Morgunblaðið - 30.06.1999, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 30.06.1999, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 FRÉTTIR Þrír bygg- ingarkran- ar afhentir FYRIRTÆKIÐ Merkúr hf. hef- ur undanfarið afhent þrjá Lieb- herr-byggingarkrana og segir í fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu að það séu fyrstu nýju byggingakranarnir sem fluttir hafa verið til landsins frá 1991. Merkúr hefur verið með umboð fyrir Liebherr-krana frá haustinu 1998. Kaupendur krananna þriggja eru Feðgar ehf. í Hafnarfírði, SJS verktak- ar á Akureyri og Tréverk á Dalvík. ÞRÖSTUR Lýðsson (t.v.), framkvæmdastjóri Merkúrs, afhendir eig- endum SJS á Akureyri, Sigurgeiri Arngrímssyni, Sigurði Björgvini Björnssyni og Jóni Trausta Björnssyni, nýja byggingarkranann. Námskeið í skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fímmtudag- inn 1. júlí kl. 19. Kennsludagar verða 1., 5. og 6. júlí kl. 19-23. Nám- skeiðið telst vera 16 kennslustundir og verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Þeir sem hafa áhuga á að komast á þetta námskeið geta skráð sig hjá Reykjavíkurdeild RKÍ. Meðal þess sem verður kennt á námskeiðinu er blástursaðferðin, endurlífgun með hjai-tahnoði, hjálp við bruna, beinbrotum og blæðingu úr sárum. Einnig verður fjallað um helstu heimaslys, þ.m.t. slys á börn- um, og forvarnir almennt. Að nám- skeiðinu loknu fá nemendur skír- teini sem hægt er að fá metið í ýms- um skólum. Önnur námskeið sem haldin eru hjá Reykjavíkurdeild eru um sál- ræna skyndihjálp, slys á börnum, námskeið fyrir bamfóstrur og það hvernig á að taka á móti þyrlu á slysstað. Reykjavíkurdeild RKÍ út- vegar leiðbeinendur til að halda of- angreind námskeið fyrir þá sem þess óska. Gengið eftir strönd Kjalarness HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, eftir strönd Kjalarness frá Hofsvík í Borgarvík. Farið veður með rútu frá Hafnar- húsinu kl. 20. Hægt verður að kom- ast í rútuna við gömlu Rafstöðina við Elliðaárvog kl. 20.15 og við bensínstöðina við hringtorgið í Mos- fellsbæ kl. 20.30. Gangan sjálf hefst við Kléberg kl. 20.45. Gengið verður út með strönd Hofsvíkur, Nesvíkur og Gullkistu- víkur út í Borgvík. Á leiðinni verður farið um fjölbreytilegt fjörulandslag sem náttúran sjálf hefur mótað gegnum aldirnar og útsýnis til lands og sjávai- notið af Brautarholts- borginni. í bakaleiðinni stansar rút- an við Kléberg, hringtorgið, Raf- stöðina og ferðinni lýkur við Hafn- arhúsið. Allir eru velkomnir. Almenn kynning á Taílandi í TILEFNI þess að Heimsklúbbur Ingólfs hefur náð nýju, mjög hag- stæðu fargjaldi til Taílands og ann- arra Asíulanda með hinu þekkta flugvélagi Thai Airways frá 1. júlí, efnir hann til almennrar kynningar á Taflandi og ferðum þangað með nýju, auðvelclara sniði en áður. Kynningin fer fram í A-sal Hótels Sögu kl. 21 hinn 1. júlí, strax að lokn- um vinafundi með Miss Nui, sem einnig verður gestur kynningarinn- ar, en hún er fulltrúi Heimsklúbbs- ins í Taflandi. Á kynningunni verður tilhögun Taflandsferða lýst í máli og myndum og nýir kostir í ferðavali kynntir, segir í fréttatilkynningu. Stuttmyndahátíð Hafnarfjarðarborgar STUTTMYNDAHÁTÍÐ Hafnar- fjarðarborgar verður sett við hátíð- lega athöfn föstudaginn 9. júlí n.k. klukkan 19. Hátíðin verður haldin í Bæjarbíói í Hafnarfjarðarbæ. íslandsbanki veitir 100.000 krón- ur í verðlaun fyrir bestu myndina en aðeins 15 myndir verða valdar til sýningar á sjálfri hátíðinni. Öllum er heimil þátttaka og rennur um- sóknarfrestur út mánudaginn 5. júlí n.k. Allir þeir sem hafa einhvem tíma gert stuttmynd em hvattir til þess að taka þátt. Umsóknareyðu- blöð liggja frammi í Firðinum, verslanamiðstöð, Fjarðargötu 13-15. Skógarborg 30 ára LEIKSKÓLINN Skógarborg tók til starfa 7. júlí 1969 og er fyrsti leikskólinn sem rekinn er á vegum Borgarspítalans, sem nú er Sjúkra- hús Reykjavíkur. Nafnið er dregið af miklum trjágróðri sem umlykur leikskólann, að því er segir í frétta- tilkynningu. Húsið var upphaflega byggt sem sumarbústaður og ber enn merki upprunans. Síðar varð þetta heilsárshús og að lokum leik- skóli. I Skógarborg em þrjár deildir fyrir 32 böm á aldrinum eins til sex ára. Uppeldisstarfíð er byggt á að- alnámskrá leikskóla og þær uppeld- iskenningar sem hæst ber í starfi leikskólans em: vitþroskakenning Jean Piaget, kenning Eriks H. Erikssons um þróun sjálfsins og kenning Johns Deweys um reynsl- una. Sameiginlegt með þessum kenningum er að megináhersla er lögð á virkni barnsins, segir í frétta- tilkynningunni. Skógarborg hefur fengið styrk frá menntamálaráðuneytinu vegna þróunarstarfs um samskipti og samstarf starfsfólks. Einnig hefur Félag íslenskra leikskólakennara, Sjúkrahús Reykjavíkur og Starfs- mannafélagið Sókn styrkt starfsfólk til námsferðar erlendis. Leikskólinn hefur ávallt haft á að skipa frábæru starfsfólki og starfsandi þess vegna verið sérlega góður og litlar mannabreytingar orðið þá þrjá áratugi sem skólinn hefur starfað. Samvinna og sam- starf við foreldra og starfsfólk Sjúkrahússins hefur líka alltaf verið eins og best verður á kosið og aldrei borið þar skugga á. Þau tímamót verða nú að Leikskólar Reykjavíkur taka við rekstrinum á Skógarborg 1. september. Vegna 30 ára afmælis Skógar- borgar verður þar boð fyrir núver- andi og fyrrverandi foreldra, börn og starfsfólk á morgun, fimmtudag- inn 1. júlí, klukkan 15-17. flísar Stórliöfða 17, við CiullSnbrú, s. 567 484-í. www.flisC" llis.is • nctfang: llisÞ'itn.is Sandalar í urvali Tegund:8265 Litir: Brúnir, svartir og bláir Stærðir: 36-42 Verð kr. 3.995 Tegund:8277 Litir: Svartir Stærðir: 36-41 Verð kr. 4.995 : Tegund: 80 Litir: Svartir og bláir Stærðir: 36-41 Verð kr. 4.995 Litir: Svartir, brúnir og bláir Stærðir: 36-42 Verð kr. 4.995 Tegund: Mary B. Litir: Bláir og svartir Stærðir: 37-41 Verð kr. 4.995 : STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN DOMUS MEDICA við Snomibraut. ReykjavíV Simi 551 8519 KRINGLAN Kríngkjnni 8—12 • Reykjavik Sími 5689212 PÓSTSEMDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Sumartilboð Jakkar á kr. 3.000, buxur á kr. 1.900, pils á kr. 1.900 á meðan birgðir endast. Mikið úrval af bolum og blússum frá kr. 990. Sandalar úr leðri > 4 QJ JALFSBJÖRG Landssamband fatlaðra STOFNAB A . JÚNÍ 1S5S ÁRA AFMÆLIBHAPPDRÆTTI Vinningar í 40 ára afmælishappdrætti Sjálfsbjargar* Útdráttur 24. júní 1999 Nissan Terrano II árg. 1999 sjálfsk. kr. 2.924.00 79545 Ford Focus High Series árg. 1999 kr. 1.719.000 1773 46361 Ferðavinningur með Úrval/Útsýn kr. 140.000 1844 18573 42297 60142 77267 93376 103703 115677 3927 22547 52145 60779 81047 95150 107773 118339 9866 26664 52688 61165 86389 99016 109798 120729 13781 28739 55014 62211 89145 102339 110089 123355 14311 30290 55538 66141 91022 102357 115367 125569 Úttekt í Kringlunni kr. 40.000 858 15385 25224 37312 48709 62685 77952 93004105143 115005 210515455 25346 37455 50404 63373 78134 95233 105843 115570 5136 15512 27453 37710 50892 63386 79043 95861 106475 116249 5268 16501 27551 39390 51215 64015 79565 95904 106708 117021 5400 17077 27843 39433 53111 66097 80395 95912 108283 117115 5797 17267 30848 39696 54436 67740 81438 95924108393 118475 6172 17397 31335 41030 54531 70207 81455 96621 108810 119352 6970 18178 32550 41467 54747 70478 83954 97306109309 120041 7964 18795 32666 42793 57294 70872 85830 98927 109774 120109 8628 19228 32953 42865 57887 71121 86551 99320 110732 121189 9289 20529 33326 42898 58058 73718 87515 99475110867 124571 11234 21613 33432 43108 58324 74204 88020 99643 111056 124897 12523 21982 33439 43271 59196 74799 88864 101203 111703 124998 13350 22945 33747 44588 59212 75276 88984101209 112056 125510 13797 23377 35176 44635 59240 75326 89639 101763 112561 125518 13946 24132 35252 45774 59842 75818 90426 103460 112798 125865 14143 24377 36128 46033 60213 75902 90780 104385 113098 127226 14926 25046 36770 47092 61743 76318 92523 105097 113578 *Birt með fyrirvara um innsláttarvillur Þökkum veittan stuðning Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátúni 12, Reykjavík, sími 552-9133
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.