsuðum beinunum út um annað munnvikið. Ekki er hægt að minnast ömmu án þess að nefna spilaáhugann sem henni var í blóð borinn. Hún byrjaði að kenna okkur ólsen-ólsen, þá svarta-pétur og þegar við voram orðin dálítið eldri þá var spiluð vist. Sá hún um að hafa ofan af fyrir okk- ur á rigningardögum með því að spila við okkur frá morgni til kvölds. Svo fylgir oss eftir á lestarferð ævilangri hið ljúfa vor, þegar allsstaðar sást tD vega. Þvi skin á hamingju undir daganna angri og undir fógnuði daganna glitrar á trega. (Tómas Guðm.) Ég þakka ömmu og afa fyrir sam- fylgdina í gegnum árin. Saknaðarkveðja, Linda frá Snæbýli II. Elsku amma, nú þegar þú hefur yfirgefið þennan heim langar mig að setja nokkrar línur á blað, því það er nú einhvern veginn þannig að þegar fólk kveður þessa jarðvist föram við hin, sem eftir eram, að rifja upp öll minningabrotin sem eru skilin eftir. Þú varst alla tíð glæsileg kona, sem ég leit upp til þegar ég var lítil stelpa hjá ykkur afa. Minnist ég þess sérstaklega að þegar við afi voram að fara á fætur varst þú alltaf komin fram uppstríl- uð, búin að leggja smurt brauð á borðið og blóðbergste sem þér þótti svo gott, já, einn bolla, hvað sem það kostaði, því „þetta er svo hollt, blóðaukandi og allra meina bót“. Já og allar veiðiferðimar og ferðalögin. Þegar þú sendir mig fyrst út í búð fyrir þig man ég hvað mér fannst ég vera stór, og alla tíð talaðir þú við alla sem jafningja. Elsku amma, nú er baráttan búin, ég veit að afi hefur farið í sparifötin til að taka á móti þér og ég veit líka að við eigum eftir að hittast aftur seinna. Af hjartans rót ég heiðra þig sem hafðir á mér gætur, hönd þín bjó svo hægt um mig, heill komst ég enn á fætur. Hafðu þökk fyrir allt, elsku amma. Sólveig Friðrikka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.