Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 47 —— ► FRÁ landsþingi LIF. Sigurður R. Pétursson formaður LÍF FRÍMERKI Landsþing LÍF og fundur hjá FF LANDSSAMBAND íslenzkra frímerkjasafnara hélt Landsþing sitt laugardaginn 28. maí 1999. Hefur bæði Mbl. og þessum þætti borizt fréttatilkynning frá nýkjör- inni stjórn Landssambandsins, og ber að þakka þá nýbreytni. Til- kynningin birtist svo í blaðinu 12. júní sl., og vísast að mestu til hennar. Þó verða nokkur atriði herinar rakin hér. Á þinginu var kjörin ný stjóm og skipa hana eftirtaldir menn: Sigurður R. Pétursson formaður, Bolli Davíðsson, Garðar Schiöth, Gunnar R. Einarsson, Hálfdán Helgason, Jón Zalewski og Þór Þorsteins. Varamenn eru Eiður Árnason og Guðni Fr. Árnason. Á þinginu kom fram ánægja með gott samstarf við Islandspóst hf. og forvera hans, Póst og síma hf. Var lýst ánægju með blaðaút- gáfu, sem samkomulag hefur orð- ið um, að verði með LÍF og ís- landspósti hf. Einnig kom fram ánægja með það. að menn hafa heimild til að greiða burðargjöld böggla með frímerkjum, límdum á böggulinn sjálfan en ekki á íylgi- bréf hans, svo sem almennt hefur verið gert í langan tíma. Á þinginu kom fram megn óá- nægja með þær breytingar, sem urðu á meðferð pósts um næstlið- in áramót, er póstafgreiðslumenn hættu að frímerkja bréf en tóku í þess stað að stimpla þau með gúmmístimplum til staðfestingar greiðslu burðargjalds. Hið nýja fyrirkomulag dregur mjög veru- lega úr notkun frímerlga, en það verður aftur til þess, að ungmenni sjá frímerki sjaldnar en fyrr og hafa því ekki sama hvata og verið hefur til að hefja frímerkjasöfnun. Eg hlýt að fagna þessari skoð- un þingsins, enda er hún í algeru samræmi við það, sem ég hef haldið fram í nokkrum þáttum að undanfomu. Þá vil ég hér geta þess, sem einnig kom fram á þinginu og hef- ur vakið furðu, að nýr vélstimpill í rauðum lit hefur að minnsta kosti verið notaður á einu pósthúsi í Reykjavík og það jafnt á fyrir- fram frímerktar sendingar sem ófrímerktar. Á stimplinum eru bókstafimir PP, alþjóðlegt tákn sem merkir, að burðargjald hafi verið greitt. Að sjálfsögðu á PP táknið eðli málsins samkvæmt einungis heima á ófrímerktum sendingum. Ljóst er, að upplýsingar for- ráðamanna Póstsins hafa nú á fyrstu mánuðum hinnar nýju stefnu um notkun gúmmístimpla farið eitthvað úrskeiðis á leiðinni til afgreiðslumanna. Ég kom sjálf- ur með frímerkt ábyrgðabréf á pósthús snemma í júní og bað um sérstaka stimplun þess. Fékk ég kvittun fyrir, en sá mér svo til skelfíngar og áður en ég fékk rönd við reist, að afgeiðslustúlkan tók hinn „ferlega“ gúmmístimpil upp og dembdi honum á sjálf frí- merkin í stað venjulegs póst- stimpils, sem einn á rétt á sér á frímerkt bréf. Ég varð bæði undr- andi og sár, því að hér voru allar reglur brotnar í minni augsýn. Hið eina, sem mildaði nokkuð skap mitt gagnvart afgreiðslu- stúlkunni, var það, að hún var auðsæilega hér í afleysingum í sumarleyfi póstmanna og vita- skuld lítt vön. En undrun mín og reiði beindist að yfirmönnum pósthússins, sem áttu að vita um hinar nýju reglur, enda var mér bættur skaðinn, svo langt sem það var hægt. Við þetta atvik varð mér vel ljóst, að sjálfir yfirmenn Póstsins hafa hér ekki staðið nægjanlega vel í stykkinu, eins og stundum er sagt. Slíkt er með öllu óverjandi. I framhaldi af þessu má geta þess, að á þeim fundi í F.F., sem forráðamenn Póstsins sóttu í maí sl. og sagt verður frá hér síðar, kom fram, að setja ætti upp til- kynningar við afgreiðsluborð póstmanna, þar sem tekið yrði skýrt fram, að menn mættu nota frímerki á sendingar sínar, ef þeir óskuðu þess, í stað þess að fá gúmmístimpil. Þegar þetta er rit- að nær mánuði síðar, mun engin slík tilkynning hafa verið fest upp. Ágætur fundur með forráða- mönnum íslandspósts hf. Fimmtudaginn 26. maí sl. var síðasti fundur F.F. á starfsárinu 1998 - 99 haldinn í Síðumúla 17. Þessi fundur var óvenju fjölsótt- ur, enda vissu félagsmenn, að þangað kæmi forstjóri íslands- pósts hf. til þess að fjalla um frí- merkjaútgáfu Póstsins og þá stefnu hans, sem tekin hefur verið upp, að nota einvörðungu gúmmí- stimpla til staðfestingar því, að burðargjald hafi verið greitt, - nema um frímerki sé sérstaklega beðið. Forstjóri íslandspósts hf., Ein- ar Þorsteinsson, ræddi í löngu máli um skipulag og rekstur Póstsins. Hann dró enga dul á það, að fyrir honum og samstarfs- mönnum hans væri fyrst og fremst aðaltakmarkið að reka stofnunina með hagnaði. Var hann að vonum ánægður með það, að hagnaður varð verulegur á árinu 1998, en áður hafði um lengri tíma verið taprekstur á Póstinum, með- an hann var í sambúð með Síman- um. Forstjórinn lagði áherzlu á það, að reynt yrði að bæta aðgengi manna að póstþjónustunni og fjölga sölustöðum frímerkjanna. Þá væri uppi sú hugmynd að fjölga póstkössum, svo að menn þyrftu ekki að fara á pósthús með bréf sín. Margt fleira kom fram í ræðu Einars Þorsteinssonar, sem lýsti því vel, að Pósturinn vill reka metnaðarfulla starfsemi og í sem . beztri samvinnu við viðskipta- menn sína og þá um leið safnar- ana. Fundarmenn fengu óneitanlega góða yfirsýn yfir framangreind at- riði. Forstjórinn tók margsinnis fram í ræðu sinni og útskýringum, að hann hefði takmarkað vit á frí- merkjum sem safngripum, enda skildi ég orð hans svo, að hann tæki hag Póstsins sem stofnunar fram yfir útgáfu og notkun frí- merkja, ef því væri að skipta. Kom mér sú stefna engan veginn á óvart. Hann játaði það líka, að hagkvæmara væri fyrir Póstinn að hætta að afhenda frímerki „yfir diskinn" til notkunar á póstsend- ingar. Þeir vildu samt selja frí- merki, sem „ekki yrðu notuð“ á sendingar, sem Pósturinn þyrfti að koma til viðtakenda. Hins veg- ar yrði engin breyting á útgáfu- stefnu Póstsins frá því sem áður var. Gefin yrðu út frímerki, sem „kynna land og þjóð, menningu, sögu, náttúru, listir og vísindi.“ Að erindi forstjórans loknu tóku allmargir til máls um margt, sem Póstinn varðar. Þær umræð- ur voru gagnlegar, og vonandi kemur eitthvað jákvætt út úr þeim, enda virtist forstjórinn og starfsmenn hans, sem sátu fund- inn með honum, hlusta með at- hygli á þá gagnrýni og þær at- hugasemdir, sem fram komu. Jón Aðalsteinn Jónsson STJÓRN BR. Fremri röð: Friðjón Þórhallsson, Sigtryggur Sigurðsson, Isak Orn Sigurðsson. Aftari röð: Bryndís Þorsteinsdóttir, Guðný Guðjónsdóttir. BRIDS llmsjón Arnór G. Ilagnarsson Sigtrygg'ur áfram formaður Bridsfélags Reykjavíkur AÐALFUNDUR BR var hald- inn fyrir nokkru. Þættinum hefir borizt eftirfarandi tilkynning frá félaginu af dagskrá fundarins: Sigtryggur Sigurðsson, formað- ur BR, setti fundinn og lagði til að Hallgrímur Hallgrímsson yrði fundarstjóri og ísak Örn Sigurðs- son fundarritari. Sigtryggur las upp skýrslu stjórnar fyrir spilaárið 1998-99. Að því loknu gerði Friðjón Þórhallsson grein fyrir reikningum félagsins á spilaárinu. Fram kom að tekjur félagsins voru 3.474.966,69 krónur, en gjöld 3.431.698,60 krónur. Tekjur um- fram gjöld voru 43.268,09 krónur. Friðjón taldi reikninga félagsins viðunandi ef tekið væri mark á minnkandi aðsókn á spilakvöldum. Næst á dagskrá var kjör for- manns. Tillága stjórnar var að Sig- tryggur Sigurðsson gegni for- mennsku í ár til viðbótar. Sú tillaga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Gerð var tillaga um að meðstjómendur yrðu Bryndís Þor- steinsdóttir, Friðjón Þórhallsson, Guðný Guðjónsdóttir og ísak Örn Sigurðsson. Til vara Jón Þorvarð- arson og Baldvin Valdimarsson. Það var samþykkt. Sigtryggur Sig- urðsson þakkaði þeim stjórnar- mönnum sem gengu úr stjóm (Gunnlaug Einarsdóttir, Sigurður B. Þorsteinsson) fyrir vel unnin störf. Ný stjórn skipti með sér verkum. Friðjón Þórhallsson var kosinn varaformaður, Guðný Guð- jónsdóttir gjaldkeri, Isak Öm Sig- urðsson ritari og blaðafulltrúi, Bryndís Þorsteinsdóttir meðstjóm- andi. Endurskoðendur félagsins eru Hallgrímur Hallgrímsson og Guðlaugur R. Jóhannsson. Fulltrú- ar á þing BSÍ: Bragi Hauksson, Bryndís Þorsteinsdóttir, Friðjón Þórhallsson, Guðný Guðjónsdóttir, Hrólfur Hjaltason, Páll Þór Bergs- son, Ragnar Magnússon, Sigtrygg- ur Sigurðsson. Til vara: Hjalti Elí- asson, Jón Þorvarðarson. Ákvörðun félagsgjalds var næst á dagskrá. Ákveðið var að það yrði óbreytt frá fyrra ári, 1.600 krónur. Að því loknu var tekinn fyrir liður- inn önnur mál. Tillaga kom fram frá ísaki Erni Sigurðssyni um að hafa þriðjudag sem aðal spilakvöld félagsins. ísak rökstuddi tillögu sína með því, að aðsókn hafi minnkað jafnt og þétt á miðviku- dögum og orsakanna væri að leita til beinna útsendinga sjónvarps- stöðvarinnar Sýnar frá meistara- keppni Evrópu í knattspymu. Sigtryggur Sigurðsson lagði til að könnun yrði gerð hjá félögum innan BR um afstöðuna til spila- dags. Þátttaka félagsmanna á aðal- fundi BR væri of fámenn til að mark sé takandi á ákvörðun fund- arins. Þessi tillaga Sigtryggs var samþykkt og skipti stjórnin með sér verkum í því sambandi. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Mánudaginn 21. júní 1999 spilaði 21 par Mitchell-tvímenning, úrslit urðu þessi: N.S. IngunnBemburg-Elín Jónsdóttir 267 Þórarinn Ámason - Fróði B. Pálsson 258 Eyjólfur Halldórss. - Þórólfur Mevvantss. 229 A.V. Sæmundur Bjömss. - Guðlaugur Sveinss. 257 Sigurleifur Guðjónss. - Oliver Kristóferss. 241 Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss. 237 Fimmtudaginn 24. júní spiluðu 22 pör Mitchell, úrslit urðu þessi: N.S. Alfreð Kristj ánss. - Sigtryggur Ellertss. 252 Ingunn Bemburg - Elín Jónsdóttir 247 Þorsteinn Sveinss. - Eggert Ó. Kristinss. 245 A.V. Jón Andrésson - Sæmundur Bjömsson 266 Halldór Magnússon - Magnús Halldórsson 251 Ólafur Ingvarsson - Jóhann Lúthersson 244 Meðalskor 216 KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Nýtt hús í Vatnaskógi M NÝTT hús í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi verður tekið í notkun næstkomandi föstudag, 2. júlí. Vígslan hefst formlega kl. 14 og em allir velunnarar Vatnaskógar velkomnir. Bygging hússins hefur staðið yfir síðan í september 1995 en þá tók Kristín Guðmundsdóttir, fyrrum ráðskona Skógarmanna, fyrstu skóflustunguna. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Orgel- leikur á undan. Léttur málsverður - á eftir. Hallgrímskirkja. Sumardagar í kirkjunni á vegum Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma: Guðs- þjónusta í Hallgrímskirkju kl. 14. Guðrún Jónsdóttir læknir prédik- ar. Kaffiveitingar á eftir. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrir- bænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Helgistund í Hraunbúðum kl. 11. Allir velkomnir. Opið hús fyrir unglinga í KFUM&K-húsinu í um- sjón Óla Jóa kl. 20.30. Undirbún- ingur hefst fyrir þátttöku í nor- rænu æskulýðsmóti í Vatnaskógi síðar í júlí. Nýir félagar velkomn- ir. Kefas, Dalvegi 24, Kópavogi. Samvemstund unglinga kl. 20.30. Mikið úrval af buxum frá BRAX uíll Skólavörðustíg 4a, s. 551 3069.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.