Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hlutafj áruppboð Loðnuvinnsl- unnar hf. Allt hluta- féð selt HLUTAFJÁRÚTBOÐI Loðnu- vinnslunnar hf. samkvæmt útboðs- og skráningarlýsingu dagsettri 4. mars síðastliðinn á 70 milljóna króna á genginu 2,0 er nú lokið. í tilkynningu frá Loðnuvinnslunni hf. kemur fram að allt hlutaféð er selt og að fullu greitt. Heildarhlutafé fé- lagsins er nú 500 milljónir króna að nafnvirði. I upphafi vetrarvertíðar 1999 varð verulegt verðfall á mjöli og lýsi og hafði það mikil áhrif á rekstur Loðnuvinnslunnar hf. Fram kemur í tilkynningu félagsins að afkoma þess það sem af er árinu sé því mun verri en gert hafi verið ráð fyrir, en það sé þó talið að botninum sé náð á mjöl- og lýsismörkuðum. Þá kemur fram að endurbætur á hinu nýja kolmunna- og síldveiðiskipi Hoffelli SU 80 hafi orðið töluvert meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir þetta sé eiginfjárstaða Loðnuvinnsl- unnar hf. sterk og félagið eigi að hafa góða rekstrarmöguleika. ---------------- BMW innkallar 280.000 bila MUnchcn. Reuter. BMW bílaframleiðandinn í Bæjara- landi hefur innkallað 280.000 bíla úr nýjum 3-flokki vegna uggs út af líknarbelgjum og hemlakerfi. Nýja gerðin var kynnt í apríl í fyrra. BMW telur nú að hliðarbelgir geti belgzt út fyrir slysni þegar sér- staklega stendur á, til dæmis þegar ekið er eftir ósléttum vegi eða á gangstéttarbrún. Auðvelt er að lagfæra líknarbelg- ina og hemlagallinn hefur aðeins komið fram á einu prófi til þessa. Viðgerðimar eru viðskiptavinum BMW að kostnaðarlausu og munu kosta fyrirtækið 15 milljónir marka. VIÐSKIPTI Úrreikningum hf. ársins 1998 Rekstrarreikningur mujónir króna 1998 1997 Breyling Rekstrartekjur 595,5 403,1 +48% Rekstrargjöld 562,5 377,1 +49% Hagnaður fyrir fjármagnskostnaö 33,0 26,0 +27% Fjármagnskostnaður, nettó (18,8) (14,3) +32% ðnnurgjöld 0 0 Hagnaður ársins ™,2 11.7 +22% Efnahagsreikningur 31. des.: 1998 1997 Breyting Fastafjármunir Milljónir króna 152,8 122,4 +25% Veltufjármunir 232,0 167,5 +38% Eignir samtals 384,8 290,0 +33% Eigið té 125,1 104,1 +20% Langtímaskuldir 101,2 84,5 +20% Skammtímaskuldir 158,5 101,4 +56% Skuldir og eigið fé samtals 384,8 290,0 +33% Kennitölur og sjóðstreymi 1998 1997 Breyting Eiginfjárhlutfall 0,33 0,36 Veltufjárhlutfall 1,46 1,65 Arðsemi eigin fjár 13,0% 14,3% Veltufé frá rekstri Milljónir króna 28,2 19,4 +45% Auknar sölutekj- ur hjá GKS hf. REKSTUR GKS-samstæðunn- ar árið 1998 einkenndist af verulega auknum umsvifum og jukust sölutekjur um tæp 48% frá fyrra ári, að því er fram kemur í ársskýrslu félagsins. Rekstrartekjur á árinu 1998 námu rúmlega 595 milljónum króna en var rúmlega 401 millj- ón á árinu 1997. Aukningin byggist annars vegar á auknum sölutekjum móðurfélagsins og hins vegar á auknum sölutekj- um Trésmiðjunnar Elhús og bað ehf., sem GKS keypti í mars í fyrra. Hagnaður af reglulegri starfsemi samstæðunnar nam 14,2 milljónum á árinu 1998 og er það 22% aukning frá því árið áður. Eigið fé jókst um 20% milli ára, úr rúmlega 101 milljón í rúmar 125 milljónir króna. I árskýrslu kemur fram að ástæður mikillar söluaukningar á kjamamarkaði félagsins megi fremur rekja til stækkunar markaðarins vegna hagstæðs efnahagsumhverfis en þess að félagið sé að auka markaðshlut- deild sína. Einnig kemur fram að þrátt fyrir velgengni á flest- um sviðum hafi reksturinn á síð- asta ári ekki að öllu leyti staðist væntingar stjórnar félagsins. Ný spá íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,4% verðbólgu Verðbólgan 4,1% miðað við 2% lækkun krónunnar ÍSLANDSBANKI hefúr gefið út nýja verðbólguspá og spáir bankinn nú 3,4% verðbólgu yfir árið og 2,6% milli ársmeðaltala 1998 og 1999. í spá bankans kemur fram að næsta mánuð sé búist við 0,5% hækkun neysluverðsvísitölunnar sem jafn- gildi 5,6% verðbólgu á ársgrund- velli. Þetta er nokkuð hærri verð- bólga en Islandsbanki hefur spáð áður, en síðustu mánuði hefur vísi- talan hækkað um 6,2% á ársgrund- velli og gengið hefur heldur veikst. Fram kemur í spá íslandsbanka að forsendumar fyrir verðbólgu- spánni séu svipaðar og áður, en þó sé gert ráð fyrir minna launaskriði og heldur meiri hækkun á erlendu verð- lagi. Einnig sé gert ráð fyrir launa- hækkun í janúar árið 2000, en launa- samningar eru flestir að renna út. „Þeir liðir sem væntanlega hækka vísitöluna á næstu mánuðum eru húsnæðisliðurinn, rafmagn, tryggingar og bensín, auk þess sem gera má ráð fyrir að samkeppnisá- hrifa í verslun gæti minna. Græn- meti gæti hins vegar lækkað eitt- hvað næstu mánuði,“ segir í spánni. Mest óvissa um gengi krónunnar Fram kemur að mest óvissa sé um gengi krónunnar, en þrátt fyrir mun meiri vaxtamun sé gengi krón- unnar enn veikt. Því gefur Islands- banki einnig út spá miðað við 2% lækkun krónunnar, en við þá for- sendu hækkar spáin í 4,1% yfir árið 1999 og 2,9% milli ára. „Við teljum að hækkun vaxta hafi ekki sömu áhrif á gengi krónunnar nú vegna áhrifa lausafjárreglna á fjárstreymi til landsins. Því er geng- ið veikt um þessar mundir og hefúr takmarkaða möguleika til hækkunar sem í raun þarf til að halda verðbólg- unni niðri. Verðbólguálag markaðar- ins til næstu 18 mánaða, ef miðað er við kaupkröfu stuttra ríkisskulda- bréfa, er nú um 4%,“ segir í verð- bólguspá íslandsbanka. Stóraukinn vaxtamunur ekki nægt tii að hækka gengið í Morgunfréttum F&M í gær kom fram að búast megi við að krónan haldist veik á næstunni, en ef litið sé til 12 mánaða sé ólíklegt að hún veik- ist um sem nemi vaxtamuninum. Mikill viðskiptahalli og erlend verð- bréfakaup hafi leitt til mikils út- streymis síðustu misseri en lántökur einkaaðila í erlendum myntum hafi haldið krónunni stöðugri. „Lausafjárreglur Seðlabankans, sem hafa veikt verulega það inn- streymi gjaldeyris sem stutt hefur krónuna, ásamt neikvæðum um- mælum Seðlabankans um krónuna hefur breytt landslaginu frá því sem verið hefur. I raun má segja að krónan sé mun veikari en áður þar sem stóraukinn vaxtamunur hefur ekki nægt til að hækka gengið. Því er virkni megin stýritækis Seðla- bankans minni en áður og mun meiri hætta á verðbólgu. Til lengri tíma þarf viðskiptahallinn að minnka til að snúa þróuninni við en aðgerðir Seðlabankans geta skilað þeim árangri síðar. Hugsanleg hlið- aráhrif þessa er meiri verðbólga en við höfum séð síðustu ár sem getur skaðað trúverðugleika,“ segir í Morgunfréttum F&M. iki oq Þriggja mánaóa lúxusiíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.