Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ t PARKER SONNET VIÐSKIPTI Almenn þekking er okkar sérgrein Þriggja daga ráðstefna um vöruþróun og hönnun í framleiðsluiðnaði og rannsóknir á þessu sviði hefst í Háskólabíói í dag og verða þar íslenskir og erlendir fyrirlesar- ar. Kristján Jónsson ræddi við einn gest- anna, danska prófessorinn Per Boelskifte. ÍSLENSKT hugvit og nýting þess hefur verið mjög til umræðu hér á landi undanfarin ár og rætt um að leita þurfí nýrra sóknarfæra. Af því tilefni gengst véla- og iðnaðarverk- íræðiskor Háskóla Is- lands í samstarfi við Nýsköpunarsjóð at- vinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Iðn- tæknistofnun fyrir þriggja daga ráðstefnu er nefnist Getting Ahead og hefst hún í Háskólabíói í dag. Gert er ráð fyrir hátt í hundrað þátttak- endum, þ.á m. allmörgum frá hin- um Norðurlöndunum og víðar að. Fyrirlesarar verða níu, þar af fimm erlendir. Forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun setja ráðstefnuna sem haldin er í tengslum við nor- rænt málþing sem styrkt er af NORFA (Norrænu rannsóknaraka- demíunni). Markmiðið með henni er m.a. að kynna mikilvægi markvissr- ar vöruþróunar og hönnunar í fram- leiðsluiðnaði, auka tengsl iðnaðar, rannsókna og fjármálaheimsins á sviði nýsköpunar og þróunar og skapa hugmyndir að nýjum rann- sóknarverkefnum. Meðal fyrirlesara er Daninn Per Boelskifte, sem hefur frá 1994 verið prófess- or í tæknilegri iðn- hönnun við Norska tækniháskólann í Þrándheimi, NTNU. Staðan var stofnuð með stuðningi norska stórfyrirtækisins Hydro Aluminium og er markmiðið með henni að stuðla að upp- byggingu í vöruþróun og framleiðsluiðnaði í Noregi. Boelskifte á sæti í norsku vísinda- og tækniakademíunni, er arkitekt og iðnhönn- uður að mennt og handhafi margra hönnunarverðlauna. Eitt verkefna hans, „Bates Combisystem", hlaut Evrópsku hönnunarverðlaunin 1997. Listnám og verkfræði „Við Jóhannes Sigurjónsson pró- fessor höfum undanfarin ár byggt upp deild tæknilegrar iðnhönnunar við NTNU og hún er sú fyrsta sinn- ar tegundar á Norðurlöndum,“ seg- ir Boelskifte. „Algengt er að iðnhönnun sé byggð á grunni listnáms eða hefð- bundnu meistaranámi í iðnaði. Tæknileg iðnhönnun byggist hins vegar meira á raungreinum vísinda, Per Boelskifte er nám af verkfræðitoga og við not- umst því meira við þekkingu á notk- un efnis og eiginleikum þess, að- ferðunum sem nota verður við að nýta þau, einnig iðjufræði. Við höf- um eiginlega haslað okkur völl mitt á milli hefðbundna listnámsins og verkfræði, leggjum áherslu á stöðuga víxlverkun fræðanáms og hagnýtingar." Boelskifte segir að múramir sem greindu að fóg og fræðigreinar séu smám saman að molna, nútíma- myndlistarverk séu oft svo innhverf að hönnuðir hafi á vissan hátt lagt undir sig drjúgan hluta af því sem áður heyrði til myndlistinni. Því finnist honum ekki undarlegt að verkfræðin sé nú farin að teygja sig inn á svið sem áður hafi verið á yfir- ráðasvæði arkitekta, hönnuða og myndlistarmanna. En einnig er það tímanna tákn að greinar eins og félagsfræði, hag- fræði, markaðsfræði, sálfræði og umhverfisfræði eru að verða stoð- greinar þeirra sem leggja stund á vöruþróun. Sumir sérfræðingar vita mikið um efnin sem notuð eru, aðrir um viðbrögð neytandans, enn aðrir um áhrif á vistkerfið, segir hann. „Oft er það svo að ákveðnir ein- staklingar eru með mikla þekkingu á sérhæfðu sviði en við segjum að okkar sérgrein sé almenna þekking- in! Við getum ekki vitað öll jafnmik- ið um hvert svið en við reynum að nálgast vöruþróun frá sem flestum sjónarhomum, athugum sérþarfir hvers faghóps og reynum að hafa yfirsýn. Það má líkja þessu við að stilla saman strengina í stórri hljómsveit, láta snillingana á fiðlur, selló, trumbur og fleira vinna saman eins og heild. Þá hljómar sinfónían eins og hún á að gera, þetta er okkar hlutverk." En búa menn ekki víða til ágæta söluvöru án þess að þurfa einhverja sérfræðiaðstoð, dugar ekki oft að beita heilbrigðri skynsemi og reynslu? „Eg get spurt á móti hvort um- ræddur framleiðandi hagnist mikið á því sem hann er að gera, hvort varan sé á einhvem hátt öðmvísi en það sem aðrir í sömu grein eru að búa til. Ég býð framleiðandan- um að ná enn betri árangri og arð- semi en tek það fram að stjórnend- ur fyrirtækisins verða að hafa sjálfir áhuga á því að notfæra sér tæknilega iðnhönnun. Það er lykil- atriði að þeir álíti hana vera vopn sem muni koma sér vel með lang- tímamarkmið í huga, hvort sem þá er verið að velta fyrir sér stöðu á markaðnum eða vexti og viðgangi fyrirtækisins. Með því að notfæra sér sérþekkingu á þessu sviði er verið að senda öllu starfsliðinu ákveðin skilaboð." „Stend ég mig ekki nógu vel?“ „Það getur gerst að starfsmenn líti á það sem ógnun að leitað sé ráða hjá tæknilegum iðnhönnuði. „Þetta er mitt starf, þetta hef ég séð um,“ er þá sagt. „Stend ég mig ekki nógu vel?“ En auðvitað er ekki verið að niðurlægja góðan starfs- mann heldur er verið að auka vægi þess sem hann hefur verið að fást við. Og um leið er verið að gefa hon- um færi á að gera enn betur með því að fá faglega ráðgjöf um eðli vörunnar og hvemig hún þarf að vera. I sumum löndum eru sérstak- ar miðstöðvar á sviði hönnunarráð- gjafar og þá geta fyrirtæki fengið nöfn nokkurra ráðgjafa til að velja úr; búið er að velja þá úr stærri hóp með tilliti til verkefnisins, atvinnu- greinarinnar o.s.frv. Þá geta stjóm- endur fengið þá sem þeir átta sig á að muni fara rétt að hlutunum í þeirra fyrirtæki. Það er ekki alltaf nóg að fletta upp á gulu síðunum í símaskránni! Við fullyrðum að þegar við kom- um við sögu í ferlinu gerist það sama og þegar valin er rétt tegund af efnahvata; allt gengur hraðar fyrir sig, framleiðnin er meiri. Það væri hættulegt ef við þættumst hafa einkarétt á nýsköpun en við teljum að við getum ýtt undir hana hjá hópum og einstaklingum í fyrir- tækjum.“ Boelskifte ræðir um frumkvæði, hvemig virkja megi nýsköpunar- hneigð og löngun starfsmanna tO að fitja upp á nýjum aðferðum. Miklu skipti að iðnhönnuðir eigi auðvelt með að setja sig í spor annarra, hvort sem það era starfsmenn í framleiðslufyrirtækjum eða neyt- endur, ella geti þeir ekki gefið ráð um framleiðslu og nýsköpun. Fram- leiðsluvaran er ekki lengur bara það sem við snertum á heldur allt sem fylgir notkun hennar, hugsanir og tilfinningar sem við tengjum við hana. Allt umhverfi vörannar er að verða óaðskiljanlegur hluti hennar í ríkari mæli en áður og þess vegna þarf að beita margvíslegri þekkingu við framleiðslu hennar ti! að verða samkeppnisfær," segir Per Boel- skifte. AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is ^mbl.is \LLTAf= £/TTHVAB NYTT £5,$. LAWN-BOY Garðsláttuvélar Margreyndar við íslenskar aðstæður, nú með nýjum 4.5 HP tvígengismótor, einfaldri og öruggri hæðarstillingu, 48 cm sláttubreidd, styrktum hjólabúnaði, 60 I. grassafnari fylgir Reykjavlk: Ármúla 11 - Slmi 568-1500 - Akureyri: Lónsbakka - Slmi 461-1070 Voyager LX kerra m/bakka svuntu OrvaUcí er f\já okkur kr. 14.900 44 . íLfiAjX*. 4% oIXajxa, SlMI 5 5 3 3366 G L Æ S I B Æ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.