Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 19 VIÐSKIPTI Þjóðhagsstofnun endurmetur efnahagshorfur fyrir árið 1999 Verðlag hækkar og viðskiptakjör versna ÞJÓÐHAGSYFIRLIT 1998- 1999 milljónir kr. á verðlagi hvers árs Áætlun 1998 Magnbr. frá fyrra ári11 Spá 1999 Magnbr. frá fyrra ári Einkaneysla 361.593 11,0% 394.693 6,0% Samneysia 123.181 3,0% 135.633 3,4% Fjármunamyndun 125.365 23,4% 122.243 -4,5% Neysla og fjárfesting alls 610.139 11,7% 652.569 3,4% Birgðabreytingar2) 1.143 0,3% 0 -0,3% Þjóðarútgjöld, alls 611.282 12,0% 652.569 3,1% Útflutningur vöru og þjónustu 204.659 2,6% 218.664 8,2% Innflutningur vöru og þjónustu 230.207 22,1% 240.149 2,7% Verg landsframleiðsla 585.735 5,0% 631.083 5,1% Jöfnuður þáttatekna o.fl. -6.933 - -9.172 - Rekstrarframlög -1.003 - -438 - Viöskiptajöfnuður -33.484 - -31.096 - Verg þjóðarframleiðsla 578.802 4,9% 621.911 4,2% Viðskiptakjaraáhrif3) - 1,9% - -1,1% Vergar þjóðartekjur - 6,9% - 3,1% Viðskiptajöfnuður sem % af VLF - -5,7% - -4,9% Magnbreytingar eru reiknaðar á föstu verðlagi ársins 1990. 2) Hlutfallstölurnar sýna vöxt eða samdrátt í birgðabreytingu milli ára sem hlutföll af landsframleiðslu fyrra árs, reiknað á föstu verðlagi. 3) Hlutfall af þjóðarframleiðslu fýrra árs, reiknað á föstu verðlagi. ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur sent frá sér endurmat á efnahags- horfum fyrir árið 1999. Þar kemur fram að spáð er 3% verðbólgu á ár- inu, í stað 2,5% verðbólgu sem Þjóðhagsstofnun spáði í mars. Neysluverðsvísitala hefur hækk- að um 2,8% frá desember 1998 til júníbyrjunar, samanborið við 1,4% hækkun á sama tímabili í fyrra. Gengi krónunn- ar hækkaði á því tímabili um 2% og hélt því nokkuð aftur af verðbólgunni en á sama tímabili í ár hefur gengi krónunnar lækkað um 0,5%. í ljósi verðlagsþróunar það sem af er ári og horfa það sem eftir hfir árs, gerir Þjóðhagsstofnun nú ráð fyrir 3% verðbólgu á árinu. Friðrik Már Baldursson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, segir mikla eftirspurn í hagkerfinu og ekki sjái fyrir endann á henni. „Við gerum ekki ráð fyrir eins miklum verðhækkunum og verið hafa síð- astliðna tvo til þrjá mánuði, þá yrði verðbólga á árinu miklu meiri,“ segir Friðrik. „Það er í raun svip- aður taktur í efnahagslífinu og við gerðum ráð fyrir en við tökum inn í dæmið þær verðhækkanir sem þegar hafa orðið.“ Viðskiptakjör versna I mars sl. var gert ráð fyrir að við- skiptakjör vöruviðskipta myndu versna um 1,5% á þessu ári en við endurskoðun nú er gert ráð fyrir að viðskiptakjörin versni um 4,5% á árinu. Því er búist við auknum halla á viðskiptum við útlönd eða 31 milljarði króna í stað 28 millj- arða króna spá í mars sl. Helsta ástæðan er óhagstæð verðlagsþróun á ýmsum inn- og út- flutningsvörum. Á útflutningshlið má nefna hratt lækkandi verð sjávarafurða á fyrstu mánuðum ársins og einnig hefur verð á kísil- járni á alþjóðamarkaði lækkað. Á innflutningshlið hefur olíuverð hækkað umtalsvert síðustu mán- uði. í ljósi þessa er í endurmatinu gert ráð fyrir minni hækkun þjóð- artekna á árinu, eða 3,1% hækkun í stað 3,5% hækkunar sem spáð var í mars sl. Að sögn Friðriks Más er búið að taka tillit til við- skiptakjaranna þegar þjóðartekjur eru áætlaðar. „Þjóðartekjur jukust um 7% í fyrra og það er því miklu minna til skiptanna nú heldur en á síðasta ári. Því er enn meiri ástæða til þess að sýna aðhald í hagstjórninni," segir Friðrik. Hægari hagvöxtur á næstu árum I endurmatinu er gert ráð fyrir 5,1% hagvexti á árinu 1999, sem er nokkur hækkun frá spánni síðan í mars en þá var gert ráð fyrir 4,8% hagvexti á árinu. Hækkunin stafar annars vegar af minni samdrætti í fjárfestingu og meiri vexti útflutn- ings á föstu verði en búist var við, eins og segir í frétt frá Þjóðhags- stofnun. Samkvæmt endurmatinu er útlit fyrir hægari vöxt á næstu árum þar sem hvort tveggja vinnuafl og fastafjármunir er fullnýtt og út- flutningur og eftirspum mun að óbreyttu vaxa hægar en verið hef- ur undanfari.i ár. Friðrik segir einnig aðhaldsaðgerðir Seðlabank- ans fara að segja meira til sín á síð- ari hluta ársins, það taki alltaf tíma fyrir slíkar aðgerðir að hafa áhrif. Að sögn Friðriks gerir Þjóð- hagsstofnun ráð fyrir ákveðnum vendipunkti á síðari hluta þessa árs þar sem hagvöxtur verði tölu- vert hægari. „Áhrifanna er sérstaklega að vænta á næsta ári,“ segir Friðrik. „Helstu merki eru minnkandi inn- flutningur og ekki horfur á öðru en að tekjur af útflutningi sjávaraf- urða dragist saman á næsta ári. Þær eru helmingur af útflutnings- tekjum og það segir til sín. Ævin- týralegur vöxtur þarf að eiga sér stað á öðrum sviðum til að það vegi upp á móti tekjum af sjávarút- vegi,“ segir Friðrik ennfremur. UTSALA - UTSALA 40-70% afsláttur Dæmi um verð áður Peysa m/rennilás 4.200 2.500 Gatavesti 3.900 2.300 Siinky sett (pils + bolur) 5.700 2.900 Hvítar gallabuvur 4.500 2.600 Hlýrabolir 1.900 500 Dömublússa 3.000 1.800 Tunika m/kraga 2.900 1.700 Sett (buxur + skyrta) 7.000 3.900 Flíspeysa 3.300 2.000 Flísbuxur 2.700 1.800 Síttpils 3.000 1.800 Kjóll 3.800 1.900 og margt, margt flcira Opið frá kl. 10.00 til 18.00 Síðumúla 13, sími 568 2870 Sendum í póstkröfu n f S L E N S k 1 fjársjóðurinn h r. Aðalfundur Fimmtudaginn 1. júlí 1999 kl. 14:00, Ársalur, Hótel Sögu Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Staðfesting ársreiknings. 3- Ákvörðun um þóknun til stjómarmanna. 4- Tillaga um breytingar á 9. grein samþykkta félagsins. 5- Ákvörðun um hvernig fara skuli með afkomu félagsins á liðnu reikningsári. 6. Tillaga um heimild tii stjórnar um kaup á eigin bréfum félagsins. 7- Kosning stjórnar félagsins skv. 21. grein samþykkta. 8. Kosning endurskoðenda félagsins skv. 28. grein samþykkta. 9- Eru Internetfyrirtæki ódýr? Helgi Þór Logason, sérfræðingur á eignastýringarsviði Landsbréfa. 10. Önnur mál. 9 LANDSBRÉF HF. www.landsbref.is Sími 535 2000 Litlir bílar - Stórir bílar - Ódýrir bílar - Dýrir bílar Verö frá 40.000.- til 4.000.000.- • Lánamöguleigar til allt aö 5 ára • Tökum notaöa bila upp í notaöa Opiö virka daga kl. 9 - 18 og laugardaga kl. 12 - 17 IIÍLAKÚÚÍC (í húsi Ingvars Helgasonar og Bilheima) Sævarhöfða 2-112 Reykjavfk Símar: 525 8096 - 525 8020 • Sfmbréf 587 7605
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.