Morgunblaðið - 28.05.1999, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 28.05.1999, Qupperneq 11
MORGUNB LAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 11 Innheimta fjarskiptafyrirtækja fyrir önnur fjarskiptafyrirtæki Dæmi um slíkt erlendis Morgunblaðið/Þorkell MIÐSTJÓRN og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins komu saman um miðjan dag í gær til að fjalla um sljórnar- sáttmála ríkisstjórnarinnar. Létt var yfir mönnum í upphafi fundarins þegar boðið var upp á veglega tertu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins gekk frá skipan ráðherra Tillaga formanns samþykkt samhljóða í GREINARGERÐ með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunarinnar, sem hefur ákveðið að Landssími Is- lands hf. innheimti gjöld fyrir út- landaþjónustu Tals hf., kemur fram að stofnunin leitaði upplýsinga er- lendis um reglur sem lúta að inn- heimtu rekstrarleyfishafa íyrir þjónustu við annan rekstrarleyfis- hafa. I greinargerðinni kemur fram að erlendis sé að finna dæmi um hvort tveggja, að þjónustuveitandi innheimti sjálfur fyrir símtöl og að rekstrarleyfishafi netsins, sem not- andinn tengist við, annist innheimtu. Kingston innheimtir fyrir önnur símafyrirtæki í greinargerðinni kemur fram að í Finnlandi sé í gildi reglugerð þar sem segir að fjarskiptarekstraraðili sem hafi gert áskriftarsamning, [Landssíminn hf., sé þetta heimfært upp á íslenskar aðstæður, innsk. blm.], skuli vera skuldbundinn til þess annað hvort að innheimta, gegn sanngjörnu gjaldi, eftir vali þess fjarskiptarekstraraðila sem býður fram þjónustuna, [Tals hf., sé þetta heimfært upp á íslenskar að- stæður, innsk. blm.], símagjöldin fyrir þjónustuna sem áskriftin notar eða gefa út nægjanlegar upplýsing- ar til þess að hægt sé að reiknings- færa. Pað sé m.ö.o. á hendi þess sem þjónustuna veitir, [Tals hf., innsk. blm.], hvort hún er innheimt af rekstraraðilanum sem starfrækir netið, sem áskrifandi tengist við, eða hvort hinn fyrrnefndi aðili ann- ast sjálfur reikningagerð byggða á Ómeiddir eftir bflveltu TVEIR menn sluppu ómeiddir er smájeppi sem þeir voru í valt við Hallormsstað í gær- kvöld. Bfllinn er hins vegar tal- inn ónýtur. Óhappið varð skammt utan við Hallormsstað eftir kvöld- mat í gær. Talið er að ökumað- urinn hafi misst bflinn út fyrir malbikið og hann oltið en nán- ain atvik eru ekki Ijós. Gott veð- ur var og þurrt á Héraði í gær. upplýsingum frá hinum síðar- nefnda. Póst- og fjarskiptastofnunin gerði einnig sérstaka fyrirspurn til Bret- lands um fyrirkomulag innheimtu reikninga í borginni Hull, þar sem um áratugabil hefur verið rekið sjálfstætt talsímanet af fyrirtækinu Kingston Communications. í svar- inu kemur fram að fram á árið 1998 hafi áskrifendur Kingston getað valið með forskeyti hvaða aðila þeir vildu láta annast langlínu- og út- landasímtöl sín. Kingston sá um að innheimta fyrir símtölin og gerði upp við þau fyrirtæki sem hlut áttu að máli. Frá aprflmánuði 1998 hefur Kingston-fyrirtækið sjálft valið hvaða leið símtölin fara hverju sinni í samræmi við samtengingasamn- inga sem gerðir hafa verið við BT og Cable & Wireless, en eftir sem áður innheimtir Kingston gjöldin hjá áskrifendum sínum. I greinargerð Póst- og fjarskipta- stofnunar segir að einnig sé rétt að vísa til skyldu aðildarríkja EES að sjá til þess að rekstrarleyfishafar með verulega markaðsstöðu gefi út tilboð um samtengingu. Fram- kvæmdastjóm ESB hafi gefið út leiðbeinandi skjal um innihald slíks tilboðs og eru þar taldar upp undir kaflanum „almenn atriði“ reikn- ingagerð og bókhaldskröfur milli rekstraraðila. I samræmi við þetta megi t.d. finna í samtengingartil- boði KPN Telecom, hollenska síma- fyrirtækisins, gjaldskrá og skilmála um reikningagerð fyrir aðra rekstr- araðila, þ.e. tilboð um reikninga- gerð enda þótt jafnframt sé tekið fram að hvor aðili fyrir sig beri ábyrgð á reikningagerð til áskrif- enda sinna ef ekki eru samningar um annað. Á hinn bóginn sé ljóst að í ýmsum löndum hafi nýir rekstraraðilar ekki haft áhuga á því að leyfishafi með verulega markaðsstöðu taki að sér reikningagerð fyrir þá og í Dan- mörku sé aðalreglan sú að handhafi forskeytisnúmers gefi út reikninga til notenda, sama við hvaða net þeir tengjast. ,A-ð framangreindu er ályktað að erlendis sé að finna dæmi um hvort tveggja, að þjónustuveitandi inn- heimti sjálfur fyrir símtöl og að rekstrarleyfishafi netsins sem not- andinn tengist við annist inn- heimtu," segir í greinargerð með úr- skurði Póst- og fjarskiptastofnunar. DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu um ráðherraefni af hálfu flokksins á þingflokksfundi sjálfstæðismanna í gærkvöldi. Var tillagan samþykkt samhljóða á fundinum. Ráðherrar af hálfu flokksins verða Davíð Oddsson for- sætisráðherra, Geir H. Haarde fjár- málaráðherra, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra og Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra. Þá var sam- þykkt að Halldór Blöndal léti af embætti samgönguráðherra og tæki við embætti forseta Alþingis og að Sigríður Anna Þórðardóttir yrði áfram formaður þingflokksins. í stjómarsáttmála flokkanna kemur fram að flokkarnir muni taka verkaskiptingu sín á milli til endur- skoðunar. Davíð sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa greint frá því á þingflokksfundinum að hann kynni að áskilja sér rétt til að gera tillögu um að mannabreytingar yrðu í ríkisstjórninni ef breytingar yrðu gerðar á innri skipan ráðu- neyta eða á skiptingu ráðuneyta á milli stjómarflokkanna á kjörtíma- bilinu. Þingflokkur og miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins komu saman til fundar um miðjan dag í gær í Val- höll til að fjalla um drög að stefnu- yfirlýsingu flokkanna og áframhald- andi stjómarsamstarf með Fram- sóknarflokknum. Fóru fram miklar umræður um efni yfirlýsingarinnar og stjómarsamstarfið og bar lítið á ágreiningi um efni málefnasamn- ingsins. Var yfirlýsingin síðan sam- þykkt samhljóða. Kl. 20.30 komu svo þingflokkur og flokksstjórn Sjálfstæðisflokksins saman til fund- ar í Valhöll þar sem farið var yfir stefnuyfirlýsinguna og samþykktu allir fulltrúar flokksins endumýjun stjórnarsamstarfsins og stefnuyfir- lýsinguna gegn aðeins einu mótat- kvæði. Um 260 manns eiga sæti í flokksráði Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrum fjölgar úr tíu í tólf Ráðherrum í ríkisstjóminni verð- ur nú fjölgað úr tíu í tólf. Davíð Oddsson sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi, aðspurður um ástæður þess að ráðherrum er fjölg- að, að ráðherrar hefðu verið ellefu í ríkisstjórninni sem fór frá völdum 1991 og þá var þeim fækkað í tíu. „Ráðuneyti á borð við umhverfis- ráðuneytið hafa vaxið og sjónarmið breyst. Mönnum finnst ekki fara vel á því að t.a.m. landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra séu sami maðurinn, eða sjávarútvegsráð- herra og dómsmálaráðherra, þar sem hagsmunir skarast iðulega," sagði Davíð. „Ég tel ekki að menn hafi neitt misfarið með það vald en sjónarmið breytast," sagði hann. Davið sagði að stefnuyfirlýsingin hefði fengið mjög góðar viðtökur í þingflokki, miðstjórn og flokksráði Sjálfstæðisflokksins í gær og góður andi ríkt á fundunum. Aðspurður um ástæður þess að stjórnarflokkarnir skipta ráðuneyt- um jafnt á milli sín sagði Davíð að það hefði viðgengist í ríkisstjómum að haga skiptingu ráðuneyta með þessum hætti í þeim tilgangi að skapa traust á milli stjórnarflokka. Davíð segir að fyrstu verkefni nýju ríkisstjómarinnar sem tekur við völdum í dag verði að vinna að gerð fjárlagafrumvarpsins. Halldór Blöndal sáttur við breytingxina Halldór Blöndal sem gegnt hefur embætti samgönguráðherra undan- farin átta ár lætur af ráðherradómi og mun taka við embætti forseta AI- þingis. Halldór segist vera sáttur við þessa breytingu. „Ég er gamall þingmaður og það er gaman að takast á við þetta verkeihi," sagði hann. „Auðvitað sakna ég sam- gönguráðuneytisins sem vinnustað- ar. Ég hef átt mjög gott samstarf við allt starfsfólkið og forstöðumenn þeirra stofnana sem heyra undir samgönguráðuneytið, svo það er auðvitað söknuður að geta ekki hald- ið því starfi áfram,“ sagði Halldór. Sólveig Pétursdóttir tekur við embætti dóms- og kirkjumálaráð- herra. „Ég er ánægð með að fá tækifæri til að gegna þessu mikil- væga embætti og er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt. Ég hef unnið mjög mikið að málefnum sem heyra undir þetta ráðuneyti síðast- liðin átta ár sem formaður allsherj- arnefndar og tel að það séu mörg verkefni framundan," sagði Sólveig. Árni M. Mathiesen sagði að það legðist vel í sig að taka við sjávarút- vegsráðuneytinu, enda væri ljóst að þar biðu mörg og spennandi verk- efni. í stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar er sett fram það markmið að unnið verði að sem víðtækastri sátt um fiskveiðistjórnkerfið. Árni sagði að þetta væri stóra verkefnið sem ríkisstjómin þyrfti að fást við á kjörtímabilinu. „Það er mitt verk- efni að hafa verkstjórn á því,“ sagði hann. „Það leggst mjög vel í mig að taka þennan málaflokk að mér,“ sagði Sturla Böðvarsson sem tekur við embætti samgönguráðherra í dag. „Samgöngumálin brenna mjög á okkur, meðal annars á Vestur- landi og ég hef áður komið nærri þessum málaflokki sem formaður hafnarsambands sveitarfélaga, bæj- arstjóri og síðar þingmaður," sagði Sturla. Hann kvaðst einnig telja stjórnarsáttmálann mjög vel viðun- andi fyrir sjálfstæðismenn, hann væri mjög vandlega saman settur þar sem tekið væri á málum af mik- illi festu og ábyrgð. Aðspurður um stærstu verkefnin í samgönguráðuneytinu sagði Sturla að vegamálin væru mjög fyrirferð- armikið verkefni. „Það þarf einnig að líta til flugmálanna og hafnarmál- anna, en ég held einnig að eitt allra mikilvægasta viðfangsefnið verði á sviði fjarskipta. Ég lít á þau verk- efni með tilhlökkun," sagði hann. Slæm niðurstaða að mati Arnbjargar Sveinsdóttur Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmað- ur Austurlands, er ekki sátt við endanlegan stjórnarsáttmála og skipan í ráðherraembætti af hálfu fiokksins. Hún segist vera ósátt við að gengið hafi verið frá því að Byggðastofnun verði flutt frá for- sætisráðuneytinu undir iðnaðar- ráðuneytið, sem framsóknarmenn fara með. „Ég er ósátt við hlut landsbyggðarinnar eftir þennan dag vegna þess að byggðamálin voru flutt yfír til Framsóknarflokksins og að það er aðeins einn lands- byggðarráðherra af hálfu flokksins. Ég tek fram að ég er mjög sátt við þetta fólk, en mér finnst þetta slæm niðurstaða fyrir landsbyggðina," sagði Arnbjörg. Hún segist þó ekki hafa greitt atkvæði á móti við at- kvæðagreiðslur á fundunum í gær- kvöldi en kveðst hafa lýst þessari skoðun sinni við umræðurnar. Athugasemd ritstjóra í Morgunblaðinu 24. apríl sl. var fjallað um málefni Skriðuklausturs á Fljótsdal og þar sagði m.a.: „Lengi vel rak ríkið þarna tilrauna- bú í sauðfjárrækt og jarðrækt en sá rekstur lognaðist út af fyrir röskum áratug. Enn eimir þó eftir af rekstri tilraunabúsins því fyrrverandi starfsmaður þess og fjölskylda hans eru enn búsett á jörðinni og halda til í Gunnarshúsi. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins býr fólkið þarna í algjöru heimildarleysi og er nú unnið að því að rýma húsið áður en starfsemi Gunnarsstofnunar kemst á rekspöl. „Þetta er hústöku- fólk,“ segir heimildarmaður blaða- manns í stjórnkerfinu." Þórarinn Lárusson, fyrrum for- stöðumaður tilraunabúsins á Skriðuklaustri, sem býr þar enn ásamt fjölskyldu sinni unir þessum ummælum ekki og telur sig hafa bú- ið á Skriðuklaustri í fullum rétti undanfarin ár og til þessa dags. Þótt Morgunblaðið hafi haft svo traustar heimildir fyrir upphafleg- um skrifum blaðsins, að þær verði vart dregnar í efa, er ljóst við frek- ari könnun málsins, að innan stjóm- kerfisins eru mjög skiptar skoðanir um rétt fólksins til búsetu að Skriðuklaustri. Þórarinn Lárusson og fjölskylda hans hafa því getað verið í góðri trú um rétt sinn til að búa í húsinu á staðnum, þar til frek- ari ákvarðanir yrðu teknar. í ljósi þessa biður Morgunblaðið Þórarin Lárusson og fjölskyldu hans afsök- unar á þessum ummælum. Hitt er svo annað mál, að þeim sem tók við gjöf Gunnars skálds og konu hans, þ.e. ríkinu, ber skylda til að fara að fyrirmælum gjafabréfs- ins eins og áréttað var í forystu- grein Morgunblaðsins, svo að Skriðuklaustur verði það menning- arsetur, sem til var stofnað. Ritstj.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.