Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Holskefla hæfileika Fyrrum járnbrautamálaráðherra væri flestum öðrum hæfari til að hafa með höndum sendiherrastöðu erlendis síðar á ferlinum. E g hef heyrt þessu fleygt en tel æski- legt að við förum í þessi viðtöl við Hall- dór Ásgrímsson, sem stefnt var að, strax eftir helgina. Ég mun færa rök fyrir því að það sé eðlilegt að litið sé til Reykjaneskjördæmis.“ Kona er nefnd Siv Friðleifs- dóttir. Hún er þingkona Fram- sóknarflokksins fyi'ir Reykjanes- kjördæmi. Siv Friðleifsdóttir tel- ur eðlilegt að hún gegni embætti ráðherra. Ofanrituð ummæli lét þingkon- an falla á dögunum er hún var í útlöndum. Hafði henni þá borist til eyrna sá orðrómur að hún væri ekki í hópi VIÐHORF Eftir Asgeir Sverrisson þess hæfileika- fólks, sem ætl- að væri ráð- herraembætti í ríkisstjóminni nýju. Nú fer því fjarri að Siv Frið- leifsdóttir sé ein um þessa skoð- un. íslendingar hafa á undanliðn- um vikum notið þeirrar blessunar að mikill fjöldi yfirtak hæfra stjórnmálamanna hefur lýst sig tilbúinn til að sinna störfum ráð- herra. Viðbrögð Sivjar Friðleifsdóttur voru hins vegar skiljanleg vel ef ekki beinlínis eðlileg. Pegar frétt- ir hermdu að þvílíkan mökk af hæfileikafólki væri að finna í röð- um stjómarflokkanna tveggja að fjölga yrði ráðherrum um tvo mátti það skoðast sem viss höfn- un að vera ekki talin(n) í þeim hópi. Hæfileikarnir eru enda svo yf- irþyrmandi að vart kemur á óvart að nauðsynlegt reynist að fjölga ráðherram um 20% í ríkisstjóm- inni. Óumdeilanlega er eðlilegt að um fimmtungur þingheims gegni jafnan embætti ráðherra. Hafa ber í huga að einungis tæpur þriðjungur þingmanna stjórnar- flokkanna tveggja mun þá hafa slíkt embætti með höndum. Það undarlega er að fólkið í landinu virðist ekki gleðjast sér- staklega yfir þessum tíðindum. Þvert á móti er það sjónarmið áberandi að fjölgun ráðherra sé í senn ástæðulaus og kostnaðar- söm fyrir skattborgarana. Vitanlega stenst þessi afstaða ekki skoðun. Flestar þjóðir heims myndu fagna því að slíkur fjöldi hæfi- leikamanna hefði valist til setu á þingi að nauðsynlegt reyndist að fjölga ráðherraembættum til að beisla þá náðargáfu sem því fólki var gefin. Utlendir menn og lé- legir myndu margir hverjir vafa- laust telja það mikla blessun að mannavalið væri slíkt að unnt reyndist að mynda svo öfluga rík- isstjóm sem raun ber vitni á ís- landi; ríkisstjórn þar sem saman hafa valist hæfileikaríkir og sterkir stjómmálamenn. Illgirni og eðlislæg leiðindi margra fjölmiðlamanna koma gjaman í ljós þegar unnið er stjórnarmyndun. Þannig hafa óvandaðir menn rifjað upp að Davíð Oddsson forsætisráðherra nefndi það við setningu lands- fundar Sjálfstæðisflokksins í októbermánuði 1993 að stefna bæri að fækkun þingmanna um 10-15 og „fækkun ráðherra að sama skapi.“ Það er með öllu ómaklegt að hafa þessi ummæli í flimtingum. Davíð Oddssyni var vitaskuld öld- ungis ókunnugt er hann lét þessi orð falla að hann myndi tæpum sex árum síðar standa frammi fyrir þeirri þróun að framúrskar- andi hæfum stjórnmálamönnum hefði fjölgað svo snögglega að nauðsynlegt reyndist að fjölga ráðherraembættum. Almenning- ur gerir sér enda ljóst hversu óendanlega mikilvægt það er að stjórnmálaleiðtogar hafi styrk og þor til að bregðast hart við breyttum aðstæðum líkt og for- menn ríkisstjórnarflokkanna tveggja hafa nú gert. Sérstök ástæða er og til að fagna því að slíkur fjöldi kvenna í stjórnarflokkunum tveimur skuli tilbúinn til að bjóða fram ótví- ræða hæfileika sína á ráðherra- stóli. Fyrir einhverjum kynni að vefjast að gerast pólitískir kyn- skiptingar til að geta þjónað hagsmunum lands og þjóðar. Það segir sitt um fórnarlund íslenskra stjórnmálakvenna að þær skuli ekki setja titilinn „ráðherra" fyrir sig er þær leita leiða til að tryggja að íslenska þjóðin fái not- ið hæfileika þeirra. Orðið „ráð- heira“ vísar augljóslega til karl- manns sem ræður en það er ánægjulegt að íslenskar konur setji slíka smámuni ekki fyrir sig þótt einhverjar útlendar og léleg- ar kynsystur þeirra kynnu að gera það. Óhjákvæmilegt er að nokkur spenna skapist þegar svo margir augijóslega hæfir einstaklingar takast á um takmarkaðan fjölda embætta. Slík spenna er hins vegar óæskileg að því leyti sem hún raskar stöðugleika í stjórn- málalífi landsmanna. Þvi er eðli- legt að á kjörtímabilinu verði hugað að frekari fjölgun ráð- herraembætta til þess að tryggt verði að hæfileikar yfírburða- manna nýtist jafnan sem best. Þótt almennt og yfirleitt sé engin ástæða til að horfa eftir fyrirmyndum til útlanda í neinum þeim efnum sem varða íslensku þjóðina mætti ef til vOl gera hér undantekningu. Nefna má að í Rússlandi er starfandi jám- brautamálaráðherra og sýnist leikmanni blasa við að unnið verði að því að koma slíku emb- ætti á fót á íslandi. Líkt og al- kunna er hafa fyrirmyndir verið sóttar þangað austur áður og stjórnmálamenn í báðum löndun- um hafa talið heppilegast að af- henda völdu fólki þjóðarauðinn. Þá virðist Ijóst að sá sem gegnt hefði embætti járnbrautamála- ráðherra væri flestum öðrum hæfari til að hafa með höndum sendiherrastöðu erlendis síðar á ferlinum. Á vesturlöndum hefur nú um nokkurt skeið ríkt einhugur um það mat að valdi fylgi ábyrgð og þroska þurfi til að fara með það. Það mikla mannvit, sem einkennt hefur umræðu um skipan ráð- herra í ríkisstjórninni og sá þroski, sem birtist í fórnarlund þess mikla fjölda fólks er lýst hefur sig tilbúið til að sinna slíku starfi, er enn ein sönnun þess að stjórnmálamenn á íslandi hafa djúpan skilning á hinum heim- spekilegri hliðum valds og ábyrgðar. Hlýtur það að teljast réttnefnt fagnaðarefni og vekja vonir um enn frekari framfarir á öllum sviðum þjóðlífs og menn- ingar. ________UMRÆÐAN Erfðir og hjartasjúkdómar ERFÐIR og sjúk- dómar hafa verið ofar- lega á baugi á síðustu áram, bæði á Islandi og erlendis. Erfðir kransæðasjúkdóms hefur þegar verið rannsóknarverkefni innan Hjartaverndar um nokkurt skeið. Við vitum að kransæða- sjúkdómur verður til vegna flókins samspils erfða og umhverfis. Hóprannsóknir Hjartaverndar á und- anförnum 30 árum hafa fundið marga áhættu- þætti fyrir hjarta- og æðasjúkdómum í íslendingum og er hátt kólesteról í blóði hvað best þekkt. Rannsóknir hafa sýnt að umhverfisþættir hafa veruleg áhrif á kólesteról í blóði og þær hafa einnig sýnt að erfðir gegna þar um- talsverðu hlutverki, þótt framlag genanna sé mismikið milli einstak- linga. Við höfum öragglega vel flest heyrt sögur af mönnum sem eru mjög svipaðir að öllu leyti, fæddir í sömu sveit, aldir upp í líku umhverfi borða áþekkan mat og stunda svipað líferni. Annar deyr úr kransæða- stíflu frá konu og fjórum bömum þegar hann er 45 ára en hinn lifir til níræðs og sér börn og bamabörn vaxa úr grasi. Hver er ástæðan? Ástæðan liggur meðal annars í erfðaupplagi einstaklingsins sem þá gjarnan sést í ætt hans þar sem tíðni hjartaáfalla og skyndidauða er há. Kransæðasjúkdómur á sér þó marg- ar orsakir og gjaman er sagt að samspil erfða og umhverfis ráði út- komunni. Framlag hvors um sig er þó mismikið og er fullljóst, að því yngri sem einstaklingurinn er þegar hann fær kransæðasjukdóminn þeim mun meiri er þáttur erfða í framgangi hans. í sumum ættum er ljóst að um verulega sterkan erfðaþátt er að ræða. í þeim ættum er tollurinn hár og stór hluti einstaklinganna, einkum þó karlmennirnir fá hjarta- áfall langt fyrir aldur fram. Þessar ættir vita vel af þessu og þetta vofir yfir þeim líkt og draugur. Gamli ættardraugurinn, sem hefur fylgt ættinni kynslóð fram af kyn- slóð. En hvert er þetta erfðaupplag? Er það einungis eitthvað óljóst sem ekki er hægt að festa hendur á eða er það eitthvað áþreifanlegt? Langoft- ast er það óáþreifan- legt og óljóst og snúast rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum, bæði hér á landi og er- lendis um það að reyna að draga fram- lag erfða fram í dags- ljósið. í nokkrum tilvikum vitum við allmikið og jafnvel það mikið að við getum beitt þekkingunni til að Hjartasjúkdómar Markmiðið er og verð- ur að efla heilsuvernd, segir Yilmundur Guðnason, og stuðla að fyrirbyggjandi læknisfræði. finna einstaklinga sem eru í marg- falt aukinni áhættu á að fá hjartaá- fall. Nefnum dæmi. Allt að 30% af einstaklingum sem fá hjartaáfall fyrir 55 ára aldur hafa einhverja tegund arfgengrar brenglunar í efnaskiptum blóðfítu. Sú arfgenga blóðfitubrenglun sem við eram komin hvað lengst í að skilja er arf- bundin kólesterólhækkun. Arf- bundin kólesterólhækkun orsakast vegna galla í prótíni sem hreinsar kólesterólríkar sameindir úr blóði. Einstaklingar sem hafa galla í þessu prótíni ráða því ekki við að hreinsa kólesteról úr blóði á jafn áhrifaríkan hátt og þeir sem ekki hafa galla í því. Þannig geta tveir menn lifað svipuðu lífi, annar þeirra hefur galla í þessu prótíni, segjum bara að það sé ég, en hinn maðurinn sem er vinur minn hefur ekki gallann. Á hverjum sunnudegi förum við og fá- um okkur rjómaís. Ég næ ekki að hreinsa kólesterólið út úr blóð- rásinni sem kemur inn í líkamann við rjómaísátið og kólesterólið hækkar i blóðinu hjá mér. Líkurnar á að ég fá ótímabært hjartaáfall vegna snemmkomins kransæða- sjúkdóms aukast líka og verða all- veralegar. Vinur minn hefur ekki þennan galla og rjómaísinn hækkai’ ekki kólesterólið hjá honum. Ef ég vissi ekki af þessum galla hjá mér þá flyti ég sofandi að feigðarósi ef ekkert væri gert í því að reyna að finna mig. Það er nefnilega til áhrifarík meðferð við þessari brenglun sem orsakast af þessum erfðagalla, meðferð sem breytti lífslíkum mínum verulega ef henni væri beitt. Ég er ekki í nokkrum vafa um að ég vildi láta finna mig og meðhöndla, þótt ekki væri nema vegna barnanna minna og barna- barnanna í framtíðinni. Reyndar finnst mér það vera skýlaus réttur minn að vera leitaður uppi og rann- sakaður og boðið uppá viðeigandi meðferð, reyndist ég hafa gallað fituhreinsiprótín. Rannsóknir undanfarinn áratug hafa fundið þennan galla í íslensk- um ættum þar sem snemmkomin, ótímabær dauðsföll vegna kransæðastíflu eru algeng. Það er því ætlun okkar í Hjartavernd að hefja skipulega leit að þessum galla í íslendingum. Þetta verður gert í samvinnu við Alþjóðaheilbrigðis- stofnunina og aðlþjóðlegan vinnu- hóp sem hefur það að markmiði að finna þessa einstaklinga í tæka tíð til að unnt sé að meðhöndla þá og seinka kransæðasjúkdómnum og jafnvel að koma í veg fyrir hjartaá- fall. Markmið Hjartaverndar er og verður að efla heilsuvernd og stuðla að fyrirbyggjandi læknisfræði. Um leið er beitt rannsóknum til að reyna að skilja betur hvað veldur sjúkdómum, einkum hjarta- og æðasjúkdómum og ekki síst hvern- ig greina megi einstaklinga í veru- legri áhættu öruggar og fyrr. Þannig er um leið og þekkingarinn- ar er aflað með rannsóknum beitt öflugri heilsuvernd og einstakling- um beint til læknisfræðilegrar með- ferðar þegar þess gerist þörf. Ljóst er að þegar hefur mikið áunnist í að átta sig á framlagi erfða til hjarta- og æðasjúkdóma. En það er jafnvel enn ljósara að verulegur spölur er enn eftir í land hvað varðar nægilega þekkingu til að unnt sé að beita erfðafræðileg- um aðferðum til að meta áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum í hefð- bundinni læknisrannsókn. Ég vil að lokum benda á að án rannsókna verða engar framfarir í læknis- fræði. Höfundur er læknir og erfðafræðingur. Samnorrænt hjartaþing verður haldið hér á íslandi í byrjun júní. A þinginu verða kynntar nýjustu rannsóknir á sviði hjartasjúkdóma. Af þessu tilefni standa Hjartavernd og Hjartasjúkdómafélag ís- lenskra lækna fyrir greinaskrifum ætluðum al- menningi á þessu sviði. Eitt af markmiðum Hjarta- verndar er að fræða almenning um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og fá fólk til að tileinka sér fyrirbyggjandi aðgerðir á þessu sviði. Öflugar rannsóknir Hjartaverndar og íslenskra lækna hafa skilað sér í aukinni þekkingu og skilningi á eðli, orsökum, forvörnum og ár- angursríkari meðferð hjartasjúkdóma. Þessi þekking mun nýt- ast okkar kynslóð og næstu kynslóðum í baráttunni við sjúkdóm- inn. Það er einlæg ósk Hjartaverndar og Hjartasjúkdómafélags íslenskra lækna að þessi greinaskrif komi að góðum notum. . Vilmundur Guðnason Utiskiltl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.