Morgunblaðið - 28.05.1999, Side 14

Morgunblaðið - 28.05.1999, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AKUREYRI Morgunblaðið/Kristinn NYJA vegabréfið er með plastsíðu með persónuupplýsingum og mynd auk tölvurandar með sömu upplýsingum sem lesin er vélrænt. Ny lög um vegabréf taka gildi á þriðjudag Ný og örugg- ari vegabréf MEÐ nýjum lögum um vegabréf sem taka gildi 1. júní er lagður grunnur að útgáfu nýrra vega- bréfa. Hún var orðin aðkallandi til að fullnægja alþjóðlegum kröfum sem gerðar eru til þeirra, svo sem um tölvulesanlega rönd, öryggis- prentun og fleira sem ekki hefur verið í íslenskum vegabréfum til þessa. Hönnuðir eru Kristín Þorkels- dóttir og Hörður Daníelsson en kanadíska fyrirtækið Canadian Bank Note Company annast prentun vegabréfanna samkvæmt kröfum um hátæknilega öryggis- prentun. Ríkislögreglustjóri ann- ast útgáfu vegabréfa en frá 1. október næstkomandi tekur Ut- lendingaeftirlitið við útgáfunni er það tekur til starfa sem sérstök stofnun. Lögreglustjórar og sýslu- menn taka eftir sem áður við um- sóknum um vegabréf og er biðtími allt að 10 virkir dagar. Þurfí menn vegabréf með skemmri fyrirvara er hægt að sækja um slíkt á út- gáfustað vegabréfanna í Borgar- túni 30 í Reykjavík. Venjulegt gjald fyrir nýtt vegabréf er 4.600 krónur, 1.700 kr. fyrir börn en þurfí menn hraðafgreiðslu er gjaldið tvöfalt. Engar tvær blaðsíður í nýja vegabréfinu eru eins en í því gamla var einungis skjaldarmerkið á hverri síðu. í því nýja er í hverri opnu teikning af efri hluta jarðar- innar þar sem sést hvemig Island liggur miðja vegu milli tveggja heimsálfa. Segir Kristín Þorkels- dóttir að út frá þeim gmnni sé leik- ið með þá strauma sem um landið fara með táknum og myndum um hafstrauma, siglingar, náttúru og flug. A blaðamannafundi þar sem fulltrúar dómsmálaráðuneytisins og i'íkislögreglustjóra kynntu nýja vegabréfið kom fram að kanadíska fyrirtækið hefði lýst mikilli ánægju með hönnun Kristínar og hefði ósk- að þess að fá að nota íslenska vega- bréfið til kynningar á starfsemi sinni. Erfiðara að falsa nýju vegabréfln I nýja vegabréfinu er sérstök síða í plasti með áprentuðum per- sónuupplýsingum og mynd og aft- an á þeirri síðu er segulrönd vegna vélræns aflestrar. Þá eru ákveðin tákn sem þeir, sem annast vegabréfaskoðun, geta leitað eftir með sérstakri lýsingu til að full- vissa sig enn frekar um að allt sé með felldu. Sögðu fulltrúar ráðu- neytisins að með þessum frágangi væri fölsun nánast útilokuð og nú gerðu flest lönd kröfu um að vega- bréf hefðu yfir þessum öryggis- þáttum að ráða sem tryggja áreið- anleika þeirra. I nýju lögunum um vegabréf eru helst ný ákvæði er snerta sjálfa út- gáfuna. I öftustu opnu vegabréfs- ins stendur m.a.: „Vegabréf þetta telst eign íslenska íTkisins. Hand- hafi vegabréfs skal varðveita vega- bréf sitt þannig að ekki sé hætta á að það glatist.“ Eldri vegabréf gilda þar til gildistími þeirra renn- ur út. Vakin var athygli á því á fundinum að ekki er lengur heimilt að skrá börn í vegabréf foreldra og ekki útilokað að það geti leitt til óhagræðis og tafa við vegabréfs- skoðun erlendis. Er mönnum því bent á að sækja um sérstök vega- bréf fyrir börn til að forðast slíka erfiðleika. Einnig vai- minnt á að þótt Schengen-samstarfið geri ráð fyrir að menn geti ferðast án vegabréfa milli ákveðinna landa sé rétt að hafa í huga að menn hafi engu að síður vegabréf sitt meðferðis til út- landa sem persónuskilríki sín. Tónlistarskólinn á Akureyri Gamanóperan BrÚðkaUp FÍgarÓS eftir W.A. Mozart í Samkomuhúsinu á Akureyri Aukasýningar: Fimmtudagur 27. maí, uppselt, föstudagur 28. maí kl. 20.00 sunnudagur 30. maí kl. 20.00 Miðasala í Samkomuhúsinu. S. 462 1400. Beið ekki eftir að komast á fæðingardeildina Fæddist í lyftunni á leiðinni upp Morgunblaðið/Kristján LITLA stúlkan þeirra Katrínar Jóhannesdóttur og Sigurðar H. Sig- urðssonar beið ekki eftir að komast á fæðingardeildina í fyrrinótt, hún fæddist í lyftunni á leiðinni upp á deildina. Sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir sem tóku á móti barninu heilsuðu upp á þau á FSA í gær, frá vinstri Sigurður L. Sigurðsson, Finnur Sigurðsson, Sigurður, Katrín og Gunnar Olafsson með þá litlu. HÚN var ekkert að bíða eftir því að komast á fæðingardeild- ina, litla stúlkan þeirra Katrín- ar Jóhannesdóttur og Sigurðar H. Sigurðssonar á Akureyri, en hún fæddist í lyftunni á leið upp á deildina í fyrrinótt. Vaskir starfsmenn Slökkviliðs Akur- eyrar, sem sjá um sjúkraflutn- inga, tóku á móti stúlkunni, sem var 15 merkur og 52 sentímetr- ar. Sú litla átti að koma í heiminn síðasta laugardag, 22. maí, en lét þá bíða eftir sér, en þegar hún taldi sig tilbúna var hún ekkert að tvínóna við hlutina. „Þetta gerðist frekar skyndilega," sagði Katrín, sem skömmu eftir mið- nætti í fyrrakvöld fann að nú væri að koma að stóru stundinni. Sigurður eiginmaður hennar var í vinnunni og hringdi hún í hann í snarhasti, hann brá skjótt við og var kominn heim kl. 20 mínút- ur yfir 12 á miðnætti. „Þetta bar allt brátt að en það var greinilegt að barnið var að fæðast," sagði Sigurður, en þau byrjuðu á að hringja í móður Katrínar, Dagnýju Sigurgeirsdóttur, sem kom til að gæta drengjanna þeirra tveggja, Viktors Dags, 6 ára, og Axels Orra, 2 ára. Hún er hjúkrunarfræðingur og sá strax að Katrín þyrfti að komast á fæð- ingardeildina og hringdi því eftir sjúkrabíl. Virkilega góð tilfinning „Mér brá rosalega þegar ég sá í kojlinn á barninu," sagði Gunn- ar Ólafsson sjúkraflutningamað- ur, en það gerðist á meðan beðið var eftir lyftunni. Fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri er á þriðju hæð sjúkrahúss- byggingarinnar og á Ieiðinni upp fæddist stúlkan. Auk Gunnars voru Skjöldur Tómasson og Finn- ur Sigurðsson með í för, en Sig- urður L. Sigurðsson var á vakt- inni á slökkvistöðinni. Bæði Gunnar og Finnur hafa starfað í einn mánuð hjá slökkviliðinu. Gunnar hefur starfsreynslu úr Hafnarfirði og hefur lokið sjúkraflutningsprófi, en Finnur verður við sumarafleysingar hjá liðinu. Þeir hafa ekki lent áður í svipaðri lífsreynslu, en Gunnar kvaðst hafa lært hvernig bregð- ast ætti við þessum aðstæðum á námskeiðum. „Þetta gekk mjög vel, fæðingin gekk eðlilega fyrir sig,“ sagði hann. „Það var virki- lega góð tilfinning að heyra barnið gráta þegar við vorum komnir upp.“ Gefur starfinu gildi „Þetta gefur starfínu gildi,“ sagði Sigurður. „Bætir upp sorg- legri hliðar starfsins, aðkomu að slysum og eldsvoðum. Svona at- burður skilur mikið eftir.“ Katrín sagðist hafa verið alveg róleg þótt hún hefði séð að hveiju stefndi og hrósaði fylgdarmönn- um sínum á sjúkrahúsið, þeir hefðu tekið örugglega á málum. Sigurður maður hennar sagðist hafa verið svolítið stressaður, „en ekkert smeykur", sagði hann, enda fullviss um að allt færi vel. Bæjarráð Akureyrar um kjaradóm Hafí ekki áhrif á launagroiðslui- Morgunblaðið/Kristján Ummerki vetr- arins afmáð AÐALKALLARNIR hjá Akureyr- arbæ, að eigin mati, þeir Jóhannes Ásbjarnarson og Pétur Ásgeirs- son, fóru viða í gærdag en þeir höfðu með höndum það starf að hreinsa götuvita og akstursstefnu- merki bæjarins og afmá þar með þau ummerki sem harður vetur setti á allt umhverfið. ------------- Dalvíkingar leika heimaleik á Akureyri HEIMALEIKUR Dalvíkur við Fylki í 1. deild karla í íslandsmótinu í knattspyrnu verður leikinn á mal- arvelli KA á Akureyri í kvöld, föstu- dagskvöldið 28. maí kl. 20. Völlurinn á Dalvík er ekki kominn í leikhæft ástand. Knattspyrnudeild Dalvíkur sótti um frestun á umræddum leik til mótanefndar KSI eins og nýleg for- dæmi eru fyrir, en mótanefnd hafn- aði þeirri beiðni. BÆJARRÁÐ Akureyrar lagði á fundi sínum í gær til við bæjar- stjóm að nýgenginn kjaradómur hefði ekki áhrif á launagreiðslur Akureyrarbæj ar. Með vísan til úrskurðarins og þess að greiðslur til bæjaríúlltrúa og nefndarmenna hjá Akureyrar- bæ em tengdar þingfararkaupi leggur bæjarráð til að nýgenginn kjaradómur hafi ekki áhrif á greiðslur fyrir þessi störf hjá bæn- um. Lagði bæjarráð einnig til við bæjarstjóm að reglur um kaup og kjör bæjarfulltrúa og nefndar- KJARAMÁL kennara Tónlistar- skólans á Akureyri vora til umfjöll- unar á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær, en lagðar vora fram 13 upp- sagnir frá kennuram sem bárast í fyrradag auk þess sem 8 kennarar höfðu áður sagt upp og 4 hafa óskað eftir launalausu leyfi næsta skólaár. Þórarinn B. Jónsson formaður kjaranefndar gerði bæjarráði grein fyrir þeim viðræðum sem fram hafa farið milli nefndarmanna og manna á vegum Akureyrarbæjar yrðu endurskoðaðar. Var bæjarstjóra á fundinum falið að afla upplýsinga um þessi mál hjá öðram sveitarfélögum og leggja upplýsingar þar að lútandi fyrir bæjarráð. Ennfremur kom fram á fundin- um að bæjarstjóri hefur hafnað þeirri launabreytingu sem fólst í kjaradómi varðandi laun hans og óskaði hann eftir viðræðum um aðra tengingu. Formanni bæjar- ráðs var falið að ganga frá sam- komulagi við bæjarstjóra þar um. fulltrúa kennara við skólann og þeim hugmyndum sem fram hafa komið til lausnar. Bæjarráð lýsti yfir vilja sínum til að vinna að farsælli lausn varðandi þá stöðu sem upp er komin varð- andi starfsemi Tónlistarskólans á Akureyri. Samþykkt var að fela Þórarni ásamt þeim Jakobi Björns- syni og Oktavíu Jóhannesdóttur að taka upp viðræður við kennara skólans um stöðu mála. Bæjarráð um kjaramál tónlistarskdlakennara Vilji til að leita farsælla lausna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.