Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 72
 KOSTA K með vaxta þrepum (ffi) R1 s\l)\KK\NIUNN MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Ný rflrisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tekur við völdum í dag Fimm nvir ráðherrar -> i/ taka sæti í stjórninni ÞINGFLOKKAR Sjálfstæðisflokks • og Fram- sóknarflokks samþykktu í gærkvöldi tillögur for- manna flokkanna um skipan í ráðherraembætti í nýrri ríkisstjóm undir forsæti Davíðs Oddssonar, sem tekur við völdum á ríkisráðsfundi í dag. Fyrr um kvöldið samþykktu flokksráð Sjálfstæðisflokks og miðstjóm Framsóknarflokks stjómarsáttmála ríkisstjómarinnar fyrir komandi kjörtímabil. Ráð- herrum fjölgar úr tíu í tólf og taka fimm nýir ráð- herrar við ráðherraembættum í dag. i Halldór Blöndal verður forseti Alþingis Ráðherrar af hálfu Sjálfstæðisflokksins verða Davíð Oddsson forsætisráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Bjöm Bjamason menntamálaráðherra og nýir ráðherrar af hálfu flokksins verða Arni M. Mathiesen sem verður sjávarútvegsráðherra, Sturla Böðvarsson verður samgönguráðherra og Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra. Halldór Blöndal lætur af embætti samgönguráðherra og tekur við embætti forseta Aiþingis og Sigríður Anna Þórð- ardóttir verður þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins. Halldór sagðist í gær vera sáttur við þessa breytingu en hann hefur verið samgöngu- ráðherra undanfarin átta ár. Ráðherrar Framsóknarflokksins verða Hall- dór Asgrímsson utanríkisráðherra, Finnur Ing- ólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, Páll Pétursson félagsmálaráðherra og nýir í ráðherraembættum verða Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Siv Friðleifsdóttir sem tekur við embætti umhverfisráðherra. Mannabreytingar lfldegar á kjörtúnabilinu Davíð Oddsson sagði í gærkvöldi að stefnuyfir- lýsingin hefði fengið mjög góðar viðtökur í þing- flokki, miðstjóm og flokksráði Sjálfstæðisflokks- ins í gær og sagði að tillaga sú sem hann lagði fyrir þingflokkinn um skipan ráðherra hefði verið samþykkt samhljóða. Gert er ráð fyrir að breytingar verði á skipan ráðuneyta og verkaskiptingu í ríkisstjórninni á kjörtímabilinu og sagði Halldór Ásgrímsson í gær að líklega myndi Valgerður Sverrisdóttir leysa Pál Pétursson af í félagsmálaráðuneytinu einhvem tíma á kjörtímabilinu. Valgerður sagði að hún væri sátt við niðurstöðuna en sagðist jafn- framt vita að breytingar yrðu gerðar á ráðherra- liði flokksins á kjörtímabilinu og þá gerði hún ráð fyrir að koma inn í ríkisstjóm. Ambjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, er ósátt við hlut landsbyggðarinnar þar sem flytja ætti byggðamálin undir ráðuneyti framsóknarmanna með flutningi Byggðastofnun- ar undir iðnaðarráðuneytið og hún kvaðst einnig ósátt við að aðeins einn ráðherra af hálfu Sjálf- stæðisflokks kæmi af landsbyggðinni. ■ Tillaga formanns/11 ■ Siv og Guðni/37 Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞRIR nýir ráðherrar taka við embætti af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Sturla Böðvarsson verður samgönguráðherra, Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra og Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Morgunblaðið/Þorkell GUÐNI Ágústsson tekur í dag við embætti landbúnað- arráðherra af hálfu Framsóknarflokksins og Siv Frið- leifsdóttir verður umhverfisráðherra. Ormurinn í Lagarfljóti skýtur upp kryppunni NEMENDUR í Hallormsstaðar- skóla urðu vitni ásamt Kristinu Gunnarsdóttur kennara að undri í Lagarfljóti. Þeir rituðu niður lýsingar á sýninni og teiknuðu myndir. Undrið var ljóst á litinn og „eins og hlykkjaðist til og frá um Ieið og það rann saman í litla rák á hinum endanum", segir Kristín. Fyrirbærið var rétt neð- an við fljótsbakkann fyrir neðan bæinn Geitagerði í Fljótsdal. Fannst vitnum sem þarna væri Lagarfljótsormurinn ljóslifandi kominn. Náttúrufræðingar telja að börnin hafi orðið vitni að upp- streymi metangass í fljótinu og að ef til vill hafi kryppan verið risastór loftbóla. Ekki taka allir undir þá skoðun. Undanfarið hefur borið á nokkruin undrum í Lagarfljóti og náði Bjöm Sigþór Skúlason nemandi í skólanum Ijósmynd af einu þeirra. ■ Ormurinn/4B --------------- Bíibeltin björguðu KONA og tvö böm mega þakka bílbeltum að þau slösuðust ekld er bíll þeirra stakkst út af veginum við Gígjukvísl í gær. Bíllinn er tal- inn hafa runnið eða flotið í krapa á veginum og er talinn ónýtur eftir veltuna. Lögreglan á Höfn segir að úr- koma hafi verið við jökulinn og greinilega köld úr því að krapi myndaðist en hálka var samt sem áður óveruleg. Talið er að bíllinn hafi flotið á krapanum og við það runnið út af og endastungist. Kon- an sem ók og bömin tvö vom öll í bílbeltum og segir lögreglan þau geta þakkað þeim að þau slösuðust ekki. Þokkaleg sfldveiði FJÖLDI skipa er nú að veiðum í Síldarsmugunni og hafa aflabrögð verið þokkaleg. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins var veiðin þó fremur treg í gær enda stendur síld- in djúpt og er nokkuð stygg. Veiðist ■*^ðallega á kvöldin og fengu nokkur skip ágætis afla í fyrrakvöld, allt upp í 600 tonn í kasti. Veiðin er þó afar misjöfn á milli skipa og em dæmi um skip sem köstuðu oft en fengu engan afla. Þykja þau skip sem nota síldar- nætur ná mun betri árangri, en mörg skipanna era búin loðnunótum til veiðanna. Flest skipin em á svæði norðarlega í Síldarsmugunni en skipin sem em vestast em nú aðeins 20 sjómilur frá landhelgislínu Is- lands. Nú hefur verið landað um 22 þús- BRr.d tonnum af síld frá því veiðar hófust í Síldarsmugunni, en kvóti Islendinga þar á þessu ári er 202 þúsund tonn. Mest hefur verið land- að hjá fiskmjölsverksmiðju SR- mjöls hf. á Seyðisfirði eða tæpum 4.800 tonnum en um 4.300 tonnum hefur verið landað hjá Hraðfrysti- *,£úsi Eskifjarðar og öðra eins hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað. Stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktur Unnið að sem víðtækastri sátt um fiskveiðistjórnkerfið Seðlabankinn færður undir for- sætisráðuneytið og Byggðastofn un til iðnaðarráðuneytis EITT af helstu markmiðum ríkis- stjómar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks á næsta kjörtímabili verður að vinna að sem víðtækastri sátt um fiskveiðistjómkerfið, að því er fram kemur í stefnuyfirlýsingu flokkanna sem samþykkt var í stofnunum þeirra í gærkvöldi. Skipa á nefnd til að endurskoða fiskveiðistjómunarlögin með hags- muni sjávarútvegsins, byggðanna og alls almennings fyrir augum. „Eftir því sem afkoma leyfir taki sjávarútvegurinn í auknum mæli þátt í kostnaði við eftirlit, þjónustu og hvers kyns rannsóknir í hans þágu en þær em forsenda skynsam- legrar stjómar fiskveiða," segir í stefnuyfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að eitt af markmiðum ríkisstjómarinnar á kjörtímabilinu verði að beita að- haldssamri hagstjóm og gæta sam- ræmis milli þjóðarútgjalda og þjóð- artekna. Sett er markmið um að ríkissjóður verði rekinn með um- talsverðum afgangi til að sporna gegn viðskiptahalla. Áhersla verður lögð á að örva almenning til að verja auknu fé til lífeyrisspamaðar. Endurskoða á lögin um Stjómar- ráð íslands, skipan ráðuneyta og verkefni þeirra. Ætla stjómarflokk- amir að taka til endurskoðunar verkaskiptingu sín á milli og verður fyrsta verkefnið að færa Byggða- stofnun undir iðnaðarráðuneytið og sameina atvinnuþróunarstarfsemi á vegum þess, svo og að fella Seðla- banka íslands undir forsætisráðu- neytið sem efnahagsráðuneyti. Samræma á álagningu eignar- skatts og lækka skatthlutfóll þannig að ejgnarskattar á íbúðarhúsnæði lækki. Dregið úr tekjutengingu í barnabótakerfinu Selja á hlutabréf í ríkisbönkunum og hefja undirbúning að sölu Lands- símans. Draga á úr tekjutengingu í bamabótakerfinu, „t.d. með útgáfu sérstakra bamakorta eða öðram sambærilegum aðgerðum. Persónu- afsláttur maka verði millifæranleg- ur að fullu hjá hjónum og sambýlis- fólki. Jöfn tækifæri karla og kvenna verði tryggð í hvívetna svo sem með því að lengja fæðingarorlof og jafna rétt mæðra og feðra til töku þess“, segir ennfremur í yfirlýsingunni. Skoða á möguleika á breyttu rekstrarformi einstakra þjónustu- þátta og stofnana heilbrigðisþjón- ustunnar og kanna möguleika á auknu samstarfi og verkaskiptingu sjúkrastofnana. Þá er sett fram markmið um endurskoðun al- mannatryggingakerfisins svo og samspils þess við skattkerfíð og líf- eyrissjóðakerfið með það að mark- miði að umfang og kostnaður við stjómsýslu verði sem minnst og framkvæmd verði einfólduð og samræmd til hagsbóta fyrir bóta- þega. ■ í fremstu röð/36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.