Morgunblaðið - 30.06.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.06.1999, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Niðurstaða ríkissaksóknara að ekki verður gefin út ákæra í máli eignarleigufyrirtækisins Lindar Sama niðurstaða og hjá bankaráði RÍKISSAKSÓKNARI hefur í framhaldi af lögreglurannsókn á starfsemi eignarleiguiyrirtækisins Lindar komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu fyrir hendi forsendur til að gefa út ákæru á hendur stjómendum fyrirtækisins. Kjart- an Gunnarsson, varaformaður bankaráðs Landsbankans, segir þessa niðurstöðu í samræmi við það sem hann hafí átt von á og í samræmi við þá niðurstöðu sem bankaráð Landsbankans komst að á árinu 1996. Bankaráð Landsbankans óskaði eftir því í lok maí í fyrra að fram færi rannsókn á því hvort stjóm- endur Lindar hefðu með athöfnum sínum við stjórnun fyrirtækisins, eftir að Landsbanki Islands eign- aðist meirihluta í íyrirtækinu í lok ársins 1990, framið eða tekið þátt í refsiverðri háttsemi. Ríkislögreglustjóri lauk rann- sókn sinni 5. maí sl. og hefur ríkis- saksóknari haft málið til skoðunar síðan. Hann ritaði málsaðilum bréf í gær þar sem hann lýsir niður- stöðu sinni, en þar segir: „Af hálfu ríkissaksóknara hefur verið gengið úr skugga um að framangreindri lögreglurannsókn sé lokið og jafn- framt hefur verið athugað, hvort rannsóknin geti leitt til saksóknar eða ekki. Þykir það, sem kom fram við lögreglurannsóknina um ætluð brot þeirra manna, sem nefndir em hér að ofan og höfðu réttar- stöðu sakborninga við rannsóknina [þ.e. framkvæmdastjóra Lindar og þriggja bankastjóra Landsbank- ans], ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis, sbr. 112. gr. laga nr. 19, 1991, um meðferð opinberra mála, og verður því við svo búið látið standa. Er máli þessu þannig lokið af hálfu ákæruvaldsins, og hefur þeim sem rannsókn beindist gegn venð tilkynnt um málalok." í 112. gr. laganna sem vísað er til segir að þegar ríkissaksóknari hafí fengið gögn máls í hendur gangi hann úr skugga um að rann- sókn sé lokið og meti síðan hvort málsgögn dugi til sakfellis. Ef ekki láti hann við svo búið standa. Bankaráðið afgreiddi málið 1996 Formaður og varaformaður bankaráðs Landsbankans og bankastjóri bankans fóm yfir nið- urstöðu ríkissaksóknara á fundi í gær. Helgi S. Guðmundsson, for- maður stjórnarinnar, sagði að það væri léttir fyrir bankann að þessu máli væri lokið. Málið yrði rætt á næsta bankastjórnarfundi, en að öðm leyti væri því lokið af hálfu bankans. Kjartan Gunnarsson sagði að í ársbyrjun 1996 hefði bankaráðið fjallað um skýrslu sem endurskoð- andi Lindar og fyrrverandi stjóm- arformaður fyrirtækisins gerðu. A grundvelli skýrslunnar óskaði bankaráðið eftir að Ríkisendur- skoðun skoðaði tiltekna þætti í rekstri Lindar. Eftir að hafa fjall- að um skýrslu Ríkisendurskoðun- ar svaraði bankaráðið athuga- semdum stofnunarinnar og jafn- framt gerði það viðskiptaráðherra grein fyrir skýrslu Ríkisendur- skoðunar. „í framhaldi af því tók banka- ráðið þá ákvörðun að það væri ástæðulaust að efna tÖ frekari rannsóknar á þessu máli. Það lægi allt ljóst fyrir hvað gerst hefði í fyrirtækinu. Þó að fyrirtækinu hefði gengið mjög illa og stjómun þess verið mjög ábótavant væri ekkert í málsgögnum sem benti til þess að um refsiverða háttsemi hefði verið að ræða. Ríkisendur- skoðun skrifaði bankaráðinu bréf og tók undir þessi sjónarmið og lýsti því yfír að hún myndi ekki að- hafast frekar.“ Kjartan sagði að ástæðan fyrir því að bankaráð Landsbankans hefði í maí 1998 ákveðið að óska eftir rannsókn á málinu hefði verið sú að mjög harðar umræður hefðu farið fram um þetta mál á Alþingi. Menn hefðu vefengt þá niðurstöðu sem bankaráðið komst að árið 1996 og því hefði ekki verið um annað að ræða en að láta fara fram óháða rannsókn á málinu. Fyrirtækinu illa stjórnað „Niðurstaðan sem nú er fengin er í fullkomnu samræmi við þær ákvarðanir sem við tókum 1996. Niðurstaðan er sú að það hafi ekki verið um neitt refsivert athæfi að ræða. Ég vek athygli á að því er ekki borið við að þetta sé fyrnt heldur segir einfaldlega að ekki hafi verið tilefni til ákæru. Ég fagna þessu mjög og það er einnig fagnaðarefni fyrir þá einstaklinga sem eiga í hlut. Það liggur fyrir hvaða árangri fyrirtækið skilaði. A því er auðvitað óskaplega mikill munur hvort fyrirtæki gengur illa og verður gjaldþrota vegna raða af mistökum og raða af óhöppum eða hvort menn hafa gerst sekir um hegningarlagabrot eða brotið af sér í opinberu starfí, eins og hefði getað verið um að ræða,“ sagði Kjartan. Var ekki tilefni til rannsóknar Halldór Guðbjarnason, fyrrver- andi stjórnarformaður Lindar, sagði að þessi niðurstaða væri fyllilega í samræmi við það sem hann átti von á. Hann sagði að það hefði alla tíð legið fyrir að ekkert refsivert hefði átt sér stað í þessu máli. Rannsókn hefði hins vegar hafíst á því vegna pólitískra deilna. Varaformaður bankaráðs Lands- bankans hefði raunar vísað til þessara pólitísku deilna þegar hann rökstuddi ákvörðun banka- ráðs á blaðamannafundi í maí 1998 um að óska eftir rannsókn á því. „Það kom jafnframt fram hjá Kjartani að hann átti ekki von á að það kæmi neitt út úr þessari rann- sókn. Maður spyr sig þá hvort það sé nóg að efnt sé til pólitískra deilna um tiltekið mál til þess að því sé vísað til ríkissaksóknara. Ég tel að það hafi aldrei verið tilefni til að óska eftir þessari rannsókn enda hafa efnisatriðin aldrei verið aðalatriði í þessu máli,“ sagði Hall- dór. Eignarleigufyrirtækið Lind var stofnað 1987 og voru stærstu eig- endur þess Samband íslenskra samvinnufélaga og franski bank- inn Banque Indosuisse. Lands- bankinn eignaðist félagið í árslok 1990. Þegar fyrirtækið hætti starf- semi árið 1994 eftir að hafa komist í þrot hafði það tapað 700-800 milljónum króna. Morgunblaðið/Þorkell sarsoí0 1 Frábær útivistarferð til San Feliciano viö Trasimeno-vatn í hjarta Ítalíu 28. égúst til 4. september Samvinnuferðir Landsýn Á veröi fyrir þigl Fyrsta upp- skipun við nýjan hafn- arbakka SKIP lagðist í fyrsta skipti í gær að nýjum hafnarkanti í Hafnar- fjarðarhöfn með farm til upp- skipunar. Þetta var norska skipið Reksnes sem hingað kom með 6.000 tonn af graníti sem Hlað- bær-Colas ætlar að nota í malbik- unarframkvæmdir. Nýi hafnarkanturinn er 200 metra langt viðlegurými og er hluti af stórfelldri stækkun á Hafnaríjarðarhöfn sem staðið hefur yfir frá því í fyrravor. Með tilkomu þessa nýja hafnarbakka færast grófir og mengandi flutn- ingar framar í höfnina og verða aðskildir frá fiskflutningum við eldri höfnina á Óseyri. Bréf ríkissaksoknara vegna Lindar Málinu lokið af hálfu ákæruvalds BOGI Nilsson ríkissaksóknari rit- aði í gær málsaðilum í máli eignar- leigufyrirtækisins Lindar bréfíð, sem hér fer á eftir: „Ríkissaksóknara hefur borist bréf efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjórans, dagsett 5. f.m., ásamt rannsóknargögnum, varð- andi meint brot fyrrum stjórnenda fj ármögnunarleigufyrirtækisins Lindar hf., Halldórs Guðbjama- sonar, stjórnarformanns félagsins, fyrir brot í opinberu starfi, og Þórðar Ingva Guðmundssonar, framkvæmdastjóra þess, fyrir auðgunarbrot. Tilefni rannsóknarinnar var rannsóknarbeiðni bankaráðs Landsbanka Islands í bréfí dag- settu 29. maí 1998, þar sem þess var óskað að rannsakað yrði „hvort stjórnendur fjármögnunarieigufyr- irtækisins Lindar hf. hafí með at- höfnum sínum við stjórnun fyrir- tækisins eða athafnaleysi, eftir að Landsbanki Islands eignaðist meiri hluta í fyrirtækinu í lok ársins 1990, framið eða tekið þátt í refsi- verðri háttsemi." Með lögreglurannsókninni, sem fram fór, var jafnframt kannað hvort bankastjórar Landsbanka íslands, þeir Björgvin Vilmundar- son og Sverrir Hermannsson, kynnu að hafa gerst sekir um refsi- verð brot í opinberu starfí, aðallega í sambandi við kaup Landsbanka íslands á hlutum í fjármögnunar- leigufyrirtækinu, enda kom fram við upphaf rannsóknar að veruleg- ar skyldur gagnvart lánardrottn- um fyrirtækisins höfðu færst yfír á bankann við kaupin. Rannsóknin beindist m.a. að því að leiða í ljós hvort þeir hefðu gert bankaráði grein fyrh’ upplýsingum, sem þeir bjuggu yfír um rekstrarafkomu og eiginfjárstöðu fyrirtækisins, áður en bankaráð samþykkti kaup bank- ans á hlutum í því þann 29. nóvem- ber 1990. Með sama hætti beindist rann- sóknin að kaupum bankans á hlut- um í félaginu þann 12. nóvember 1992, og þá jafnframt gegn Hall- dóri Guðbjarnasyni sem tók við stöðu bankastjóra þann 1. janúar 1991. Loks var rannsakað hvort bankastjóm hefði haft heimild bankaráðs eða hefði borið að afla heimildar þess til að gefa út ábyrgðaryfirlýsingu í þágu fjár- mögnunarleigufyrirtækisins þann 31. desember 1993, að fjárhæð 200 miUjónir króna. Af hálfu ríkissaksóknara hefur verið gengið úr skugga um að framangreindri lögreglurannsókn sé lokið og jafnframt hefur verið athugað hvort rannsóknin geti leitt * til saksóknar eða ekki. Þykir það, sem komið hefur fram við lögreglu- rannsóknina um ætluð brot þeirra manna sem nefndir eru hér að ofan og höfðu réttarstöðu sakborninga við rannsóknina, ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis, sbr. 112. gr. laga nr. 19, 1991 um meðferð opin- berra mála, og verður því við svo búið látið standa. Er máli þessu þannig lokið af hálfu ákæruvalds og hefur þeim sem rannsóknin beindist gegn verið tilkynnt um málalok.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.