Morgunblaðið - 28.05.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 28.05.1999, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Istún samdi við Huangpu í Kína FRÁ undirritun nýsmíðasamnings í Kína á hvítasunnudag við skipa- smíðastöðina HuangPu í S-Kína um smíði á nýju 52ja m. fullkomnu túnfiskveiðiskipi fyrir ístún h.f. í Vestmannaeyjum. Á myndinni eru frá vinstri; Dong Chi Zheng framkvæmdastjóri HP Shipard, Cui Jian Ping fulitrúi IceMac ehf í Kína, Reynir Arngrímsson, framkvæmda- stjóri IceMac ehf, Bergsteinn Gunuarssou skipatæknifræðingur, verkfræðistofunni Fengur ehf. Kristján Þorsteinsson stjórnarfor- maður ístúns h.f. og Hrafnkell Gunnarsson stjómarmaður Istúns h.f. TEIKNING af nýja línu- og túnfiskveiðiskipinu. Fullkomnasta og stærsta línuskip á N-Atlantshafí ÍSTÚN hf. í Vestmannaeyjum hefur samið við Huangpu skipasmíðastöð- ina í Guangzhou í Kína um smíði línu- og túnfiskveiðiskips sem verður afhent um miðjan júní á næsta ári. Til greina kemur að semja um smíði annars sambærilegs skips og verður ákvörðun þess efnis tekin innan átta mánaða en að sögn Guðjóns Rögn- valdssonar, framkvæmdastjóra Is- túns, verður nýja skipið stærsta og öflugasta línuskipið á Norður-Atl- antshafi. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá var Istún stofnað að frumkvæði Sæhamars í Vestmannaeyjum í þeim tilgangi að láta smíða skip með tún- fisk- og línuveiðar í huga. Auk Sæ- hamars standa sterk fyrirtæki að nýja fyrirtækinu en þar á meðal eru Burðarás, Skeljungur, Sjóvá-Al- mennar og Hekla. Undanfamar vikur hafa staðið yfir viðræður við fulltrúa tveggja skipasmíðastöðva í Kína og á sunnudag var skrifað undir samninga við Huangpu. Verkfræðistofan Fengur hannaði skipið Verkfræðistofan Fengur ehf. í Hafnarfirði hannaði skipið I samráði við útgerðarfélagið en það verður 52 metrar að lengd og 12,20 metrar á breidd. „Gert er ráð fyrir klefum fyr- ir 24 manna áhöfn og aðbúnaður verður eins og hann gerist bestur,“ segir Guðjón. „Þama verða til dæmis líkamsræktar- og þreksalur, gufubað og heitur pottur. Fullkominn frysti- búnaður verður um borð. Frystiget- an í bolfiski verður 20 tonn á sólar- hring en 5 til 7 tonn í túnfiski. Vél- búnaðurinn verður frá Caterpillar og ganghraðinn um 15 mílur miðað við eðlilegar aðstæður. Skipið verður um 1.300 brúttótonn og eftir því sem ég best veit verður þetta eitt af stærstu og fullkomnustu línuveiðiskipum á Norður-Atlantshafi, ef ekki það stærsta og fullkomnasta.“ Þetta er fjórða skipið sem skipa- smíðastöðin í Suðaustur-Kina semur um smíði á fyrir Islendinga en Icemac ehf. er með einkaumboð fyrir kínversku skipasmíðastöðina hér á landi. Fyrst var samið við útgerð Amar Erlingssonar um smíði tog- og nótaskips en síðan kúfiskveiðiskip fyrir Islenskan kúfisk hf., sem er dótturfyrirtæki Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf., og togveiðiskip fyrir Stíganda í Vestmannaeyjum sem hyggur á túnfiskveiðar. Gert ráð fyrir öðru sambærilegu skipi „í samningi okkar er gert ráð fyr- ir öðru sambærilegu skipi á sama verði en við verðum að taka ákvörð- un um það innan átta mánaða. Við horfum mikið til línuveiðanna þvi þar hefur árangur verið góður við Island og hjá Norðmönnum í úthafinu en með þessu skipi opnast nýir mögu- leikar. Túnfiskurinn er við bæjar- dymar hjá okkur og Japanir hafa verið að gera það gott í honum héma rétt fyrir sunnan þrjá til fjóra mán- uði á ári. Auk þess hafa aðrir sótt mjög stíft á sjávarútvegsráðuneytið að fá að koma héma inn en við lítum á túnfiskveiðisvæðið sem mikla auð- lind fyrir okkur,“ segir Guðjón. Rekstur ístúns verður algerlega aðskilinn rekstri Sæhamars og að sögn Guðjóns verður um viðbót í at- vinnumálum í Vestmannaeyjum að ræða. „Ekkert starf verður lagt nið- ur heldur skapast ný störf, sem er af hinu góða.“ Milosevic Sainovic Od^janic Stojiykovic Milutinovic Stríðsglæpadómstóll SÞ ákærir Milosevic fyrir stríðsglæpi Flækir ákæran lausn Kosovo-deilunnar? Reuters LOUISE Arbour, aðalsaksóknari stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna, les úr opinberri ákæru dómstólsins á hendur Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta. Haag. Reuters, Al’. STRÍÐSGLÆPADÓMSTOLL Sameinuðu þjóðanna í Haag stað- festi í gær ákæm sína á hendur Slobodan Milosevic Júgóslavíufor- seta fyrir stríðsglæpi. Ákæmatrið- in em glæpir gegn mannkyninu, þ.á.m. staðfest morð á 340 almenn- um borgumm í Kosovo-héraði og þáttur Milosevics í nauðungarflutn- ingum 740.000 Kosovo-Albana. Louise Arbour, aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins, sagði á blaðamannafundi í Haag í gær að dómstóllinn hefði gefið út formlega ákæm á hendur fjómm öðmm ein- staklingum auk Milosevics, þeim Milan Milutinovic, forseta Serbíu, Nikola Sainovic, aðstoðarforsætis- ráðherra Júgóslavíu, Aragoljub Ojdanic, forseta sameinaðs herafla Júgóslavíuhers og Vlajko Stojiljkovic, innanríkisráðherra Serbíu. Akærarnar, sem innihalda handtökuskipanir á hendur ein- staklingunum fimm, era hinar fyrstu sem varða óhæfuverk þau sem framin hafa verið í Kosovo. Er Slobodan Milosevic fyrsti sitjandi valdhafí ríkis sem hlýtur slíka kæru. ,Ákæran mun breyta þeim möguleikum sem sitjandi valdhafar telja sig hafa,“ sagði Arbour í Haag í gær, en Arbour hefur undanfarna tólf mánuði rannsakað stríðsglæp- ina sem framdfr hafa verið í Kosovo. Þá sagði hún að dómstóll- inn hefði farið fram á réttartilskip- un sem gæfi færi á að leita að og frysta allar bankainnistæður sem hinir ákærðu kunni að eiga erlend- is. Fulltrúar stríðsglæpadómstóls- ins sögðu í gær að dómstóllinn hefði nú um nokkurra mánaða skeið safnað miklum upplýsingum um meinta stríðsglæpi Serba í Kosovo, sem séu mjög trúverðug- ar. Akærur dómstólsins eru byggð- ar á frásögnum þúsunda Kosovo- Albana sem flúið hafa Kosovo und- anfarnar vikur. Þá sagði Paddy As- hdown, leiðtogi breska Frjálslynda flokksins, í viðtali við BBC í gær, að hann væri sjálfur einn þeirra sem gefið hafa dómstólnum vitnis- burð um óhæfuverkin í héraðinu og kvaðst vera reiðubúinn til að bera vitni í málinu gegn Milosevic. Þá staðfestu fulltrúar mannréttinda- samtakanna Society for Threa- tened People, að þeir hefðu nýlega skilað stríðsglæpadómstólnum skýrslu um gríðarlegan fjölda nauðgana, barsmíða og morða sem Serbar hafi framið á Kosovo-Al- bönum. Fulltrúar dómstólsins sögðu í gær að auk ákæraatriðanna sem varði Kosovo, sé verið að kanna möguleika þess að Milosevic verði kallaður til ábyrgðar fyrir óhæfuverk Serba í Bosníu og Króa- tíu í Bosníustríðinu sem stóð frá 1992 til 1995. Einangrun Milosevics hefur aukist Akærurnar sem formlega var til- kynnt um í gær era ekki taldar munu leiða til handtöku Milosevics í náinni framtíð. Hins vegar þykir víst að einangran hans hafí aukist, þar eð hann geti ekki yfirgefíð serbneska grand án þess að eiga á hættu að verða handtekinn og leiddur fyrir rétt í Hollandi. Margir telja að ákæran á hendur Milosevic kunni að flækja allt framkvæði að friðsamlegri lausn mála í átökunum á Balkanskaga. Jonathan Eyal, fréttaskýrandi BBC, telur t.d. að þrátt fyrir að vestrænir valdhafar hafi mestallan áratuginn ítrekað hótað leiðtogum ríkja á Balkanskaga réttarhöldum vegna hugsanlegra stríðsglæpa, þá hafi þeir ávallt reynt að forðast að eyrnamerkja Milosevic sem stríðs- glæpamann með beinum hætti. Telur hann að leiðtogar NATO- ríkja hafi vitað frá upphafi loft- árásanna 24. mars sl. að þörf yrði á að semja við Milosevic. Ekki hafi komið fram nein breyting á stefnu NATO hvað Júgóslavíu varði - rík- inu verði ekki skipt í smærri ein- ingar og ef Milosevic féllist á al- þjóðlegt friðargæslulið í Kosovo væri ekkert því til fyrirstöðu að hann héldi embætti sínu. Jafnvel þótt stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna sé sjálfstæður dómstóll, sem lúti eigin lögmálum, hafi NATO veitt fulltrúum hans viðamiklar upplýsingar um óhæfu- verk þau sem framin hafa verið á Balkanskaga á undanförnum mán- uðum. Telur Eyal það því ekki eiga að koma leiðtogum aðildarríkja NATO á óvart að ákæramar hafi nú komið fram. Erfitt sé að halda alþjóðlegum lagabókstaf á lofti og jafnframt vonast til að fella hann að tilteknum hernaðarlegum mark- miðum. Því mætti ætla að NATO geti, nokkuð auðveldlega, komist yfir þá nýju og óvæntu hindrun sem ákær- an á hendur Milosevic er. Fulltrúar bandalagsins hafa hingað til forðast að semja beint við Milosevic, bæði vegna almenningsálitsins, sem hef- ur snúist alfarið gegn málstað Serba, en ekki síður vegna þess að NATO hefur viljað forðast að eiga hlut í sáttatilraunum sem ærin hætta er á að muni mistakast. Til að bregðast við þessu hefur NATO leitað eftir dyggri þjónustu þeirra Viktors Tsjémómýrdíns, sérlegs erindreka Rússlands í Kosovo-deil- unni, og Martthi Ahtisaari, forseta Finnlands og erindreka Evrópu- sambandsins. Talið er að þessir ötulu sáttasemjarar kunni að ná fram friðsamlegri lausn mála sem hægt verði að bera á borð fyrir ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna - án tillits til afdrifa Milosevics. Griðastöðum hefur fækkað Telja má nær öraggt að valda- staða Milosevics sé í besta falli brothætt. Fregnir af brotthvarfi hermanna, aukinni andstöðu serbnesks almennings gegn stríðs- rekstrinum í Kosovo og mikilli neyð meðal serbneskra borgara, era allt þættir sem grafa undan valdastóli forsetans. Þá hafa líkurnar á innrás landhersveita NATO inn í Kosovo aukist til muna undanfarna daga eftir ákvörðun bandalagsins um að fjölga hermönnum á Balkanskaga í 50.000. Ahrifa ákæra stríðsglæpa- dómstólsins á hendur Milosevic mun e.t.v. ekki gæta strax í Jú- góslavíu, en ljóst er að griðastöðum hans hefur fækkað og samnings- stöðu hans er því þröngur stakkur skorinn. Staða Milosevics hefur því versn- að mjög. Bæði hvað varðar tök hans á serbneskum almenningi, og ekki síst vegna þróunar sem hann getur ekki haft nein áhrif á - þar með er talin ákæra stríðsglæpa- dómstólsins. En að sama skapi hafa „skyldur" NATO aukist. Bandalag- ið stendur nú í vopnuðum átökum við yffrlýstan stríðsglæpamann og víst þykir að almenningur á Vestur- löndum muni ekki sætta sig við að samið verði við slíkan einstakling. Til skemmri tíma litið virðist sem ákvörðun stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna um að kæra Milosevic fyrir stríðsglæpi hafi leitt til þess að nú sé meira í húfi - bæði fyrir Júgóslavíuforseta og Atlants- hafsbandalagið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.