Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 37
36 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 37, STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STEFNU YFIRL Y SING NÝRRAR RÍKISSTJÓRNAR Stefnuyfírlýsing nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem tekur við völdum í dag, hefur ekki að geyma nein stórtíðindi, enda varla við því að búast. Flokkarnir hafa starfað saman í ríkisstjórn í fjögur ár og áherzluatriði þeirra á nýju kjörtímabili komu skýrt fram í kosningabaráttunni. Athygli vekja nokkur atriði, sem snúa að skattamálum, sem benda til þess, að ríkisstjórnin stefni að töluverðum um- bótum á því sviði. Því er lýst yfir, að skattalöggjöfin verði endurskoðuð m.a. með það að markmiði að draga úr jaðar- áhrifum og mismunun innan skattakerfisins. Álagning eign- arskatts verður samræmd og skattahlutföll lækkuð, þannig að eignarskattar á íbúðarhúsnæði lækki. Æskilegt hefði auð- vitað verið að eignarskattar yrðu alveg afnumdir. Þá er stefnt að því að endurskoða fyrirkomulag fasteignagjalda íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á landsbyggðinni þannig að skattstofninn endurspegli betur raunverðmæti fasteigna. Þetta er réttlætismál. Þá er fyrirheit um, að persónuafslátt- ur maka verði millifæranlegur að fullu hjá hjónum og sam- býlisfólki. Þetta er líka réttlætismál. Ennfremur er því heit- ið, að dregið verði úr tekjutengingu í barnabótakerfínu, sem hefur verið mörgum þyrnir í augum. Ríkisstjórnin hyggst endurskoða stjórnkerfið og stígur fyrstu skrefin til þess með því að fella Seðlabanka íslands undir forsætisráðuneyti, sem er skynsamlegt, og Byggða- stofnun undir iðnaðarráðuneyti, en sú ráðstöfun orkar frek- ar tvímælis. Hvers vegna iðnaðarráðuneyti? Hefur það ráðu- neyti sérstaklega með landsbyggðarmál að gera? Ætla verð- ur að síðarnefnda ráðstöfunin byggist frekar á pólitísku mati en efnislegu. Ríkisstjórnin lýsir yfir vilja til að vinna að sem víðtækastri sátt um fiskveiðistjórnarkerfið og mun þegar í stað skipa nefnd til þess að endurskoða lög um stjórn fískveiða með hagsmuni sjávarútvegs, byggðanna og alls almennings í landinu fyrir augum. Ganga verður út frá því sem vísu, að hugur fylgi máli. Forystumenn beggja stjórnarflokkanna gáfu svo afgerandi yfirlýsingar fyrir kosningar um þetta efni, að ekki verður aftur snúið. Æskilegt er, að þessu mark- miði verði náð á fyrri hluta hins nýja kjörtímabils, enda ekki eftir neinu að bíða að ganga til þessa verks. Ákvæði stefnuyfirlýsingarinnar um orkumál vekja at- hygli. Þar er því lýst yfir, að skipulagi orkumála verði breytt á þann veg, að samkeppni verði innleidd til að auka hag- kvæmni og lækka orkuverð. Þetta er mikilvæg yfirlýsing, sem haft getur víðtæk áhrif í atvinnulífi landsmanna á næstu árum. Jafnframt leggur ríkisstjórnin áherzlu á, að skapa sátt á milli skynsamlegrar nýtingar auðlinda og náttúru- verndarsjónarmiða. Þetta er mikilvægt ákvæði í ljósi þeirra miklu umræðna, sem urðu um málefni hálendisins á síðasta ári. Loks fer ekki á milli mála, að kraftur verður settur í frek- ari einkavæðingu á nýju kjörtímabili með sölu ríkisbanka. Hins vegar vekur athygli, að sagt er að „hafinn verði undir- búningur“ að sölu Landssímans. Hvað felst í þessu orðalagi? Hingað til hefur verið gengið út frá því sem vísu, að Lands- síminn yrði seldur á næstu misserum. Er þetta orðalag vís- bending um, að ríkisstjórnin ætli að fara sér hægt í þessu máli? Það er íhugunarefni. Mikil gerjun er í fjarskiptamál- um um allan heim en ekki sízt í Evrópu og raunar einnig hér. Þess vegna er ástæða til að hraða sölu Landssímans, sem er forsenda þess; að nýtt vaxtarskeið hefjist á þessu mikilvæga sviði hér á Islandi. Þegar á heildina er litið mótast stefnuyfirlýsing ríkis- stjórnarinnar af traustri málefnalegri afstöðu og ábyrgð. Hún markast líka af því góðæri, sem ríkir í landinu. Þar er hins vegar tæpast að finna vísbendingar um hvernig eða hvort ríkisstjórnin hyggst grípa til sérstakra aðgerða til þess að slá á þensluna í efnahagslífinu eða vinna gegn hættu á vaxandi verðbólgu. Vera má, að stjórnarflokkarnir telji, að þær hættur séu ofmetnar. Þó munu stjórnarflokkarnir standa frammi fyrir spurningum um þetta efni um leið og ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum og Alþingi hefur komið saman. Stefnuyfírlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks I fremstu röð á nýrri öld HÉR fer á eftir í heild stefnuyfírlýsing ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks sem samþykkt var af flokksráði og þingflokki Sjálfstæðisfiokksins og þingflokki og miðstjórn Framsóknarflokksins í gærkvöldi: Morgunblaðíð/Árni Sæberg UM 260 manns eiga sæti í flokksráði Sjáifstæðisflokksins sem kom sam- an til fundar í Valhöll í gærkvöldi til að fjalla um endurnýjun stjórnar- samstarfsins með Framsóknarflokknum og fyrirliggjandi stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar. Morgunblaðið/Þorkell MIÐSTJÓRN og þingflokkur Framsóknarflokksins fjölluðu um endur- nýjun stjórnarsamstarfsins og stefnuyfirlýsingu ríkisstjómarinnar í Borgartúni 6 í gærkvöldi. Um 170 manns eiga sæti í miðstjórn Fram- sóknarflokksins. RÍKISSTJÓRN Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar- flokks mun vinna áfram í anda þeirra meginsjónar- miða sem lýst er í stefnuyfirlýsingu flokkanna frá 23. apríl 1995. Með samstarfi flokkanna hófst mikil framfarasókn þjóðarinnar. Við alda- hvörf verða undirstöður velferðar landsmanna treystar enn frekar og sköpuð skilyrði fyrir bættri afkomu þeirra. Stjórnarflokkamir leggja áherslu á samheldni og eindrægni Jijóðarinnar, samvinnu vinnuveit- enda og launþega, dreifbýlis og þétt- býlis. Með því að virkja framtak ein- staklinga í þágu aukinnar verð- mætasköpunar verður áfram stuðlað að hagsæld, félagslegum umbótum, afkomuöryggi einstaklinga og fjöl- skyldna, ekki síst þeirra sem höllum fæti standa. Ríkisstjómin vill auka veg menntunar og rannsókna sem eru forsenda fyrir nýsköpun í atvinnu- lífinu. Áfram verður unnið að mark- aðssókn fyrir íslenskar vömr og þjónustu á erlendum mörkuðum. Efnt verður til samstarfs við erlend fyrirtæki og þjóðir og hvatt til fjár- festingar erlendra aðila á íslandi. Með markvissum ráðstöfunum verða undirstöður byggðar í landinu treystar. Ný upplýsingatækni verð- ur nýtt í þágu efnahagslegra fram- fara og uppbyggingar í atvinnulíf- inu, vísindarannsókna, menntunar, lista og hvers kyns menningarmála um land allt. Á árinu 2000 fagnar þjóðin þúsund ára afmæli kristnitöku og landa- funda í Vesturheimi. Kristin trú og gildi hafa mótað mannlíf í landinu og verið þjóðinni ómetanlegur styrkur. Þessa verður minnst með margvís- legum hætti, m.a. sérstökum hátíða- höldum á Þingvöllum. Með aðgerð- um sínum á kjörtímabilinu hyggst ríkisstjórnin byggja á þeim grunni, sem fyrri kynslóðir lögðu með þraut- seigju og eljusemi, og skapa skilyrði þess að ísland verði í fremstu röð meðal þjóða heims sem land tæki- færa, efnahagslegra og menningar- legra framfara á nýrri öld. Auk framangreindra meginatriða eru helstu markmið ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks á kjörtímabilinu þessi: • Að tryggja stöðugleika í efna- hagsmálum, skapa skilyrði fyrir áframhaldandi hagvöxt og auka þjóðhagslegan sparnað. Stöðugt verðlag og bætt samkeppnisstaða ís- lensks atvinnulífs er forsenda nýrra starfa til að mæta auknu framboði vinnuafls. Stefnan í gengis- og pen- ingamálum svo og í fjármálum ríkis- ins miðist við að ná fram þessum markmiðum. • Að viðhalda jafnvægi í ríkisfjár- málum og lækka skuldir ríkissjóðs með markvissum hætti. Beitt verði aðhaldssamri hagstjóm og gætt samræmis milli þjóðarútgjalda og þjóðartekna. Ríkissjóður verði rek- inn með umtalsverðum afgangi til að sporna gegn viðskiptahalla. • Að vinna áfram að nýskipan í rík- isrekstri, m.a. með auknum útboð- um, sameiningu stofnana, þjónustu- samningum og aukinni ábyrgð stjórnenda. Stefnt verði að meiri hagkvæmni við opinberar fram- kvæmdir og kostir einkafram- kvæmdar nýttir í auknum mæli. Ríkisrekstur verði gerður einfald- ari, skilvirkari og þjónustan bætt. Stefnt verði að því að auka kostnað- arvitund stjómenda og starfsmanna í þjónustu ríkisins og stuðla að auk- inni ráðdeild í meðferð opinberra fjármuna. Eðlilegar arðsemiskröfur verði gerðar til fyrirtækja ríkisins. • Að efna til markvissra aðgerða til þess að auka almennan sparnað. Áhersla verði lögð á að örva al- menning til að verja auknum fjár- munum til lífeyrissparnaðar. Þá verði skattalegum ívilnunum áfram beitt vegna fjárfestinga í hlutabréf- um. Við sölu hlutabréfa ríkisins verði jafnframt hugað að því að sal- an hafi í för með sér aukinn sparnað almennings. • Að endurskoða lög um Stjórnar- ráð íslands, skipan ráðuneyta og verkefni þeirra, þar sem hliðsjón verði höfð af breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu. í því samhengi munu stjómarflokkarnir taka til endur- skoðunar verkaskiptingu sín á milli. Fyrsta verkefnið verði að færa Byggðastofnun undir iðnaðarráðu- neyti og sameina atvinnuþróunar- starfsemi á vegum þess, svo og að fella Seðlabanka íslands undir for- sætisráðuneyti sem efnahagsráðu- neyti. • Að endurskoða skattalöggjöfina með það að markmiði m.a. að draga úr jaðaráhrifum og mismunun inn- an skattkerfisins og stuðla þannig að aukinni skilvirkni þess. Álagning eignarskatts verði samræmd og skatthlutföll lækkuð þannig að eignarskattar á íbúðarhúsnæði lækki. Að breyta skattlagningu fyr- irtækja og gera hana einfaldari til að tryggja samkeppnisstöðu ís- lensks atvinnulífs. Hugað verði að því að skattareglur verki hvetjandi til rannsókna, þróunar og almennr- ar nýsköpunar í atvinnulífinu. Breytingar á skattalögum verði við það miðaðar að þær ýti ekki undir þenslu í hagkerfinu. • Að halda áfram einkavæðingu ríkisfyrirtækja, einkum þeirra sem eru í samkeppni við fyrirtæki í eigu einkaaðila. Hlutabréf í ríkisbönk- unum verði seld með það að mark- miði að ná fram hagræðingu á fjár- magnsmarkaði en tryggja um leið virka samkeppni á markaðnum til að ná fram ódýrari þjónustu. Við söluna verði þess gætt að ríkið fái hámarksverð fyrir eign sína í bönk- unum. Hafinn verði undirbúningur að sölu Landssímans. Við sölu hans verði þess gætt að tryggja góða þjónustu á sem hagstæðustu verði við byggðir landsins og einnig að tryggja virka samkeppni á fjar- skiptamarkaði. Stefnumörkun á sviði einkavæðingar fari fram í ráð- herranefnd um einkavæðingu en undirbúningur og framkvæmd verkefna á þessu sviði verði í hönd- um framkvæmdanefndar um einka- væðingu. Áður en sala einstakra ríkisfyrirtækja hefst verði lögð fram í ríkisstjórn áætlun um tíma- setningu, fyrirkomulag og ráðstöf- un andvirðis af sölu þeirra. Tekjun- um verði varið til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, til að fjármagna sérstök verkefni í samgöngumálum og til að efla upplýsingasamfélagið. • Að auka fjölbreytni atvinnulífs og útflutningsgreina, ekki síst með efl- ingu þeirra vaxtarsprota sem byggj- ast á menntun og þekkingu, svo sem í tónlistar- og kvikmyndagerð og ýmiss konar sérhæfðri þjónustu. Vaxandi alþjóðasamkeppni kallar á aukna markaðsvæðingu á fjár- magnsmarkaði. Því verði leitað allra leiða til aukinnar hagræðingar og til að lækka fjármagnskostnað fyrir at- vinnulíf og fjölskyldur. Bætt sam- keppnisstaða íslensks atvinnulífs byggist ekki síst á aukinni fram- leiðni sem m.a. skapar aðstæður fyr- h’ sveigjanleg starfslok og styttri vinnutíma fólks án þess að skerða heildarlaun. • Að örva starfsemi lítilla og meðal- stórra fyrirtækja og styðja frum- kvöðla í atvinnulífinu. Settar verði skýrar reglur um vernd eignarréttar á einkaleyfum og hagnýtingu hug- verka með það að markmiði að styrkja stöðu íslenskra frumkvöðla og hönnuða. • Að treysta undirstöður byggðar í landinu í samræmi við nýsamþykkta þingsályktun um það efni. Kraftmik- ið og fjölbreytt atvinnu- og menning- arlíf, aðgangur að góðri menntun og velferðarþjónustu ásamt lægri orku- kostnaði og góðum samgöngum eru forsendur blómlegs mannlífs í land- inu öllu. Stuðningur við atvinnuþró- un á landsbyggðinni verði felldur að öðru nýsköpunar- og atvinnuþróun- arstarfi stjómvalda. Endurskoðað verði fyrirkomulag fasteignagjalda íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á lands- byggðinni þannig að skattstofninn endurspegli betur raunverðmæti fasteigna. Opinberar aðgerðir miði m.a. að því að á landsbyggðinni verði sterkir byggðakjarnar sem bjóði upp á fjölbreytta atvinnu, menntun, vel- ferðarþjónustu og góð búsetuskil- yrði. • Að vinna að sem víðtækastri sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Markmiðum um skynsamlega nýt- ingu og bætta umgengni um auð- lindir sjávar verði þó ekki fórnað né heldur raskað hagkvæmni og stöð- ugleika í greininni. Nefnd verði þegar skipuð til að endurskoða lög um stjórn fiskveiða með hagsmuni sjávarútvegsins, byggðanna og alls almennings í landinu fyrir augum. Eftir því sem afkoma leyfir taki sjávarútvegurinn í auknum mæli þátt í kostnaði við eftirlit, þjónustu og hvers kyns rannsóknir í hans þágu en þær eru forsenda skynsam- legrar stjórnar fiskveiða. • Að efna til víðtæks samráðs stjómvalda við bændur og samtök þeirra um framtíðarskipulag ís- lensks landbúnaðar til að tryggja hagkvæmni í greininni og skapa þeim sem landbúnað stunda sem besta afkomu. Jafnframt því verði tekið tillit til aukinnar samkeppni. Þær aðgerðir sem ráðast verður í, eru m.a. gerð nýs búvörusamnings við sauðfjárbændur og sérstakt átak í alþjóðlegri markaðsfærslu og sölu á landbúnaðarvörum með áherslu á hollustu og hreinleika íslenskra af- urða. Unnið verði að gróðurvemd og landgræðslu í því skyni m.a. að stöðva landeyðingu. Áherslm- í land- græðslu og skógrækt miðist sem fyrr við að auka hlut bænda í fram- kvæmdum. • Að breyta skipulagi orkumála þannig að samkeppni verði innleidd til að auka hagkvæmni og iækka orkuverð. Um leið verði unnið að jöfnun orkuverðs og gæði þjónust- unnar jafnframt aukin. Þá verði áfram unnið að þróun og rannsókn- um á sviði umhverfisvænna orku- gjafa, svo sem vetnis, metanóls o.fl. Haldið verði áfram uppbyggingu orkufreks iðnaðar og leitað sam- starfs við erlenda jafnt sem innlenda fjárfesta um fjármögnun. • Að auka veg ferðaþjónustu m.a. með öflugu kynningarátaki á helstu mörkuðum. Þannig verði nýtt þau sóknarfæri sem gefast í þeirri grein, ekki síst á sviði menningar- og heilsutengdrar ferðaþjónustu. Unnið verði að lengingu ferðamannatímans um land allt og betri nýtingu fjár- festingar í greininni. • Að efla upplýsingaiðnað þannig að til verði ný störf um allt land sem höfða ekki síst til ungs fólks. Sköpuð verði skilyrði fyrir tilraunir og framkvæmd nýstárlegra hug- mynda þar sem upplýsinga- og fjar- skiptatækni gegna lykilhlutverki. Unnið verði að áframhaldandi vexti í útflutningi hugbúnaðar, v'élbúnað- ar, þjónustu og ráðgjafar á þessu sviði. Fjarskiptaþjónusta verði áfram í fremstu röð. Valmöguleikar og samkeppni verði tryggð, rekstr- arskilyrði bætt og nýsköpun efld á fjarskiptamarkaði. • Að vinna að því að framsækin at- vinnuþróunarstefna geti byggst á frjóu rannsóknar- og nýsköpunar- umhverfi. Til að það nái að dafna verði opinber þjónusta við atvinnu- lífið samræmd. Dregið verði úr skrifræði í samskiptum við stjórn- völd og óþarfa laga- og reglugerða- ákvæði afnumin. Haldið verði áfram að sníða þjónustu ríkisins að nútíma tækni, t.d. með nettengingu þjón- ustustofnana og rafrænum viðskipt- um. Tryggt verði að eftirlitsaðilar íþyngi fyrirtækjum ekki að óþörfu. Starfsemi þeirra opinberu aðila, sem sinna alþjóðlegu kynningar- og markaðsstarfi fyrir íslenskt at- vinnulíf, verði einnig sameinuð eða samræmd í þeim tilgangi að bæta þjónustu og auka skilvirkni. • Að tryggja öllum jöfn tækifæri til náms án tillits til búsetu og efna- hags. Þörfum einstaklinga fyrir end- urmenntun og fullorðinsfræðslu verði sinnt bæði fyrir faglært og ófaglært fólk. Skólastarf verði áfram eflt, einkum starfsnám og verk- menntun á framhaldsskólastigi. Menntun á háskólastigi verði efld auk þess sem enn ríkari áhersla verði lögð á rannsóknir og vísindi. Fjarkennsla og fjarnám verði aukin í samvinnu við þá skóla sem nú eru starfandi á framhalds- og háskóla- stigi þannig að sem flestir fái notið slíkrar kennslu. • Að standa vörð um íslenska tungu og þjóðmenningu og stuðla eins og kostur er að öflugu lista- og menn- ingarlífi sem aðgengilegt sé öllum landsmönnum. Menningarstarf á landsbyggðinni verði treyst með samkomulagi við fulltrúa einstakra landshluta eða sveitarfélaga. • Að tryggja öllum landsmönnum greiðan aðgang að góðri heilbrigðis- þjónustu. Skoðaðir verði möguleik- ar á breyttu rekstrarformi ein- stakra þjónustuþátta eða stofnana heilbrigðisþjónustunnar til að tryggja landsmönnum góða þjón- ustu en auka jafnframt ábyrgð stjórnenda á rekstrinum. Kannaðir verði möguleikar á auknu samstarfi og verkaskiptingu sjúkrastofnana þannig að nýjungar og fjölbreytni í þjónustu fái notið sín og faglegur metnaður aukist. Skilja þarf á milli hlutverks ríkisins sem kaupanda þjónustu annars vegar og veitanda hennar hins vegar í því skyni að auka ráðdeild. Mikilvægt er að virkja áfram hugvit og þekkingu starfsfólks í greininni þannig að aukinni ábyrgð fylgi ódýrari og betri þjónusta. Upplýsingatækni og fjarþjónusta verði nýtt í auknum mæli, ekki síst til að bæta þjónustu við landsbyggðina. Ráðist verði í aðgerðir til að bæta þjónustu við sjúk börn og ungmenni. • Að endurskoða almannatrygg- ingakerfið svo og samspil þess við skattkerfið og lífeyrissjóðakerfið með það að markmiði að umfang og kostnaður við stjórnsýslu verði sem minnstur og framkvæmd verði ein- földuð og samræmd til hagsbóta fyr- ir bótaþega. Áhersla verði lögð á að tryggja sérstaklega hag þeirra ör- yrkja, fatlaðra og aldraðra sem lægstar tekjur hafa. • Að styrkja fjölskylduna sem hornstein þjóðfélagsins og treysta samheldni hennar og velferð. Meðal annars verði dregið úr tekjuteng- ingu í barnabótakerfinu, t.d. með útgáfu sérstakra barnakorta eða öðrum sambærilegum aðgerðum. Persónuafsláttur maka verði milli- færanlegur að fullu hjá hjónum og sambýlisfólki. Jöfn tækifæri karla og kvenna verði tryggð í hvívetna svo sem með því að lengja fæðing- arorlof og jafna rétt mæðra og feðra til töku þess. Stuðningur við íþrótta- og æskulýðsstarf verði auk- inn og hlúð að öðrum skilyrðum heilbrigðs fjölskylduh'fs. • Að gera áætlun um sérstakt átak í baráttunni gegn fíkniefnavandan- um í samstarfi við foreldra og skóla, frjáls félagasamtök á sviði forvarna og meðferðarúrræða auk sveitarfé- laga, íþrótta- og ungmennafélaga. Þeir meginþættir, sem unnið verði að, eru auknar forvarnaaðgerðir, samræming starfsemi lögreglu og tollgæslu og fjölgun meðferðarúr- ræða fyrir unga fíkniefnaneytend- ur. • Að efla náttúruvernd, stuðla að öflugum mengunarvörnum og vernd lífríkisins. Nauðsynlegt er að skapa sátt milli skynsamlegrar nýtingar auðlinda og náttúruverndarsjónar- miða með hliðsjón af hagsmunum komandi kynslóða. Ljúka þarf gerð rammaáætlunar til langs tíma um nýtingu vatnsafls og jarðhita sem tekur tillit til verndargildis ein- stakra landsvæða. Hvetja þarf ein- staklinga til aukinnar ábyrgðar gagnvart umhverfi sínu. Fyrirtæki marki sér umhverfisstefnu á grund- velli sjálfbærrar þróunar til að draga úr sóun og auka verðmæta- sköpun. Hrint verði af stað um- hverfisátaki þar sem einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög verði hvött til að endurnýta efni og flokka úr- gang. ísland gerist aðili að Kyoto- bókuninni þegar fyrir liggur ásætt- anleg niðurstaða í sérmálum þess. • Að ísland verði áfram virkur þátttakandi í samstarfi við aðrar þjóðir á vettvangi Atlantshafs- bandalagsins, Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu og Samein- uðu þjóðanna. Varnarsamstarfið við Bandaríkin verði áfram þungamiðja öryggisstefnu þjóðarinnar. Sem fyrr verði lögð rækt við samstarf norrænna þjóða á vettvangi Norð- urlandaráðs. Samskiptin við Evr- ópusambandið verði áfram treyst á grundvelli samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið og annarra samninga sem ísland á aðild að. Áfram verði náið fylgst með þróun Evrópusambandsins með framtíð; arhagsmuni íslands að leiðarljósi. í utanríkismálum mun ríkisstjómin leggja sérstaka áherslu á viðskipta- hagsmuni þjóðarinnar, hafréttar- mál, aukna þátttöku í þróunarstarfi og baráttu fyrir viðurkenningu al- mennra mannréttinda. Reykjavík, 28. maí 1999 Framsóknarmenn fallast á tillögur Halldórs Asgrímssonar Siv og Guðni verða nýir ráðherrar Á ÞINGFLOKKSFUNDI Framsókn- arflokksins, sém lauk seint í gærkvöldi, vai’ ákveðið hvaða ráðherraefni flokks- ins taka sæti í næstu ríkisstjórn Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Mun Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra áfram stýra utanríkisráðu- neytinu, sömuleiðis Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðu- neyti og Páll Pétursson félagsmála- ráðuneyti. Nýir ráðherrar í Framsóknarflokki, sem taka við ráðuneytum Guðmundar Bjarnasonai’ fi’áfarandi ráðherra Framsóknarflokks, eru Guðni Ágústs- son, sem tekur við landbúnaðarráðu- neyti, og Siv Friðleifsdóttir, sem verð- ur umhverfisráðherra. Hún mun jafn- framt taka að sér að gegna emþætti samstarfsráðherra Norðurlanda, sem Halldór Ásgrímsson hefur gegnt. Valgerður Sverrisdóttir félags- málaráðherra á síðari stigum Aðspurður sagði Halldór Ásgríms- son í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn í gær, að hann myndi gera til- lögu á síðari stigum þess efnis að Val- gerður Sverrisdóttir þingmaður Fram- sóknarflokks kæmi inn í ríkisstjómina en ekki lægi fyrir hvenær það yrði. „Hún hefur mikið fylgi til þess innan þingflokksins,“ sagði Halldór. „Ég á frekar von á því að hún taki við félags- málum á síðari stigum og líklegt að hún leysi Pál Pétursson af. Það lýtur þó ekki að heilsufari Páls, hann er við ágæta heilsu. Við erum að halda áfram í sama stjómarsamstarfi og við vomm í og það er ekkert óeðlilegt við það þó að ráðherraskipti fari fram á einhverj- um mismunandi tímapunkti," sagði Halldór. Halldór sagði að Framsóknarflokk- urinn hefði óskað eftir því að byggða- mál yrðu sett undir iðnaðarráðuneytið. „Það var niðurstaða flokkanna að það væri mikilvægt íyrir þennan mála- flokk að sameina kraftana á einum stað og að það ætti að geta orðið til góðs fyrir þá þróun.“ Kom ekki á óvart Finnur Ingólfsson, sem áfram mun verða iðnáðar- og viðskiptaráðherra, sagði við Morgunblaðið eftir þing- flokksfundinn í gærkvöld, að niður- staða fundarins, þar sem nýir ráðherr- ar flokksins hefðu verið valdir, hefði ekki komið á óvart, enda hefði formað- ur flokksins undirbúið tillögu þess efn- is mjög gaumgæfilega. „Hann [Halldór Ásgrímsson] vissi um hug þingmanna til þessara einstaklinga sem þarna em og gerði síðan tillögu á gmndvelli þess og fékk víðtækan stuðn- ing, þannig að það kemur mér ekkert á óvart í þeim efnum,“ sagði Finnur. Hann sagði að sér hefði hins vegar komið niðurstaða Sjálfstæðisflokks á óvart þar sem ráðherraval flokksins var kunngjört í gærkvöld. „Ég átti kannski von á því að Hall- dór Blöndal yrði áfram samgönguráð- hema, en hann er búinn að vera ráð- herra í átta ár og það þarf þá kannski ekki að koma á óvart. En ég held að þetta sé samstæð sveit sem þama hef- ur valist frá báðum flokkum og það skiptir miklu máli vegna þess að við höfum verið að ná gríðarlega góðum árangri á síðasta kjörtímabili. Við höf- um endurnýjað umboð til að vinna á sama grunni og við höfum unnið að.“ Aðspurður sagði Finnur að hinir nýju ráðherrar Framsóknarflokks myndu falla vel að því mynstri sem skapast hefði á síðasta kjörtímabili enda hefðu þau Siv Friðleifsdóttir og Guðni Ágústsson góða aðlögunarhæfni og góða reynslu af stjómmálum. „Ég verð alveg áreiðanlega ekki ráð- herra til eilífðamóns,“ sagði Páll Pét- ursson félagsmálaráðhema aðspurður ■ um hvort hann myndi láta af embætti sínu fyrir lok kjörtímabilsins sem nú er að hefjast. „Ég var nú reyndar nærri dauður um daginn, þannig að maður veit aldrei sína ævina fyrr en öll er, en endanlegar ákvarðanir hafa ekki verið teknar.“ Guðni Ágústsson sagði að miðað við úrslit kosninganna og störf sín hefði það ekki komið sér á óvart að fá stöðu landbúnaðarráðherra. „Meginverkefn- ið verður að ekki verði gjá milli þétt- býlisins og sveitanna því þau þurfa hvort á öðru að halda, milli þeirra á að ríkja vinskapur." Guðni sagði að nokkur átök hefðu orðið um ráðherrastóla Framsóknar- flokksins. „Það er alltaf barátta," sagði, hann, en taldi þó að hún myndi ekki skilja eftir sig nein sár til frambúðar. Hann sagði að mikil samstaða hefði verið um endanlega niðurstöðu en greinilega kom þó fram í máli hans og Sivjar Friðleifsdóttur að ekki greiddu allir þingmenn atkvæði samkvæmt til- lögu formanns. Þau Siv voru einnig sammála um að það sem hefði ráðið úrslitum í valinu milli Valgerðar Sverrisdóttur og Sivjar hefði verið hinn fjölmenni kjósenda- hópur Framsóknarflokksins í Reykja- neshjördæmi. Vægi umhverfismála eykst „Framsóknarflokkurinn fékk fleiri atkvæði í Reykjaneskjördæmi en í nokkru öðru kjördæmi,“ sagði Siv. „Við höldum inni tveimur þingmönnum tvö kjörtímabil í röð, í fyrsta sinn í sögu kjördæmisins. Þetta er því þokkalegur árangur, þó að við höfum aðeins fallið í fylgi milli kosninga. Við erum að fara inn í nýjan tíma sem verður ekki umflúinn. Hann felur í sér að á suðvesturhominu verða þrjú kjör- dæmi sem kjósa 33 þingmenn í næstu kosningum, það er að segja meirihluta þingmanna. Það var því mjög eðlilegt fyrir Framsóknarflokkinn að velja tvo ráðherra af þessu svæði. Þetta stað- festir það að Framsóknarflokkurinn er breiður miðjuflokkur sem höfðar bæði til þéttbýlis og landsbyggðar. Hann er ekki gamaldags, heldur framsækinn.“ Siv sagði að búast mætti við ein- hverjum áherslubreytingum í um- hverfismálunum, eins og kæmi fram í stjórnarsáttmálanum. Einnig mætti búast við því að vægi umhverfismála myndi aukast þar eð hún sinnti ein- göngu þessu ráðuneyti. Er sátt við niðurstöðuna „Þetta er niðurstaðan, við stóðum að henni svona og ég er sátt við hana,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, er hún var innt álits á kjöri nýrra ráðherra flokksins. „Og ég veit að breytingar' verða á kjörtímabilinu og geng út frá því að þá komi ég inn í ríkisstjórn.“ Valgerður kvaðst aðspurð ekki vilja tjá sig um hvort hún kæmi inn í stað Páls Péturssonar sem félagsmálaráð- herra, hvenær það myndi verða eða hvort samkomulag hefði verið gert um það atriði innan þingflokksins. Hún sagði tillögu Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, ganga út á það hverjir verði ráðherrar nú en hann hafi látið í það skína að hún kæmi inn síðar. „Það var mjög mikil samstaða um þessa tillögu for-. mannsins, meiri en maður á að venj- ast,“ sagði Valgerður. Hún hefur verið formaður þingflokks Framsóknar- flokksins og verður það að öllum lík- indum áfram. „Ég lít líka á það sem mikilvægt verkefni ef ég verð kjörin formaður þingflokksins, að skipu- leggja starf hans og þar held ég að reynsla mín geti reynst mjög vel.T sagði Valgerður að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.