Morgunblaðið - 30.06.1999, Page 14

Morgunblaðið - 30.06.1999, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Menn áhyggjufullir vegna breytinga sem í vændum eru í sjávarútvegi á Vestfiörðum „3-400 störf hverfa á nokkrum vikum“ FRÁ fiskvinnslu Rauðsíðu ehf. á Þingeyri. Morgunblaðið/Þorkell MENN eru misjafnlega áhyggju- fullir vegna ástandsins sem skap- ast hefur í sjávarútvegi á Vest- fjörðum undanfamar vikur eftir að tilkynnt hefur verið um breytingar, sammna og fjárhagserfíðleika hjá nokkrum af stærri sjávarútvegs- fyrirtækjunum þar. Sjávarútvegs- nefnd Alþingis fundaði með bæjar- yfirvöldum á Isafirði í gærmorgun og formaður verkalýðsfélagsins Baldurs, kynnti starfsfólki Ishúsfé- lagsins hf. réttarstöðu sína í gær vegna uppsagna þess. Sumir era mjög svartsýnir á framhaldið, aðrir líta á breytingarnar sem lið í að styrkja stöðu fyrirtækjanna í fjórð- ungnum. Pétur Sigurðsson, formaður verkalýðsfélagsins Baldurs á Isa- firði, segir fréttir gærdagsins um samruna Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal, Gunnvarar hf. og dóttur- fyrirtækis þess, íshúsfélags ísfirð- inga hf., vera viðbót við annan sam- drátt sem orðið hefur í fjórðungn- um á undanförnum árum. „Þetta byrjaði um 1997-1998 þegar lögð var niður vinna í Norð- urtanganum og fækkað þar vera- lega fólki á vegum Básafells, svo varð ennþá meiri fækkun í rækju- verksmiðju þegar ekki var unnið þar nema á hálfum afköstum. Síðan tekur þetta við núna, Rauðsíðuæv- intýrið, þar era hvorki meira né minna en 250 störf og svo kemur þetta í beinu framhaldi, að samein- ing er ákveðin í Hraðfrystihúsinu hf. og Ishúsfélagi Isfirðinga hf. ög Gunnvör hf. sameinast. Það sem er strax gripið til er að fækka þar um 100 störf. Ég get tekið undir það að verið sé að festa þessar aflaheim- ildir sem fyrir vora hjá þessum þremur fyrirtækjum en það virðist eiga að nýta þær þannig að ekki verði þörf á upp undir 100 mönnum sem áður unnu þennan afla,“ segir Pétur. Uggur í fólki Pétur segir að fækkun starfa verði um 100 með þessum breyt- ingum jafnvel þótt talað sé um að endurráða hluta starfsfólksins aft- ur í frystihúsið í Hnífsdal. „Ég álít að þetta sé leikur hjá þeim þegar þeir segjast ætla að endurráða 35 STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagðist skilja það mjög vel að Eyjamenn vildu tiyggja rekstur Herjólfs og sagði sam- gönguráðuneytið ekki hafa uppi neinar fyrirætlanir um að draga úr þjónustu með því að bjóða út rekst- ur Vestmannaeyjaferjunnar, eins og nú stendur til að gera. En í Morgunblaðinu í gær gagnrýndi Arni Johnsen, formaður sam- göngunefndar, útboðið. „Við stöndum ft-ammi fyrir því, annars vegar, að samkvæmt regl- um EES ber okkur að bjóða út slík- an rekstur," sagði Sturla. „Við höf- manns af 100. Það komast ekki fleiri fyrir í hraðfrystihúsinu í Hnífsdal svo þeir hljóta að ætla að segja einhverjum öðrum þar upp, en þar starfa um 60 manns núna. Niðurstaðan verður sú að um 100 manns missa vinnuna.“ Pétur segir að uggur sé í fólki vegna uppsagnanna og breyting- anna sem séu í vændum og allt of stór hópur verði að leita sér að vinnu annars staðar. Hann segist hafa áhyggjur af því að nýir stjóm- endur Básafells selji skip og afla- heimildir úr byggðarlaginu. Ef til dæmis skip eins og Sléttanesið verði selt fari allt að 30 störf til við- bótar frá svæðinu, og það hátekju- störf. í takt við erfiðleika sjávarútvegsins „Ailar þessar fréttir segja okkur það sama. Það eru töluverðir erfið- leikar í sjávarútvegi og hann er í verulegri þróun. Störfum hefur verið að fækka í greininni og það mun greinilega halda áfram að ger- ast á næstunni," segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Vest- fjarðakjördæmis fyrir Framsókn- arflokkinn og varaformaður sjávar- útvegsnefndar. „Það er auðvitað alvarlegt þegar fólki fækkar í iitlum bæjarfélögum og það hlýtur að vera viðfangsefni stjórnvalda sem og atvinnufyrir- tækja að beina þróuninni í þá átt að það halli ekki mjög á í þessum efn- um. En ég lít svo á að eftir því sem við best vitum er þetta þróunin með sjávarútveginn. Bæði land- vinnslu og útgerð. Það er verið að stækka einingarnar og hagræða og verið að reyna að gera hlutina fyrir minni tilkostnað með minni mann- afla og ég sé ekki að það sé í eðli sínu mjög slæmt, eða neitt sem menn eigi að vinna gegn,“ segir Kristinn. Kristinn segir að til þess að bregðast við þessum vanda verði menn fyrst að greina orsakir hans og væntanlegar afleiðingar. „Fyrir dyram stendur endurskoðun á fisk- veiðilöggjöfinni og ég býst við að menn muni fara vandlega yfir þessi mál við þá endurskoðun. Þar mun- um við finna einhver svör en þetta um auðvitað reynt að laga okkur að þessum reglum og höfum haft nokkum umþóttunartíma, a.m.k. hefur ekki verið gerð hörð hríð að okkur ennþá af hálfu þeirra. Hins vegar er um það að ræða að við rekum hér nokkuð margar ferjur og það er búið að bjóða rekstur Grímseyjarferjunnar út og í bígerð er að bjóða út rekstur Hríseyjar- ferjunnar. Það hefur því verið skoð- un manna í ráðuneytinu að eðlileg- ast sé að bjóða allan reksturinn út, en vera ekki með í gangi mismun- andi afstöðu til þess hvort bjóða ætti út rekstur eða ekki.“ er víðtækara vandamál en svo að það leysist með þessu,“ segir Krist- inn. Ástand landvinnsl- unnar alvarlegast „Ég held að þetta ástand á Vest- fjörðum sé mjög alvarlegt og það sem er alvarlegt fyrst og fremst er ástand landvinnslunnar. Hún á í mikilli vök að verjast allt í kringum landið og það kemur auðvitað ekki síst niður á Vestfjörðum þar sem landvinnsla á fiski hefur verið und- irstaða nánast alls atvinnulífs," segir Sighvatur Björgvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum. Sighvatur segist sjá bæði já- kvæða og neikvæða hluti við breyt- ingarnar. „I fyrsta lagi um samein- ingu á Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal og Ishúsfélaginu og Gunnvöra. Þetta er mál sem hefur átt sér ansi langan aðdraganda og kemur ekki á óvart. En það jákvæða við það er að þessi sameining styrkir mjög þessi fyrirtæki. Það neikvæða er að sjálfsögðu það að það skuli þurfa að loka hinu glæsilega frystihúsi Ishúsfélags Isfirðinga. Þetta þýðir samdrátt í atvinnulífi fiskverka- fólks á staðnum og er einfaldlega til þess að bæta ofan á þá erfiðleika sem fyrir voru. Varðandi Básafell þá er jákvæða hliðin sú ákvörðun, ef henni verður fylgt eftir, að auka hlut landvinnsl- unnar sem mun væntanlega þýða Hann sagðist ekki hafa tekið neina aðra ákvörðun en þá að leita eftir heimild til þess að undirbúa útboð. Það væri ekki um neina formlega ákvörðun að ræða, heldur væri verið að skoða hvaða leiðir væra hagkvæmastar. „Ég taldi nauðsynlegt að við gæfum okkur langan tíma, en samningur Herjólfs rennur ekki út fyrr en um næstu áramót," sagði Sturla. „Aðalatriðið er að ég mun leggja áherslu á að samgöngur með ferjunni muni ekki verða skertar." að þar skapast fleiri störf í landi. Hið neikvæða við þá frétt er að menn skuli neyðast til að selja frá sér aflaheimildir og skip,“ segir Sighvatur. Erfítt að leggja mat á ástandið „Það er erfitt á þessari stundu að átta sig nákvæmlega á því til hvers þetta muni leiða. Það er hins vegar nokkuð ljóst að þetta mun leiða til færri starfa í fisk- vinnslu en við gerum okkur ekki grein fyrir því á þessari stundu hvaða afleiðingar þetta hefur varðandi aflaheimildir og þess háttar," segir Einar K. Guðfins- son, þingmaður Sjálfstæðismanna í Vestfjarðakjördæmi og formaður sjávarútvegsnefndar. Einar segir ljóst að breytingam- ar muni hafa mikla röskun í för með sér. Hins vegar séu þær gerð- ar í hagræðingarskyni sem e.t.v. séu jákvæðar þegar til lengri tíma sé litið: „Ég þykist sjá að stjórn- endur þessara fyrirtækja séu að bregðast við því aukna samkeppn- isumhverfi sem þeir starfa í. Ég held að þeir vilji reyna að efla at- vinnustarfsemi hér um slóðir frek- ar en hitt. Góðu tíðindin eru því þau að menn eru að leggja meiri áherslu á landvinnslu sem hefur verið undirstaðan að atvinnustarf- semi hér í þessu kjördæmi." 3-400 störf liorfin á nokkrum vikum Að sögn Einars er sjávarútvegs- nefnd Alþingis á ferð um Vestfirði um þessar mundir, sem löngu hafði verið ákveðin, og átti hún fund með bæjaryfirvöldum á Isafirði í morg- un þar sem menn reyndu að meta ástandið. „Það er uggur hjá mjög mörgum vegna þessarar stöðu sem er komin upp núna og það knýr að mínu mati á að fara verði betur of- an í það sem menn ræddu á Alþingi á dögunum, að skoða betur sam- keppnisstöðu landvinnslunnar og sjófrystingarinnar. Stóra málið í því sambandi er að jafnræði land- vinnslunnar við sjóvinnsluna verði tryggt. Mér heyrðist að það væri almennur vilji fyrir því. A þessum dögum hér fyrir vestan höfum við einnig rætt við forsvarsmenn at- vinnulífsins hérna og verkalýðs- hreyfingarinnar og mér heyrðist á þeim að þeir legðu mikla áherslu á þetta,“ segir Einar K. Guðfínnsson. „Það er mjög erfitt ástand á Vest- fjörðum eins og þetta lítur út núna. I raun og vera má segja að ástand- ið sé alvarlegra nú en það hefur áð- ur verið þar sem við sjáum 3^00 störf hverfa á nokkrum vikum. Að vísu kann að vera að sameining Gunnvarar og Hnífsdals gæti orðið svæðinu þegar fram í sækir til framdráttar. En það breytir ekki því að fjöldi starfa í landvinnslu hverfur tímabundið, við verðum að vona að þeim takist að lagfæra það aftur. Hitt er mun alvarlegra mál þeg- ar fara á að selja skip og aflaheim- ildir frá fjórðungnum eins og í Básafelli. Það hefur sýnt sig að ef menn gera slíkt, þá hefur ekki gengið vel að ná þeim til baka með núverandi sölukerfi kvótans. Þetta sýnir okkur að menn geta ekki búið við svona kerfi til framtíðar. Það hlýtur að vera meginmarkmið að skoða þetta kerfi upp á nýtt þó að það kannski taki ekki á þessu vandamáli sem menn standa frammi fyrir akkúrat eins og er, en því miður þá er þessi staða að koma upp alltaf af og til og þetta getur komið upp hvar sem er í þessum byggðum sem era alger- lega háðar þessu sjávarfangi." Bjartsýnir þrátt fyrir erfiðleika „Við lítum ekki svo á að útlitið sé svart. Við höfum haft áhyggjur af ástandinu á Þingeyri og það verða miklar breytingar á Isafirði ef það verður engin fiskvinnsla eftir á Isa- firði sjálfum," segir Halldór. Hann segist líta á það jákvæðum augum að Básafell ætli að styrkja rekstur sinn, jafnvel þótt þeir þurfí að selja eignir til þess, en hann vonast til að ef skip og aflaheimildir verði seld- ar, verði það selt til aðila innan svæðisins. Þá sé einnig jákvætt að landvinnsla á vegum fyrirtækisins verði styrkt, það muni t.a.m. fjölga starfsfólki. „Það er jákvætt að verið sé að taka á málunum. Auðvitað geta fylgt því sársauki og vaxtaverkir á meðan en menn eru að tryggja rekstur fyrirtækja hér á staðnum og það er jákvætt fyrir okkur," segir Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri á ísafirði. „Við horfum fram á við, auðvitað eram við með áhyggjur en það þýðir ekki að vera svartsýnn og við verðum að horfa fram á við.“ Samgöiig-uráðherra um iltboð á rekstri Vestmannaeyjaferjunnar Skil afstöðu Eyjamanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.