Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 37- UMRÆÐAN sterkari böndum meðan á náms- tímanum stendur. Á stofnfundinum fór fram skráning stofnfélaga. Settar voru upp nokkrar tölvur þar sem fund- argestir gátu skráð sig og nem- endur skólans aðstoðuðu við skráninguna. Hún tókst með ágæt- um og að loknum fundinum var fé- lagatal tilbúið. I lok fundarins flutti Haraldur Sumarliðason, for- maður Samtaka iðnaðarins, ávarp og að loknum stofnfundinum fór fram móttaka þar sem nemendur skólans báru fram veitingar. Gunnar Gunnarsson, organisti í Laugarneskirkju, og Jón Rafnsson bassaleikari spiluðu hugljúfa tón- list á meðan fundargestir spjölluðu saman. Það mun verða eitt af markmið- um félagsins að vekja áhuga ein- stakhnga og fyrirtækja á starfi skólans. Metnaðarfullt innra starf hefur farið fram innan skólans síð- astliðna mánuði. Afrakstur þess er m.a. ný stefnuskrá skólans sem mun verða leiðarvísir inn í nýja öld. Þar er lögð áhersla á að náms- framboð verði í takt við kröfur og þarfir atvinnulífsins. I framhaldi af því hefur verið sett á laggirnar ný námsbraut í tæknifræði en það er upplýsingatæknifræði. Vaxtar- broddur þess upplýsingasamfélags sem við lifum nú í er upplýsinga- tækni og þeir sem búa yfir slíkri þekkingu eru nú þegar eftirsóttur starfskraftur og fyrirsjáanlegt að eftirspurn eftir menntuðu fólki á þessu sviði muni stóraukast í framtíðinni. Tækniskóli skipar mikilvægan sess í íslensku menntakerfi og mun sem fyrr leggja áherslu á samstarf við íslenskt atvinnulíf. Þeir nemendur sem útskrifast frá Tækniskólanum bera orðstír skól- ans áfram og eru þeir eftirsóttir í íslensku atvinnulífi. Með stofnun hollvinafélags verður reynt á markvissan hátt að halda tengsl- um við fyrri nemendur og aðra vel- unnara skólans, efla þá í starfi og miðla upplýsingum um þá til sam- félagsins. Höfundur er kynningarstjóri ojr námsráðgjafi við Tækniskóla íslands. Fréttatími Sjdn- varps úr takt við þjdðlífíð ÞAÐ varð mikil breyting í landinu þeg- ar sjónvarpið var orðið almenningseign. Fréttir sem fólk heyrði í útvarpi og las í blöðum urðu allt í einu ljóslifandi og þeim fylgdu myndir frá stund og stað sem gerðu hlutina eftir- minnilega og áhrifa- mikla. Fréttatíminn varð eftirsóknarverður og að vinnudegi loknum varð það kærkomin stund að setjast niður og fylgjast með þjóð- lífinu og atburðum úti í heimi um leið og þeir voru að gerast. Þrátt fyrir fjölmiðlabyltinguna í landinu er kvöldfréttatími Sjón- varpsins eftirsóknaiverðara efni en annað sjónvarpsefni þar sem um vandaðar fréttir er að ræða. Lifandi fréttir að vinnudegi lokn- um hefur jafnan verið eitthvað til þess að hlakka til. Nú er öldin önnur og hefur tímasetningu fréttanna verið breytt mjög til hins verra. Kvöldfréttatími sem byrjar kl. 19 nær nú til mun færri áhorfenda en áður og sá möguleiki að horfa á fréttirnar hefur verið tekinn af fólki í hinum ýmsu starfsgreinum. Um margar stéttir er að ræða t.d. iðnaðarmenn, verkafólk, versl- unarfólk og ekki síst bændafólk. Á það einkum við um kúabænd- ur sem fæstir geta komið þvi svo fyrir að sjá kvöldfréttir þar sem þær skarast á við mjaltatíma. I sveitum landsins er það jafnan svo að dagblöðin berast seinna en í þéttbýlinu og því hafa sjónvarps- fréttir verið bænda- fólki mikilvægt efni að horfa á. Þá má ekki gleyma öllu því fjölmarga fólki sem að vinnu- degi loknum þarf að sinna börnum og heimilishaldi og hefur ekki tóm til þess að horfa á fréttir fyrr en kl. 8. Þess ber að geta að fólk er skyldugt að greiða afnotagjöld af Sjónvarpinu og því eru það mikil von- brigði margra að geta ekki lengur horft á þetta efni, sérstaklega þeirra sem horfa ekki á margt annað. Sjónvarpsfréttir Sá möguleiki að horfa á fréttirnar, segir Atli Vigfússon, hefur verið tekinn af fólki í hinum ýmsu starfsgreinum. Það gegnir furðu að þeir sem þarna ráða ferðinni skuli ekki vera betur í takt við þjóðlífið en raun ber vitni og súrt er í broti að ein- ungis sé miðað við fólk sem hættir vinnu snemma dags. Breytingar þurfa ekki alltaf að vera slæmar, en í þessu tilfelli hafa menn gert mistök sem einungis verða bætt með því að breyta fréttatíma Sjónvarps í fyrra horf. Höfundur stundar landbúnað. Atli Vigfússon hlutverkum skipt frá því venju- lega: nú er það „Landsbyggðin“ sem laðar til sín listamenn frá höfuðstaðnum, og þó það sé að- eins tímabundið getur það haft margvísleg áhrif. Fyrir Austfirð- inga er það auðvitað mikilvægast, að þeir hafa sýnt hvers þeir eru megnugir á menningarsviðinu og engir eftirbátar annarra. Vissu- lega hafa þeir sýnt það og sannað áður, og má t.d. nefna sýningu Leikfélags Héraðs á söngleiknum „My fair lady“ sl. vetur, og hina árlegu djasshátíð á Egilsstöðum, sem Árni Isleifsson hefur staðið fyrir. Það er nú loks orðið al- mennt viðurkennt, að hvers konar menningarstarfsemi er mikilvæg- ur þáttur í því að viðhalda jafn- vægi í byggð landsins, bæði á huglæga sviðinu og því verklega, því að menning er líka atvinnu- skapandi, t.d. í sambandi við ferðaþjónustu. Eiðar sem menningarsetur Eiðar hafa nú sannað gildi sitt sem menningarsetur, svo ekki verður um villst. Forstöðumenn Óperustúdíósins hafa látið í ljós þá von, að sýning Töfraflautunnar geti orðið upphaf að árlegum óp- eruflutningi eða samsvarandi tón- listamðburðum á staðnum. Þó að hátíðarsalur Eiðaskóla hafi reynst hæfa þessu -nýja hlutverki furðu vel, er samt Ijóst að hann er of lít- ill, og þarf að leita leiða til að stækka hann. Ymis önnur listastarfsemi og handverk ætti að geta rúmast í húsakynnum Eiðaskóla. Rætt hef- ur verið um að koma þar upp kennslu í listrænni handiðn og hönnun, og mun það vera í undir- búningi. Hátíðarsalur og skólastof- ur ættu að geta notast til myndlist- arsýninga þegar þær eru ekki í annarri notkun. Þá er skólinn til- valið aðsetur fyrir hvers konar námskeiðshald, fundi og ráðstefn- ur. Akademía eða háskóli Tillaga hefur komið fram um að gera Eiðaskóla að Háskólamiðstöð Austurlands, og að koma þar upp háskólakennslu, sem í fyrstu yrði líklega tengd Fræðsluneti Austur- lands og fjarkennslu frá Háskólan- um á Akureyri, sem komið var á fót sl. haust, en myndi síðan þróast í sjálfstæðan skóla, sem gæti orðið mikil lyftistöng fyrir mannlíf á Austurlandi. Tveir þingmenn Austurlands, þeir Hjörleifur Gutt- ormsson og Jón Kristjánsson, fluttu þingsályktun þessa efnis á Alþingi sl. vetur. Það er hins vegar ekki nóg að miðla þekkingu, heldur þarf líka að afla hennar, einkum hvað varð- ar Austurland, náttúru þess, sögu og þjóðlíf. Það hlýtur að vera metnaðarmál okkar, að afla hald- bærrar vitneskju á þessum svið- um, og líka er það mikilvægt efna- hagslega og atvinnulega. Eins og stendur er aðeins eitt stöðugildi í náttúrurannsóknum á Austur- landi, þ.e. á Náttúrustofunni í Neskaupstað, en á öðrum sviðum er engin rannsóknastaða í fjórð- ungnum. Ofáir Austfirðingar fást við ýmiss konar grúsk í tómstundum, en hafa hvergi neina boðlega að- stöðu til að sinna því, og ekkert alhliða fræðibókasafn er til í fjórðungnum. Það minnsta sem ríki eða sveitarfélög gætu gert fyrir þessa menn, sem oft leggja fram mikla ólaunaða vinnu í þágu þjóðfélagsins, væri að útvega þeim þokkalegt húsnæði, þar sem þeir gætu unnið og geymt gögn sín og gripi. „Reykjavíkurakademían“ svo- kallaða, sem er lausleg samtök sjálfstætt starfandi fræðimanna, stofnuð fyrir fáum árum, gæti ver- ið fyrirmynd á þessu sviði. Síðast- liðið haust fékk hún til afnota all- gott húsnæði í eigu ríkisins, við Hringbraut í Reykjavík, sem leigt er fræði- og vísindamönnum á lág- marksverði, og hafa fjölmargir notað sér það. Þarna er sameigin- leg skrifstofuþjónusta, og vísir að handbókasafni. Má vel hugsa sér að boðið yrði upp á svipaða að- stöðu í einhverju skólahúsi á Eið- um, og þá jafnframt möguleika á ódýrri gistingu fyrir aðkomna fræðimenn. Hlutverk hins hefðbundna há- skóla er ekki síður að afla þekking- ar en að miðla henni, en það vill stundum gleymast í ákafa manna við að stofna nýja háskóla. Háskóli án rannsókna stendur ekki undir nafni. Þetta vissu Færeyingar er þeir stofnuðu sitt Fróðskaparsetur um 1970, en það var í áratugi að- eins rannsóknastofnun áður en kennsla hófst þar á háskólastigi. Eiðavinir - Eiðamót Samtök Eiðavina voru stofnuð á Eiðum fyrir rúmu ári síðan. Hlut- verk þeirra er að „stuðla að endur- reisn Eiðastaðar i þágu menningar og athafnalífs á Austurlandi". For- maður er Vilhjálmur Einarsson, fv. skólameistari. Höfundur er líffræðingur og býr á Egilsstöðum Viðbótarlaun fyr- ir viðbótarvinnu UM ÞAÐ bil 330 kennarar í Reykjavík hafa, þegar þetta er skrifað, sagt upp störf- um frá og með næsta hausti. Og hvers vegna hafa þeir gert það? kann einhver að spyrja. Svarið er ein- falt. Þeir vilja fá greitt fyrir vinnu sem er um- fram þær vinnulýsing- ar sem núverandi kjarasamningur bygg- ir á. Allflest sveitarfé- lög á landinu viður- kenna þetta og hafa Lilja M. gert sérsamninga við Jónsdóttir kennara sína til að koma til móts við þessa viðbótar- vinnu. Svona einfalt er þetta: Við- bótarlaun íyrir viðbótarvinnu. Þetta er ekkert einsdæmi. Allir at- vinnurekendur vita að þegar störf- in breytast og krefjast aukinnar vinnu verða þeir að greiða fyrir hana. Þá þarf að gera (sér)samn- inga við starfsmenn sem taka mið af breyttum aðstæðum. Það hvarfl- ar ekki einu sinni að atvinnurek- endum að starfsmenn þeirra bregðist við breytingunum án þess að greiðsla komi fyrir. Kennsla og skólastarf er þess eðlis að breyt- ingarnar eru ekki alltaf ljósar. Þær gerast smátt og smátt og koma nánast aftan að kennurum. Oft reyna menn að leysa málin um leið og þau koma upp og leiða þá ekki hugann að því að við eru að bætast störf án þess að nokkur umræða um það hafi farið fram, hvað þá að laun hafi komið þar á móti. Við verðum jú að hugsa um börnin sem eru í umsjá okkar, vinna í málun- um svo nám geti farið fram. Uppsagnir kennara í Reykjavík snúast einfaldlega um það að þeir vilja fá greitt fyrir vinnu sem þeir hafa nú þegar unnið, á skólaárinu sem er að líða, og er hvergi að finna í vinnulýsingum sem núver- andi kjarasamningur þeirra er byggður á. Kennarar í Reykjavík vilja fá það sama og kennarar ann- ars staðar á landinu hafa fengið. Um leið eru þeir að segja að það sé orðið tímabært að ræða breytingar á þessari vinnulýsingu, þar á meðal útreikningi vinnutímans og ganga síðan út frá því í NÆSTU kjara- samningum. Sú umræða verður að fara fram meðal kennara úti í skól- unum og í þeim nefndum og ráðum kennarafélaganna sem eru kosnar til að fara með mál af þessu tagi. Sú umræða leysir ekki núverandi deilu kennara í Reykjavík og stjómenda borgai’innar. Hún snýst um að fá greitt fýrir vinnu sem þegar hefur verið unnin. Borgarstjóri ætlar nú að leysa þetta mál með því að afhenda skólastjóram í Reykjavík ákveðna peningaupphæð sem þeir eiga síð- an að deila út til kennara sinna. Sú upphæð er um það bil helmingur af því sem kennarar í Reykjavík fara fram á. Skólastjórar hafa aldrei verið launagreiðendur og þetta er ekki rétti tíminn til að gera þá að slíkum. Eftir hverju eiga þeir að fara í þessu sambandi? Jú, gefin var út viðmiðun sem fara skyldi eftir. Við skulum líta nánar á hana: 1) Innleiða nýja starfshætti, m.a. huga að breytingum á vinnutíma- kerfi kennara og starfstíma skóla. 2) Efla samvinnu kennara. 3) Efla foreldrasamstarf. 4) Efla sjálfstæð vinnubrögð nem- enda. Gert er ráð fyrir að þessi viðbót- arfjárveiting skiptist á milli grunn- skólanna eftir fjölda stöðugilda kennara og skólastjómenda í hverjum skóla. Allir hljóta að geta séð að skóla- stjóram er nokkur vandi á hönd- um. í fyrsta lagi: Er það virkilega vilji stjómenda borgarinnar að greiða kennuram í Reykjavík sérstaklega fyrir að undirbúa næstu kjarasamninga? í öðra lagi: Aukin samvinna kennara er orðin staðreynd sem kennarar í Reykjavík vilja fá viðurkennda með fyrrgreindum kröfum sínum eins og kennarar víðast ann-J ars staðar hafa nú þegar fengið. I þriðja lagi: Breyttir samfé- lagshættir undanfar- inn áratug hafa kallað á eflingu foreldrasam- starfsins. Kennarar vilja einnig fá það viðurkennt með fyrrgreindum kröfum sínum eins og kennarai- víðast annars staðar hafa nú þegar fengið. í fjórða lagi: Kennarar Uppsagnir kennara í Reykjavík snúast ein- í faldlega um það, segir Lilja M. Jónsddttir, að þeir vilja fá greitt fyrir vinnu sem þeir hafa nú þegar unnið. Að kenna nemendum sjálfstæð vinnubrögð hefur verið hluti af kröfum sem aðalnámskrár undan- farin 25 ár gera til kennara. Á nú‘ að fara að borga kennuram sér- staklega fyrir eitthvað sem er sjálf- sagður hluti af starfi þeirra? Af þessu má sjá að stjórnendur borgarinnar hafa ekki unnið heimavinnuna sína þegar þeir settu saman „lausn“ á þessari sjálfsögðu kröfu kennara í Reykja- vík. Aukin samvinna kennara, efl- ing foreldrasamstarfsins, aukið samstarf við alls konar meðferðar- aðila, íjölskrúðugri nemendahópur sem kennarar verða að koma til móts við í undirbúningi kennslunn- ar, auknar kröfur um fjölbreyttari námsgögn (sem kennarar verða að útbúa sjálfir vegna þess að ekkii hefur verið komið til móts við þær af hálfu þeirra sem veita fjármagn til útgáfu námsefnis fyrir grunn- skólana), - svo eingöngu fátt eitt sé nefnt, er viðbótarvinnan sem kennarar vilja fá viðbótargreiðslu fyrir. Almenningur segir að kennarar, eins og aðrir launþegar, eigi að sætta sig við gildandi kjarasamn- ing og bíða með kröfugerðina þar til kemur að henni í samningavið- ræðunum fyrir næstu kjarasamn- inga. Almenningur hefur nokkuð til síns máls; kennarar ættu auðvitað að gera það EF ekki hefði komið til þetta misræmi milli vinnulýsingar og gildandi kjarasamnings sem’ fjallað hefur verið um hér að ofan. Það má því segja að það sé sann- girniskrafa af hálfu kennara að þiðja almenning um að líta í eigin barm og athuga hvort ekki hafi komið til viðbótargreiðsla fyrir við- bótarvinnu á þeirra vinnustað. Borgaryfírvöld geta leyst þennan hnút ef þau vilja. En þá verða þau að gæta þess að blanda ekki saman því að fá greitt fyrir vinnu sem þegar hefur verið unnin, og löngu tímabærri umræðu um breytingar á vinnutímakerfi kennara o&i starfstíma skóla. Höfundur er kennari. Heldur þú að B-vítamín sé rióg ? NATEN - er nóg I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.