Morgunblaðið - 30.06.1999, Síða 18

Morgunblaðið - 30.06.1999, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Ágúst HINN nýi bátur Fjarðaferða í Neskaupstað. Fjarðaferðir eign- ast nýjan bát Morgunblaðið/Brynjúlfur Brynjólfsson ÖRN Þorbjörnsson afhendír Margréti Eyjólfsdóttur Humarskálina en hún er 8 kg að þyngd. Neskaupstað - Fjarðaferðir í Neskaupstað hafa fest kaup á nýjum bát fyrir starfsemi sína. Báturinn, sem keyptur var í Hollandi, er smíðaður í Skotlandi árið 1989 en er lítið notaður. Hann er um 50 feta langur og bú- inn tveimur 375 hestafla aðalvél- um auk Ijósavélar. Báturinn er byggður til úthafs- siglinga og er sterkbyggður og vel búinn siglingatækjum. Þá er allur búnaður fyrir farþega mjög góður. Þessi nýi bátur eykur mjög mögu- leika Fjarðaferða á að auka umsvif sín því að báturinn sem þeir eiga fyrir var oft á tíðum of lítill t.d. íyr- ir hópa úr langferðabifreiðum. Rúm er fyrir á milli 40 og 50 far- þega í bátnum. Fjöl- menni á humar- hátíð Höfn - Fleiri og fleiri eru farnir að leggja leið sína til Hornaíjarð- ar siðustu helgina í júní með von um að geta smakkað á aðals- merki hátíðarinnar, humri. Að veiyu byrjaði humarhátíð- in með götuleikhúsi, gengið var frá bryggjunni og inn á hátíðar- svæðið við Heppuskóla. Þegar gangan fór fram hjá ráðhúsinu tók sig út úr henni hópur ung- menna, öll svartklædd, „Menn í svörtu“ fóru inn í húsið og sóttu Garðar Jónsson bæjarstjóra og fylgdu honum inn á hátíðar- svæðið þar sem hann setti hátíð- ina formlega. Síðan tók við sam- felld dagskrá sem stóð fram á nótt. Hátíðin byijaði svo aftur kl. 9 á laugardagsmorgni og stóð langt fram eftir nóttu. Mörg skemmtiatriði voru í boði, ýmiss konar leiktæki fyrir börnin, Bylgjulestin, Hálandaleikar og fjölbreytt dagskrá heimafólks. Það voru Björgunarfélag Horna- Ijarðar, Leikfélag Hornafjarðar, Kariakórinn Jökull og Knatt- spyrnudeild Sindra sem sáu um allan undirbúning og skipulagn- ingu hátíðarinnar. Einn af stórviðburðum humar- hátíðar er heimsmeistaramótið í Hornafjarðarmanna sem nú var haldið í þriðja sinn. Margrét Eyj- ólfsdóttir varð heimsmeistari en þátttakendur voru 150. Upphafs- maður mótsins, Albert Eymunds- son, stjórnaði af röggsemi. Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson Tvíbreið brú yfir Eskifjarðará Eskifirði - Ný brú yfir Eski- fjarðará hefur verið tekin í notkun og verið er að loka fyrir leiðinni að þeirri gömlu. Það er Myllan frá Egilsstöðum sem hefur verkið með hönd- um. Við þetta fækkar ein- breiðum brúm um eina því nýja brúin er tvíbreið og með góðri gönguleið. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FULLTRÚAR á aðalfundi Kirkjugarðasambands íslands. Aðalfundur Kirkjugarða- sambandsins í Eyjum Vestmannaeyjum - Aðalfundur Kirkjugarðasambands íslands var haldinn í Eyjum nýlega. I Kirkju- garðasambandinu, sem stofnað var fyrir þremur árum, eru 40 kirkju- garðar sem ná yfir 90% af gjaldend- um kirlqugarðagjalds á landinu. Á aðalfundinum var fjallað um fjármál kirkjugarða sem og umhirðu garðanna. Þá var gerð grein íyrir starfsemi kirkjugarðasjóðs, fjallað um samnýtingu tölvubúnaðar gegn- um veraldarvefinn og rætt um end- urskoðun laga um kirkjugarða og samræmingu reglna um kirkjugarða. Ýmislegt annað var gert í tengsl- um við fundinn og m.a. var tækja- og áhaldasýning þar sem sýnd voru tæki sniðin að garðyrkju. Að lokn- um fundarstörfum var farið í skoð- unarferðir um Vestmannaeyjar með fundarmenn og maka þeirra. Kvennakvöld í Röstinni Öku- leiknin hafín Höfti- Ökuleikni Sjóvár-Almennra og Bindindisfélags ökumanna hófst á Homafirði sl.mánudag, þaðan verð- ur svo farið austur fyrir land og end- að 31. júlí í Galtalæk. Námskeið verður fyrir elstu krakka vinnuskól- anna á hveijum stað og er það hluti af starfi vinnuskólanna. Námskeiðið byggir á bóklegri og verklegri fræðslu. I bóklega hlutanum verður farið í ýmis þau atriði sem máli skipta fyrir unga fólkið til að auka öryggi þein-a sem gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur. I verklega þættinum verður notast við GO-kart bíla. Á Homafirði sóttu 40 krakkar námskeiðið. Hjólreiðakeppni var fyr- ir 9 ára og eldri, krakkamir fengu stutta fræðslu um reiðhjólin og bún- að þeirra ásamt nokkmm reglum sem þarf að hafa í huga þegar hjólað er. Keppt var í tveimur riðlum, 12 ára og yngri og svo eldri en 12 ára í braut með ýmsum þrautum. Sigur- vegarar urðu Júhus Gunnar Sveins- son í yngri flokki og Axel Bragi Andrésson í eldri flokki en alls tóku 33 krakkar þátt í hjólakeppninni. Ljósmynd/Eldhorn 33 KEPPENDUR tóku þátt á GO-kart bflum. í keppni á GO-kart bflum voru einnig 33 keppendur en þar var ald- urstakmarkið 12 ára. Skipt var í tvo flokka, piltar og stúlkur. Sigurvegari í piltaflokki var Einar Haraldsson og í stúlknaflokki sigraði Sara Eik Sig- urðardóttir. I ökuleikni á bflum var einnig keppt í karla- og kvenna- flokki, sigurvegaramir, þau Kristín Hanna Hauksdóttir og Haraldur Jónsson, komast í úrslitakeppni um Islandsmeistaratitilinn í ökuleikni sem fram fer í Reykjavík 14. ágúst. Að venju var svo veltibíll á staðn- um og vakti hann mikla athygli þeirra yngstu. Hellissandi - Glatt var á hjalla í Félagsheimilinu Röst á Hellissandi þegar konur af Snæfellsnesi komu þar saman á kvenréttindadaginn, 19. júní, snæddu kvöldverð, sungu og fluttu skemmtiatriði. Kosin var kona kvöldsins og aldraðar skör- ungskonur úr kvenfélagastarfi heiðraðar. Kvenfélagasambandið sam- þykkti fyrir allmörgum árum að gera tilraun til að ná saman kvenfélagskonum á kvenrétt- indadaginn. í fyrstu var komið saman á Búðum en sú venja Iagðist af. Þá var tekin upp sú venja að eitt félag byði hinum til kvöldverðar og skemmtunar á sinni heimaslóð. Hófst þetta á Hellissandi fyrir sex árum og hafði nú hringnum verið lokað og var komið að Kvenfélagi Hellissands á nýjan leik að bjóða hinum kvenfélögunum heim. Hefur þetta alltaf mælst vel fyrir og þátttaka verið góð. Morgunblaðið/Ólafur Jens KVENFÉLAGSKONUR í Röstinni. Að sögn Þorbjargar Alexand- hringur um Snæfellsnes þessara ersdóttur, formanns Kvenfélags ánægjulegu heimsókna á kven- Hellissands, hefst nú annar réttindadaginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.