Morgunblaðið - 28.05.1999, Side 50

Morgunblaðið - 28.05.1999, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ 0 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 SIG URBJÖRG LÁR USDÓTTIR + Sigurbjörg Lár- usdóttir fæddist á Breiðabólstað á Skógarströnd 12. janúar 1909. Hún lést á Landspítalan- um 20. maí síðast- liðinn. Foreldrar Sigurbjargar voru séra Lárus Hall- dórsson, sóknar- prestur á Breiða- bólstað á Skógar- •wpp- strönd, f. 19.8. 1875, d. 17.11. 1918, og kona hans, Am- björg Einarsdóttir, f. 11.7. 1879, d. 30.11. 1945. Lár- us Halldórsson var sonur Hall- dórs Guðmundssonar, bónda á Fáskrúðarbakka í Miklaholts- hreppi, og konu hans Elínar Bárðardóttur frá Flesjustöðum í Kolbeinsstaðahreppi. Ara- björg var dóttir Einars Áraa- sonar, sjómanns í Garði, og konu hans Sigríðar Halldórs- dóttur. Sigurbjörg átti fimm systkini sem nú eru öll látin. Þau voru: Bárður, f. 7.5. 1902, sjómaður í Reykjavík, fórst með —*• togaranum Ólafi 1938; Rósa, f. 3.2. 1904, húsmóðir og hann- yrðakona, d. 1987; Einar, f. 11.9. 1910, verkamaður, d. 1941; Halldór, f. 9.10. 1911, vél- stjóri, fórst með togaranum Ólafi 1938; og Svanur, f. 28.5. 1913, verkamaður í Reykjavík, d. 1995. Hinn 15. ágúst 1937 giftist Sigurbjörg Braga Matthíasi Steingrímssyni dýralækni, f. á Akureyri 3. ágúst 1907, d. 11. nóvember 1971. Bragi var son- ur Steingríms Matthíassonar, læknis á Akureyri, og konu hans Kristínar Thoroddsen. Dóttir Sigurbjargar frá því íyr- ir hjónaband er Angela Bald- vins, f. 1931, tækni- teiknari og fyrrver- andi starfsmaður hjá Pósti og síma, gift Stefáni V. Pálssyni, starfsmanni Ljós- myndasafns Reykja- víkur, og eiga þau þrjár dætur. Angela er dóttir Baldvins Einarssonar, fulltrúa hjá Eimskip, sem nú er látinn. Börn Sigur- bjargar og Braga eru: Grímhildur, f. 1937, BA og bóka- safnsfræðingur, gift Hauki Guðlaugssyni, söngmála- stjóra þjóðkirkjunnar, og eiga þau þrjú böm; Baldur Bárður, f. 1939, tannlæknir í Noregi. Maki 1: Anna Maggý Pálsdóttir og eiga þau þijá syni. Maki 2: Esmat Paimani og eiga þau einn son; Halldór, f. 1941, fyrrverandi bankastarfsmaður í Ósló. Maki 1: Hilmari Frich og eiga þau fjögur börn. Maki 2: Grethe Larsen d. 1999. Steingrímur Lárus, f. 1942, BA og kennari á Akranesi, kvæntur Kristínu Sesse(ju Ein- arsdóttur, fulltrúa hjá Sements- verksmiðjum ríkisins, og eiga þau Qögur börn; Kormákur, f. 1944, pípulagningameistari í Reyýavík. Maki 1: Guðrún Nellý Sigurðardóttir og eiga þau þijú börn. Maki 2: Þórdís Pálsdóttir Ieikskólakennari; Matthías, f. 1945, pípulagningameistari í Reykjavík, kvæntur Ragnheiði Sigurlaugu Helgadóttur kennara og eiga þau fjórar dætur; Þor- valdur, f. 1948, BA og rannsókn- arlögreglumaður í Reykjavík, kvæntur Ólöfu Sighvatsdóttur kennara og eiga þau tvo syni; og Kristín, f. 1949, skrifstofumaður í Reykjavík. Sigurbjörg stundaði teikninám MINNINGAR í skóla Muggs en eftir fermingu fór hún í hárgreiðslunám og stundaði nám í ensku, þýsku, frönsku og spænsku. Hún starf- aði hjá Pósti og síma í þijú ár, var við nám og störf í San Di- ego í Kaliforníu í önnur þijú ár og starfaði á skrifstofum eftir heimkomuna, lengst af hjá út- gerðarfyrirtækinu Alliance. Sigurbjörg helgaði sig húsmóð- urstörfunum meðan börnin voru að vaxa úr grasi en eftir að fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur 1964 hóf hún störf hjá Gunnari Ásgeirssyni hf. Frá 1970 vann hún hjá Pósti og síma og var þar til 67 ára ald- urs. Sigurbjörg stundaði nám við öldungadeild MH frá 1972-78, en auk þess sótti hún nokkur námskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur, námskeið í með- ferð vatnslita við Fort Collins í Colorado og var í Tréskurðar- skóla Hannesar Flosasonar í nokkur ár. Sigurbjörg sýndi ol- íu- og vatnslitamyndir auk tré- skurðarmynda á Mokka á átt- ræðisafmæli sínu fyrir tíu ár- um. Sigurbjörg var einn af stofn- endum kvenfélagsins Bláklukku á Egilsstöðum á Héraði fyrst eftir að hún fluttist þangað. Þá var hún formaður kvenfélags- ins í Biskupstungum um skeið, fyrsti formaður Sjálfstæð- iskvenfélags Árnessýslu og kjörin heiðursfélagi þess 1983. Þá var hún fulitrúi Kvenrétt- indafélags íslands á heimsmót- um á ftalíu, írlandi, Þýskalandi og víðar. Sigurbjörg og Bragi bjuggu fyrstu hjúskaparár sín í Reylqa- vik og svo á Isafirði 1939-1941, austur á Fljótsdalshéraði frá 1941-1958 og í Biskupstungum frá 1958-1964, en þá fiuttu þau til Reykjavíkur. Sigurbjörg verður jarðsungin frá Fríkirlg'unni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég kynntist Sigurbjörgu Lárus- dóttur fyrir u.þ.b. 25 árum, er við Þorvaldur sonur hennar rugluðum saman reytum okkar. Þegar litið er yfir farinn veg uppgötvar maður að þessi tími hefur liðið eins og ör- skotsstund eða eins og segir í kvæð- inu: „Sjá, Tíminn, það er fugl sem flýgur hratt / hann flýgur máske úr augsýn þér í kveld!“ Á þessum tíma- mótum þegar Sigurbjörg kveður "^ttta ég mig á hversu dýrmætar stundir ég átti með henni. Lífsreynsla og viðhorf Sigur- bjargar höfðu æ meiri áhrif á mig, eftir því sem ég kynntist henni bet- ur, og fljótlega áttaði ég mig á því að lífsreynsla hennar spannaði vítt svið. Margt af því sem hún upplifði hefur orðið mér umhugsunarefni: það að missa föður sinn ung úr spænsku veikinni og alast upp við kröpp kjör, löngun hennar til náms, þrátt fyrir erfiðar aðstæður, þátt- taka í fegurðarsamkeppni og að vinna þar til verðlauna, en myndir af henni sem ég hef séð frá þessum tíma bera vott um mikinn glæsileik. Hugrökk hlýtur hún að hafa verið að “*fara rétt rúmlega tvítug yfir hálfan hnöttinn til Kalifomíu, til náms og starfa. Líklega hefði verið einfaldast að ílendast þar ytra eftir þau þrjú ár, sem hún hafði dvalið þar, en hún ákvað að snúa aftur heim. Þegar heim kom kynntist hún Braga Steingrímssyni dýralækni sem varð eiginmaður hennar. Þau bjuggu víða úti á landi en lengst af á Egilsstöðum. Á þeim tíma komu bömin hvert af öðm og urðu alls níu. Þrátt fyrir þá miklu vinnu sem bamauppeldi fylgir ^ar Sigurbjörg mjög virk í félags- *nálum. Kvenréttindamál vom henni mjög hugleikin. Hún var ein af fáum konum hér á landi sem gáfu sig að þeim málum ásamt vinkonu sinni Ónnu Sigurðardóttur sem á þessum áram bjó á Eskifirði. Má eflaust ætla að margt hafi þær stöllur haft að segja hvor annarri þegar þær 'jtittust. Árið 1952 fór Sigurbjörg fyrir hönd Islands á heimsþing kvenréttindasamtaka sem haldið var á Ítalíu. Aftur fór hún á sams konar þing á Irlandi árið 1961 og svo til Þýskalands árið 1970. Ég hygg að á ámnum í kringum 1950 hafi fáar konur þorað eða gefið sér tíma í bar- áttumál sem þessi. Þegar ég kynntist Sigurbjörgu fyrst var hún komin á sjötugsaldur og var þá við nám í öldungadeild MH. Þetta þótti mér merkilegt af konu á hennar aldri. Námið átti hug hennar allan og margar námsgrein- ar þóttu henni einstaklega skemmti- legar. Efstar á blaði vom enska og enskar bókmenntir og mun hún hafa lokið öllum þeim áföngum sem í boði vom á þeim vettvangi. Þegar aldurinn færðist yfir Sigur- björgu sneri hún sér meira að því að mála og skera út í tré. Hún var í Tréskurðarskóla Hannesar Flosa- sonar og lauk þar margri meistara- smíðinni. Samhliða því málaði hún fjölda verka, sem hún gaf meira og minna frá sér. Allt var þetta unnið af mikilli alúð og listfengi. En það vom fleiri þættir sem ég kynntist vel í fari Sigurbjargar og minnist með hlýhug og þakklæti. Það var hin létta lund hennar, elsk- an tO lífsins og ótrúleg lífsgleði fram á síðustu æviár. Ég minnist með þakklæti hversu mikið hún gaf son- um okkar Þorvalds af ást og um- hyggju á þeim áram sem þeir vom að vaxa úr grasi og allt fram á síð- asta dag. Þótt hún væri sífellt að hafði hún ávallt tíma til að sinna sínu fólki og þá sérstaklega bama- bömunum. Eldri drengurinn okkar var einkar hændur að ömmu sinni, enda mikið hjá henni, og allur sá tími sem hún gaf honum er ómetan- legur. Það var spOað og lesið og teiknað og leikið á aOa lund, en hjá ömmu og drengnum skipti tíminn engu máli. Þegar drengurinn var sex ára gamall fór amma hans tO Ameríku, en hún hafði miklar taug- ar tO hinna fomu slóða frá því hún var þar á sínum yngri ámm. í þetta sinn fór í hún í heimsókn til skyld- fólks sem dvaldi þar við nám. Hún fór í upphafi vetrar 1984 og dvaldi þar í þrjá mánuði. Mikið saknaði drengurinn ömmu sinnar þann tíma sem hún var í burtu. Dagarnir þang- að til amma kæmi heim vom taldir niður hægt og bítandi á sama hátt og bömin telja niður dagana tO jóla. Já, það vom alltaf góðar stundir með ömmu á Baldó. Þær vom ófáar ferðirnar sem tengdamóðir mín fór með okkur fjöl- skyldunni, bæði stuttar og langar, innanlands og utan og alltaf var hún aufúsugestur hvenær og hvar sem var. Og þar sem ég rita þetta á hvítasunnudagsmorgni hugsa ég tO þess, að sennOega væri hún rétt ókomin í matinn tO okkar í dag, þar sem hún segði frá lífinu í gamla daga og rifjaði upp viðburðaríka ævi sína, sem hún hafði svo mikla unun af að segja frá. Blessuð sé minning Sigurbjargar Lárasdóttur. Ólöf Sighvatsdóttir. í dag verður jarðsungin tengda- móðir mín, Sigurbjörg Lámsdóttir. Kynni okkar hófust fyrir tæpum 33 árum. Þau Bragi bjuggu þá á Oldu- götunni, hún vann í Frímerkjasöl- unni en hann var heima, sá um inn- kaup og eldaði hádegismatinn. Hann var þá hættur að starfa sem dýra- læknir vegna þess að heilsan hafði bragðist. Sigurbjörg var fríð kona og jafnan vel tO höfð. Hún var vel greind og víðlesin. Þau hjónin tóku vel á móti mér í fjölskylduna og mér þótti gaman að ræða við þau. Hans uppáhaldsumræðuefni tengdust sög- unni og ræddu þeir feðgar gjaman um „stríðið" eins og það kallaðist í fjölskyldunni. Að tala um stríðið var nú reyndar nokkuð vítt og gat spannað sögu Evrópu milli stríða, á stríðsámnum og eftir stríð, en sner- ist oft um Þýskaland á námsámm Braga. Ég komst fljótt að því að Sigur- björg var mikOl fagurkeri. Sem ég nú sit hér koma mér í hug fuglar úr fiskibeinum sem hún bjó tO austur á Héraði fyrir son sinn ungan. Svona fuglar vora líka tálgaðir fyrir mig þegar ég var barn vestur í Súðavík. Mínir fuglar vora klunnalegir eins og mávar, tálgaðir í flýti í önn dags- ins til að bamið hefði eitthvað að leika sér með. Fuglamir, sem hún Sigurbjörg bjó til, vom tigulegir svanir, fagurmótaðir og fágaðir með langan háls og fíngert höfuð. Þannig vann hún hvert verk af alúð og natni og gaf sér allan þann tíma fyrir það sem tO þurfti. Hún var komin vel yfir miðjan aldur þegar hún tók til við myndlist- amám að nýju, en því hafði hún eitt- hvað kynnst þegar hún var ung. Fyrst lærði hún að mála og síðan nam hún tréskurð og náði góðum ár- angri svo sem víða má sjá á heimO- um bama hennar. Hún hélt sýningu á verkum sínum á Mokkakaffi þegar hún varð áttræð og glöddumst við eftirminnilega með henni þegar þeim áfanga var náð. Sigurbjörg hafði ánægju af myndlistinni og líka af tónlist. Hún spilaði dálítið á píanó og sagði mér að hún hefði lært söng á yngri áram. Þessum lífsins gæðum hefur hún miðlað bömum sínum og laðað þau til að njóta fegurðar í list- um og ánægju af listsköpun. Það var henni þungbært er hún fyrir um sex árum fékk blóðtappa og lamaðist á vinstri hendi og fæti, eftir það gat hún lítið unnið að listsköpun en málaði þó smávegis eftir að hún kom á hjúkranarheimilið Skjól. Hún vOdi geta farið heim á Baldursgötu og sætti sig illa við sitt hlutskipti. Hún var samt glaðleg og oft stutt í grínið þegar við heimsóttum hana og hafði gaman af að rifja upp ýmis- legt að austan með börnum sínum. Við voram ólíkar um margt og sennOega lærist mér seint að meta hana sem skyldi. Á fyrstu hjúskap- arárum okkar Steingríms vOdi ég gjaman leggja mitt af mörkum tO þess að haga jólaundirbúningi eitt- hvað í líkingu við það sem hann hafði vanist. Heima hjá mér keppt- ust allir við að þrífa, pússa, baka og sauma svo allt væri tO reiðu þegar hátíðin rynni upp. Ég fann fljótt að það var ekki honum að skapi. Ég togaði loks upp úr honum að heima hjá honum hefðu verið gerðar máls- háttakökur og ,jólabakstur“ og svo hefðu þau líka fléttað jólapoka. Þessar kökur þekkti ég ekki. Máls- háttakökur era úr hvítu hnoðuðu deigi, mótaðar eins og umslög og innan í þeim er smjörpappír sem á er vélritaður málsháttur. Það er seinlegt verk að búa tO svona kökur og þær era ekkert sérlega góðar en málshættimir vekja oft hlátur. „Jólabakstur" rejmdist vera hefð- bundnar myndakökur með glassúr sem sprautað er eða smurt ofan á. Krakkamir mínir höfðu gaman af svona bakstri, en ég skOdi það ekki fyrr en ég hafði látið mig hafa það að baka þessar sortir áram saman, að það var ekki útkoman sem var aðalatriðið heldur það að læra að hafa ánægju af að vinna verkið vel og af alúð. Við eigum ekki að vera svo upptekin af að klára verkið fljótt að sköpunargleðin týnist. Þetta vissi tengdamóðir mín manna best. Sigurbjörg hafði kennt syni sínum að flétta jólapoka sem hann er lag- inn við og hefur miðlað áfram til bama sinna. Mér þótti vænt um að sjá dóttur okkar kenna nemendum sínum þessa list fyrir síðustu jól á föndurdegi í skólanum, en þann dag fengu foreldrar, ömmur og afar að vera með nemendunum. Ég þakka tengdamóður minni af hedum huga fyrir leiðsögnina og samfylgdina og bið Guð að blessa minningu hennar. Sesselja Einarsdóttir. „Hinn vitri hefur sig ekki í frammi og er engum fráhverfur. Menn missa hvorki heymar né sjón- ar á honum og hann reynist öllum eins og börnum sínum.“ (Lao-Tse.) Þessi orð Lao-Tse koma upp í huga minn þegar ég minnist elsku- legrar tengdamóður minnar, Sigur- bjargar Lárasdóttur, sem lést hinn 20. maí síðastliðinn. Sigurbjörg var vitur og bar ekki kala tO nokkurs manns. Hún var kona sem gott var að leita til og hlusta á. Hún reyndist öllum vel, var boðin og búin tO hjálpar hverjum sem þurfti, hvort sem það voru börnin hennar mörgu, tengdabörn, eða barnabörnin. Aldrei heyrði ég hana kvarta og aUtaf sá hún já- kvæðu hliðamar á öllum hlutum. Ég gekk alltaf ríkari frá Sigur- björgu tengdamóður minni hvert sinn er ég heimsótti hana. Hún hafði ótal margt að gefa og miðla af langri ævi og mikilli reynslu. Hún var alltaf að miðla fróðleik. Hún hafði gaman af að segja frá liðnum dög- um, var víðlesin og mikil tungumála- manneskja. Hún var listræn og skemmtOeg og hún var glæsileg. Þrátt fyrir erfiðleika hin síðari ár vegna lömunar held ég að lífið hafi alltaf hedlað hana tengdamóður mína. Hún gafst aldrei upp, horfði alltaf fram á við og fannst lífið alltaf hafa eitthvað gott að bjóða. Hún naut alls sem var faUegt, myndlist- ar, góðra bóka, ferðalaga og návist- ar við gott fólk. Þrátt fyrir að hún gæti ekki notið aUs þessa hin síðari ár vegna veik- inda, talaði hún um það sem hún hafði upplifað áður og endurlifði í minningunni með því að miðla okkur hinum. Hún var óþreytandi við að fræða og sífeUt að gefa von og bæta þann heim sem er að mörgu leyti svo harður við bömin sín. Elsku Sigurbjörg amma, við fjöl- skyldan söknum þín mikið. Þú áttir svo mikið af innri ró og gæsku. 011 verkin þín vora unnin af einlægni, alúð og kærleika, sem börn og barnabörn búa nú að. Þú skilur eftir svo stórt skarð í fjölskyldunni. Við þökkum þér fyrir allar góðu stundimar í gegnum árin, góðu stundirnar á Baldursgötunni, stundimar sem við áttum saman í Noregi og á SnæfeUsnesi. Það var svo gaman að ferðast með þér, því þú varst svo fróð um aUa þá staði sem við komum á. Einnig þökkum við góðu stundirn- ar með þér á SkjóU. Hafðu þökk fyrir allt, elsku góða tengdamóðir mín. Hvfl þú í friði. Ragnheiður S. Helgadóttir. Þá er hún amma á Baldó dáin. Þótt hún væri nýlega orðin níutíu ára var hún samt ekkert á því „að fá sér að deyja“ eins og hún orðaði það. Daginn áður en hún dó, þar sem hún lá lærbrotin og kvalin á bráðamót- töku, vitnaði hún í gamla lækninn sinn sem sagði alltaf við sjúklingana: „Þetta lagast.“ Því miður reyndust það ekki orð að sönnu í þetta sinn og rúmum sólarhring síðar var hún komin yfir móðuna miklu. Hún lifði mjög viðburðaríku og fjölbreyttu lífi, var jákvæð og lífsglöð og tók áföllum með jafnaðargeði. Árið 1930 fór hún í opnum bfl þvert yfir Bandaríkin til Kalifomíu. Það var bæði skemmtilegt og fróðlegt að heyra hana rifja upp þennan tíma. I San Diego lagðist hún inn á spítala sem Hjálpræðisherinn rak og eign- aðist þar sitt fyrsta bam, Angelu. Hjúkrunarkonumar vora henni mjög þakklátar fyrir að vera sátt við að liggja á stofu með blökkukonu! Nokkra eftir að hún kom af spítal- anum hitti hún þessa konu aftur og þær gengu um götur og spjölluðu saman. Einhver sem kannaðist við Sigurbjörgu sá tfl þeirra og veitti henni tiltal síðar með þeim orðum að svona gerði fólk ekki, þ.e. að blanda geði við blökkumenn. Ég verð að játa að ég hafði ekki gert mér grein fyrir að fordómamir hefðu verið svona miklir á þessum árum. Heim til íslands kom hún þremur árum síðar og kynntist síðan afa mínum, Braga Steingrímssyni dýra- lækni, og giftist honum og átti með honum átta böm tO viðbótar. Það var ekki slegið slöku við í þá daga. Þau bjuggu víða á landinu, en fluttu að lokum tfl Reykjavíkur þar sem afi minn lést eftir erfiða sjúkdómslegu árið 1971, aðeins 64 ára gamall. Fljótlega í framhaldi af því tók amma að sinna ýmsum hugðarefn- um sínum sem lítOl tími hafði gefist tíl. Hún fór í öldungadeildina í Hamrahlíð ásamt yngsta syni sín- um. Þar vora hennar bestu fóg tungumálin. Hún las alla tíð mjög mikið, á mörgum tungumálum,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.