Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 4'i SÆMUNDUR RAGNAR ÓLAFSSON + Sæmundur Ragnar Ólafs- son fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1939. Hann lést á hjartadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lára Sæ- mundsdóttir, f. 28. september 1913, og Ólafur Hinrik Guð- laugsson, f. 8. ágúst 1917, d. 23. desem- ber 1995. Sæmundur ólst upp í Reykjavík hjá móður sinni og stjúpföður, Gísla Odds- syni, f. 5. september 1912, d. 23. mars 1987. Systkini Sæ- mundar sammæðra eru: Dýrley Sigurðardóttir, Sigríður Gísla- dóttir, Oddur Gíslason, Unnur Gísladóttir og Gunnar Gíslason. Systkini hans samfeðra eru: Þórarinn Ingi Ólafsson, Erling Ólafsson, Oddný Ólafsdóttir og Óli Sævar Ólafsson. Sæmundur kvæntist Jónínu Magnúsdóttur árið 1970, eign- uðust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Magnús Þór, f. 18. mars 1970, börn hans eru Gunnar Karl, f. 5. nóvember 1993, og Beth, f. 21. október 1998. 2) Ólafur Freyr, f. 22. mars 1972. 3) Lára, f. 13. febrúar 1976, hennar dóttir er Ástrós Vera Haf- steinsdóttir, f. 12. mars 1999. 4) Þór- laug, f. 7. janúar 1983. Sæmundur og Jónína slitu sam- vistir árið 1992. Síðastliðin tvö ár bjuggu Sæmundur og Margrét Rögn- valdsdóttir saman í Vesturbergi 78 í Reykjavík. Sæmundur stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og lá leið hans síðan í Bænda- skólann á Hólum, þar sem hann útskrifaðist sem búfræðingur árið 1959. Sæmundur stundaði sjó- mennsku og landbúnaðarstörf jöfnum höndum. Hann bjó ásamt fjölskyldu sinni á Vals- hamri á Skógarströnd á Snæ- fellsnesi um tíu ára skeið. Sæ- mundur hafði mikið yndi af hestum og stundaði tamningar og ræktun hrossa alla tíð. Útför Sæmundar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka þér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleym- ist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þegar ég frétti af láti míns góða vinar, Sæmundar R. Ólafssonar, þá komu þessar fallegu ljóðlínur upp í huga mér, því þær segja svo mai’gt. Sæmundur R. Ólafsson lést eftir stutt en erfið veikindi. Enn einu sinni sannast það hve ótrúlega stutt getur verið milli lífs og dauða. Laugardag- inn 12. júní sl. kom Sæmundur í heimsókn til mín, en því miður var ég ekki heima. Hitti hann þar eiginkonu mína og yngri dóttur okkar. Var hann hress eins og hann var ætíð. Þurfti hann að ná tali af mér og sagði konan mín honum að hringja í mig, sem hann og gerði. Var þetta okkar síðasta samtal, því daginn eftir fékk hann hjartaáfall. Mín fyrstu kynni af Sæmundi voru árið 1972 er við eign- uðumst okkar fyrstu íbúðir í Vestur- bergi 78 hér í borg. Hafa þessi vin- áttubönd alltaf verið góð og náin síð- an. Sæmundur var einstaklega hjálp- legur og greiðvikinn maður, hann var sannur vinur vina sinna og vildi öllum gott gera. Skapgóður var hann og skemmtilegur og hrókur alls fagnað- ar á góðum stundum. Gaman var að heimsækja Sæmund, því hann var mjög gestrisinn. Mér eru margar heimsóknir í fersku minni. Sérstak- lega var gaman að koma að Vals- hamri á Skógarströnd, en þar bjó hann í sjö ár ásamt eiginkonu sinni Jónínu Magnúsdóttur og fjórum bömum þeirra. Auk þess að búa á Valshamri og í Reykjavík bjuggu hjónin einnig í Hafnarfirði. Á heimil- um þeirra ríkti ávallt hlýja og góðvild í garð þeirra er þangað komu. Sæ- mundur og Jónína slitu samvistir. Síðastliðin þrjú ár hefur Sæmund- ur verið í sambúð með Margréti Rögnvaldsdóttur kennara og hafa þau búið í Vesturbergi 78. Bauð hann mér þangað og sá ég vel hvað honum líkaði að vera kominn aftur í þetta góða hús, enda íbúð þeirra bæði hlý- leg og falleg. Sæmundur hafði mikið yndi af hestum, enda kunni hann vel með þá að fara. Hann var búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal. Voru hann og Margrét með góða gæðinga hér í Reykjavík sér til yndis og ánægju. Oll störf Sæmundar einkenndust af stakri snyrtimennsku. Allt vildi hann hafa í röð og reglu. Sæmundur gerði ekki miklar kröfur til lífsins en átti gott bú og fór vel með sínar skepnur. Að lifa á því sem landið gef- ur átti vel við hann. Það var virkilega ánægjulegt að vera innan um hesta með honum og hugsaði hann einstak- lega vel um þá eins og allir sáu sem komu í hesthúsin til hans. Á góðum hesti var hann kóngur í ríki sínu og auðséð að samspil beggja var gott. Hann hafði næma tilfinningu fyrir hestinum og notaði sinn eigin stíl í þeim efnum, sem fór honum vel. Sæmundur var tilfinningaríkur maður en dulur að eðlisfari og ekki var allra að kynnast honum. Skop- skyn hafði hann gott og sá hann gjarnan spaugilegu hliðarnar á til- verunni. Ekki var Sæmundur alltaf heill heilsu, því í nokkur ár hafði hann glímt við eina tegund af gigt sem þjáð hefur marga. En aldrei kvartaði hann. Áður en Sæmundin- gerðist bóndi á Valshamri vann hann ýmis störf, m.a. var hann lengi starfandi á Guðnabakka í Þverárhlíð í Borgar- firði hjá þeim heiðurshjónum Kjart- ani Jónssyni og frú Þorbjörgu Pét- ursdóttur og undi hann hag sínum mjög vel þar. Sjómaður var hann í mörg ár og starfaði hann í álverinu í Straumsvík. Þessi fáu orð segja ef til vill lítið, en efst í huga mér er mikið þakklæti fyrir að hafa átt hann að vini sem aldrei brást þegar á reyndi. Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk íyrir all- ar samverustundirnar. Ollum ætt- ingjum og vinum bið ég og fjölskylda mín Guðs blessunar og huggunar í þeirra miklu sorg. Vertu sæll! Þig signi ljósið bjarta. Sjálfur Guð þig leggi sér að hjarta. Blómgist þar um eilífð andi þinn, innilegi tryggðarvinur minn. Birgir G. Ottósson. Með örfáum línum langar mig að kveðja vin minn og skólabróður sem er látinn um aldur fram eftir hjarta- stopp sem hann fékk sunnudaginn 13. júní. Við Sæmundur kynntumst í Norð- urleiðarrútu á leið úr Reykjavík haustið 1957 og var ferðinni heitið að Hólum í Hjaltadal. Strax í rútunni leist mér vel á piltinn, ekki stóran en sperrtan og öruggan með sig. Við vorum saman í herbergi þennan vet- ur og er óhætt að segja að aldrei féll skuggi á okkar vináttu sem hélst svo alla tíð síðan. Það er að sjálfsögðu margs að minnast frá þessum skólaárum okk- ar, enda ungir og fjörmiklir strákar með litlar áhyggjur, nema þá rétt af líðandi stund. Það var nú ekki hægt að segja að Sæmundur hafi verið gefinn fyrir bóklesturinn, en í leikfimi, söng og tamningum var hann á heimavelli. Mér er minnisstæður söngurinn hans. Hann kunni marga slagara og ekki síst þessa erlendu, var sannkall- aður rokksöngvari og þar með mikill gleðipinni í öllum partíum eða þar sem menn voru við skál. Ekki man ég hvort Sæmi átti hross áður en hann kom að Hólum, en þar keypti hann hesta og alla tíð síðan átti hann hesta. Oft góða bæði kapp- reiða- og sýningarhesta. Það fór nú svolítið fyrir ofan garð og neðan hjá mér, þegar Sæmi fór að þylja upp ættir sinna hesta og þeirra ættingja, en þó að ég hefði takmark- að vit á þessari upptalningu var ekki hægt annað en hrífast með áhuga hans. Eftir skólaárin skildu leiðir en alltaf héldum við sambandinu og þannig vissi ég af honum í vinnu- mennsku, á togurum, í Álverinu og við búskap svo eitthvað sé nefnt. Ég held að búskapurinn hafi alltaf átt best við hann, þó að dæmið gengi ekki upp hjá honum. í Eyvindar- tungu í Laugardal var Sæmi ein fimm til sjö ár sem unglingur og undi hag sínum vel hjá Jóni bónda; leit á Eyvindartungu sem sitt annað heim- ili. Hann vann líka á Laugarvatni eitt sumar. Fyrir eitt verð ég Sæma alltaf þakklátastur. Þegar vantaði fjár- mann að Laugarvatni 1960 var hann milligöngumaður um að ráða mig þangað og þar hef ég verið síðan. Þegar við Sæmi settumst niður til að spjalla, barst talið alltaf að bænda- skólaárunum. Þá var spurt um hina félagana, hvar þeir væru og hvað þeir gerðu. Og þegar 40 ár voru liðin frá því að við útskrifuðumst sem búfræðingar var Sæmi einn af hvatarmönnunum um að hittast á Hólum og það var ákveðið, 19. júní skildi það vera. Tveimur dögum fyrir áfallið hringdi Sæmundm- í mig til þess að kanna samflot norður og fá að heyra það sem ég vissi nýjast af félögum okkar. Tilhlökkun hans var mikil. En örlög- in tóku í taumana og við hinir hitt- umst á Hólum án Sæmundar. Það er óhætt að segja að hans hafi verið sárt saknað. í þessum hópi hefði hann notið sín vel. Við Hólasveinar frá 1959 sendum Margréti, börnunum hans og öðrum ættingjum samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hans. Hilmar Einarsson. Það mun hafa verið haustið 1961, að Sæmundur Ólafsson hitti foreldra mína á götu í Borgarnesi, og spurði umbúðalaust hvort þau vantaði ekki vetrarmann á bú þeirra á Guðna- bakka í Stafholtstungum. Svo reynd- ist vera, og var ekki orðlengt frekar, hann kom með upp að Guðnabakka og ílentist þar í mörg ár og eftir að hann fluttist til Reykjavíkur hélt hann góðu sambandi við þau og okk- ur systkinin allar götur síðan. Sæmundur hafði dvalist langdvöl- um í Eyvindartungu í Laugardal hjá góðu fólki, sem honum varð tíðrætt um, og síðar lokið búfræðinámi frá Hólum í Hjaltadal, þannig að hann var ágætlega undir fjármennsku bú- inn, sem varð aðalstarf hans á Guðnabakka. Þar var á þessum tíma eitt stærsta fjárbú á landinu, á annað þúsund fjár af fjalli, þannig að í nógu var að snúast alla daga. Hann var líka áhugamaður um hross, sem hentaði ágætlega því nóg var af þeim hjá okkur. Það voru að jafnaði 12-15 hestar á járnum vetur sem sumar, og tækifæri til að sameina skemmtun og vinnu með því að á vetrum hirtum við fé í Selhaga og jafnan farið þangað ríðandi, og á vorin og haustin komu smalamennskur, eftirlit með sauð- burði og leitir á Tvídægru, sem krafðist þess að menn væru ríðandi og helst vel hestaðir. Þarna var Sæ- mundur í essinu sínu í góðum félags- skap nágranna og vina. Og alltaf töldum við, að við værum manna best ríðandi. Þess ber að geta, að á þess- um árum voru hross ekki almennt notuð til skemmtunar, frekar af illri nauðsyn og hestamenn ekki taldir neinir sérstakir snillingar. Þetta hef- ur nú sem betur fer breyst, og ólík- legustu menn farnir að halda hross. Því vakti það athygli sveitunga okkar þegar menn riðu um héruð, jafnvel um miðjar nætur þegar sólai’gangur var lengstur. Sá sem þetta ritar átti því láni að fagna að deila með Sæmundi óendan- legum áhuga á útreiðum, og það urðu margar ferðirnar sem við fóram sam- an, ýmist tveir einir eða með öðram fram á Kjör að huga að lambfé, sem vildi leita til fjalls áður en búið var að marka og taka af sem kallað var, og svo að hausti í leitir, en á sumrin rið- um við til Þingvalla eða vestur í Dali á hestmannamót, sem þá voru skemmtisamkomur en ekki sam- ræmd landspróf. Mér er sérstaklega minnisstæð ferð sem við fórum til Þingvalla 1962, sem við lögðum upp í tveir einir með 15 hross, en eftir því sem á ferðina leið fjölgaði í hópnum og gleðskapur óx, þannig að þegar á Þingvöll var komið vora hrossin á annað hundrað og ferðalangar eitt- hvað á milli 30 og 40. Þá lögðu menn á sína bestu hesta við ferðalok, og fór aðdáunarkliður um áhorfendabrekk- ur þegar Borgfirðingar komu til leiks. Það fannst manni að minnsta kosti þá. Ég held, að þessar björtu hliðar búskaparins hafi verið Sæmundi of- arlega í huga eftir að hann fór frá Guðnabakka og stundaði sjó um nokkurra ára bil og síðar eftir að hann fór í land og fór að vinna I Ál- verinu í Straumsvík. Hann stofnaði heimili, eignaðist góða konu og mannvænleg börn. Hann var búinn að leggja grann að ágætri afkomu og hefði vafalaust farið til Spánar einu sinni á ári eða byggt sér sumarbú- stað, og farið í veiði, jafnvel gengið í Oddfellow, ef ekki hefði verið þessi ódrepandi sveitamaður í honum. Það veit enginn, sem ekki hefur reynt sjálfur, hvað löngunin til að takast á við búskapinn getur verið lífseig. Enginn má sköpum renna, Sæmund- ur tók sig upp með börn og bura og flutti vestur á Skógarströnd, að Vals- hamri, vildisjörð sem þau hjónin keyptu, og settu upp myndarbú. Þar unnu þau öll hörðum höndum við að skapa sér heimili og lífsframfæri. Ég kom þar nokkram sinnum og maður fann hve vel öll fjölskyldan lagði sig fram og naut þess bezta sem sveitin getur boðið. En það var ekki nóg. Á þessum áram eftir 1980 breyttust kjör bænda til hins verra, bæði vegna almennt lakari lífskjara í landinu og eins var hitt, að sú skoðun raddi sér æ meir til rúms, að íslenzkar land- búnaðarvörar væra of dýrar, og lausnin á þeim vanda væri að lækka laun bænda. Og það gekk eftir. Fjöldi bænda varð að gefast upp og er raun- ar ekki séð fyrir endann á þeirri þró- un, þar sem smábúin era ekki sam- keppnisfær, en úrelt og miðstýrð landbúnaðarpólitík kemur í veg fyrir að duglegir bændur geti búið þannig að hægt sé að lifa af vinnu sinni. Fyr- ir þessum hremmingum varð Sæ- mundur og fjölskylda hans. Þau flutt- ust til Reykjavíkur aftur 1986, og segir mér svo hugur, að það hafi ver- ið þung spor. Sæmundur Ólafsson var maður tæplega meðalmaður á hæð, hraust- legur ásýndum og alla tíð vel á sig kominn. Hann var vel gefinn, athug- ull, glettinn þegar það átti við, en gat brugðist illa við ef hann taldi sér mis- boðið. Hann var vinfastur og góður vinur vina sinna. Ég gat þess í upphafi, að hann hefði kynnst fjölskyldu minni fyrir hartnær 40 árum. Þá var stofnað til vináttu, sem varað hefir síðan. Ég bið honum blessunar og sendi samúðar- kveðjur til eftirlifandi eiginkonu, móður, barna og systkina. Pétur Kjartansson. Kæri frændi. Þá hefur þú lagt af stað til nýrra heima og það miklu fyrr en við áttum von á og enn sann- ast það að enginn ræður sínum næt- urstað. Það er svo stutt síðan við kvöddumst með kossi, bæði hlæjandi yfir fyndnum tilsvörum þínum. Næst eram við stödd á sjúkrahúsi, ég stend við rúmið heltekin af sorg, þú liggur í rúminu, hafðfr fengið alvarlegt hjartaáfall og læknirinn segir að þú sért á föram. Ég kvaddi þig með kossi og óskaði þér góðrar ferðar. Elsku frændi, ég vil þakka þér fyr- ir samferðina og allt sem þú gafst mér með hjartahlýju þinni, alveg frá því ég var barn, og þegar ég var ung- lingur buðuð þið Nína, fyrrum kona þín, mér að koma og búa hjá ykkur. Þið sýnduð mér ómælda umhyggju, kærleik og þolinmæði því ég var víst talin frekar baldin. Hafðu þökk fyrir það. Og núna seinni tíma þegar sam- gangurinn okkar á milli varð meiraj fannst fjölskyldu minni það tilheyra að hafa Sæma og Möggu með. Þú varst (litli) bróðir hennar mömmu og það var svo gaman að heyra ykkur rifja upp bernskuna saman og lágum við oftast í hlátur- skrampa_ yfir sögunum af hrekkjum ykkar. Ég veit að hún saknar þín mikið. Það er samt alltaf ljós í myrkrinu, og ljósið er það að ég veit að þú fórst hamingjusamur. Þá hamingju gaf hún Magga þér, þið voruð svo ást- fangin, góð og blíð við hvort annað og það er hrein synd að þið skylduð eklB-T hafa fengið meiri tíma. Börnin þín, Maggi, Óli, Lára og Þórlaug, eiga líka svo erfitt núna en ég veit að þú munt vaka yfir þeim og styrkja þau í lífinu. Elsku Sæmi frændi minn, vertu sæll og hafðu þökk fyrir allt og við sjáumst þó síðar verði. Elsku Magga mín, Guð blessi þig og styrki í þinni miklu sorg. Við verðum alltaf héma fyrir þig. Kæra Maggi, Óli, Lára, Þórlaug og Nína, ykkur vil ég senda mínar innilegustu samúðar- kveðjur, svo og til annarra ástvina. Guð á hæðum gaf þér ástríkt hjarta, gæfii, lán og marga daga bjarta. Nú er sál þín svifrn heimi fiá, sett til nýrra starfa Guði hjá Vertu sæll! Þig signi ljósið bjarta Sjálfur Guð þig leggi sér að hjarta. Blómgist þar um eilífð andi þinn, innilegivinurminn. (B.B.) Þín frænka, Lára Dan. Vertu sæll - til sólarlanda farinn. Sælum anda fagnar englaskarinn. Við þér taki ljúfur lausnarinn, ' < leiði, styrki’ og blessi anda þinn. (B.B) Takk fyrir skemmtileg kynni, elsku frændi. Dýrley Stella, Lovísa Elísabet og Óskar. Gatan er auð og allt er kyrrt og hljótt og engin stjama lýsir kvöldsins höll. Sem bleikir skuggar rísa fjarlæg fyöll. Fram undan blundar hafið þungt og mótt. Og mjöllin, mjöllin hnígur hægt og rótt. Og hvert sem augað lítur fellur mjöll. Og hvítum svefni sefur borgin öll. í svefni gengur tíminn hjá i nótt. V* En eins og hvíta, mjúka mjöllin vefur moldina frá í júní, þannig sefúr í draumum tveggja hjartna horfið vor. En langt að baki liggja tveggja spor. Svo langt, svo langt! Og bráðum hyljast sjón- um tvenn spor, sem liggja langt að baki í snjónum. (Tómas Guðm.) Það er með mikilli sorg sem Sæ- mundur Ólafsson sambýlismaður systur minnar er kvaddur tæplega sextugur að aldri. Það era aðeins rúm tvö ár síðan þau Sæmundur og hún Magga systir fóra að búa saman. Ég hafði ekki kynnst honum neitt að ráði. Við höfðum aðeins hist nokkram sinnum. Þau bjuggu fyrir sunnan, vúfr fyrir norðan. En þetta stóð allt til bóta, sumarið framundan og leiðir milli landshluta alltaf að styttast. En skjótt skipast veður í lofti, tími þeirra Sæmundar og Möggu var allt í einu liðinn. Elsku Magga hefur mikið misst, hún hreifst svo af öllu því sem Sæmi hennar hafði að gefa. Hann var fyrst og fremst ljúfur og elskulegur maður sem vildi öllum gott gera. Hrossarækt og hestamennska voru hans líf og yndi og hann hreif Möggu með sér sem tók þátt í hestamennsk- unni af lífi og sál. Ég votta börnum Sæmundar, méi*S ur hans og systkinum innilega sam- úð. Elsku Magga mín, tíminn ykkar Sæmundar var allt of stuttur, en það tekur enginn frá þér minningarnar sem þú átt eða draumana ykkar um allt það sem þið ætluðuð að gera saman og ég veit að það mun styrkia þig á þessum erfiðu tímum. í r- Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.