Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 9
FRETTIR
Fólk
Baldvin Jónsson
Doktor í
læknisfræði
• BALDVIN Júnsson, læknii', lauk
hinn. 4 desember sl. doktorsprófi frá
læknadeild Karolinska Institutet í
Stokkhólmi.
Ritgerð Bald-
vins nefnist
„Chronic lung
disease of pre-
maturity: a study
of selected causati-
ve factors and
preventivé mea-
sures“ og sam-
anstendur af yfir-
litssamantekt og sex sjálfstæðum
vísindagreinum. Af greinunum hafa
fjórar þegar verið birtar í vísindarit-
um tengdum barnasjúkdómum en
tvær bíða birtingar. í stuttu máli
fjallar ritgerðin um krónískan
lungnaskaða hjá miklum fyrirburum,
faraldsfræði, orsakaþætti og fyrir-
byggjandi ráðstafanir til að minnka
eða koma í veg fyrir skaðann. Hinir
ýmsu hlutar rannsóknarinnar eru
gerðir með þátttöku yfir 1000 ný-
bura með fæðingarþyngd undir 1500
grömmum, fæddra á Stokkhólms-
svæðinu á árunum 1988-1998.
Leiðbeinendur voru Hugo La-
gercrantz, prófessor í nýburalækn-
ingum við Karolinska Institutet og
Gerd Faxelius, dósent í nýburalækn-
ingum við sama háskóla. Andmæl-
andi var Eduardo Bancalari, pró-
fessor í nýburalækningum við Uni-
versity of Miami, School of Medicine.
I dómnefnd voru m.a. Gunnar Sedin,
prófessor í nýburalækningum við
Uppsalaháskóla og Bengt Robert-
son, dósent við Enheten för ex-
perimentell perinatal patologi við
Karolinska Institutet.
Baldvin er fæddur í Reykjavík 17.
nóvember 1953. Hann lauk stúdents-
prófi fi-á Menntaskólanum í Reykja-
vík 1974 og prófi frá læknadeild Há-
skóla íslands vorið 1980. Eftir kandi-
datsnám og störf á bamadeildum í
Reykjavík hóf hann nám í bamalækn-
ingum við Georgetown University
Childrens Medical Center í Washing-
ton D.C. Að prófum loknum 1987
fluttist hann til Stokkhólms til starfa
við barnadeild Danderyds sjúkrahúss
þar í borg. Á ámnum 1990 til 1993
stundaði hann sérnám í nýburalækn-
ingum við nýburadeild Karolinska
sjúkrahússins. Baldvin hóf doktors-
nám við Karolinska Institutet 1993
samhliða starfi sem sérfræðingur í
nýburalækningum við Karolinska
sjúkrahúsið. Hann starfar nú sem
einn af yfirlæknum nýburagjörgæslu-
deildar Astrid Lindgren barnasjúkra-
hússins sem staðsett er við Kai-ol-
inska sjúkrahúsið í Stokkhólmi.
Foreldrar Baldvins eru Jún El-
berg Baldvinsson verslunarmaður
og Júrunn Magnúsdúttir húsmóðir.
Eiginkona Baldvins er Kolbrún
Benediktsdúttir, röntgenlæknir við
Landspítalann, og á hann fimm böm.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Kúpavogskirkja
Fjallað verður um arf kynslóðanna í Kópavogskirkju
Elsta fólkið á
visku áranna
Þjóðminjasafnið
Flutning-
um gæti
lokið innan
fárra vikna
VINNA er nýhafin við að
skipta um einangrun í þaki
byggingar í Vesturvör 2 í
Kópavogi, þar sem safnmunum
af Þjóðminjasafni íslands hef-
ur verið valið framtíðar-
geymsluhúsnæði. Húsið verður
einangrað með óbrennanlegri
steinullareinangnm að kröfu
Eldvarnareftirlitsins og er við-
búið að þeirri vinnu verði lokið
á fáum dögum að sögn Þórs
Magnússonar, sem fylgst hefur
með framvindu mála.
„Þá held ég að húsplássið
verði tilbúið og þá verði hægt
að fara flytja hluti, sem vom í
sýningarsölum og ýmsum
geymslum. Okkur er mjög í
mun að það verði hægt að
ganga sem fyrst í að ljúka
flutningum," sagði Þór.
Hann sagði að gengið yrði
mjög skipulega í að ljúka flutn-
ingunum um leið og nýja hús-
næðið yrði tilbúið. Nú þegar er
búið að pakka mörgum safn-
munum svo ekki ætti að taka
langan tíma að ljúka flutning-
unum. Vonaðist Þór til þess að
á næstu vikum ætti flutningun-
um að verða lokið að fullu svo
ganga mætti af fullum krafti í
vinnu við endurbætur á húsi
Þjóðminjasafnsins við Suður-
götu 41, sem þegar eru hafnar.
VTNAFÉLAG Kópavogskirkju og
sóknarnefnd Kársnessóknar gang-
ast fyrir samveru í Kópavogskirkju
undir yfirskriftinni „Arfur kynslóð-
anna“ á morgun kl. 11.
Á samverunni munu fyrirlesarar
fjalla um arf kynslóðanna frá ólík-
um sjónarhornum, ljóð verða flutt
og á milli erinda verður almennur
söngur. „í tilefni af ári aldraðra vilj-
um við leggja áherslu á það sem
eldri kynslóðir hafa veitt okkur í
arf,“ sagði séra Ægir Fr. Sigur-
geirsson í samtali við Morgunblaðið.
„Elsta fólkið okkar hefur miklu að
miðla til okkar sem yngri erum og til
samtíðarinnar, það á visku áranna og
býi’ yfir mikilli lífsreynslu. Það hefur
lifað tímana tvenna og nú á tímum
mikils hraða og örra breytinga er
okkur afar mikilvægt að glata ekki
þeim verðmætum, þeim gildum og
þeirri mótun til hollra hátta sem hér
hafa verið mikilvæg og mótað sam-
skipti fólks, hugsun og framgöngu
gegnum tíðina," sagði Ægir.
Ægir segh’ mikilvægt að við glöt-
um ekki menningar- og trúararfi
okkar og verðum viðskila við þau
gildi sem löngum hafa verið talin
háleitust og best meðal þjóðarinnar.
„Stundum er talað um að samtími
okkar einkennist um of af dýrkun á
æskunni og þáttum sem eru hverf-
ulir, við slíkar aðstæður er hætta á
því að við glötum mikilvægum gild-
um og að verðmætamat okkar
skekkist. Það er mikilvægt fyrir
þjóð okkar að vera opin fyrir nýjum
straumum, nýrri þekkingu og tækni
en það er ekki síður mikilvægt að
missa ekki sambandið við eldri tíma
og þau gildi og og menningarverð-
mæti sem felast í arfi kynslóðanna."
Ásgeir Jóhannesson, safnaðar-
fulltrúi Kársnessóknar, stjómar
samverunni í Kópavogskirkju en er-
indi flytja Pálína Jónsdóttir, fyrr-
verandi kennari og endunnenntun-
arstjóri, Gísli J. Astþórsson, fyrr-
verandi blaðamaður og ritstjóri, og
séra Ragnar Fjalar Lárusson, fyrr-
verandi prófastur. Sigurbjörg Þórð-
ardóttir kennari og Valdimar Lár-
usson leikari flytja ljóð.
Samveran hefst kl. 11 en að henni
lokinni verður boðið upp á léttan
hádegisverð í safnaðarhéímilinu
Borgum.
Gallasmekkbuxur
Stærðir 98—146. Verð 2.900.
POLARN O. PYRET
Kringlunni 8—12, sími 5681822
Aðsendar greinar á Netinu
vfj) mbl.is
-/\LLTAf= eiTTH\SAÐ AÍÝTT
LAURA ASHLEY
TILBOÐ
Islenskt bókasafn
stofnað í Seattle
LAGÐUR hefur verið grunnur að
íslensku bókasafni í Seattle í
Bandaríkjunum og eru um 200 bæk-
ur í safninu sem fær til umráða her-
bergi í Safni norrænnar arfleifðar í
borginni, Nordic Heritage Museum.
I fréttabréfi Islendingafélagsins
sem þjónar Seattle og nágrenni,
New Geysir, kemur fram að þetta
sé mikið fagnaðarefni, enda í fyrsta
skipti um áratugaskeið sem félags-
mönnum bjóðist aðgangur að ís-
lensku bókasafni.
Árið 1900 var sett á stofn í
Seattle Islendingafélagið „Vestri
Icelandic Club“ og starfaði það til
ársins 1966, þegar „Icelandic Club
of Greater Seattle" leysti það af
hólmi. Eitt af meginhlutverkum
Vestra var að starfrækja safn ís-
lenskra bóka og hafði það aðsetur á
heimili Jóns Magnússonar og konu
hans, Guðrúnar Magnússon. Þegar
safnið þraut örendi voru bækur
þess gefnar til bókasafns Washing-
ton-háskóla og Borgarbókasafnsins
í Seattle, og hafa Islendingar í borg-
inni ekki haft almennan aðgang að
íslenskum bókakosti síðan þá.
Óska eftir fleiri bókum
I fréttabréfl félagsins kemur
fram að á meðal bókanna 200 eru
margar nýjar og nýlegar og má þar
nefna skáldsögur og ævisögur, auk
þess sem bókagjöfum verður tekið
fagnandi. Frumkvæði að safninu
kemur frá Sigurði Má Helgasyni í
Reykjavík, sem safnaði bókunum
saman með fulltingi Rótarý-klúbbs-
ins í Breiðholti og fékk bækur að
gjöf frá Þjóðsögu hf., Nesútgáfunni,
Verslunarmannafélagi Reykjavíkur,
bókaútgáfunni Skjaldborg, Vöku-
Helgafelli og Henson-íþróttavöru-
fyrirtækinu. Cargolux flutti bæk-
umar síðan til Seattle hlutaðeigend-
um að kostnaðarlausu.
Meðlimir Islendingafélagsins í
Seattle eða Safni norrænnar arf-
leifðar geta nálgast íslensku bæk-
umar á þriðjudögum frá klukkan
9.30 til hádegis. Bókasafnið er með
aðsetur í herbergi við íslenska her-
bergið í Safni norrænnar arfleifðar
og hefur fengið nafnið „New Vestri
Library".
15% afsláttur
af drögtum til 1. júní
%istan
V/ Laugavegi 99, sími 551 6646
Falleg föt í stórum
stærðum á konur á
öllum aldri í
So bin Ich fatalistanum.
Eigum alltaf eitthvað til
í búðinni líka.
0H8§
v^Ármúla 17a « S: 588-1980