Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 33
MORGUNB LAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 33 Morgunblaðið/Árni Sæberg „HVILIKT lán að til skuli vera söngvarar sem hafa þau tök á list sinni að maður getur ekkert gert á meðan þeir hafast að, nema bara verið,“ segir Bergþóra Jónsdóttir í dómi sínum um söng Gunnars Guðbjörns- sonar. Myndin er tekin á æfingu. Stemmning á Sinfóníu- tónleikum TQ]\LIST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Gunnar Guðbjörnsson tenór og Sin- fóníuhljómsveit íslands fluttu óperu- tónlist; Keri Lynn Wilson stjórnaði. Fimmtudagskvöld kl. 20.00. HVÍLÍKT lán að til skuli vera góðir listamenn. Hvílíkt lán að til skuli vera söngvarar sem hafa þau tök á list sinni að maður getur ekk- ert gert á meðan þeir hafast að, nema bara verið. Ekki vottur af hugrenningum um daglegt víl, - ekki einu sinni um yfirvofandi sum- arfrí, - maður bara er, og nýtur töfranna meðan andartakið lifir. Gunnar Guðbjörnsson er svona listamaður. Hann fór hikandi og varfærnislega af stað á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í gær- kvöldi, hélt frekar aftur af sér í fyrstu arfunni, - aríu Don Ottavios, II mio tesoro úr Don Giovanni eftir Verdi, - en eftir því sem á tónleik- ana leið magnaðist stemmningin og Gunnar var upp á sitt allra besta. Allar tæknikúnstir hefur þessi góði söngvari á valdi sínu. Veikasta og blíðasta piano og kraftmikið forte í öllum tónhæðum og á löngum sem stuttum tónum, crescendo, diminu- endo, kóloratúr og hvaðeina, - á öllu þessu kann hann skil. En list hans er þó langt yfir það hafin að sýningaratriðin og tæknibrellurnar séu atriði í sjálfu sér, - músíkin sjálf er ævinlega aðalatriðið og kjarninn 1 túlkun Gunnars. Þá er heldur ekki ónýtt að hafa söngrödd sem býr yfir þeirri fegurð og þokka sem rödd Gunnars. Lýríska arían Mappari úr Mörtu eftir Flotow var gríðarvel sungin. Það sama var uppi á teningnum í aríu hertogans af Mantúu, Questa o quella, úr Rigoletto eftir Verdi, sem er allt öðru vísi aría en sú fyrmefnda, - hröð og krefst meiri snerpu í túlk- un. Besta atriði Gunnars fyrir hlé var þó söngurinn E la solita storia úr Stúlkunni frá Arles eftir Cilea, - frábærlega flutt. Nú er kannski einhver farinn að halda að Gunnar Guðbjörnsson hafí staðið einn á sviði Háskólabíós í gærkvöldi. Öðru nær. Minna hefði orðið úr mikilfengleik söngs hans ef ekki hefði verið Sinfóníuhljómsveit íslands, sem fór á kostum undir stjórn þess frábæra hljómsveitar- stjóra Keri Lynn Wilson. Forleikur- inn að Töfraflautunni eftir Mozart, fyrsta atriðið á tónleikunum, var heiðríkur og léttur og afar fallega spilaður. Forleikurinn að þriðja þætti óperunnar La traviata eftir Verdi er sjaldnar leikinn en forleik- ur fyrsta þáttar; - báðir eru byggðir á sama stefi að hluta til, en í forleik þriðja þáttar er harmþmngin hryggðarmynd hinnar dauðvona travíötu dregin enn sterkari drátt- um. Fiðlur hljómsveitarinnar voru í aðalhlutverki og léku gríðarlega vel undir músíkalskri stjórn Wilson. Langrismesta atriði hljómsveitar- innar í gærkvöldi var annar forleik- ur eftir Verdi, - sá að óperunni Valdi örlaganna. Keri Lynn hafði feiknagóð tök á hljómsveitinni. Hraði, öryggi og mjög mikil dýnamík einkenndu leik hljómsveit- arinnar í forleiknum, - gegn ógn- vekjandi undirtóninum í upphafs- stefinu var teflt unaðslega lýrískum leik í milliþáttum forleiksins. Þetta var virkilega fallega gert. Gunnar söng með hljómsveitinni eftir hlé litla aríettu eftir Bellini í fínni hljómsveitarútsetningu Rík- arðar Arnar Pálssonar, - verk sem gaman var að heyra, Musica proi- bita eftir Gastaldon, og loks Napólísöngvana Torna a Surriento eftir Emesto de Curtis og morgun- sönginn Mattinata eftir Le- oneavallo. Þessi vinsælu og marg- sungnu lög þola illa að þeim séu gerð minni en fullkomin skil. Gunn- ar söng þau ofboð fallega; - hljóm- sveitin lék jafn fallega með honum, og tónleikagestir þökkuðu fyrir frá- bæran flutning með löngu og þéttu lófataki. Granada eftir Lara var fyrsta aukalag, og á eftir kom Questa o quella, enn flottar en íyrr. Þetta voru fínir tónleikar, - mikil stemmning sem má þakka söngvar- anum Gunnari Guðbjörnssyni sem heillaði gesti með söng sínum, - Sinfóníuhljómsveit Islands sem hef- ur náð því að vera ekki bara stund- um, heldur að jafnaði, mjög góð hljómsveit, en síðast en ekki síst hljómsveitarstjóranum frábæra, Keri Lynn Wilson, sem gjarnan mætti vera hér miklu oftar á stjórn- andapallinum. Bergþóra Jónsdóttir Landsbanki og Visa styrkja Menningarnótt ÞRIGGJA ára samningur um stvrk Landsbanka Islands og Visa Islands við Menningarnótt í miðborginni var undirritaður í gær við athöfn í af- greiðslusal Landsbanka Islands í Austurstræti. Það gerðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbankans og_ Einar S. Einars- son forstjóri Visa Islands. Menningarnótt í miðborginni verður haldin í fjórða sinn 21. ágúst næstkomandi og hafa Landsbank- inn og Visa Island frá upphafi verið aðalstyrktaraðilar hennar. Markmiðið með Menningarnótt í miðborginni er að beina kastljósinu að því sem borgin hefur upp á að bjóða og að kveikja áhuga á menn- ingarviðburðum hjá fólki á öllum aldri, jafnt borgarbúum sem gest- um þeirra. Við sama tækifæri var kynnt verðlaunatillaga að veggspjaldi Menningarnætur en efnt var til samkeppni meðal nemenda í graf- ískri hönnun við Myndlistar- og handíðaskóla íslands. Höfundur Morgunblaðið/Árni Sæberg HALLDÓR J. Kristjánsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Einar S. Einarsson undirrita samninginn. verðlaunatillögunnar er María fimmtíu þúsund krónur. Krista Hreiðarsdóttir, nemandi á Verkefnisstjóri Menningarnætur öðra ári, og hlaut hún að launum er Hrefna Haraldsdóttir. Nýjar bækur Kynning á Ro- bertson Davies KYNNING á kanadiska rithöfund- inum Robertson Davies verður haldin í Odda, stofu 101, laugar- daginn 29. maí kl. 14. Jóhann G. Thorarensen, M.A. í ensku, kynnir kanadíska rithöf- undinn Robertson Davies í fyrir- lestri sem haldinn er á vegurn enskuskorar Háskóla Islands og íslandsdeildar norræna félagsins um kanadísk fræði. Davies er einn þekktasti rithöfundur Kanada- manna á þessari öld, en vinsælast- ar eru skáldsögur hans, þar sem fremstar fara trílógíurnar þrjár sem kenndar eru við Salterton, Deptford og Cornish. Auk þess að kynna ævi og störf þessa mikil- hæfa höfundar mun Jóhann ræða þá gagnrýnu siðvitund sem liggur að baki ævintýra- og goðsagna- kenndum sagnaheimi Davies, seg- ir í fréttatilkynningu. • HAFIÐ er eftir Unnstein Stef- ánsson. í fréttatilkynningu segir að bók þessi skýri á aðgengilegan hátt nýjustu þekkingu okkar á eðli og eiginleikum sjávar og heimshaf- anna. Fjallað er um hafsvæðin umhverfis Is- land og þá um- hverfisþætti sem einkum hafa áhrif á frjó- semi miðanna og viðgang fiski- stofna. Meðal um- fjöllunarefna má nefna: Sjávarhita, seltu, ástand sjávar, djúpsjávar- myndun, straumakerfi, áhrif veð- urfarsbreytinga, hafís, efni sjávar, lífsskilyrði í sjónum, kort sem sýna meðalhita sjávar við Island, frjó- semi íslenskra hafsvæða, dreifingu geislavirkra efna, sjávarföll og bylgjur. Höfundur er fyrrverandi pró- fessor í haffræði við Háskóla Is- lands. Utgefandi er HáskóSaú tgáfun. Bókin er 480 bls., innbundin og er ríkulega myndskreytt. Verð: 4.900 krónur. Siírefmsvörur Karin Herzog Kynning í dag frá kl. 14—18 í Hagkaupi, Smáratorgi og Laugarnes Apóteki — Kirkjuteigi. - Kynningarafsláttur - Unnsteinn Stefánsson Auglýsing um starfsleyfistillögur Dagana 28. maí til 23. júlí nk. munu starfsleyfistillögur neðangreindra fyrirtækja í Reykjavík, skv. gr. 70 í mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994, með síðari breytingum liggja frammi hjá Upplýsingaþjónustunni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fyrirtæki/gildistími starfsleyfis í árum Heimilisfang Dýralæknastofa Helgu Finnsdóttur, dýralæknastofa/5 Efnalaugin Björg, efnalaug/5 Emla ehf., þvottahús/3 Fatapressan Úðafoss, efnalaug/5 Grýta-Hraðhreinsun ehf., þvottahús/2 Hjá GuðjónÓ ehf., prentiðnaður/8 Hraði ehf., efnalaug/5 Katla, efnalaug/5 Réttingatækni ehf., bifreiðaréttingar- og sprautun/5 Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: Skipasund 15, 104 Rvík. Álfabakki 12, 109 Rvík. Barónstígur 3, 101 Rvík. Vitastígur 13, 101 Rvík. Keilugrandi 1, 107 Rvík. Þverholt 13, 105 Rvík. Ægissíða 115, 107 Rvík. Hvassaleiti 30, 103 Rvík. Hamarshöfði 9, 112 Rvík, 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. Ibúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Oþinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Athugasemdir, skulu vera skriflegar og sendast Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, Drápuhlíð 14, 105 Reykjavík, fyrir 23. júlí nk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.