Morgunblaðið - 30.06.1999, Síða 27

Morgunblaðið - 30.06.1999, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 27 Eitthvað óvenjulegt Fyrr á árínu kom út * Ljósmynd/Þorvarður Árnason SVERRIR Guðjónsson sem dauðinn í Óperuleiknum Maður lifandi. um heim allan plata Sverris Guðjónssonar Epitaph, og fyrir skemmstu kom Sverrir fram á tónleikum í Barcelona þar sem hann meðal annars kynnti plötuna. Árni Matthíasson tók Sverri tali og innti eftir tón- leikunum. FYRR Á þessu ári kom út um heim allan platan Epitaph á vegum franska fyrirtæksins Opus 111. Á plötunni var flutningur Sverris Guðjónssonar á ýmislegri þjóðlegri íslenskri tónlist í búningi hans. Fyrir skemmstu var Sverrir síðan á ferð í Barcelona og flutti þar dag- skrá að hluta byggða á plötunni, en tónleikamir voru tO komnir meðal annars vegna útgáfunnar. Árlega heldur sparisjóðsbankinn la Caixa ýmsar tónlistarhátíðir í Barcelona og þar á meðal er hátíð helguð gamalli tónlist, Festival de música antiga, sem haldin var í 22. sinn út maí sl. Sverrir segir að framkvæmdastjóri þeirrar hátíðar hafi haft fregnir af Epitaph-plöt- unni og þar sem hún hafi sérstakan áhuga á kontratenórröddum hafi hún leitað til hans. „Hún sagðist hafa hlustað á plötuna og vildi endilega fá mig til að koma fram á hátíðinni og þá helst með dagskrá sem byggð væri á plötunni," segir Sverrir og bætir við að hann hafi ákveðið að flytja á tónleikunum dagskrá sem fæli eitthvað í meira sér en bara hreinan tónlistarflutn- ing. Með Sverri út fóru þau Camilla Söderberg blokkflautuleikari og Snorri Orn Snorrason lútuleikari. Sverrir segir að tónleikarnir hafi verið haldnir í gamalli kirkju í got- neska hverfi Barcelona, Sant Felip Neri, „einkar skemmtilegri kirkju sem hentaði vel tO tónlistarflutn- ings. Við notuðum kerti sem nán- ast einu lýsinguna í kirkjunni, bjuggum tO með þeim rými í miðri kirkjunni og hófum tónleikana með því að ég byrjaði að syngja úti í kirkjunni og gekk inn hana í myrkri í átt að ljósinu. Síðan kom CamOla úr annarri átt og Snorri úr enn annarri átt. Við sungum og lékum í svæðinu sem kertin af- mörkuðu og lukum síðan tónleik- unum með því að hverfa aftur út í myrkrið; komum út úr miðalda- þokunni, mættumst á þessum punkti í ljósarammanum og hurf- um síðan út í þokuna, framtíðina vonandi." Skipulag hátíðarinnar var mjög gott að sögn Sverris og vel staðið að kynningu. Meðal annars var mikil mæting á blaðamannafund sem haldinn var tO að kynna tón- leikana og góð umfjöllun í fjöðmiðl- um í Barcelona tónleikadaginn. Það hafi síðan eflaust haft sitt að segja með hversu aðsóknin var góð á tónleikana, en kirkjan var troð- fuO. „Það var nú búið að vara mig við aðsókninni," segir Sverrir og kímir, „og ég átti eins von á að það kæmu fáir því okkar nöfn þekkja fáir í Bareclona og íslendingar er- lendis eru ekki duglegir að sækja tónleika íslenskra listamanna. En það var rífandi aðsókn og fólk virt- ist komið tO að sjá og heyra eitt- hvað óvenjulegt.“ Byggt á íslenskum tónlistar- heimi Eins og getið er höfðu tónleika- haldarar áhuga á að heyra dag- skrá sem tengdist Epitaph og Sverrir setti saman tónleikadag- skrá eftir því. „Ég byggði á ís- lenskum tónlistarheimi og reyndi að vinna inn í miðaldastemmn- ingu. Island var svo einangrað að hér var engin endurreisn eða bar- rokk. Því langaði mig til að láta hið miðaldalega Island og Evrópu mætast, tók til að mynda fyrir breska tónlist frá endurreisnar- tímanum og tengdi við íslenska miðaldatónlist, reyndi að ímynda mér hvernig endurreisnin hefði orðið á Islandi og einnig hvernig evrópsk tónlist hefði brugðist við íslenskri miðaldadulhyggju.“ Sverrir segir að fyrir áheyrend- um erlendis hljómi íslenskur tón- listararfur sérkennOega og ekki síður íyrir mörgum íslendingum, enda hafi þeir ekki sinnt þessum arfi vel, þó nokkrir aðilar hafi lagt mikið af mörkum í slíkum rann- sóknum. „Við styðjumst mikið við þjóð- lagasafn Bjarna Þorsteinssonar en mér var tjáð að það næði ekki yfir nema fjórðung af því sem til er af íslenskum þjóðlögum, mikið til órannsökuðum og óskráðum,“ segir Sverrir en hluti rannsókna- starfsins er í höndum hans og fé- laga í Voces Thules sem eru að undirbúa upptökur og útgáfu á Þorlákstíðum, miklu verki og flóknu. „Við stefnum á að hefja upptökur í haust, höfum reyndar gert tilraunaupptökur til að finna réttan hljómbotn. I framhaldi af því ákváðum við síðan að hefja upptökur í haust, og reyna að klára sem mest þá. Þetta er svo mikið verk að það verður ekki allt tekið upp í einu, þarf fjóra geisla- diska tO þegar það verður gefið út, og við vOjum því gefa verkinu góð- an tíma, meðal annars til að hver kafli fái sína áferð, það verði ekki bara einn hljómur í gegnum allt,“ segir Sverrir og er rokinn við svo búið, en hann hefur í ýmsu öðru að snúast, syngur meðal annars dauðann í Operuleiknum Maður lifandi eftir Árna Ibsen, Karólínu Eiríksdóttur og Messíönu Tómas- dóttur. Raftón- list í Vín- arborg CAMILLA Söderberg flautuleik- ari hélt nýlega tónleika í Vínar- borg fyrir fullu húsi. Tónleik- arnir voru haldnir í listasmiðju í Vín sem sérhæfir sig í nútíma- ritlist, -ljóðlist, -myndlist og -tónlist. Að sögn Camillu voru tónleik- arnir í Vín vel sóttir. Hún segir salinn ekki hafa verið stóran en þéttsetinn. Dagskráin samanstóð af nútímatónverkum sem voru öll íslensk utan eitt, sem Dieter Kaufmann, skipuleggjandi tón- leikanna og fyi-rverandi kennari Camillu, samdi sérstaklega fyrir hana. Islensku tónverkin voru eftir Hilmar Þórðarson, Hjálmar H. Ragnarson, Þorstein Hauksson og Kjartan Ólafsson, en Camilla frumflutti verk hans hér heima í janúar. I Vín frumflutti Camilla hins vegar verk eftir Hilmar Þórðarson sem var sérstaklega samið fyrir tónleikana. Camilla segir frumflutningnum hafa ver- ið vel tekið og verður verkið flutt í breyttri mynd hér heima í október. CAMILLA Söderberg flautuleikari. Áhersla var lögð á raftónlist á tónleikunum sem var samleikur blokkfiautu og raftónlistar. Ca- milla segir það ekki síður gera tónleikana sérstaka að tónlistin var að megninu til íslensk. „Þetta var allt svolítið sér á báti, þannig að maður vissi ekki hvernig aðsóknin yrði,“ bætir Camilla við og segir sér hafa verið vel tekið og hún beðin að halda aðra tónleika síðar. „Ég er eiginlega bara að bíða eftir að fleiri tónskáld semji verk.“ Camilla er um þessar mundir að ljúka upptökum á barokktríó- sónötum fyrir blokkflautu og önnur hljóðfæri, sem koma út fyrir jólin. Serstakt og stor- fenglegt Island NYLOKIÐ er sýningu á verkum Jóhönnu Bogadóttur í Helsingfors og hlaut hún lofsamlega dóma. Dan Sundell, myndlistargagnrýnandi Hufvudstadsbladet, skrifar: „íslensk myndlist hefur verið vel kynnt undanfarið í galleríum okkar, kannski fyrir tilviljun, en þar hefur gætt töluverðrar fjölbreytni. Listmálarinn Jóhanna Boga fer greinilega aðrar leiðir en landar hennar þar sem hún notar hefð- bundið efni og form. Island er vissu- lega þekkt fyrir að fóstra framúr- stefnu hér á norðurslóðum. Jóhanna Boga málar ísland eins sérstakt og stórfenglegt og vænta má. Sterkir litir, stór og mjúk form í ólgandi myndbyggingu. Um er að ræða eld, hraun og vatn en einnig svolitla gróandi sem mætir and- stæðunni í litameðferð hennar og útkoman verður litræn sinfónía." TILVERA með hafi. Málverk eftir Jóhönnu Bogadóttur. Finnskir þjoðar- dýrgripir sýndir í Frakklandi Gullöld finnskrar málaralistar fær nú rækilega kynningu á tveimur lista- söfnum í Frakklandi. Sýningin L’horizon inconnu, þ.e. Óþekkti sjóndeildarhringurinn, hefur verið skipulögð af Ateneum og lista- söfmmum í Strassborg og Lille í sam- einingu að frumkvæði Frakka. Verkin á sýningunni, sem eru 170, sýna finnska málaralist ffá árunum 1870-1920. Kalevala-málverk Galléns-Kallela vekja athygli í Frakklandi. Þegar í byrjun þessarar aldai- vorú Kalevala- málverkin sýnd þar og eru meðal þekktustu finnskra listaverka. Móðir Lemminkáinens er eftirsótt listaverk til sýninga víða um heim. Nýlega var það sýnt á Mir Iskusstva- sýningunni í Sankti-Pétursborg og nú er röðin komin að Frakklandi. Aðrir fulltrúar finnskrar málaralist- ar á sýningunni eru Pekka Halonen, Eero Jámefelt, Magnus Enckell og Hugo Simberg. Sumum verkanna var þegar á þeim tíma sem þau urðu til ætlað alþjóðlegt gildi, eins og t.d. Brúðarvísunni eftir Gunnar Bemdt- son og Jarðarför barns eftir Albert Edelfelt. Myndin af Louis Pasteur, eitt þekktasta málverk Edelfelts af þeim sem fela í sér svipaða umhverfis- lýsingu, er líka meðal þeirra málverka sem hengd hafa verið upp. Helene Schjerfbeck og Amalie Lundal sóttu myndefni til BreUigne, til landslagsins og fólksins þar. Á sýn- ingunni em mörg verk sem bera því vitni að finnskir listamenn hafa unnið að list sinni í Frakklandi. Finnsk nútfmalist á frumskeiði er ekki ýkja þekkt erlendis. Fulltrúar þeirrar sístefnu sem verk eiga á sýn- ingunni em Eero Nelimarkka, Tyko Sallinen, Sulho Sipilá og Ellen Thesleff. Nýkomin sending af sófasettum Vandað Mantelassi leðursófasett, alklætt leðri 3+1+1. - Litir Vínrautt, grænt, dökkkoníaksbrúnt og Ijóskoníaksbrúnt I ); V jfflSflllÍPM Vönduð á góðu veröi! A ð e i n • T • Hjá okkur eru Visa- og Euro-raðsamningar ávísuná staðgreiðslu ___________l usgoqn Ármúla 8 - 108 Reykjavlk Síml 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.