Morgunblaðið - 28.05.1999, Page 27

Morgunblaðið - 28.05.1999, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 27 ERLENT Nýstárleg- ar útungun- araðferðir Evran heldur áfram að falla New York, París, Lundúnum. AFP. GENGI evrunnar, hinnar sameigin- legu myntar Evrópusambandsins (ESB), hélt áfram að falla í gær eft- ir að hafa slegið fyrri met á mið- vikudag er evran féll um u.þ.b. eitt prósentustig. Um miðjan dag í gær var gengi evrunnar gagnvart bandaríkjadal 1,0410 og hefur aldrei verið skráð lægra. Undir lok dags- ins hafði gengið þó hækkað lítillega. Frá því í janúar sl. er evran var tek- in í notkun hefur gengi hennar fallið um ellefu prósentustig í það heila og hefur þróunin valdið miklum áhyggjum. Nýbirtir hagvísar aðildarríkja ESB eru meginástæða hinnar skyndilegu lækkunar gengis evr- unnar og eru þeir taldir vera til merkis um vissa stöðnun í efna- hagslífi Evrópuríkja á sama tíma og ESB miðar að samræmdri fjárhags- stefnu aðildarríkja myntbandalags Evrópu. Fyrr í vikunni höfðu hagkerfi Þýskalands, vegna óhagstæðra hagvísa sem raktir voru til frestun- ar á breytingum á þýsku skattalög- gjöfinni, og Ítalíu þar sem stjórn- völd tilkynntu að þau gætu ekki staðið við tilsett lágmarksfjárlög, verið í sviðsljósinu. I gær beindist athygli fjárfesta hins vegar að hag- vísum frá Frakklandi sem gáfu til kynna að hagvöxtur þar í landi hefði lækkað verulega umfram fyrri spár. Þjóðarframleiðsla Frakka óx aðeins um 0,3% á fyrsta fjórðungi yfirstandandi árs miðað við 0,7% hagvöxt á síðasta fjórðungi ársins 1998. Skiptar skoðanir um ágæti evrunnar Hagfræðingar hafa lýst því yfir að evran muni ekki komast á rétt ról fyrr en meginstoð evrópsks efnahagslífs, Þýskaland, rétti úr kútnum og sýndi merki um aukinn hagvöxt. „Gengi evrunnar mun batna er ástandið í Þýskalandi lag- ast,“ sagði Brian Hilliard, aðalhag- fræðingur Societe Generale í París í gær. Dominique Strauss-Kahn, fjármálaráðherra Frakklands, sagðist hins vegar í gær hafa fulla trú á framtíð evrunnar og blóm- legs efnahags Evrópuríkja. Bætti ráðherrann því við að gjaldmiðill- inn hefði „breitt svigrúm til að að- lagast aðstæðum" og „engin ástæða er til þess að hafa áhyggj- ur.“ Eddie George, bankastjóri breska seðlabankans, sagði í Lund- únum í gær að evran ætti enn eftir að sanna sig meðal hinna ellefu ríkja sem að henni standa. Þá sagði hann það vera „gríðarlega erfitt" að sjá fyrir hvernig Bretland, sem stendur utan myntbandalagsins, geti tekið upp hinn sameiginlega gjaldmiðil. Aðspurður um árangur myntbandalagsins og hvort það myndi henta breskum hagsmunum, sagði George: „Kviðdómurinn hefur enn ekki lokið störfum." ANNE-METTE Smette, 58 ára gömul fyrrverandi ljósmóðir, hefur gengið fjöruspóaunga í móðurstað að því er fram kem- ur í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang á miðvikudag. Bóndi nokkur fann egg sem hafði verið yfirgefíð og kom því í hendur Anne-Mette sem reyndi að fá hænu til að leggj- ast á eggið. Er hún hafði ekki erindi sem erfiði brá Anne- Mette á það ráð að koma egg- inu fyrir í barmi sfnum. Að sögn hennar mun fara vel um eggið í hlýjum barminum og þar mun það vera uns unginn klekst út á næstu vikum. Knut Smette, eiginmaður Anne-Mette, sagðist vera undir ströngum fyrirmælum um að raska ekki ró barmbúans. „Það er allt í lagi að horfa en strang- lega bannað að snerta," sagði Knut í viðtali við Verdens Gang. vilja grænmetisætuna burt Bændur London. Morgunblaðið. FULLTRÚAR velsku bændasam- takanna, sem að stórum hluta eru skipuð kjötframleiðendum, gengu af fundi með nýja landbúnaðarráð- herranum, sem þeir vilja fýrir alla muni að segi af sér. Christine Gwyther harðneitar og segist vel geta farið með mál bændanna þótt hún sé grænmetisæta og hafi ekki borðað kjöt í tuttugu ár. Bændasamtökin, sem í er um helmingur velskra bænda, brugð- ust hart við útnefningu Gwyther og mótmæltu henni. Sögðu bænd- ur af og frá að grænmetisæta gæti haldið skammlaust á málum kjötframleiðenda og líktu skipan hennar við það að guðleysingi yrði gerður biskup af Kantara- borg. Gwyther svaraði gagnrýni bændanna fullum hálsi og sagði að þegar Alun Michael forsætis- ráðherra hefði boðið henni starf- ann fyrr í þessum mánuði og hefði hann sagt hana manna best til þess fallna. í sínum huga hefði ekkert breyst og hún myndi leggja sig fram um að vinna öllum velskum bændum svo vel sem hún mætti. En bændur létu sér ekki segjast svo Alun Michael brá á það ráð að bjóða til nokkurs konar sáttafund- ar með ráðherra og bændum. En þar sauð upp úr hjá velsku bænda- samtökunum og fulltrúar þeirra gengu út undir forystu formanns síns, Bob Parry. Fulltrúar Bændasamtaka Wales sátu hins vegar áfram og segir for- maður þeirra, Hugh Richards, sjálf- sagt að gefa ráðherranum tækifæri til að sanna sig í starfi. Það fær ráð- herrann því eitt fyrsta verk hennar á þinginu verður að ræða um tillögu frjálslyndra demókrata um að heimastjómarþingið aftiemi bann á sölu á óúrbeinuðu kjöti. Reuters H #mm ► Egglaga kæliskápa frá Zanussi ►Zanussi Rondo - heimilistæki í skærum litum ! ATLAS kæliskápa aftur á íslandi! Nýtt vörumerki hjá Rafha ► innréttingar og rafmagnstæki í sumarbústaðinn ► Litlu tækin frá Ufesa á sérstöku tilboðsverði ► Nýjar gerðir af eldhúsinnréttingum ► Nýjar baðinnréttingar Opið laugar- dag og sunnudag fra kti000-19.00 Suðurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500 '.|;sííí*'4Í”.»í °9 ^ölaeti 4C . 40% i æssr-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.