Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 s----------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ -í KRISTJÁN ÓSKAR SIGURÐARSON + Kristján Óskar Sigurðarson fæddist í Reykjavík hinn 22. september 1981. Hann lést af slysförum 22. maí síðastliðinn. For- eldrar hans eru Sig- urður Guðjónsson, f. 17.3. 1942, og Gígja Garðars, f. 18.9. 1944. Kristján Óskar átti þrjú systkini: 1) Ingu Dís, f. 4.2. 1968, og á hún tvö börn: Hilmar Þór, f. 19.1. 1992, og Arnór Frey, f. 9.4. 1993. 2) Garðar Bjöm, f. 25.4. 1969. 3) Guðjón Inga, f. 2.5. 1978. Kristján Óskar ólst upp hjá foreldr- um sínum á Greni- grund 48 á Akranesi og bjó þar. Hann út- skrifaðist frá Grundaskóla vorið 1997 og stundaði nám við Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi er hann lést. Knattspyrna var hans líf og yndi og var hann mikill aðdáandi IA og Man. Utd. Hann lék frá sex ára aldri knattspyrau fyrir hönd ÍA. Útför Kristjáns Óskars fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Kiddi. Gullmolinn okkar allra. Nú þegar kallið er komið er svo óendanlega margs að minnast og margt að þakka. Þótt ekki værir þú gamall varstu samt að mörgu leyti þroskaðri í hugsun en vænta mátti miðað við aldur og þá varstu svo góður vinur okkar og félagi. - Hjálpsemi og væntumþykja var einnig ómæld, t.d. í allan vetur var það þitt hlutverk og bróður þíns, Gauja, að taka börnin sem hér voru í gæslu og aka þeim í leikskólann um leið og þið bræður fóruð sjálfir í skólann. Þetta var oft tafsamt og stytti hádegistímann en þetta var sjálfsagt og okkur mikil hjálp svo ekki sé minnst á aðdáun barnanna á þér, enda gafstu þeim mikið af þér. Þau voru gjarnan tekin í fangið og fóðmuð eða galsast við þau og reynt ^að kenna þeim fótbolta á stofugólf- inu og óspart hvött til að leggja sig sem mest fram. Reyndar hefur húsið okkar í gegnum árin verið eins konar æf- ingavöllur fyrir fótbolta, sér í lagi ef við fórum að heiman um helgar og stundum spurði maður. „Hvar er myndin sem var á veggnum?" eða „Hvað kom fyrir veggljósið á gang- inum?“ „Æ, boltinn fór víst óvart í það,“ var svarið. Þú áttir líka einn ferfættan vin, hann Klóa. Ykkar samband var sterkt og hér leitar nú þessi loðni vinur að þér úti og inni. Utfararstofa Islands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í llkhús. - Aðstoöa við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna i kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað I klrkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleíkara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutníng á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, Sverrir Olsen, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlfð 35 - 105 Reykjavík. Sfmi 581 3300 - allan sólarhringinn. Kiddi, þú varst líka svo ótrúlega nægjusamur. Oftar en ekki reyndi ég að fá þig út í búð ef eitthvað stóð til og kaupa fót, en oftast gastu snú- ið þig út úr því og frestað því, sagð- ist ekki þurfa ný föt eða ætla að fá þér þau eftir aðgerðina. Einnig var reynt að halda mömmu á mottunni með að kaupa ekki óþarfa, varðst ekki smáæstur þegar ég lét glepjast til að hleypa inn bóksala sem endaði með að bókapakki var keyptur sem þú sagð- ir að hægt væri að fá á bókasafni. Bækurnar yrðu kannski aldrei lesn- ar eins og þú bentir réttOega á. Frægast er held ég þegar þú varst að leika fótbolta í skóm hvorum af sínum lit, það skipti þig ekki miklu máli, þeir dygðu vel, en pabbi var kannski ekki alveg eins sáttur við þetta og fannst heldur langt gengið. Þú hafðir þitt fram um tíma, en svaraðir eins og svo oft. „Á svo bara að fara að væla?“ Þessi setning þín er eitthvað sem lengi mun lifa hér okkar á milli. Elsku vinur, nú að leiðarlokum viljum við þakka þér fyrir samver- una og alla þá gleði og ástríki sem þú stráðir um þig ásamt ýmsum prakkaraskap, öll faðmlögin þegar þú faðmaðir mömmu og sagðir: „Ég elska þig, mamma kamma.“ Þú varst svo opinn og innilegur og með útgeislun sem sólin mætti vera stolt af. Vinamargur varstu og traustur vinur vina þinna og eiga þeir nú um sárt að binda. Við biðjum algóðan Guð að styrkja þá og okkur öll sem elskuðum þig og höfum misst svo mikið. Ég skal vaka og gráta af gleði yfir þér því guð átti ekkert betra að gefa mér. (DavíðStef.) En Kiddi, við sjáumst. Mamma og pabbi og Garðar bróðir. Kiddi frændi er dáinn. Að fá slíka frétt er svo sárt að maður vill ekki trúa því. Hann var yngsta barn Gígju systur og Sigga. Mjög kært er á milli þessara fjögurra systkina og er missir þeirra mikill. Mér finnst ég alltaf eiga svolítið í þeim yngstu bræðrum, þar sem þeir komu fyrst heim til mín af vökudeild. Kiddi var yndislegur drengur, ljúfur og góður. Að fylgjast með Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg iOLSTEINAK 564 3555 uppvexti hans frá því að hann fædd- ist sex merkur, þessi litli pottormur, til þess er hann varð fullvaxta ung- lingur stór og sterkur, er okkur mjög dýrmætt. Ég hitti hann síðast í afmæli ömmu sinnar 9. apríl á Vitó, alltaf jafn tryggur og góður sínu fólki sem öllum öðrum. Elsku mamma og pabbi á Vitó og Guðjón afi hans á Höfða, guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu stund- um. Litlu systursyni sína var hann alltaf boðinn og búinn að gleðja og fara með hvert sem hann gat. Hon- um þótti sérstaklega vænt um þá snáða. Þeir skilja það ekki ennþá að hann komi ekki oftar í heimsókn. Við eigum yndislegar minningar um þennan unga mann sem við munum aldrei gleyma, oftast í íþróttagallanum með boltann. Guð hefur vantað í sitt lið. Við verðum að trúa að einhver sé tilgangurinn með þessu öllu. Elsku fjölskylda, guð gefi ykkur styrk og öllum ættingjum og vinum hans sem eiga um sárt að binda, sá hópur er stór. Elsku frændi, ég veit þú tekur á móti okkur sem á eftir komum með útbreiddan faðminn eins og venju- lega. Ég kveð þig með þessum fal- lega texta: Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið h'ður alltof fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur þjá biómunum. Er rökkvar, ráðið stjömumái. Gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niðrá strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. (V.V.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V.Briem.) Alda og Qölskylda. Elsku Kiddi minn. Nú ertu farinn frá mér, besti vinur minn sem gafst mér svo mikið og varst svo góður við mig. Ég ætla að vera duglegur að spila fótbolta, en það varst þú sem kennd- ir mér að sparka bolta og þegar ég verð orðinn stór verð ég kannski eins góður og þú varst. Af því að ég er svo lítill þá skrifar mamma mín þetta fyrir mig. Elsku amma Gígja, afi Siggi, afi Gaui, Garðar, Guðjón, Inga Dís, Hilmar og Arnór, megi góður guð hjálpa ykkur á þessari erfiðu stundu. Kveðja. Steinar Þorsteinsson; Skólaárinu er lokið, myndarlegur hópur nemenda brautskráist, það er hátíðarstund. Enn stærri hópur fagnar kærkomnu hléi, sumarið er framundan með birtu og yl, við taka ný viðfangsefni, góður tími til að safna orku fyrir næsta skólaár. Eng- inn tekur eftir norðan nepjunni, vissan um sumarkomuna er svo sterk að nokkrir kaldir dagar í maí ná ekki að spilla gleðinni sem sum- arið færir okkur. Þá, þegar minnst varir, verður hörmulegt slys. Ung- ur, efnilegur piltur lætur lífið. Skyndilega er vorið og sumarkoman horfin úr huga okkar, kuldinn nístir um líkama og sál, sárast leikur hann fjölskyldu og vini. Hvers vegna? Hvers vegna? Við sumum spuming- um eru engin svör. Reynslan segir okkur hins vegar að tíminn læknar öll sár. í dag virðist það óhugsandi, en minningin um góðan dreng lifir, trúin á æðri tilgang hjálpar, það vor- ar á ný, sumarið kemur þótt síðar verði. Kristján Óskar Sigurðsson var nemandi við Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi, það er sárt að sjá á eftir góðum og efnilegum dreng. Okkar missir er þó hjóm eitt miðað við missi foreldra, systkina og vina. Vonin ein er eftir - vonin um sumarið. Fyrir hönd starfsfólks og nem- enda Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sendi ég fjölskyldu og vin- um Kristjáns Óskars innilegar sam- úðarkveðjur. Hörður Ó. Helgason aðstoðarskólameistari. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. Það er að koma sumar, dagurinn lengist og birtan eykst. Gróðurinn tekur við sér, skólastarfinu er að ljúka, knattspyrnuvertíðin hér heima að byrja og framundan ætti að vera gleði, ánægja og bjartsýni þessa árstíma. En það er skammt á milli sælu og sorgar. I einu vetfangi er einum ungum dreng kippt úr þessum heimi og sorgin tekur völd- in. Glaðlegur frískur drengur er með félögum sínum að fara að skenmta sér, en sú gleðistund breyt- ist á augnabliki í harmleik, hann er hrifinn burt frá okkur án alls að- draganda, án allra skýringa, án þess að nokkur geti áttað sig á hvers vegna. Það hefur verið venja mín undan- farin ár að kveðja 10. bekkjar nem- endur með áminningu um hversu mikilvægir þeir séu, hversu einstak- ir þeir séu hver og einn. Ég hef beð- ið þá að gæta hver annars. Góðir vinir, sem láta sér annt um mann, eru eitt það mikilvægasta sem hver og einn getur eignast í lífinu. Skyndilega er höggvið skarð í vina- hópinn, einn hrifsaður í burtu án þess að hinir geti rönd við reist. Hópurinn er í sárum, skilur ekki til- ganginn né ástæðuna. Nú er enn meiri ástæða en nokkru sinni til að gæta félaganna, varðveita það sem við höfúm, hindra að sárin verði fleiri. Kristján Ó. Sigurðsson var nem- andi í Grundaskóla öll sín grunn- skólaár. Við sem fengum að kynnast honum geymum nú minningarnar einar um þennan dreng, minningar um margar ánægjulegar samveru- stundir í skóla, þar sem hann var oft hrókur alls fagnaðar í glaðlegum fé- lagahópi. Myndarlegur strákur, góð- ur félagi og nemandi og snjall knatt- spyrnumaður. Fyrir aðeins tveimur árum var ég með honum í útskrift- arferð í Þórsmörk, rétt áður en hann kvaddi skólann sinn í ógleymanlegri ferð ærsla og skemmtunar í hópi skólafélaganna. Þá var hann tilbúinn að takast á við lífið utan skólans, hafði lokið sinni grunnskólagöngu með ágætum árangri. Síðan hef ég aðeins fylgst með honum úr fjar- lægð, mætt honum af og til, heyrt af honum í gegnum félaga, systkini og foreldra, en skyndilega er hann far- inn. Eftir er tómleikinn og vanmátt- urinn gagnvart almættinu. Orðin verða vanmegnug, tárin tjá tilfinn- inguna, en með þessum fátæklegu orðum vil ég minnast góðs nemanda og votta, fyrir hönd starfsmanna og nemenda Grundaskóla, foreldrum, systkinum, skyldmennum og öllum vinunum dýpstu samúð á erfiðum tímum. Megið þið öðlast styrk til að takast á við sorgina. Guðbjartur Hannesson, skólastjóri Grundaskóla. Ég tók fljótlega eftir þér þegar ég gekk inn í bekkinn í fyrsta tímanum þegar ég mætti til kennslu í 6. bekk. Kiddi var eitt fyrsta nafnið sem ég lærði. Lítill, ljóshærður, alltaf bros- andi. Þú gast aldrei setið lengi á sama staðnum, áður en ég vissi varstu kominn þvert yfir stofuna. Ég bauðst fljótlega til að líma þig við stólinn, þú brostir og sagðir mér endilega að gera það. Alltaf kraft- mikill og brosmildur. Þú varst alltaf bestur í því að fá mig til að tala um annað en náms- efnið. Fótboltaáhugann áttum við sameiginlegan. Þú vildir alltaf frek- ar tala um Ryan Giggs en Snorra Sturluson. Arin liðu, þú breyttist í ungan mann, sem gat setið alllengi á sama stað, samt var enn alltaf stutt í prakkaraskapinn og brosið. Við áttum samleið í fimm ár, fimm góð ár. Það er tregablandin stund þegar kennari útskrifar nemenda- hóp, sérstaklega eftir svona langan tíma. Þetta vorkvöld í maí 1997 líður seint úr minni. Aldrei þessu vant var engin leið að koma ykkur út úr skól- anum, þið sem voruð vön að hlaupa út þegar þið máttuð. Klukkan var að ganga tólf á miðnætti þegar sá síð- asti fór heim. Þú varst með þeim síð- ustu, þú gekkst einn rúnt um skól- ann eins og til að festa hann i minn- ingunni. Þú komst til mín og sagðir hve skrýtið það væri að yfirgefa skólann eftir öll þessi ár og koma aldrei inn í hann aftur sem nemandi. Svo sagðir þú við mig í mesta trún- aði: „Ég hélt aldrei að ég ætti eftir að sakna skólans." Hvern hefði grunað þegar við gengum út í maínóttina að aðeins tveimur árum seinna væri búið að höggva skarð í hópinn, skarð sem ekki verður fyllt. Þín verður sárt saknað. Ég sendi foreldrum þínum, systkinum og vinum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðmundur Stefán Gíslason. „Harmið mig ekki með tárum, þó að ég sé látin. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta því að ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót tO ljóssins og ég tek þátt í gleði ykkar yfir líf- inu.“ (Höf. ók.) Við sitjum hér saman nokkrir vinir og tregum góðan vin. Vin sem var hrifinn burt úr hópnum án nokkurrar viðvörunar. Við skiljum ekki hvers vegna. Spurningarnar sem leita á okkur eru margar og sárar. Hvers vegna og af hverju hann? Kiddi var frábær vinur sem var alltaf og þá meinum við alltaf hress. Hann hafði einstakt lag á því að sjá hið broslega við lífið. Þeir voru ekki margir dagarnir þar sem Kiddi sat aðgerðarlaus. Ef dauð stund kom þá fékk Kiddi pottþétt hugmynd að einhverju uppátæki, t.d. að láta Hadda hlaupa á eftir bílnum eða að spila póker þar sem hann skipti 100 kr. í fjóra parta og fékk út 40 fyrir sig. Auðvitað sagði enginn neitt, því Kiddi var jú ókrýndur konungur krónupókersins. Eitt sinn fór Kiddi í frí til Portúgals með bróður sínum og besta vini, Guðjóni. Þar fékk hann þá ótrúlegu hugmynd að hann væri afbragðs karokí-söngvari. Reyndar vorum við vinirnir ekki al- veg sammála, en það er nú önnur saga, því honum fannst hann vera að gera okkur mikinn greiða með því að syngja fyrir okkur í tíma og ótíma. Stundum fiúðum við af vett- vangi en það var nú í lagi, hann hélt bara ótrauður áfram. Kæri vinur, nú á kveðjustund er margs að minnast en fyrst og fremst erum við fullir þakklætis fyrir það einstaka tækifæri sem við fengum til að kynnast þér. Þú reyndist okkur frábær félagi og traustur vinur. Viðhorf þitt til lífs- ins einkenndist af einstakri lífsgleði og jákvæðni. Ekkert var þannig að það þyrfti að væla yfir því. Ein- kunnarorð þín, „ekkert væl“, eru orð sem við munum geyma og gera að okkar. Þau munu hjálpa okkur að halda áfram við hin daglegu störf. Elsku Kiddi, sorg okkar í vina- hópnum er mikil en sorgin er til- komin vegna þeirrar miklu gleði sem þú veittir okkur. Skarð þitt í þessum vinahópi verður aldrei fyllt og minningin um þig mun lifa með okkur hvert sem við förum og hvað sem við gerum. Megi algóður Guð geyma elsku- legan vin og félaga um eilífð alla. Kæra fjölskylda, við biðjum al- góðan Guð að veita ykkur styrk í þessari miklu raun. Þínir vinir að eilífu Almar, Stefán Andri, Stefán (Stebbi), Leó, Hafsteinn (Haddi), Hjálmar (Hjalli), Davíð, Elvar, Sturla, Vilhjálmur (Villi), Guðmundur (Gummi), Gísli Pét- ur, Fannar, Hreinn Orvar, Jónmundur og Finnbogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.