Morgunblaðið - 28.05.1999, Page 47

Morgunblaðið - 28.05.1999, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 47 ______UMRÆÐAN_____ Þú vinnur leng- ur fyrir ríkið í FYRSTA sinn síð- an 1992 eyðum við meiri tíma í vinnu fyr- ir hið opinbera. Það þýðir að stærri hluti af landsframleiðslunni fer nú í útgjöld hins opinbera en áður. Astæðan fyrir minnk- andi skattaáþján rík- isins hin síðari ár hef- ur verið sú að útgjöld hafa vaxið hægar en nemur aukningu landsframleiðslunnar. Því hefur skattbyrði landsmanna minnkað þrátt fyrir aukningu útgjalda. Nú virðist þessi þróun vera að snúast við. Utgjöld ríkisins vaxa jafnt og þétt á sama tíma og það hægir á lands- Skattadagurinn Huga á að því segir Björgvin Guðmunds- son, að stöðva útþenslu hins opinbera, skera niður útgjöld og leyfa fólkinu sjálfu að njóta þess erfíðis sem það leggur á sig. framleiðslunni. Ýmis teikn eru á lofti um að þetta ástand muni vara næstu ár og því brýnt að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, taki sig á í útgjaldafylliríinu eftir kosningar, láti af gæluverkefnum og haldi fastar um fé skattborgar- anna. Sukk sveitarfélaganna Á síðasta ári var búskapur hins opinbera rekinn með 3 milljarða króna afgangi. Samt sem áður var ríkissjóður rekinn með 6,5 milljarða króna rekstrarafgangi en halli sveitarfélaga var um 3,5 milljarðar. Þetta gerðist þrátt fyrir mikla hækkun skattatekna sveitarfé- laga, en útgjöld jukust meira en sem því nam og hækkuðu þau um 13% á milli ára. Því virðist sem sveitar- stjórnarmenn fái að starfa í skjóli smæðar- innar og áhersla á góða afkomu ríkis- sjóðs hin síðari ár hef- ur beint kastljósinu frá fjármálum sveitarfélaga. Brýn þörf er á úrbótum nú þegar útséð er að útgjöldin vaxa hraðar en tekjurnar. Stöðvum vöxt ríkisins Mikilvægt er að ný ríkisstjórn dragi úr útgjöldum og fresti „arð- bærum“ framkvæmdum. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn beindi þeim fyrirmælum til ríkisstjórnarinnar að athuga skatta- eða vaxtahækk- anir til að slá á þenslu í hagkerf- inu og útilokaði fjármálaráðherra ekki neitt í þeim efnum. Furðulegt er að fjármálaráð- herra haldi möguleikanum um skattahækkanir opnum þegar landsmenn þurfa að eyða fyrstu 150 dögum ársins í vinnu fyrir hann. Frekar á að huga að því að stöðva útþenslu hins opinbera, skera niður útgjöld og leyfa fólk- inu sjálfu að njóta þess erfiðis sem það leggur á sig. Reka þarf ríkis- sjóð með myndarlegum afgangi, selja ríkisfyrirtæki og nota svig- rúmið til að greiða niður erlendar skuldir og búa þannig í haginn fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er í sljóm Heimdallar, f.u.s. Björgvin Guðmundsson Kemur þá ekki auga á auðveldustu lausnina? „ . , Jrlnngdu Stanislas Bohic • Landslagsarkitekt • C 898 4332 SWAROVSKI Fallegar útskrifta rgjafir Silfurkristalshálsmen, verö frá kr. 3.500. Eyrnalokkar, verð frá kr. 1.890.- Armbönd, verö frá kr. 3.950.- m (RISTALL \/rm ^vKRISTALL Kringlunni sími: 568 9955 Faxafeni sími: 568 4020 Girðmgarefhi Túngirðingarnet, staurar, gaddavír og rafgirðingarefni _____og allt í rafgirðinguna Ávallt í leiðinni ogferðarvirði Ei MRbúðin Lynghálsi 3 FÉLAG GARÐPLÖNTU- FRAMLEIÐENDA Sími: 5401125 • Fax: 5401120 í beð og á svalir b4 f o í heimagarða og sumarbústaðalönd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.