Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 28.05.1999, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ f)6 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1999 Grænar ólífur MONT4NM Hámarks gœði, einstakt hragð Ómissandi í salat! Dreifing Heilsa ehf • sími 533 3232 Æ HLAUPASKÓR Falcon 3 Nubuk Cushion Þægilegur hlaupaskór fyrir hlaupara með eðlilegt niðurstig. Response Cushion Hlaupaskór fyrir hlaupara með eðlilegt niðurstig. Radiant Trail Cushion Frábær Feet You Wear torfæru hlaupaskór fyrir hlaupara með eðlilegt niðurstig. Galaxy Cushion Alhliða hlaupaskór fyrir hlaupara með eðlilegt niðurstig. Universal Cushion Þægilegur hlaupaskór fyrir hlaupara með eðlilegt niðurstig en óska eftir stýringu í niðurstigi | Fyrir hlaupara sem þurfa aukinn innanverðan stuðning. Light Fyrir hlaupara sem vilja létta og góða skó. Ui_______________ og Sport Reykjavlkurvegi 60 - Slmi 555 2887 FÓLK í FRÉTTUM Verðlaunaafhending stuttmyndadaga REYNIR Lyngdal tok wið verðlaun- um fyrir hönd sina og konu sinnjir Katrinar Óhifixlotlur, sent loik- styrði, lijo til liamirilið og síi um kórcógr.ifiu myndarinnar. 2 fyrir 1 á Vorvinda! I HASKOLABIOI OG REGNBOGANUM 20. maí - 9. júní Gegn framvísun þessarar auglýsingar býóur Morgunblaöið lesendum sínum tvo miða á verði elns á kvikmyndahá- tíöina Vorvinda sem haldin er í Regn- boganum og Háskólabíói. Góða skemmtun! Slurpinn & co. í fyrsta sæti FJÖLMENNI var í Tjarnar- bíói á miðvikudagskvöldið þegar síðasti sýningardagur Stuttmyndadaga fór fram. Heyra mátti á áhorfendum að úrval myndanna í ár vasri mjög gott og greinileg uppsveifla í stuttmynda- gerð á Islandi. Sextíu myndir voru í keppninni í ár og var sýningu þeirra dreift á þrjú kvöld og loka- kvöldið voru úrslit kynnt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti verðlaunin fyrir sigurmyndirnar og fóru leik- ar svo að Slurpinn & co. eftir þau Katrínu Ólafsdóttur og Reyni Lyngdal hlaut fyrstu verðlaun, Kókó eftir þá Helga Má Erlings- son og Gísla Darra Halldórsson lenti í öðru sæti og í þriðja sæti var myndin Maður undir áhrifum eftir Robert Douglas og Höskuld Kára Schram. Kókó hlaut einnig áhorfendaverðlaunin og sérstök verðlaun sem frumlegasta mynd Stuttmyndadaga fengu þeir Einar og Eiður Snorri fyrir myndina Rover. Tvöfaldur sigur Katrín Ólafsdóttir og Reynir Lyngdal búa á Spáni en Reynir tók við verðlaunum fyrir þeirra hönd, enda framleiðandi og að- stoðarleikstjóri myndarinnar. Hann sagðist að vonum ánægður með úrslit kvöldsins, en þetta er í þriðja skipti sem mynd sem hann á hluta í fer með sigur af hólmi á Stuttmyndadögum. Slurpinn & co hefur hlotið tvenn verðlaun er- lendis, á Stuttmyndahátíðinni í Toronto á síðasta ári auk þess að vinna stuttmyndagullverðlaunin á Chicago International Film Festi- val. Reynir segir að hugmynd myndarinnar sé alfarið Katrínar og auk leikstjómar og handrits sé hún dansahöfundur myndarinnar. „Tími er eitt aðalþemað í mynd- inni og Katrín ákvað að vinna út frá hringnum, enda er öll myndin tekin í sleitulausri hringtöku. Sumir hafa sagt við mig að þeir átti sig ekki á því hvort myndin sé tíu mínútur eða hálftími vegna hringtökunnar og ekki gera allir sér grein fyrir að myndin er eitt óklippt myndskeið,“ segir Reynir. Reynir og Katrín stofnuðu kvikmyndafyr- irtækið Morefilms í fyrra og til stendur að gera nýja mynd í Skotlandi. „Við fengum styrk frá Menningar- sjóði útvarpsstöðva og erum með gott fólk í Skotlandi með okkur. Þetta verður aðeins lengri mynd, eða rúm- lega tuttugu mínútur og heitir Kisa Kiss,“ segir Reynir dularfullur á svip og vill ekkert gefa frekar upp um myndina. Hvers vegna búið þið á Spáni? „Það er bara svo ódýrt að lifa þar,“ segir Reynir og bætir við að ástæðan fyrir því að Katrín hafi ekki komið með til Islands sé að hún hafi farið á knattspyrnuleik- inn um Evrópubikarinn með Ba- yern Miinchen og Manchester United. „Þetta er í fyrsta skipti sem hún fer á svona fótboltaleik og ég var að tala við hana áðan og hún var ofboðslega ánægð með hvort tveggja úrslit kvöldsins, hérna á Stuttmyndadögum og á fótboltavellinum. Þetta var eigin- lega tvöfaldur sigur,“ segir Reynir brosandi að lokum. ► VERÐLAUNAHAFARNIR komnir upp á svið Tjamarbíós. F.v. Helgi Erlingsson og Gísli Halldórsson sem vom í öðm sæti með mynd sma Kókó. Við hlið þeirra eru Ilöskuldur Schram og Robert Douglas, en þeir hlutu þriðju verðlaun fyrir mynd sína Maður undir áhrifum. I fyrsta sætinu vom Reynir Lyngdal og Katrín Ólafsdóttir með myndina Slurpinn & co. Morgunblaðið/Jón Svavarsson INGVAR Sigurðsson og Bjöm Ingi Hilmarsson í Slurpinum & co. pfCMöAniMKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.