Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Ágúst HINN nýi bátur Fjarðaferða í Neskaupstað. Fjarðaferðir eign- ast nýjan bát Morgunblaðið/Brynjúlfur Brynjólfsson ÖRN Þorbjörnsson afhendír Margréti Eyjólfsdóttur Humarskálina en hún er 8 kg að þyngd. Neskaupstað - Fjarðaferðir í Neskaupstað hafa fest kaup á nýjum bát fyrir starfsemi sína. Báturinn, sem keyptur var í Hollandi, er smíðaður í Skotlandi árið 1989 en er lítið notaður. Hann er um 50 feta langur og bú- inn tveimur 375 hestafla aðalvél- um auk Ijósavélar. Báturinn er byggður til úthafs- siglinga og er sterkbyggður og vel búinn siglingatækjum. Þá er allur búnaður fyrir farþega mjög góður. Þessi nýi bátur eykur mjög mögu- leika Fjarðaferða á að auka umsvif sín því að báturinn sem þeir eiga fyrir var oft á tíðum of lítill t.d. íyr- ir hópa úr langferðabifreiðum. Rúm er fyrir á milli 40 og 50 far- þega í bátnum. Fjöl- menni á humar- hátíð Höfn - Fleiri og fleiri eru farnir að leggja leið sína til Hornaíjarð- ar siðustu helgina í júní með von um að geta smakkað á aðals- merki hátíðarinnar, humri. Að veiyu byrjaði humarhátíð- in með götuleikhúsi, gengið var frá bryggjunni og inn á hátíðar- svæðið við Heppuskóla. Þegar gangan fór fram hjá ráðhúsinu tók sig út úr henni hópur ung- menna, öll svartklædd, „Menn í svörtu“ fóru inn í húsið og sóttu Garðar Jónsson bæjarstjóra og fylgdu honum inn á hátíðar- svæðið þar sem hann setti hátíð- ina formlega. Síðan tók við sam- felld dagskrá sem stóð fram á nótt. Hátíðin byijaði svo aftur kl. 9 á laugardagsmorgni og stóð langt fram eftir nóttu. Mörg skemmtiatriði voru í boði, ýmiss konar leiktæki fyrir börnin, Bylgjulestin, Hálandaleikar og fjölbreytt dagskrá heimafólks. Það voru Björgunarfélag Horna- Ijarðar, Leikfélag Hornafjarðar, Kariakórinn Jökull og Knatt- spyrnudeild Sindra sem sáu um allan undirbúning og skipulagn- ingu hátíðarinnar. Einn af stórviðburðum humar- hátíðar er heimsmeistaramótið í Hornafjarðarmanna sem nú var haldið í þriðja sinn. Margrét Eyj- ólfsdóttir varð heimsmeistari en þátttakendur voru 150. Upphafs- maður mótsins, Albert Eymunds- son, stjórnaði af röggsemi. Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson Tvíbreið brú yfir Eskifjarðará Eskifirði - Ný brú yfir Eski- fjarðará hefur verið tekin í notkun og verið er að loka fyrir leiðinni að þeirri gömlu. Það er Myllan frá Egilsstöðum sem hefur verkið með hönd- um. Við þetta fækkar ein- breiðum brúm um eina því nýja brúin er tvíbreið og með góðri gönguleið. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FULLTRÚAR á aðalfundi Kirkjugarðasambands íslands. Aðalfundur Kirkjugarða- sambandsins í Eyjum Vestmannaeyjum - Aðalfundur Kirkjugarðasambands íslands var haldinn í Eyjum nýlega. I Kirkju- garðasambandinu, sem stofnað var fyrir þremur árum, eru 40 kirkju- garðar sem ná yfir 90% af gjaldend- um kirlqugarðagjalds á landinu. Á aðalfundinum var fjallað um fjármál kirkjugarða sem og umhirðu garðanna. Þá var gerð grein íyrir starfsemi kirkjugarðasjóðs, fjallað um samnýtingu tölvubúnaðar gegn- um veraldarvefinn og rætt um end- urskoðun laga um kirkjugarða og samræmingu reglna um kirkjugarða. Ýmislegt annað var gert í tengsl- um við fundinn og m.a. var tækja- og áhaldasýning þar sem sýnd voru tæki sniðin að garðyrkju. Að lokn- um fundarstörfum var farið í skoð- unarferðir um Vestmannaeyjar með fundarmenn og maka þeirra. Kvennakvöld í Röstinni Öku- leiknin hafín Höfti- Ökuleikni Sjóvár-Almennra og Bindindisfélags ökumanna hófst á Homafirði sl.mánudag, þaðan verð- ur svo farið austur fyrir land og end- að 31. júlí í Galtalæk. Námskeið verður fyrir elstu krakka vinnuskól- anna á hveijum stað og er það hluti af starfi vinnuskólanna. Námskeiðið byggir á bóklegri og verklegri fræðslu. I bóklega hlutanum verður farið í ýmis þau atriði sem máli skipta fyrir unga fólkið til að auka öryggi þein-a sem gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur. I verklega þættinum verður notast við GO-kart bíla. Á Homafirði sóttu 40 krakkar námskeiðið. Hjólreiðakeppni var fyr- ir 9 ára og eldri, krakkamir fengu stutta fræðslu um reiðhjólin og bún- að þeirra ásamt nokkmm reglum sem þarf að hafa í huga þegar hjólað er. Keppt var í tveimur riðlum, 12 ára og yngri og svo eldri en 12 ára í braut með ýmsum þrautum. Sigur- vegarar urðu Júhus Gunnar Sveins- son í yngri flokki og Axel Bragi Andrésson í eldri flokki en alls tóku 33 krakkar þátt í hjólakeppninni. Ljósmynd/Eldhorn 33 KEPPENDUR tóku þátt á GO-kart bflum. í keppni á GO-kart bflum voru einnig 33 keppendur en þar var ald- urstakmarkið 12 ára. Skipt var í tvo flokka, piltar og stúlkur. Sigurvegari í piltaflokki var Einar Haraldsson og í stúlknaflokki sigraði Sara Eik Sig- urðardóttir. I ökuleikni á bflum var einnig keppt í karla- og kvenna- flokki, sigurvegaramir, þau Kristín Hanna Hauksdóttir og Haraldur Jónsson, komast í úrslitakeppni um Islandsmeistaratitilinn í ökuleikni sem fram fer í Reykjavík 14. ágúst. Að venju var svo veltibíll á staðn- um og vakti hann mikla athygli þeirra yngstu. Hellissandi - Glatt var á hjalla í Félagsheimilinu Röst á Hellissandi þegar konur af Snæfellsnesi komu þar saman á kvenréttindadaginn, 19. júní, snæddu kvöldverð, sungu og fluttu skemmtiatriði. Kosin var kona kvöldsins og aldraðar skör- ungskonur úr kvenfélagastarfi heiðraðar. Kvenfélagasambandið sam- þykkti fyrir allmörgum árum að gera tilraun til að ná saman kvenfélagskonum á kvenrétt- indadaginn. í fyrstu var komið saman á Búðum en sú venja Iagðist af. Þá var tekin upp sú venja að eitt félag byði hinum til kvöldverðar og skemmtunar á sinni heimaslóð. Hófst þetta á Hellissandi fyrir sex árum og hafði nú hringnum verið lokað og var komið að Kvenfélagi Hellissands á nýjan leik að bjóða hinum kvenfélögunum heim. Hefur þetta alltaf mælst vel fyrir og þátttaka verið góð. Morgunblaðið/Ólafur Jens KVENFÉLAGSKONUR í Röstinni. Að sögn Þorbjargar Alexand- hringur um Snæfellsnes þessara ersdóttur, formanns Kvenfélags ánægjulegu heimsókna á kven- Hellissands, hefst nú annar réttindadaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.