Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Vestur-íslendingar færa Skautafélagi Akureyrar góða gjöf Granítsteinar og áhöld til að stunda íþróttina krullu VESTUR-íslendingamir Carl J. Thorsteinsson og Herb Olson heimsóttu Akureyri nýlega og komu færandi hendi, en þeir gáfu Skautafélagi Akureyrar 32 granítsteina, áhöld og annað sem til þarf til að leika krullu (curling), sem er steinaleikur á svelli. Verðmæti gjafarinnar er um ein milljón króna. Carl á mikið af ættingjum hér á landi, en það hefur reynst erfiðara að hafa uppi á ættingjum Herbs. Faðir hans, Ole Olson, er fæddur í Kanada, en afar hans og ömmur í móður- og föðurætt eru öll fædd á Islandi. Það kann að hafa flækt leitina að ekki er vitað hvort eftimafn hans, er dregið af Ólafsson eða jafnvel Eyjólfsson. Herb Olson hefur helgað líf sitt íþróttinni, fetaði í fótspor föður síns sem vann frumkvöðlastarf á þessu sviði og fann upp ýmislegt er hana varðar. Hann hefur ferðast um Kanada þvert og endilangt margsinnis, en hans aðalstarf er að slípa steinana sem notaðir em og þá er hann einnig flinkur ís- gerðarmaður og því eftirsóttur hjá skautafélögum. Ómetanleg gjöf Auk ýmissa áhalda til að halda brautinni við færðu þeir skautafélaginu einnig 32 granítsteina, en segja má að með því gefi Herb hluta af ævi- starfi sínu. Þetta em steinar sem hann hefur safn- Morgunblaðið/Kristján VESTUR-íslendingamir Herb Olson og Carl J. Thorsteinsson færðu Skautafélagi Akur- eyrar áhöld og steina til að stunda krullu (curling). að að sér frá því hann hóf að slípa slíka steina árið 1949, allt úrvalssteinar. Vinátta hefur verið með þeim Herb og Carl í um 40 ára skeið, en það var Carl sem gerði þeim félögum mögulegt að ferðast til Islands nú og hann mun einnig standa straum af kostnaði við sendingu þeirra þegar hausta fer. Marjo Kristinsson hjá Skautafélagi Akureyi’ar sagði gjöfina ómetanlega og mikla lyftistöng fyrir íþróttagreinina, en hér á landi er hún einungis stunduð á Akureyri. Upphafið má rekja til þess að fyrir fáum ámm vom hjónin og Vestur-íslending- arnir Sofie og Tom Wallace á ferð hér á landi og gáfu þá 32 steina sem skipt var milli Akureyringa og Reykvfldnga. Þeir síðamefndu hafa ekki fengið tíma á skautasvellinu til að stunda íþróttina þannig að steinamir voru sendir norður. Arið 1995 buðu hjón- in fjómm Islendingum, m.a. Gísla Kristinssyni og Marjo á Akureyri, út tfl Kanada að kynna sér krullu og þau hafa síðan kennt Akureyringum íþróttina. Um 20 manns hafa stundað hana að jafnaði, en í kjölfar þess að tælqaeign eykst um helming vonast Maijo til að þátttakendahópurinn stækki. Aðstaða til að stunda íþróttina batnar einnig mikið í haust þegar þak verður komið yfir skautasvellið. Tvö lið taka þátt í leiknum og eru fjórir í hvoru. Liðin hafa hvort um sig 8 granítsteina sem era um 10 kfló að þyngd, en á þeim era sérstök handfóng. Steinunum er rennt eftir ákveðinni braut á ísnum að marki fyrir enda hennar, en einn hðsmanna hleypur á undan og sópar brautina. Markmiðið er að koma sínum steinum í höfn og jafnframt að ýta steinum mótherjanna burtu. VÖRU- OG ÞJÓNUSTUSÝNING í ÍÞRÓTTAHÖLLINNI Á AKUREYRI 28.-29. MAÍ Sýning fyrir tæknimenn, lagnamenn, iðnaðarmenn, iðnfyrirtæki og áhugamenn um þróun og nýjungar á þessum sviðum. Meðal sýnenda eru: FJARHITUNhf VERKFRÆÐIS TOFA jt/r JOHAN RÖNNING HF m Tæknival SMITH & NORLAND Rafhönnim & Um 4, V s Tl RST (sameyA) SAMORKA VSO RAÐGJOF A K U R E Y R I ehf KAUPANGI SÍMI: 460 4404 FAX: 460 44U« = HÉÐINN = Poulsen RAFTEIKNING HF RÁÐOJAFARVERKFRÆÐINGAR BORGARTÚN117 Sfmi 562 8144 5T Alls 24 sýnendur Sýningin er haldin í tengslum við vorfund Samorku, samtök raforku-, hita- og vatnsveituna. Sýningin er opin í dag, föstudag, frá kl. 15.00—18.00, og á morgun, laugardag, frá kl. 10.00—17.00. Fræðsludagur Sels og Kristnesspítala Sjúkling- ar með heilabilun ! FRÆÐSLUDAGUR á vegum fræðslunefnda Sels og Kiist- nesspítala verður haldinn á morgun, laugardaginn 29. maí, í Oddfellowhúsinu við Sjafn- arstíg á Akureyri. Hann hefst kl. 10 og lýkur um kl. 14. A fundinum verða fræði- menn fengnir til að ræða um truflanir sem oft verða hjá sjúklingum með heilabilun og verður reynt að svara þeirri spumingu sem hvílir á hjúkr- unarfólki, um hvort fjötra megi fólk sem ekki getur gætt að sjálfu sér. Jón Snædal öldrunarlæknir ræðir um geðrænar og atferl- islegar truflanir hjá sjúkling- um með heilabilun, orsakir og meðferð, Guðmundur Heiðar Frímannsson heimspekingur ræðir um frelsi, heftingu og hömlur, Anna Margrét Guð- mundsdóttir, hjúkmnarfræð- ingur á Hellu, segir frá því hvemig tókst að losna við fjötra á því hjúkrunarheimili sem hún vinnur á og Baldur Dýrfjörð, bæjarlögmaður á Akureyri, skoðar réttarstöðu þeirra sem vinna við umönn- un. Starfsmenn FSA þurfa ekki að greiða gjald en fyrir aðra þátttakendur er aðgangseyrir 1.500 krónur. Karlakór Dalvíkur Vortón- leikar KARLAKÓR Dalvíkur heldur árlega vortónleika sína í Dal- víkurkirkju á morgun, laugar- daginn 29. maí, kl. 15. Einsöngvari verður Signý Sæmundsdóttir, sópran, og syngur hún bæði ein og með kórnum. Fjórir einsöngvarar úr hópi kórfélaga koma einnig fram, þeir Helgi Indriðason, Óli Þór Jóhannsson, Elvar Þór Antonsson og Jóhann Daníels- son. Helga Bryndís Magnús- dóttir leikur á píanó og Magn- ús G. Gunnarsson á harmon- iku. Stjórnandi er Jóhann Ólafsson. A efnisskránni, sem er viða- mikil, em íslensk og erlend lög. Meðal annars verða flutt tvö lög eftir einn kórfélagann, Heimi Kristinsson, annars vegar lagið Vetur sem Karla- kór Dalvíkur hefur flutt einu sinni áður og þá verður frum- flutt lagið Vorvísur úr barna- bók. Kaffisala er í hléi. Heilsu- eflingar- dagur Norðausturlandsdeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga efnir til samvem og heilsuefl- ingardags fyrir félagsmenn næstkomandi laugardag, 29. maí í Miðhvammi á Húsavík. Markmið dagsins er að hjúkrunarfræðingar hugi að eigin líðan og heilsu um leið og þeir eiga saman ánægjulega samverastund. Dagskráin er fjölbreytt og em þátttakendur beðnir að hafa með sér göngu- skó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.