Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 45 --------------------------1 ALDARMlNNING JON HELGASON Hjónin Jón Helgason (annar f.v.) og Þórunn Björnsdóttir (lengst t.h.) í hópi barna sinna og góðra vina á Kjærstrupsvegi 33 í Kaupmannahöfn 1948. Það þykist ég vita, að margir munu minnast Jóns í tOefni ofan- greindra tímamóta. Er þar vafa- laust um að ræða góða menn úr alls konar gáfumannastofnunum, og mun ég ekki etja kappi við þá um bókmenntir Jóns eða annan skáldskap, enda tæplega læs á slík vísindi hvað þá að kunna þau. Þykist ég fara nærri um, að þeir munu teljast fákunnandi í mínum vísindum, enda þeir flestir úr mála- deildum menntaskólanna, og eru af því efni heldur fákunnandi í matematískum fræðum. Jóni Helgasyni kynntist ég í Kaupmannahöfn í ágústmánuði 1946. Hann var kvæntur einstakri konu, Þórunni Björnsdóttur, sem ættuð var frá Grafarholti, sem þá var utan Reykjavíkur, en er nú inni í Reykjavík, og það án þess að bærinn Grafarholt hafi verið flutt- ur. Vegna yfirgengilegrar fjarlægð- ar Grafarholts frá Reykjavík í þann tíð var Þórunn orðin 12 ára, þegar hún kom til Reykjavíkur. Vegna blessunar bflanna, er slíkt ferðalag nú orðið smámál. Einar Ólafur föðurbróðir minn og Kristjana kona hans vfldu stuðla að því, að ég ætti stað í vinahópi Jóns og Þórunnar. Þau fóru því með mér tfl Jóns í Árnasafn. Jón var mjög hár maður, stórmyndar- legur, og þótti greinflega ekki mik- ið til koma sá horkrangi, sem ég var (það er svo langt síðan!). Einar mæltist til, að ég fengi að heim- sækja þau, og fékk sú tillaga afar dræmar undirtektir, sennflega væri ekki til matur í húsinu og fleira. Ekki var ég mikill mann- þekkjari, sízt á því herrans ári 1946, en ég grillti í gegnum þennan harða skráp, að ekki væri djúp sannfæring að baki þeim hinum dræmu undii’tektum, og átti það við um matinn líka. Ekki er að orðlengja það frekar: ég gerðist heimagangur á Kjærstrupvegi 33 í Valby, heimili þeirra, og reiknaðist okkur til, að ég hefði komið þangað um 400 sinnum áður en yfir lauk 30 mán- uðum síðar að loknu námi. Þarna hitti ég þversnið mennigarvita þjóðarinnar á þeim árum. Kom ég oftast á mótprhjóli, sem ég átti, og fór mikinn. Árum seinna datt þeim Jóni og Þórunni ég í hug, ef heyrð- ist í mótorhjóli á Kjærstrupvegin- um. Aldrei bar á matarskorti, gest- um var ætíð tekið vel og af hjarta- hlýju húsráðenda. Fjölskyldan var Jón, Þórunn, Björn, sem var bekkj- arbróðir minn (látinn), Helgi og Solveig (gift Jóni Nordal). Einn var þó til viðbótar talinn heimilis- fastur, en það var Brandur Árna- son. Var Brandur sá af kattarkyni, bröndóttur og kominn frá Ái’na Hafstað. Hef ég fyrir satt, að Jón hafi ort kettinum dýr kvæði, sem ég ekki kann. Kann ég reyndar ekki nema eina vísu eftir Jón, og er hún í niðurlagi greinarkorns þessa. Stórfróðlegt var að kynnast gestum þeirra hjóna. Löng væri sú upptalning, ef ég teldi alla, en mér er minnisstæðastur Halldór Kiljan og Auður. Sagði ég Halldóri, að ég hefði þrisvar byrjað á íslands- klukkunni, og þrisvar gefizt upp: mín íslenzka er nefnilega sú hin sama og Björn Guðfinnsson samdi og Magnús Finnbogason kenndi í MR. íslandsklukkan var í mínum augum á bjöguðu máli, og hefði eins getað verið á færeysku; mér var ómögulegt að lesa hana. Hall- dóri líkaði vel þessi kjaftfori strák- ur og bauð mér dús, sem var mikill heiður á þeim árum, þegar þéring- ar voru notaðar af heldri mönnum til að halda puplinum frá sér. Svona var Halldór stór. Nýlega hef ég að stífri áeggjan lesið Sjálfstætt fólk. Trikkið til að fá mig til að lesa hana var, að mér var boðin bókin á ensku. Þá var mér öllum lokið og hundskaðist til að lesa hana á Halldórs-íslenzku. Bókin þótti mér frábær, en verst er að geta ekki sagt Halldóri það eða Jóni, sem ég held hafi lesið flestar bækur Halldórs í frumriti. Heimflisbragur var þannig, að þau bjuggu í einbýlishúsi, sem var kjallari, aðalhæð og ris. Á aðalhæð- inni var eldhús, góð borðstofa, alltaf hlaðin veitingum , sem alltaf komu úr hendi húsmóðurinnar, stór dagstofa var þar, en úr henni voru dyr til garðsins, sem var stór. Þá var þar skrifstofa Jóns, og sér- stakur stóll fýrir Brand kött, þegar hann var að kynna sér forn fræði, sem hann kunni reyndar ekkert í, ef frá er talið að éta mýs og fugla, óþokkinn sá arna. Við Helgi Jónsson vorum sprellikai’larnir á Kjærstrupvegi. Við lékum krokket í garðinum með slíkum tilþrifum, að nágrannar kvörtuðu vegna hávaða. í garðinum var mjög stórt kirsuberjatré. Þegar við hirtum kirsuberin var hávaða- framleiðslan einnig úr hófi. í því tré tókst okkur að sanna á áþreifanleg- an hátt, að mannkynið (þ.e. við Helgi) áttum ekki langt að sækja tfl forfeðra von-a apanna (skv. síðustu rannsóknum eru hin frægu erfða- efni 98,4% hin sömu í okkur og sumum öpum, að vísu gáfaðri teg- undunum). Það vissum við ekki þá. Horft aftur til þessara ára og þess góða fólks, sem bjó þá á Kjærstrupvegi, er mér sérlega ljúft að segja fölskvalaust, að þau voru í sérstökum stjömuflokki þeirra manna, sem ég hef kynnzt. Það var heilsteypt, vinnusamt, heiðarlegt og ævilangt heilir vinir vina sinna. Mér er einstakur heiður að hafa átt Þórunni, Jón og bömin að vin- um. Talið er, að allir menn muni deyja, þótt ekki sé það sannanlegt fyrr en að afloknum þeim atburði í lífi hvers og eins. Jón lýsti ævinni á sinn hátt í vísu þeirri, sem hér fer á eftir: Einn hef ég bam á óstyrkum fótum tifað. Einn hef ég fullorðinn þarflitlar bækur skrifað. Einn hef ég vitað min álög, sem varð ekki bifað. Einn mun ég heyja mitt strið, þegar nóg er lifað. Og vel var lifað. Sveinn Torfí Sveinsson. Ógleymanleg persóna Jón Helgason prófessor gleymist þeim seint sem hann sáu. Það var á árunum 1956-57 er ég eitt sinn var staddur í Kaupmannahöfn að efnt var til kvöldvöku á Kannibalen. Þar voru gestir Þórbergur Þórðar- son rithöfundur og Margrét kona hans og sátu við háborð. Fjöldi ís- lendinga sótti vökuna og var hús- fyllir. Meðal nafntogaðra voru Jón Helgason og Sigurður Nordal, þá sendiherra í Kaupmannahöfn. Allir bekkir vom setnir; tylltu sumir sér í gluggakistur, þeirra á meðal Jón Helgason og sást þar vel til hans. Mig minnir Þórbergur hafa lesið upp kafla úr endurminningum sín- um úr Suðursveit, sem þá vom að koma út, og fékk mjög góða áheyrn. Eftir lesturinn var ýtt á hann að koma með meira og segja frá einhverju eftirminnflegu. í fyrstu færðist hann undan en síðan komu sögumar ein af annarri, meðal annars nokkrar mergjaðar af Áma Þórarinssyni, sem ekki ekld höfðu fengið inni í ævisögunni. Á meðan Þórbergur lét dæluna ganga gekk hann um gólf, staldraði við öðra hvom með sínu látbragði, skaut orðum að Margréti sinni inn á milli og bar undir hana hvort hæfði að segja þetta eða hitt. Salur- inn iðaði undir frásögn Þórbergs og kættust menn því meir sem á leið. Ég hafði ekki litið Jón Helgason augum fyrr en fylgdist þeim mun betur með honum þetta kvöld. Svipbrigði hans undir sögum Þór- bergs vom ógleymanleg og fór ekki milli mála að hann naut stundarinn- ar. Þegar ég heyrði um áratug síð- ar af því látið að Jón hefði vakið mikla athygli hjá norrænum sjón- varpsáhorfendum fyrir framgöngu sína sem dómari í samnorrænni spumingakeppni, kom það ekki á óvart. Stefán Karlsson, lærisveinn Jóns, sagði mér nýlega að það hafi ekki síst verið kunnátta hans í nor- rænum málum sem hreif hlustend- ur. Hann notaði ekki ,,skandinav- ísku“ eins og flestir Islendingar tíðka heldur svaraði til á tungumáli þess sem í hlut átti hverju sinni. Jón Helgason og nóbelsskáldið Kunningsskapur þeirra Halldórs Kfljans Laxness og Jóns Helgason- ar var náinn og gefandi, vafalaust fyrir báða, og áhrifin frá Jóni skfl- uðu sér með ýmsum hætti inn í verk nóbelsskálsins. Þetta er nú alkunna og meðal annars staðfest af bréfa- skiptum þeirra sem Peter Hallberg rekur í sínu mikla verki um Halldór. Það var Jón sem miðlaði vini sínum þegar árið 1924 og síðar upplýsing- um um Jón Hreggviðsson og vafalít- ið ýmsu fleh’a af sögusviði íslands- klukkunnar [Hús skáldsins 2, Mál og menning 1971, s. 87]. Svipuðu máli gegnir um Gerplu, sögusvið og ekki síst orðfæri. Þótt Halldór væri fundvís og fjölmenntaður í miðalda- sögu eins og sést af fjölmörgum rit- gerðum hans var Jón þar á heima- velli þegar kom að texta. Kynni þessara tveggja um mai’gt ólíku manna glæddu þannig af sér loga í bókmenntum aldarinnar þar sem erfitt getur verið að greina hvurs er hvað. Frásögn Halldórs af fyrsta fundi þeirra Jóns á Café Himnaríki 1919 og síðari samskipt- um er gullsígildi [Ungur ég var, Helgafell 1976, s. 72-86]. Dómur hans um skáldskap Jóns fellur svo að minni tflfinningu að best er að vitna til orða Halldórs: „Einhver sagði að Jón hefði fórnað andagift- inni fyrir að ráða teikn, leysa bönd og geta í eyður í forntextunum. En þekkíng á túngunni, meiri og traustari en menn hafa sagnir af, hefur gætt þenan mann, sem þó var skáld að upplagi, hæfileika til að yrkja lífigædd ljóð samkvæmt stíltegundum allra tímabfla ís- lenskrar málsögu, að dróttkvæða- stíl lOndu aldar og sálmakveðskap hinnar 17du ekki undanskildum.“ Ummæli Halldórs um Gunnars- hólma Jónasar Hallgrímssonar og Áfanga Jóns Helgasonar sem „kvæði sem má skifta á milligjafar- laust“ eru orð að sönnu. Með áðumefndan upplestur Þór- bergs í huga er fróðlegt að sjá Hall- dór greina frá fyrstu samræðum þeirra Jóns nær fjóram áratugum fyn’, þar sem hann spyr um Þór- berg einan skálda á Islandi, mann „sem enn hafði ekki gefið út bók né eignast innhlaup í málgagni". Gengið í helgidóminn Ég var svo heppinn að upplifa þá stemmningu sem því fylgdi að sigla utan með þeim fleytum sem tengdu íslendinga við gamla höfuðborg sína fram eftir öldinni. Þetta vom Ms. Dronningen með viðkomu í Færeyjum og Ms. Gullfoss sem stansaði oft dagpart í Leith. Bar- áttan um íslensku handritin var í algleymingi á sjötta tug aldarinnar og marga langaði að berja þær ger- semar augum. Þegar ég 1956 gaf mér tíma frá öldurhúsum og annan-i skyldugri skemmtan með löndum að líta í háskólabókasafnið í Fjólustræti var Árnasafn lokað, handrit komin í kassa og biðu flutn- ings í Próvíanthúsið við rósagarð- inn þar sem áður var Orlogshöfn Kristjáns fjórða. í annarri tilraun, ég held á leið minni til Leipzig haustið 1957, fann ég safnið fyrir á þessum nýja stað og fékk að líta inn úr undir leiðsögn Jóns, sem þá hafði starfað við safnið sem for- stöðumaður þess í full 30 ár. Þetta var eins og að ganga í helgidóm. Aðdáendur á fjöllum Áður hér var komið sögu hafði ég heyrt margar sögur af Jóni frá námsmönnum í Kaupmannahöfn, þeirra á meðal Steingrími Pálssyni landmælingamanni og Stefáni Karlssyni sem brátt varð starfs- maður Det arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn (1957- 1970) og síðar sérfræðingur og for- stöðumaður Stofnunar Árna Magn- ússonar á íslandi. Með þeim og fleiri skemmtflegum félögum vann ég við mælingar á miðhálendinu 1956. Það sumar vom ljóð Jóns Helgasonar oft lesin hátt og í hljóði norðan Tungnár og á Sprengisandi með Löðmund í sjónmáli í fjarska. Steingrímur hafði dvalið nokkur ári^ eftir stríð í Kaupmannahöfn við nám og tók drjúgan þátt í félagslífi stúdenta, þar sem Jón var þá hrók- ur fagnaðar. Auk Stefáns var ég málkunnugur öðmm lærisveini Jóns, Jónasi Kristjánssyni, sem varð starfsmaður og síðar for- stöðumaður handritastofnunarinn- ar hér heima frá 1971. Frásagnir þessara manna nægðu til að gera Jón Helgason að þjóðsagnaper- sónu í mínum huga, en kynni mín vom fyrst og fremst af ljóðskáld- inu sem ég dáði strax í mennta- .. skóla og hefur fylgt mér síðan heima og erlendis. Ljóðabókina Úr landsuðri fékk ég í jólagjöf 1955 og sú bók er nú álíka lúin orðin og Kvæðakver HKL. Handritaspjall Bókin Handritaspjall eftir Jón Helgason var gefin út á vegum Máls og menningar 1958, mikill hvalreki fyrir leikmenn til að fá nasasjón af íslenskum handritum. Fyrir mig var bók þessi opinberan og glæddi skflning minn á sögu ís- lenskra handrita og því starfi sem tengist vörslu þeirra og útgáfu. í Handritaspjalli koma vel fram hæfileikar Jóns til að miðla til okk- ai’ ólæsra fróðleik um handritin og samhengi íslenskra bókmennta. Bók þessi mætti vera skyldulesn- ing í framhaldsskólum. Sem kenn- ari var Jón rómaður og sem vís- indamaður ól hann upp þá ágætu fræðimenn sem tóku við vörslu handritanna sem heim bárast eftir að samningar tókust við dönsk stjórnvöld um afhendingu þeima. Ekki hef ég fengið skýringu á hvers vegna Jóni var ekki meiri sómi sýndur en raun bar vitni eftir i lausn þeirrar viðkvæmu deilu, en þeir sem næstir honum stóðu full- yrða að hann hefði kosið að fylgja handritunum heim til íslands. „Það gleymdist að biðja pabba að koma með,“ sagði Solveig, dóttir hans, í útvarpsþætti fyrir fáum dögum og fleiri hafa gefið hið sama til kynna. Heiðurslaun listamanna Árlega úthlutar Alþingi dálítilli fjárhæð til valins hóps undir heit- inu heiðurslaun listamanna. Á þessu ári koma þau í hlut 13 manna, ellefuhundrað þúsund til hvers, en flestir munu heiðurs- launamenn hafa orðið 17. Mennta- málanefnd þingsins, áður mennta- málanefndir beggja þingdeilda, gerir tfllögur um hlutaðeigandi og hefur undantekningalítið verið á þær fallist í þinginu. Haustið 1983 var ég kjörinn í menntamálanefnd Neðri defldar og átti þá og næstu ár hlut að tillögu nefndanna. Við að líta yfir heiðurslaunalistann undraðist ég að þar var ekki að finna nafn Jóns Helgasonar og gerði ég því um hann tillögu. Menntamálanefndimar funduðu samkvæmt hefð sameiginlega um málið. Margar hugmyndir vora um verðuga og átti tillagan um Jón á brattan að sækja. Var mörgu borið við svo sem því að langt væri síðan ; hann hefði sent frá sér ljóðabók, óvíst væri að hann myndi þiggja slíka viðurkenningu, gæti jafnvel bragðist við henni öndverður, og varpað var fram spurningu um hvort hann væri íslenskur þegn. Við skoðanakönnun stóðu aðeins þrír nefndarmenn og einn áheyrn- arfulltrúi með Jóni. Þó varð að lok- um að samkomulagi að fjölga í heiðurlaunaflokki og hafa Jón með í hópnum og var hann þar til dauðadags. Mér þótti vænt um þessa niðurstöðu og fannst sem þjóðþingið væri með þessu seint og * um síðir að senda örlítinn þakklæt- isvott í landsuður. Nú þegar hund- rað ár eru liðin frá fæðingu Jóns Helgasonar finnst væntanlega flestum sem höfundur Áfanga hafi átt þarna heima sem eitt af önd- vegisskáldum þjóðarinnar. Hjörleifur Guttormsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.