Morgunblaðið - 30.06.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 30.06.1999, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýtt merki Þjóðkirkjunnar. SIGLA nú himinfley. Lítið af stor- laxi nyrðra? ÞÓ SVO að veiði hafí byrjað afar vel í ám norðanlands fer því fjarri að framhaldið hafi í öllum tilvikum verið í samræmi við væntingar manna og vonir. Það á t.d. við um Laxá í Aðaldal sem hafði gefíð um 100 laxa í byrjun viku, en það er nokkuð minna heldur en á sama tíma í fyrra og þótti ekki sérlega gott. I fyrra var h'tið af laxi sem dvalið hafði tvö ár í sjó, en sá lax ber uppi veiðina framan af sumri. Aftur á móti var allmikið af smálaxi í fyrra, en það gaf fyrirheit um sterkan ár- gang og þar með góðar göngur af stærri laxinum nú í ár. Orri Vigfússon formaður Laxárfé- lagsins, sem hefur stóran hluta Lax- ór á leigu, sagði menn nokkuð ugg- andi vegna þessa og grannt yrði fylgst með hvað skilaði sér af laxi í árnar á næstu dögum. Reynslan sýnir að komi stórlaxinn ekki í júní, þá kemur hann ekki síðar, nema að óverulegu leyti. Blanda aftur í gang Blanda hefur nú gefið rétt um 300 laxa og að sögn Hrafns Þórissonar veiðivarðar er laxinn farinn að ganga fram í Langadal. „Veið- in fór mjög vel af stað, en svo var alveg gríðarlega mikið vatn um tíma og þá dró úr veiðinni. Nú er þetta orðið skaplegt aftur. Það eru að veiðast svona 12 til 16 laxar á dag um þessar mundir,“ sagði Hrafn. Lofar góðu í Reykjadalsá Þrír laxar veiddust í Reykjadalsá í Borgarfirði er veiði hófst í henni í síðustu viku. Þetta er mjög góð byrjun í ánni, því hún er í hópi „síð- sumarsáa" og gefur sjaldan lax svo snemma sumars. Þeir sem opnuðu ána fengu tvo laxa í Gilkjafti og einn Stigar frá Starlight og áltröppur frá Beldray fást í öllum stærðum í byggingavöruverslunum um allt land DREIFINGARAÐILI I.GUÐMUNDSSON ehf. Beklray Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 LEIFUR Þorvaldsson tekur urriða í háfinn í Litla-Fossvatni í Veiðivötnum. í Klettsfljóti. Þar sáu þeir fleiri, 6-7 laxa og nokkra stóra. Stærsti laxinn vai' 12 pund. Auk laxanna veiddust fjórir urriðar, sá stærsti 3,5 punda, að sögn Gunnars Óskarssonar, for- manns Stangaveiðifélags Keflavík- ur, sem hefur ána á leigu. Mok í Heiðarvatni Mikil veiði hefur verið í Heiðar- vatni í Mýrdal að undanförnu, að sögn Gunnars Óskarssonar hjá Stangaveiðifélagi Keflavíkur; hópar hafa verið að halda til síns heima með 40 til 60 silunga, bæði urriða og bleikju. „Það er óvenjumikið af birt- ingi í aflanum. Hann er að veiðast furðu snemma. Einn hópurinn um daginn var með 60 fiska og helming- urinn var birtingur. Sumt af silungnum er smátt, en birtingurinn er vænn, upp í 4 pund og þeir sem nota bátinn fá vænni silung. Stærstu bleikjurnar hafa verið upp í 3,5 pund,“ sagði Gunnar. Úr ýmsum áttum Illa hefur gengið í Straumunum, en þegar vatn í ám er mikið á þessum slóðum stoppar laxinn lítið í vatna- mótum. í lok síðustu viku höfðu að- eins fimm laxar veiðst, en Árni Bald- ursson, leigutaki Straumanna, sagði í samtali að vatn væri nú að sjatna nokkuð og þá ætti veiði að glæðast. Frést hefur af öðrum laxi úr Soginu, sá var 15 pund og veiddist fyrir landi Þrastalundar. Silungsveiði í ánni hef- ur verið undarlega róleg það sem af er og vorveiðin var hrein hörmung. Asgarðssvæðið gaf t.d. aðeins uin 40 silunga á tveimur mánuðum. Önnur svæði voru enn lakari. Helst er talað um að kuldi hafi valdið ördeyðunni. Upphaf kristnihátíðar Hefst með guðs- þjónustu á Laug- ardalsvelli Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson VIÐ upphaf kristni- hátíðai’ í Reykja- víkurprófastsdæm- um þann 15. ágúst næst- komandi verður efnt tO samkirkjulegrar útiguðs- þjónustu á Laugardals- velli. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson er prófastur í Reykj avíkurpr ófastsdæmi vestra. „I þessari guðsþjónustu mun biskup Islands, hr. Karl Sigurbjömsson, pré- dika og þúsund manna blandaður kór syngja auk þess sem böm úr mörgum barnakórum taka þátt í athöfninni. Þá mun stór lúðrasveit leika og Krist- inn Sigmundsson syngur einsöng. Stjómandi tón- listar er Jón Stefánsson." Jón segir að aðilar úr öllum kristnum kirkjum og trúfélögum á þessu svæði hafi verið kallaðir til samstarfs en guðsþjónustan, og reyndar öll dagskrá kristnihátíð- ar, er haldin á vegum beggja pró- fastsdæmanna í Reykjavík í sam- vinnu við Reykjavíkurborg, Sel- tjamarnes og Kópavog. „Það er mjög sérstakt að fá að taka þátt í þúsund ára afmæli kristinnar kirkju hér á landi og okkur fannst tilhlýðilegt að kalla til sameiginlegrar guðsþjónustu í tilefni af þessu mikla afmæli." - Verður boðið upp á fleira þennan upphafsdag kristnitöku- hátíðariimar? „Já, það verður efnt til mikillar hátíðar í Laugardalnum; tjöld verða sett upp víðsvegar um dal- inn þar sem söfnuðir kristinna trúfélaga geta kynnt starfsemi sína. Einnig geta starfsgreinar, eins og kórar og hin ýmsu félög sem eru starfandi innan kirkjunn- ar, sagt frá starfi sínu.“ Jón segir að þar verði einnig sölutjöld þar sem veitingar verða á boðstólum. „Þá verða sameiginlegir gospeltónleikar í Laugardalshöll- inni. Þar verða kallaðir til margir söngkraftar eins og tO dæmis Gospelkór Kvennakórs Reykja- víkur, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Stefán Hilmarsson, Margrét Eir, Páll Rósinkrans og Sigríður Guðnadóttir. Um kvöldið verður haldin æskulýðssamkoma í skautahöllinni." Jón segir að þá flytji Mótettukórinn í Hallgríms- kh-kju og einsöngvarar, undir stjóm Harðar Askelssonar, H- moll messu J.S. Bachs. Þar munu m.a. syngja einsöng Kristinn Sig- mundsson, Þóra Einarsdóttir, Monika Groop og Gunnar Guð- bjömsson. -Hvað tekur svo við að lok- inni setningarhátíð? „Þúsund ára afmæli kristnitöku á Islandi stendur alveg út árið 2000 og dagskráin í prófastsdæm- unum er mjög viða- mikO og fjölbreytt. Það má nefna að á þessum tíma verður boðið upp á sögulegar guðsþjónustur og þar verður raunveruleik- inn frá ákveðnum tímaskeiðum þúsund ára kristni túlkaður á leikrænan hátt.“ Jón segir að tónlistin skipi veg- legan sess og boðið verði upp á tónleikahald, og fjölbreytta list- viðburði. „Þá verður lögð áhersla á að virkja böm og unglinga og það m.a. gert í samvinnu við æskulýðsfélög, skáta og íþróttafé- lög. - SvokaUaðar ljósamess- ►Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson fæddist í Reykjavík 13. janúar árið 1947. Hann lauk guðfræði- prófí frá Háskóla íslands árið 1973 og stundaði framhalds- nám í Noregi. Hann var vígður sem skóla- prestur árið 1974 og skipaður sóknarprestur í Laugarnes- kirkju árið 1976. Jón var prest- ur íslendinga í Svíþjóð og Nor- egi á árunum 1994-1997. Árið 1998 tók Jón við starfí prests í Hallgrímskirkju. Hann hefur verið prófastur í Reykja- víkurprófastsdæmi vestra frá árinu 1991. Eiginkona hans er Inga Þóra Geirlaugsdóttir sérkennari og eiga þau fjögur börn og Ijögur barnabörn. ur verða á dagskrá á þrettándan- um. Hvernig eru þær? „Ljósamessur verða haldnar þann 6. janúar víðsvegar um borgina í samvinnu við skáta og íþróttafélög. Farnar verða blys- farir frá íþróttasvæðum að kirkj- um og eftir að hafa hlýtt á guðs- þjónustur verður efnt tO hefð- bundinna hátíðarhalda með brennum og t0heyrandi.“ _ - Stendur ekki líka til að kynna Islendingum heimshreyfíngu kristninnar? „Jú, við munum gera það með ýmsum hætti. Við munum tO dæmis vera með guðsþjónustur þar sem söngurinn verður frá ólíkum menningarsvæðum og við kynnum hvað kristnir menn eru að gera um heim allan. Það mun- um við kynna með dæmum og fyr- irlestrum í kirkjunum og í út- varpi.“ - Fleira sem er á döfínni? „Við verðum með ljóðavöku þai’ sem yfh’skriftin verður Kristin ljóð í þúsund ár. Þá höfum við haf- ið samstarf við rotary-klúbba um að merkja foma, aflagða kirkju- staði í þessum prófastsdæmum. Með þeim hætti verð- ur minningu þessara staða haldið á lofti. Þetta era staðir eins og Laugarnestangi, sem var kirkjustaður, annar kirkjustaður er í gamla Breiðholts- bænum, þá á Seltjamamesi og Víkurkirkja var í Kvosinni." Jón segir að þetta séu einungis örfá dæmi þeirrar miklu dagskrár sem í boði verður. Hann segir að ekki sé eingöngu lögð áhersla á að horfa til baka á liðna tíð heldur segir hann að kirkjan vOji á þess- um tímamótum horfa fram og efla til muna það kirkjustarf sem þeg- ar er í gangi. Merkja á aflagða kirkju- staði innan prófasts- dæmanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.