Morgunblaðið - 30.06.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.06.1999, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aðeins 60 metrar voru á milli vélar Flugleiða og Air France aðfaranótt mánudags „Alclrei séð tvær vélar jafnnærri hvor annarri“ Lá við stórslysi Boeing 747 flutningavál flugfálagsins Air France og Boeing 757 farþegaþota Flugleiða voru hættulega nálægt því að rekast saman á John F. Kennedy flugvelli í New York á sunnudaginn. Hér er rakið hvað gerðist. John F. Kennedy alþjóða- flugvöllur Jamaica Flutningavél Air France lendir á flugbraut 22L. © Farþegaþota Flugleiða er að hefja sig á loft af flugbraut 22R, um klukkan 21.49 að kvöldi. 0) Á sama tíma keyrir flutningavél Air France í átt að flug- stöðinni eftir akbraut J, fer yfir flugbraut 22R og ekur þar með í veg fyrir Flugleiðaþotuna í flugtakinu. © Flugleiðaþotan flýgur yfir flutningavélina en aðeins eru þá um 60 metrar á milli vélanna. Newark alþjóða- flug völlur / !/*^YaGua rjía hMAfÍHMTAN fluavöllur -?>jr / 7/ B j NASSAU 1 ir/ Áy • OUEENS : Ur X n JFK-alþjóða- /0>- brooklyn ^—^ílugvöllur Atlantshaf Newsday / Philip Dionisío, Newsday Inc. Copyright Óljðst hvort Air France eða flug- umferðarsljórn gerði mistök SAMKVÆMT upplýsingum Bandaríska loftferðaeftirlitsins voru aðeins rétt rúmir 60 metrar lóðrétt á milli þotu Flugleiða og þotu Air France á Kennedy-flug- velli aðfaranótt mánudags þegar síðarnefnda flugvélin ók í veg fyrir vél Flugleiða sem var í flugtaki með 185 farþega innanborðs. Þrír voru um borð í frönsku vélinni. Bandaríska loftferðaeftirlitið segir að flugmaður frönsku vélar- innar hafl fengið fyrirmæli um að nema staðar en hafí, þrátt fyrir þau, farið inn á flugtaksbraut ís- lensku þotunnar. Bandaríska dag- blaðið Newsday hafði í gær eftir embættismönnum loftferðaeftir- litsins að lárétt fjarlægð á milli vél- anna þegar vél Flugleiða hóf sig á loft hafi verið um 15 metrar. Mjög alvarlegur atburður „Eg hef aldrei séð tvær flugvélar jafnnærri hvor annarri. Eg vonaði aðeins að ég myndi ekki heyra hljóðið sem myndast þegar málm- ur rekst á málm,“ hefur blaðið eftir Barrett Byrnes, flugumferðar- stjóra á Kennedy-flugvelli. Byrnes segir að þegar þetta var hafi þögn- in í flugturninum orðið slík að „það mátti heyra saumnál detta“. „í hvert skipti sem tvær vélar nálgast hvor aðra um of teljum við um alvarlegan atburð að ræða og við munum rannsaka málið af ná- kvæmni. Við höfum ekki flokkað umrætt atvik í tiltekinn hættuflokk og það verður ekki gert meðan rannsóknin stendur yfir,“ segir Ar- lene Salac, talsmaður Bandaríska loftferðaeftirlitsins, FAA, í New York, í samtali við Morgunblaðið. „Sextíu metra [fjarlægð milli tveggja flugvéla] er eitthvað sem meðhöndla verður af fullri alvöru," hefur Newsday eftir Frank Hatfí- eld, yfirmanni flugumferðarstjórn- ar hjá Bandaríska loftferðaeftirlit- inu í viðkomandi umdæmi, og kveðst hann skilgreina atvikið sem „mjög alvarlegt". Lítilsháttar þoka var á svæðinu þegar atvikið varð en ekki er talið að veður hafi haft áhrif á að at- burðurinn gerðist. Byrnes kveðst þeirrar skoðunar að ábyrgðin liggi ekki hjá viðkomandi flugumferðar- stjóra og bendir á að um helming- ur af umferð um Kennedy-flugvöll sé alþjóðleg. Oft á tíðum glími flugumferðarstjórn og flugmenn við tjáskiptaörðugleika vegna ólíkra blæbrigða í tungumálum. Um 1.100 vélar hefja sig á loft eða lenda á Kennedy-flugvelli á sólar- hring. ÓUóst hvar ábyrgðin liggur Flugvélarnar sem í hlut áttu voru annars vegar Boeing 747-risa- þota í farmflutningum, flug 6498 á vegum Air France, og hins vegar Boeing 757-farþegaþota, flug 614 á vegum Flugleiða. Samkvæmt upp- lýsingum frá Arlene Sarlac, tals- manni Bandaríska loftferðaeftir- litsins, var atburðarásin á Kenn- edy-flugvelli á sunnudag með eftir- farandi hætti: Vél Air France lenti á flugbraut 22L á Kennedy-flugvelli og fékk þær leiðbeiningar frá flugumferð- arstjórn að aka af þeirri braut og inn á braut J, sem ætluð er til að aka flugvélum á milli flugbrautar og flugstöðvar. Þar átti vél Air France að bíða og fékk að sögn Salac fyrirmæli um að fara ekki yf- ir á flugbraut þá sem umferð var um, 22R, en hún liggur samhliða 22L. Flugmaður frönsku vélarinn- ar hélt áfram þrátt fyrir þessi fyr- irmæli og fór yfir flugbraut 22R. Á sama tíma var vél Flugleiða að hefja sig á loft frá flugbraut 22R og var þegar komin í loftið þegar vél Air France ók þvert í veg fyrir hana. Lóðrétta fjarlægðin á milli þeirra var tæplega 61 metri, þ.e. þegar vél Flugleiða fór yfir vél Air France. „Bandaríska loftferðaeftirlitið er nú að rannsaka þetta atvik, en á þessari stundu höfum við ekki sleg- ið föstu hvort ábyrgðin liggi hjá flugmanni Air France-þotunnar eða flugumferðarstjóranum. Við höfum óskað eftir hljóðupptökum af samskiptum flugtums og flug- manna og munum sömuleiðis taka skýrslur af flugmönnunum, flug- umferðarstjóranum og yfirmanni hans á viðkomandi vakt. I kjölfarið verður reynt að ákvarða hjá hvor- um þeirra sökin liggur og af hverju þetta atvik átti sér stað,“ segir Salac. „Við teljum að flugumferðar- stjóm hafi gefið flugmanni Air France fyrirmæli um að nema staðar í stað þess að fara yfir flug- brautina, en spurningin sem við þurfum að svara er af hverju hann hélt áfram. Var um að ræða óljósar leiðbeiningar flugumferðarstjór- ans, misskilning af hálfu flug- mannsins eða sambland af báðum þessum ástæðum?" Einar Sigurðsson, aðstoðarfor- stjóri Flugleiða, sagði í samtali við Morgunblaðið í fyrradag að stjórnendur Flugleiðavélarinnar hefðu farið í einu og öllu að fyrir- mælum flugumferðarstjórnarinn- ar í flugtakinu. Umferðarstjórnin hefði algjörlega verið í hennar höndum. Salac staðfestir réttmæti þessa skilnings, en bendir á að þegar mistök af umræddu tagi séu gerð verði að rannsaka málin til að athuga hvort flugumferðar- stjórinn hafi gert mistökin eða flugmaðurinn. Hún geti ekki tjáð sig um hvaða vísbendingar liggi fyrir fyrr en rannsókninni er lok- ið. Nokkrar vikur í niðurstöðu „Rannsókn af þessu tagi tekur yfírleitt fáeinar vikur og það er ekki ljóst nákvæmlega á þessari stundu hvenær niðurstöður liggja fyrir,“ segir hún. Salac bendir á að ummæli Bym- es við Newsdny komi frá starfs- manni sem tilheyri verkalýðsfélagi flugumferðarstjóra og séu þau ekki opinber yfirlýsing um atvikið af hálfu Bandaríska loftferðaeftirlits- ins. „Hann er fulltrúi Landssam- bands flugumferðarstjóra og ekki opinber talsmaður Bandaríska loft- ferðaeftirlitsins," segir hún. Skinnaiðnaður á Akureyri 37 starfs- mönnum sagt upp Akureyri. Morgunblaðið. STJORN Skinnaiðnaðai' hf. á Akur- eyri hefur ákveðið að segja upp 37 starfsmönnum frá og með deginum í dag, 30. júní, og taka flestar upp- sagnimar gildi í október. Að sögn Bjarna Jónassonar framkvæmda- stjóra miða þessar aðgerðir fyrst og fremst að því að minnka birgðahald og fjárbindingu í birgðum. Eftir að uppsagnimar taka gildi verða starfs- menn fyrirtækisins 55 en voru flestir eftir endurreisn fyrirtækisins um 150 árið 1996. Bjarni sagði það þungbær skref fyrir stjórn og stjórnendur félagsins að þurfa að grípa til þessara ráðstaf- ana. „Það er sárt að þurfa senn að sjá á bak fjölda traustra og góðra starfs- manna sem hafa unnið af dugnaði og trúmennsku hjá félaginu á undan- fómum ámm. Niðurstaðan er engu að síður sú að hjá þessu verður ekki komist.“ Bjöm Snæbjömsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, sagði þessar uppsagnir mikið áfall og það sé í raun skelfilegt að svona skuli komið. „Það eru gefnar ákveðnar ástæður fyrir þessum aðgerðum og við vitum að þetta hefur verið erfitt. En maður var að vona að ekki kæmi til uppsagna og þetta em ákveðin vonbrigði og mikið áfall og ekki síst fyrir þetta fólk sem hefur starfað hjá fyrirtækinu lengi,“ sagði Björn. Tekist að halda markaðshlutdeild Bjarni sagði að aðstæður á mörk- uðum félagsins væm svipaðar og greint var frá í apríl sl. „Við stöndum einfaldlega frammi fyrir því að laga rekstur félagsins sem best að þeim markaðsaðstæðum sem ríkja.“ Heimsmarkaður fyrir mokkaskinn hefur dregist vemlega saman sl. ár miðað við árin 1995-1997 en á þess- um tíma hefur Skinnaiðnaði tekist að halda markaðshlutdeild sinni á öllum helstu mörkuðum. Þrátt fyrir fyrir- sjáanlegan samdrátt haustið 1998 var ákveðið að kaupa inn hrágærur frá öllum innlendum birgjum fyrirtækis- ins í trausti þess að markaðir myndu taka við sér á ný innan nokkurra missera. Ætlunin var að selja hluta af þessum skinnum á yfirstandandi rekstrarári en að hluti þeirra yrði hálfunninn til fullvinnslu og sölu síð- ar og er þessari vinnu nú að ljúka. Minna keypt af gærum í haust í apríl sl. var ljóst að markaðir væm seinni að taka við sér en ráð var fyrir gert, sem gerir það að verkum að birgðir af hálfunninni vöm hjá fé- laginu em meiri en gert var ráð fyrir í upphafi rekstrarársins. Ekki er talið réttlætanlegt að auka þessa birgðasöfnun meira en orðið er. Bjarni sagði að innflutningi á gærum yrði hætt og að ekki lægi fyrir á þessari stundu hversu mikið yrði keypt af innlendum gæmm sem falla til við slátmn á komandi hausti en ljóst að það verður minna magn en undanfarin ár. Sérblöð í dag m*) um 'Smsm n umu ' JHorauul ^ i ÚR VER/A m -——-------------- ► I verinu í dag er meðal annars greint frá humarveiðum, sem gengið hafa ágætlega það sem af er sumri, en nú er farið að síga á seinni hluta vertíðarinnar. Veiði hefur verið treg að undanförnu. Búist er við að hún glæðist í júlíbyijun. ÍÞRÓfflR Knattspyrnudeild KA skuldar 20 milljónir / B1 Tvö mörk Morkore kaffærðu Keflvíkinga / B3 Fylgstu með nýjustu f réttum www.inbí.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.