Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ + Helga Björns- dóttir fæddist í Reykjavík 15. júlí 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 20. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Magnús Arnórsson, stórkaupmaður, f. 7.10. 1891, d. 20.7. 1962, og kona hans Guðrún Jónsdóttir, - f.8.11. 1891, d. 30.5. 1967. Systkini Helgu eru: 1) Jóna Þor- björg, f. 26.6. 1912, d. 11.11. 1913. 2) Valgerður Ósk, f. 30.11. 1917. 3) Arnór, f. 30.11. 1917, d. 21.11. 1918. 4) Þorbjörg Guð- laug, f. 2.12. 1919, d. 11.12. 1987. 5) Arnór, f. 18.5. 1921, d. 23.3. 1964. Helga giftist 7. ágúst 1935 Gisla Sigurbjörnssyni, forstjóra Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, f. 29. október 1907, d. 7. janúar 1994. Foreldrar Gísla voru hjónin Sigurbjörn Á. Gísla- son, prestur, f. 1.1. 1876, d. 2.8. 1969, og Guðrún Lárusdóttir, alþingismaður, f. 8.1. 1880, d. Kæra amraa. Þú fórst úr þessum heimi og yf- ir í annan betri þegar dagur var sem lengstur og bjartastur. Það var þér líkt. Ég vil með þessum fá- einu línum þakka þér fyrir það sem þú gafst mér og hinum barna- bömunum og þinn þátt í uppeldi okkar. Ég man fyrst eftir því þeg- .ar við vorum í jólaboðunum á Tún- götu og í heimsókn í Hveragerði. Það fyrsta sem ég man eftir voru tilraunir þínar til að kenna okkur borðsiði. Ekki halda of framarlega á gafflinum, ekki sötra, beinn í baki, ekki olnbogana upp á borð o.s.frv. Ég man að á þeim tíma fannst mér þetta óþarfa afskipta- semi en þegar ég varð eldri gerði ég mér ljóst hversu mikils virði þetta var. Þú varst stoð og stytta afa og það leyndi sér aldrei hver réð öllu heimilishaldi. Þá gekkst þú í störf afa fyrr á árum þegar hann var er- lendis eða frá störfum vegna veik- inda. Bæði tvö helguðuð allt ykkar Isf til uppbyggingar Elli- og hjúkr- unarheimilisins Gmndar og Dval- arheimilisins Ass í Hveragerði. Þú sást um svo marga hluti sem margir taka sem sjálfsagða. Blóm og skreytingar, skraut á jólum og páskum og margt fleira mætti tína til. Þessum störfum sinntir þú af heilum hug og umhyggjusemi og taldir það aldrei eftir þér. Sem dæmi um áhuga og eljusemi má nefna að í byrjun janúar sýndir þú mér stundum jólaskreytingar sem þú varst að byrja á sem nota átti eftir tæpt ár. Þú hefðir orðið 85 ára nú í sum- ar og við vorum farin að undirbúa afmælisveisluna í sviþuðum dúr og þegar þú varðst áttræð. Þrátt fyrir það að veislan verður aldrei haldin verður þú sérstaklega í huga mín- um á afmælisdaginn sem og aðra daga ársins. Síðast þegar við hitt- umst var það hér í Hveragerði fyr- ir um mánuði. Þá lékst þú á als oddi, gerðir að gamni þínu og naust lífsins. Þannig vil ég minnast þín. Takk fyrir allt það sem þú gafst mér. Það er mér ómetanlegt og ógleymanlegt. Gísli Páll. í lífinu eru alltaf að gerast óvæntir hlutir, andlát okkar nán- ustu kemur okkur alltaf á óvart, og það að hún Helga tengdamóðir mín létist áður en hún héldi upp á 85 ára afmælið sitt hinn 15. júlí gat eiki hvarflað að mér, eða nokkrum sem hana þekkti, þessi hressa og 20.8. 1938. Helga og Gísli eignuðust fjórar dætur: 1) Nína Kir- stín, f. 17.6. 1936, maki Óttar P. Hall- dórsson, f. 19.7. 1937, d. 14.9. 1992. Þau eiga tvö börn, Gísla Sigurbjörn og Helgu Liv. 2) Sig- rún, f. 18.11. 1940, maki Þorvaldur Einarsson, f. 6.12. 1941. 3) Guðrún Birna, f. 1.7. 1944, fyrri maður hennar var Páll Þórðarson, f. 30.6. 1943, d. 16.10. 1978. Synir þeirra eru þrír, Gísli Páll, Þórð- ur Björn og Halldór Gunnar. Seinni maður Guðrúnar er Júlí- us Rafnsson, f. 10.5. 1947, þau eiga einn son, Kjartan Örn. 4) Helga, f. 23.8. 1947, maki Ric- hard Faulk, f. 28.11. 1944. Þau eiga tvær dætur, Sigrúnu og Hrafnhildi. Langömmubörn Helgu eru tólf. Helga Björnsdóttir verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. atorkusama kona sem aldrei lét verk úr hendi falla, en svona er líf- ið. Helga Bjömsdóttir giftist árið 1935 Gísla Sigurbjömssyni frá Ási, forstjóra elli- og hjúkmnarheimil- isins Grundar í Reykjavík. Ég er ekki viss um, að ungar konur í dag geri sér í hugarlund hvemig það var að hefja búskap með manni, sem tekið hafði að sér að stjórna elliheimili og flytja inn á heimilið og búa þar með öldmðu fólki. En þessi unga og glæsilega kona bauð öllu birginn við hlið eiginmanns síns, manns sem ekkert braut á, og vissi hvað hann vildi, og hvað öldruðum og elliheimilinu væri fyr- ir bestu. Það var ekki alltaf logn um stjóm Gísla á Gmnd eða skoð- anir hans en alltaf stóð Helga við hlið hans, þessi trausta kona sem allir atorkumenn þurfa á að halda. Ég kynntist þeim hjónum Helgu og Gísla fyrir tæpum tuttugu ár- um, er ég kom með dóttur þeirra Guðrúnu á heimili þeirra. Þá kom mér það á óvart er Helga þéraði mig er ég hitti hana í fyrsta sinn, sem var nokkuð sem ég hafði að- eins lært í skóla en kunni ekkert að nota, og mér varð orðfátt. Hún, þessi fágaða kona, hafði verið alin upp við þéringar og þótti miður að þær væru aflagðar. Ég veit að hún þéraði alltaf fólk sem hún var að hitta í fyrsta sinn, ekki vegna þess að hún vildi halda fólki frá sér, heldur vegna kurteisi við það. Ég kom inn í hennar fjölskyldu nokk- uð seint og tók hún mér frábær- lega vel og fyrir það er ég ævin- lega þakklátur. Samskipti okkar urðu með tímanum mjög náin, oft hringdi hún til mín því hún vildi heyra mínar skoðanir á ýmsu varð- andi velferð heimilisins. Það er tómlegt á Grund, þegar frú Helga, konan sem var húsmóðir þessa stóra heimilis í rúm sextíu ár, er horfin á braut. Hennar er sárt saknað. Júlíus Rafnsson. Nú er mín kæra æskuvinkona, Helga Björnsdóttir, forstjórafrú á Elliheimilinu Grund, látin eftir stutta legu, vegna afleiðinga lær- brots. Þegar góður vinur deyr er eins og eitthvað af manni sjálfum deyi líka og lífið verður ekki hið sama á eftir. Við Helga hittumst fyrst fyrir tæpum 80 árum, 7 ára gamlar í Sundlaugunum gömlu. Þá fór ég í fyrsta skipti í sund, ófram- færin og nánast afdalabam, því að ég átti heima á Kleppi, sem þá stóð MINNINGAR afskekkt frá annarri byggð. Það var mitt lán að kynnast Helgu, því hún var svo veraldarvön og skör- ugleg og lét ekkert slá sig út af laginu. Hún tók mig upp á sína arma í þessari laugarferð, og hefur staðið með mér æ síðan. Foreldrar Helgu, þau Guðrún Jónsdóttir og Björn Amórsson, höfðu reist sér sumarbústað í Bjarmahlíð rétt hjá Reykjum við Sundlaugaveg og seinna byggði Björn heilsárshús þar. A þeim tíma var þetta nánast næsti bær við Klepp. Ég var svo hamingjusöm að hafa sjálf fundið vinkonu og var montin af að koma með hana heim og kynna hana mínu fólki. Helga var svo kát og hressileg, eins og ætíð, og það myndaðist strax góður vinskapur með henni og bræðrum mínum, sem varað hefur æ síðan. Einn bræðra minna, sem þá var fimm ára, sagði um kvöldið þegar hann var háttaður: „Ég vildi að hún Helga væri komin upp í rúm til mín.“ Efnilegur fimm ára gutti það! Eftir þessi fyrstu kynni vor- um við óaðskiljanlegar og Helgu fannst að hún hefði næstum verið alin upp á Kleppi. Við vorum einnig mikið á hennar yndislega heimili hjá elskulegum foreldrum og þremur systkinum. Það var því mikill samgangur milli heimilanna og mikill og góður vinskapur myndaðist á milli foreldra okkar, sem entist meðan þau lifðu. Eins var það þegar Helga giftist Gísla Sigurbjömssyni, þá urðu þeir faðir minn og Gísli miklir vinir. Sem börn höfðum við Helga talað um að þegar við yrðum fullorðnar og myndum eignast dætur, skyldum við skíra þær eftir hvor annarri. Helga stóð við þetta og skírði sína elstu dóttur Nínu í höfuðið á mér, en ég sveik loforðið. Það var þó efnt síðar, þegar Kristín, dóttir mín, og Jón, tengdasonur minn, skírðu yngri dóttur sína Helgu í höfuðið á henni. Svona var Helga, hún stóð við það sem hún hafði sagt, jafnvel þótt það hefði verið sagt í barnaskap. Helga og Gísli eignuðust alls fjórar dætur, og allar eru þær ein- stakar konur sem hafa verið for- eldrum sínum til mikillar gleði. Þrjár þeirra hafa fetað í fótspor foreldra sinna og reka nú Elli- heimilið Grund af myndarskap og snyrtimennsku, í sama anda og foreldrar þeirra skópu. Helga var mikil hjálp Gísla við uppbyggingu og rekstur elliheimilanna. Hún var mjög vel virk og hafði næmt auga fyrir því sem betur mátti fara. Þau voru einnig mjög samhent í því að hjálpa þar sem þau vissu að hjálp- ar væri þörf. Gísli var líka vanur hjálpsemi á sínu bemskuheimili, þar sem foreldrar hans, þau Guð- rún Lárusdóttir og sr. Sigurbjöm A. Gíslason, vom mjög trúuð hjón og vissu að „trúin er dauð án verk- anna“ og lifðu eftir því. Helga var mjög gjafmild kona og hafði yndi af því að leyfa öðmm að njóta þess sem hún gat veitt. Þau vom ófá skiptin sem hún birtist í dyrunum hjá mér og okkur vinkonunum í saumaklúbbnum eins og storm- sveipur með fangið fullt af blóm- um, eða með kassa fullan af girni- legu grænmeti. Hún var mikil hannyrðakona og eiga margir fal- legar skreytingar sem hún útbjó fyrir hver jól, bæði til að selja á basar fyrir góð málefni og einnig til að gefa í allar áttir. Hún tók þátt í starfsemi kvenfélagsins Hr- ingsins í mörg ár og var kjörin heiðursfélagi þess. Hún hafði svo sannarlega unnið til hinnar ís- lensku fálkaorðu sem hún var sæmd fyrir störf að mannúðarmál- um. Við í saumaklúbbnum og fjöl- skyldur okkar eigum eftir að sakna hennar mikið, hún var ein- stök kona og hennar skarð verður ekki fyllt. Hún var ætíð kát og mikið líf í kringum hana. Það má segja að hún hafi látist í fullu fjöri. Dæturnar, fjölskyldan öll og stór vinahópur sér á eftir mikilli öðlingskonu. Kærar kveðjur eru sérstaklega frá saumaklúbbnum, sem þakkar henni allt gott, sem og frá dóttur minni og hennar fjöl- skyldu sem Helga sýndi ætíð mikla ræktarsemi. Með innilegri samúðarkveðju, Nína Þórðardóttir. Það var á haustdögum 1929 að 24 yngismeyjar settust í 1. bekk A í Kvennaskólanum í Reykjavík. Þar var glaður og samstilltur hóp- ur. Mikið brallað og mikið hlegið. Eftir útskrift skildu leiðir eins og gengur. Konur giftu sig og eignuð- ust börn og höfðu í nógu að snúast. Það voru nokkrar sem alltaf héldu hópinn og þar myndaðist ævilöng vinátta. Við höfðum þann sið að hittast á 5 ára fresti. I fyrstu var það á ýmsum stöðum svo sem í Skíðaskálanum í Hveradölum og í sumarbústað Sigurveigar Eiríks- dóttur og víðar. Frá og með 1976 var það algjörlega á vegum Helgu. Hún bauð til dýrindis veislu með þvílíkum höfðingsskap, annað- hvort á sínu fallega heimili í Reykjavík eða í Hveragerði. Einnig urðum við sem þetta ritum oft gestir á heimili hennar í Hvera- gerði. Þá var tekið í spil og margt sér til gamans gert. Hún gerði okkur ýmsa greiða sem aldrei verður fullþakkað. Nú viljum við fyrir okkar hönd og bekkjarsystra okkar þakka gestrisni og vináttu. Hennar verður sárt saknað. Við sendum dætrum hennar og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Helgu Björnsdóttur. Jóhanna (Adda) og Þuríður (Þura). Ef heilsan er góð vilja flestir fá að verða gamlir, en rætist sú ósk, verður maður að greiða þann háa toll að horfa á eftir ástvinum og góðum vinum yfir móðuna miklu, og svo er nú, þegar Helga vinkona mín um sex áratuga skeið kveður þennan heim eftir að hafa lær- brotnað, en í hvert sinn er maður verður fyrir slíkum áföllum er eins og einhver hluti af manni sjálfum deyi. En kannski var dauðinn bezta lausnin fyrir Helgu, því ég á bágt með að trúa að Helga hefði sætt sig við að verða að einhverju leyti hreyfihömluð, því hún var af- ar kvik á fæti og í hreyfingum öll- um, þótt alltaf væri hún á háum pinnahælum. Helga Björnsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 15. júlí 1914 og voru foreldrar hennar Guðrún Jónsdóttir og Björn Arnórsson stórkaupmaður. Þau systkinin voru fjögur og var Helga þeirra elzt, svo kom Valgerður og þá Þor- björg og Arnór, en þau tvö síðast- nefndu eru látin. Hún ólst upp á Reykjum við Sundlaugaveg, en þar höfðu foreldrar hennar reist sér veglegt hús á svæði, sem lítið sem ekkert var í byggð. En á þess- um unglingsárum kynntist Helga Nínu Þórðardóttur, sem bjó á Kleppi, en þar var faðir hennar yf- irlæknir. Þær urðu miklar og góð- ar vinkonur og entist sú vinátta þar til Helga dó. Dóttir Helgu og Gísla heitir Nína í höfuðið á Nínu vinkonu hennar og sýnir það gleggst, hvern hug Helga bar til Nínu. Helga var mjög fíngerð og fal- lega vaxin og hélt þessu vaxtarlagi ævina út, en ekki var samt líkams- æfingum til að dreifa á þeim bæ. Hún var afar heilsugóð alla ævina, en gerði samt ekkert til að við- halda heilsunni, vítamín og lýsi þekkti hún bara af afspurn. Helga lauk prófi frá Kvenna- skólanum í Reykjavík árið 1931 og vann síðan í nokkur ár á skrifstofu Steindórsprents, vann síðan sem heimavinnandi húsmóðir, auk þess sem hún t.d. leiðbeindi vistfólkinu á Grund í handavinnu og fóndri. Hún giftist Gísla Sigurbjörns- syni frá Ási hinn 7. ágúst 1935, en hann hafði tekið við forstjórastarfi HELGA BJÖRNSDÓTTIR elliheimilisins í október 1934. Fyrsta heimili þeirra var í kjallara elliheimilisins og var þar hvorki hátt til lofts né vítt til veggja, en samt var heimili þeirra ákaflega fallegt, en Helga átti létt með að fegra í kringum sig. Seinna óx þeim fiskur um hrygg og áttu fal- legt heimili, t.d. að Túngötu 20 og nú síðast að Litlu-Grund, auk þess sem þau reistu sér fallegt hús í Hveragerði, en ég tel ekki tekið of djúpt í árinni, þó að ég segi að vandfundin séu smekklegri og fal- legri heimili, enda Helga mjög list- ræn. Helga studdi mann sinn í starfi og kunni hann vel að meta, enda hjónaband þeirra einstaklega farsælt. Þau eignuðust fjórar in- dælar dætur, vel gefnar, ljúfar og trygglyndar. Fjölskyldan var óvenjulega samrýnd, og dæturnar vel upp aldar og foreldrum sínum til sóma. Þær heita Nína Kirstín, Sigrún, Guðrún Birna og Helga. Guðrún Bima tók við forstjóra- starfinu á Grand eftir lát foður síns og hefur henni farist það vel úr hendi. Nína Kirstín og Helga vinna líka innan þeirrar stofnunar, en Sigrún er listmálari auk þess sem hún er menntaskólakennari, en listhneigðina tel ég hana hafa erft frá móður sinni, en Helga var hagleikskona mikil og liggja eftir hana ógrynni af handavinnu og alls konar munum. Helga vann gott starf innan kvenfélagsins Hringsins og var hún þar heiðursfélagi. Einnig vann hún mikið starf innan félagsins Vinahjálpar. Hún var afar trygg- lynd, sem bezt kom í ljós ef erfíð- leika bar að höndum og fékk ég að reyna það. Ég átti í dálitlum erfið- leikum um skeið, en Helga lét sér mjög annt um mig og í fleiri vikur kom hún í lok vinnutímans á föstu- dögum og sótti mig á vinnustað og fór með mig rakleitt til Hveragerð- is þar sem ég svo dvaldi í bezta yf- irlæti yfir helgina. Þetta sýnir trygglyndi hennar og umhyggju, en engar skyldur hafði hún gagn- vart mér. Aldrei heyrði ég Helgu hall- mæla nokkrum manni og ekkert var fjær henni en að hlusta á þvað- ur um fólk, en ef málefni sem henni vora hugleikin bar á góma var hún ekki myrk í máli og sagði þá sína meiningu afdráttarlaust. Hún kvaddi þennan heim á sunnu- degi í glampandi sólskini og er vafalaust vel fagnað af ástvinum sem á undan voru farnir. Ég þakka henni samfylgdina. Dætram hennar og fjölskyldum þeirra sendi ég samúðarkveðjur. Kristjana. Við fráfall frú Helgu Björns- dóttur, ekkju Gísla Sigurbjörns- sonar forstjóra, sem lést árið 1994, hafa fullnast þáttaskil hjá þeirri stofnun, sem hún frá æsku til ævi- loka tengdist náið og þar sem hún átti sitt eigið heimili um áratugi, þ.e. Elli- og hjúkranarheimilinu Grand. Frú Helga studdi eiginmann sinn í ábyrgðar- og umsvifastarfi og var öllum hnútum kunnug í lífs- starfi hans. Hún setti svip á Grundarheimilið, átti kynni við ótalinn fjölda fólks, sem leitaði þar skjóls og vera, sem og starfsfólks- ins um árin. Og þegar forstjórinn var fjarverandi og stundum lang- tímum saman í erindisrekstri kom það gjarnan í hlut eiginkonu að vera í íyrirsvari, sinna nauðsyn- legri afgreiðslu og leysa úr ýmsum málum. Var svo fyrr á áram, ef brýnn vandi kom upp eða leita þurfti úrræða í samskiptum fólks, þá var gjarnan viðkvæðið og haft að orðtaki: „Bara spyrja frú Helgu.“ Ekki skal ógetið að hún var töframanneskja í höndum og skreytti Grand, ganga, stofur og vistrými með list sinni á öllum há- tíðum á aðdáunarverðan máta. Frú Helga gekk um Grandir, hress, ákveðin og glöggsýn og ineð djúp- an velvilja til allrar framvindu og verkefna er til heilla horfðu heimil-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.