Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 28. MAI1999 UMRÆÐAN Hver sveik hvern? „ÞETTA eru svik,“ sagði Jakob Bjöms- son, bæjarfulltrúi á Akureyri og fyrrver- andi bæjarstjóri, þeg- ar hann frétti af þeirri ákvörðun stjórnar Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, að loka skrifstofu fyrirtækis- ins á Akureyri. En hver sveik hvem, hvenær og hvers vegna? Var það stjóm Sölumiðstöðvarinnar sem var svikarinn, eða var það yfirstjóm Sverrir Akureyrarbæjar með Leósson Jakob Bjömsson í broddi fylkingar, sem sveik bæjar- búa þegar tekist var á um afurða- sölumál Utgerðarfélags Akureyr- inga? Mér er nær að halda að sökudólgamir séu þeir síðar- nefndu. I það minnsta skulda þeir bæjarbúum skýringu. Utgerðarfélag Akureyringa var og er homsteinn atvinnulífsins á Akureyri. Félagið var rekið sem bæjarútgerð og stundum var svo hart í ári, að því var vart hugað líf. Þá kom bæjarsjóður til skjalanna og blés lífi í félagið með því að veita fé inn í reksturinn. Þetta bitnaði á annarri þjónustu bæjar- ins við íbúana, en var fyrirgefið, þar sem atvinna, lífsviðurværi fjölda fólks var í húfi. En fyrir vik- ið varð þetta félag eins konar óskabam bæjarbúa. Akureyring- um var hreint ekki sama hvemig þetta bam var meðhöndlað. Það fann ég best þau ár sem ég sat í stjóm félagsins, lengst af sem for- maður. Allir vildu ná stýrinu En svo fór félaginu að vaxa fisk- ur um hrygg og loks varð það sjálfbjarga og gott betur. Þá fór að bera á valdabaráttu um stjómvöl- inn á þessari skútu, sem náði há- marki þegar stjómendur Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og ís- lenskra sjávarafurða börðust um að ná stýrinu. Þegar þessi barátta kom upp á yfirborðið hafði ég lengi haft um það orð, að það væri rétt fyrir Út- gerðarfélag Akureyringa að end- urskoða sölumálin. Þau höfðu nær alla tíð verið í höndum Sölumið- stöðvarinnar, en eftir því sem fyr- irtækið stækkaði urðu það stöðugt stærri fjárhæðir sem mnnu beint suður yfir heiðar í sölulaun. Ég benti á, að það mætti gera ýmis- legt fyrir þessa peninga hér heima. Réttast væri að stjómendur út- gerðarfélagsins tækju sölumálin í eigin hendur. Þessa leið hafa stjómendur Samherja farið með góðum árangri. Menn höfðu ekki þor til að fara þessa leið, enda sterkir hagsmuna- aðilar sem toguðu á móti, og þessir hagsmunaaðilar tóku að toga enn fastar, þegar stjómendur Is- lenskra sjávarafurða gerðu atlögu að þessu höfuðvígi Sölumið- stöðvarinnar. Þá var Jakob Bjömsson við stjóm- artaumana ásamt fé- lögum sínum í Fram- sóknarflokknum og einum krata. Þegar tilboð barst frá ís- lenskum sjávarafurð- um um að flytja hing- að bækistöðvar fé- lagsins, gegn því að 'fá söluumboð fyrir ÚA, komst valdabaráttan í hámark. Stríðið stóð dag eftir dag og hver orustan varð annarri harðari. Vék sannfæringin fyrir bæjarstjórast.ólnum? Sölumiðstöðin vann gegn því að skapa hér áttatíu störf þar af um þrjátíu í Akureyrarútibúi Sölumið- stöðvarinnar. Eini kratinn í meiri- hlutanum hafði svínbeygt fram- sóknarmennina fimm. Þeir höfðu ekki þor til að mynda nýjan meiri- hluta til þess að gera það sem þeir vildu, ganga til samninga við ís- lenskar sjávarafurðir. Jakob Bjömsson tók bæjarstjórastólinn fram yfir eigin sannfæringu. Og það var ekki nóg með að Jakobs- gengið í bæjarstjórninni semdi við Sölumiðstöðina, þefr seldu sömu hagsmunaaðilum stóran hluta í ÚA. Fyrir vikið stjórnar bæjar- stjórinn þar ekki ferðinni lengur. En fýrst bæjarstjómin ákvað að afsala sér meirihlutanum í ÚA með því að selja hlutabréf, átti hún að selja þau öll. Þannig hefði feng- ist meira fyrir þau. Eftir alla þessa afleiki bæjar- stjómarinnar vom stjórnendur SH sigri hrósandi. Þeir ætluðu að gera þetta og hitt fyrir Akureyri og þeir töluðu vissulega fallega til bæjarbúa. Einn daginn gátu þeir fært fýrir því rök, að þeirra kraft- ar stæðu á bak við áttatíu ný störf á Akureyri. I flestum tilfellum var þetta sýndarmennska og ofan í kaupið vora störfin flest illa laun- uð. I dag stendur lítið eftir af þess- ari „vítamínsprautu“ fýrir atvinnu- lífið á Akureyri. Nú síðast var Akureyrardeild Sölumiðstöðvar- innar lokað. Bæjarstjómarmenn St. 38—50 - Frábært úrval verslunarmiðst. Eiðstorgi, simi 552 3970. « *■ _ ■ * G F1N^S Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. Akureyringar eiga rétt á skýringu á þeirri ákvörðun, segir Sverrir Leósson, að setja fram- tíð Utgerðarfélags Akureyringa í hendur hagsmunaaðila. standa uppi eins og glópar. Geta ekkert gert, það hefur ekki verið gengið þannig frá endum á sínum tíma, að Sölumiðstöðin þurfi að standa við sitt til lengri tíma. Og Jakob Bjömsson talar um svik. Hver er svikarinn? Plataðir upp úr skónum? Ég skora á Jakob Bjömsson, sem oddvita fyrrverandi meiri- hluta í bæjarstjóminni, að gera hreint fýrir dyram þeirra sem stjómuðu ferðinni í bæjarstjóm- inni þegar framtíð ÚA var ráðin á síðasta kjörtímabili. Um hvað var samið? Hvað taldi hann sig hafa í höndunum, sem tryggði að bæjar- búar yrðu ekki sviknir? Hvers vegna létu fimm bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins einn krata ráða ferðinni? Er nokkur furða þótt nú séu aðeins þrír framsókn- armenn í bæjarstjóminni? Af hverju fengum við máttvana útibú Sölumiðstöðvarinnar í stað aðal- bækistöðva íslenskra sjávaraf- urða? Gerðist ef til vill eitthvað bak við tjöldin, sem við vitum ekki um? Svaraðu Jakob. Stjómendur þurfa að þora, en ég óttast að þeir bæjarstjómar- menn, sem bera ábyrgð á þeirri leið sem valin var þegar framtíð Útgerðarfélags Akureyringa var ráðin, geti ekki þvegið hendur sín- ar. Fari svo, vora það þeir sem sviku Akureyringa í Útgerðarfé- lagsmálinu, en ekki stjórn Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna. Það væri nær að segja að hún hafi platað bæjarstjómina upp úr skónum. Höfundur er útgcrðamiaður og fyrrverandi stjómarmaður í Utgerðarfélagi Akureyringa. ■■■■■■rBfcT't \ l !l! mwramrtw ua-hm U rí Siórhöfða 1”, við Gullinbró, sími 567 48Ó4. www.HisC'' flis.is • nctfang: llisí*' itn.i.s Útskriftargjafir DEMANTAHÚSIÐ Nýju Kringlunni, sími 588 9944 Randalín ehf. v/ Kaupvang 700 Egilsstöðum sími 4/1 2433 Handunnar gesta- og minningabækur fyrir: ✓ Ferminguna ✓ Brúðkaupið ✓ Merka áfanga ✓ Erfidrykkjuna Leitið upplýsinga um sölustaði ojllfS.i Skólavörðustíg 21 a, 101 Reykjavík. Sími/fax 552 1220 f Negro Netfang: blanco@itn.is Veffang: www.blanco.ehf.is VELKOMIN UM BORÐ RED//GREEN Lnugavegur 1 • Sími 561 7760 Góð: Samsung VM6000 + Intel Celeron örgjörvi 300MHz + 12,1" skjár + 32MB + 4GB + 4MB SGRAM skjáminni + 16 bita hljóðkort (3D SRS), hljóðnemi og hátalarar. + Innbyggð disklingadrif og geisladrif + DVD eða Zip drif fáanleg sem aukabúnaður Betri: Samsung GS6000 + + + + + + + Intel Pentium II örgjörvi 333MHz 13.3" TFT skjár 64MB 6,4GB 8MB SGRAM slgáminni 56KB mótald 16 bita hljóðkort (3D SRS) hljóðnemi og hátalarar Útskiptanlegt disklingadrif og 24x geisladrif. DVD eða Zip drif fáanleg sem aukabúnaður. Best: Samsung GT6000 + + + + + + Intel Pentium II örgörvi 366MHz 14.1" TFT skjár 64MB vinnsluminni 6,4GB diskur 8MB SGföM/l skjáminni 56KB mótald 16 bita hljóðkort (3D SRSj, hljóðnemi og hátalarar. Innbyggð disklingadrif og DVD drif Fartöfva er eins og tannbursti - ómissandi og alltaf með á ferðalögum Pað er merki um ffamfarir pegar góðir hlutir hætta að veta munaðarvara. Fartölvan er vissulega ennþá munaður en nú færðu öfluga fartölvu á verði sem þú ræður auðveldlega vtö. Samsung fartölvan verður ómissandi og óaðskiljanlegur hluti af Iffi þínu. Hvert sem þú ferð fer hún llka. Hún tengir þig við vinnustað og vini, léttir vinnunna og styttir þér stundir þess á milli. Þú gleymir þvi fljótt hvernig iifið var án hennar! E J S h f . * 563 3000 + www.ejs.is Grensásvegf 10 108 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.