Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 35 TÓMLIST lS a I ii r í n n KÓRTÓNLEIKAR Ymis inn- og erlend sígræn eða sigild lög, þ. á m. 11 lög úr Astarljóðavöls- um eftir Brahms. Kvartettinn Rúdolf (Sigrún Þorgeirsdóttir S, Soffía Stef- ánsdóttir A, Skarphéðinn Hjartarson T og Þór Ásgeirsson B) Píanóundir- leikur: Þóra Marteinsdóttir og Mar- teinn H. Friðriksson. Tónlistarhúsi Kópavogs, þriðjudaginn 25. maí kl. 20:30. BLANDAÐAR dagskrár sígilds og sígræns („evergreen") efnis eða „varanlegra dægurlaga" - hið fyrra mælt í öldum, hið seinna í áratug- um - hafa verið nokkuð algengar hér á kór- og jafnvel einsöngstón- leikum, enda þótt næsta lítið sé um slíkt í hérlendum útvarpsþáttum - þrátt fyrir vinsældir blandaðra þátta í erlendum útvarpsstöðvum, sem enn er haldið utan seilingar ís- lenzkra hlustenda á þessari öld há- tæknisamgangna. Má það furðu- legt heita, þvi þar fæst það gæða- aðhald og viðmiðun sem misfórst með vanhugsaðri einkavæðingu ís- lenzka ljósvakans. En þó að klassísku stöðvar okkar þekki enn vart sinn vitjunartíma, eru smekklega blandaðar dag- skrár, í líkingu við þá sem á boðstólum var á fjölsóttum Salar- tónleikum Rúdolfs-kvartettsins s.l. þriðjudag, án efa meðal þess sem koma skal. Á tónleikunum gat m.a. að heyra nýlega íslenzka listmúsík með léttu yfirbragði eftir Atla Sígaunaljóð og óperettur í flutningi Yörðu- kórsins VÖRÐUKÓRINN heldur þrenna tónleikar í næstu viku. Þeir íyrstu verða í Félagsheim- ilinu á Flúðum, sunnudaginn 30. maí ki. 21. Þá verða tónleik- ar í Selfosskirkju fimmtudag- inn 3. júní kl. 20:30 og í Stykk- ishólmskirkju laugardaginn 5. júní kl. 17. Á efnisskrá kórsins eru ætt- jarðarlög og þjóðlög, fjölbreytt kirkjutónlist, óperettu- og dægurlög auk átta sígauna- ljóða eftir Jóhannes Brahms. Þau eru nú flutt í heild í fyrsta sinn með íslenskum textum Sigui-ðar Loftssonar í Steins- holti. Vörðukórinn, sem er bland- aður kór í uppsveitum Árnes- sýslu, er nú að ljúka sínu fimmta starfsári og eru félagar rúmlega 40, úr fjórum upp- sveitum Árnessýslu. Undirleik- ari að þessu sinni er Agnes Löve og stjómandi Margrét Bóasdóttir. Margrét hefur stjórnað kórnum frá stofnun hans 1995, að undanskildu einu ári. Hún lætur nú af stjóm kórsins. Sýningum lýkur Listasafn Árnesinga SÝNINGUM á myndum Pét- urs Halldórssonar og málverk- um og munum, sem héraðs- nefndarmenn Árnessýslu sem era jafnframt stjórnendur safnsins, hafa valið úr sinni eigu, lýkur sunnudaginn 30. maí. Gallerí Stöðlakot Hönnunarsýningu Daggar Guðmundsdóttur lýkur nú á sunnudag. Stöðlakot er opið daglega frá kl. 14-18. LISTIR Hryggbrot- inn Brahms Heimi Sveinsson og Hildigunni Rúnarsdóttur, hálfmódemíska 20. aldar madrígala Brittens, háklass- íska Ástarvalsa Brahms með þjóð- lagarætur og íslenzk og erlend dægurlög síðari áratuga sem burði hafa til að lifa langt fram á næstu öld. Svo stiklað sé á stóru og ýmsu sleppt sem gekk aftur frá tónleik- um kvartettsins í Norræna húsinu f desember, má nefna framflutning vögguvísulegs lags Atla Heimis við ljóð Laxness, Frændi þegar fiðlan þegir; snotur smíð en ekki ókrefj- andi, sem hópurinn endurtók í lokin sem aukalag með enn betri árangri en fyrst, en þar brá fyrir jafnvægis- vandamáli er einkenndi einkum fyrri hluta tónleikanna, nefnilega full raddsterkum sópran. Þrjú lög Brittens úr „Five Flower Songs“ frá 1950 (öll ártöl vantaði að vanda í lakónískri tónleikaskrá Salarins, en það kvað standa til bóta með haustinu) vora vel til fundin við- fangsefni og þokkalega sungin, en hefði þurft lengri yfirlegu, enda glettilega krefjandi í flutningi. Hinir 18 „Liebeslieder“-valsar Brahms Op. 52 frá 1869 fyrir bland- aðan söngkvartett og fjórhent pí- anó við ljóð úr „Polydora" safni Daumers eiga sér grátbroslega for- sögu. Án þess að sýna nein ytri merki varð tónskáldið ástfanginn af ungri dóttur Clöra Schumann með- an hann dvaldi í sumarsetri sínu í Lichtental nálægt bústað þeirra mæðgna, og hugðist hann færa dótturinni valsabálkinn að bónorðs- gjöf. Smíðinni var hins vegar rétt ólokið, þegar Brahms frétti trúlof- un hennar og ítalsks greifa. Engu að síður er meiri heiðríkja og lífs- gleði yfir völsunum en flestu öðru sem Brahms samdi fyrir kór, og var sérlega vel til fundið að rifja upp þessi innblásnu smálög, sem kalla má að hafi fallið í gleymsku hér á landi, þótt sívinsæl séu í þýzkumæl- andi heimi. Rúdolf söng hér 11 af 18 völsum við smekklegan undirleik Marteins H. Friðrikssonar og korn- ungrar dóttur dómorganistans. Einna bezt tókust Wie des Abends schöne Röte (nr. 4) og Ein kleiner, hiibscher Vogel (nr. 6 - e.t.v. ívið of hratt, eins og Am Donaustrande (9.)), en O die Frauen (3.) var nokk- uð ósamtaka við píanóið, og kenndi nokkurs hráleika hér og þar í öðr- um lögum, sem virtust þola töluvert meiri fínpússningu. Hefðu alt, ten- ór og bassi haft í við raddstyrk sópransins, hefði jafnvægið við pí- anóið verið fullkomið, enda hentar verkið í raun bezt 8-12 manna kam- merkór þegar lítt skólaðar raddir eiga í hlut. En þó að margt væri fal- lega gert, á hópurinn eflaust eftir að skila enn heilsteyptari túlkun á þessum gullmolum síðar með lengri yfirlegu. Enn eru ótalin 12 atriði eftir hlé á viðamiklu prógrammi Rúdolfs sem rúmleysis vegna verður að láta hjá líða að mestu, enda flest eldra dagskráefni kórsins. Að frátöldu sérlega velheppnuðu „James Bond“-lagi Barrys (We Have All the Time in the World) og Abba- laginu Money Money Money (þótt óhreinleika gætti í síðartöldu) voru öll lögin eldri og yngri íslenzk dæg- urlög, oftast í glimrandi og stund- um bráðfyndnum útsetningum Skarphéðins Hjartarsonar, er sem sólisti hafði lítið fyrir að skopstæla Egil Olafsson í Þursaflokks- og Stuðmannalögunum Pínulítill karl og Bíólagið, sem vöktu mikla kátínu. Jafnvægið var hér stóram betra en í fyrri hlutanum, enda lag- leg sópranröddin nú meira á lág- stemmdari brjósttónum með minna víbratói en áður, og þó að Þóra Marteinsdóttir eigi enn nokkuð ólært um „swing“, enda væntanlega langur ferill framundan, skilaði hún undirleikshlutverki sínu í Við heimtum aukavinnu eftir Jón Múla, Barry-laginu og Leyndarmáli Þóris Baldurssonar af fínlegum þokka. Ríkarður Ö. Pálsson Bj örgvins-tónleikar í Skag’afírði BJORGVINS-tónleikar verða haldnir í Mið- garði, Skagafirði, á morgun, laugardag, kl. 21. Þar munu kórar og einsöngvarar flytja tón- list eftir Björgvin Þ. Valdimarsson. Kórarnir sem koma fram era Karlakórinn Heimir, undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar og undirleik Thomasar Higgerson og Skag- firska söngsveitin í Reykjavík, stjómandi Björgvin Þ. Valdimars- son og undirleikari Sig- urður Marteinsson. Alftagerðisbræður munu eining syngja nokkur lög. Fjölmargir ein- söngvarar syngja einsöng og tví- söng, ýmist með kórunum eða einir sér. Þeir era Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona, Oskar Pétursson tenórsöngvari, Sigurður Skagfjörð Steingrímsson, barítonsöngvari, Kristín R. Sigurðardóttir sópran- söngkona, Sigfús Pétursson tenór- söngvari og Guðmundur Sigurðsson tenórsöngvari. Einnig mun Helga Þóra Björgvinsdóttir leika einleik á fiðlu. Björgvin hefur samið fjöldann all- an af sönglögum fyrir kóra, einsöng og tvísöng og má þar nefna lög eins og Undir dalanna rós, Máttur söngsins, Kveðja heimanað og Vor- sól. Einnig verða flutt nýrri lög, má þar nefna lögin Fagra ver- öld við texta Tómasar Guðmundssonar og Ástardúett við texta Bjama Stefáns Kon- ráðssonar sem Skag- firska söngsveitin frumflutti á vortón- leikum sínum í apríl sl. Einnig munu Álfta- gerðisbræður frum- flytja eitt lag sem heit- ir Heimþrá en textinn við það lag er eftir Bjarna Stefán Kon- ráðsson. lauk þaðan þremur lokaprófum, tónmenntakennaraprófi, blásara- kennaraprófi og píanókennara- prófi. Björgvin stjómaði Samkór Selfoss árin 1976-1983. Haustið 1983 tók hann við stjórn Skag- firsku söngsveitarinnar í Reykja- vík og hefur stjómað kórnum síð- an. Skagfirska söngsveitin heldur sjálfstæða tónleika í kvöld, fóstu- dag, kl. 20.30 í Siglufjarðarkirkju. Sýning á þrí- víddarverk- um í Straumi OLGA Dagmar Erlendsdóttir og Erla Huld Sigurðardóttir opna sýningu á þrívíddarverk- um á morgun, laugardag, ld. 14 í alþjóðlegu listamiðstöðinni í Straumi við Reykjanesbraut. Verkin era unnin í keramik og gifs. Þær Olga og Erla hafa und- anfarna mánuði unnið að list sinni í gestavinnustofum Straums og sýna hér afrakstur dvalar sinnar. Þær útskrifuð- ust báðar úr keramikdeild Myndlista- og handíðaskóla Is- lands árið 1998 og er þetta þeirra fyrsta sýning. Sýningin verður opin dag- lega frá kl. 14-18 til 5. júní. Aukasýn- ingar á Stæltu stóðhestunum LEIKFÉLAG Keflavíkur hef- ur tvær aukasýningar á leikrit- inu Stæltu stóðhestunum, mið- nætursýningu á laugardag kl. 23 og sunnudaginn 30. maí kl. 21. Sýnt er í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17, Keflavík. Sýningin var valin áhugaleik- sýning ársins 1999 og var sýnd í Þjóðleikhúsinu hinn 16. maí sl. Sýningum lýkur Nýlistasafnið SÝNINGU listamannanna Eg- gerts Péturssonar, Kenneth G. Hay og Jyrki Siukonen, sem sýna í neðri sölum safnsins, Sol Lyfond og Karin Schlechter á miðhæð og Peter Friedl lýkur nú á sunnudag. Nýlistasafnið er opið alla nema mánudaga frá kl. 14-18. Gallerí Listakot Sýningu Sigurrósar Stefáns- dóttur lýkur á morgun, laugar- dag. Björgvin Þ. Valdimarsson Skagfírska söngsveitin í Siglufjarðarkirkju Björgvin Þ. Valdimarsson er fæddur á Selfossi 15. apríl 1956. Hann hóf ungur nám við Tónlistar- skóla Árnesinga á Selfossi. Fyrsta hljóðfærið sem hann lærði á var trompet og var kennari hans fyrstu árin Ásgeir Sigurðsson, nýverandi skólastjóri Tónlistarskóla Árnes- inga. Síðar hóf Björgvin einnig nám í píanóleik hjá Jónasi Ingi- mundarsyni píanóleikara. Björgvin var lengi félagi í Lúðrasveit Selfoss og söng einnig með Samkór Selfoss í nokkur ár, auk þess að vera und- irleikari hjá Karlakór Selfoss. Hann hóf nám við Tónlistarskól- ann I Reykjavík haustið 1973 og Söngsveitin Fflharm- ónía á Hvammstanga SÖNGSVEITIN Fílharmónía gengst fyrir tónleikum í Félags- heimilinu á Hvammstanga sunnu- daginn 30. maí kl. 16. Þar flytja fé- lagar úr Söngsveitinni íslensk og erlend kórlög frá ýmsum tímum. Stjórnandi kórsins, Bernharður Wilkinson og undirleikarinn Guð- ríður St. Sigurðardóttir flytja verk fyrir þverflautu og píanó. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Jón Nordal, Jón Ásgeirsson, Snorra Sigfús Birgisson, R. Vaug- han-Williams, Johannes Brahms og fleiri. Auk þess verður fluttur Lacrimosa-kaflinn frægi úr Sálu- messu Mozarts en hún var aðal- verkefni Söngsveitarinnar á þessu starfsári sem senn lýkur. Raddþjálfari Söngsveitarinnar er Elísabet Erlingsdóttir. Allt í sólpallinn og garðiim Stanislas Bohic garðhöiuiuður veitir góð ráð í verslun Skútuvogi , laugardagirm 29. maífrákl. 11-15. HÚSASMIDIAN Sími 525 3000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.