Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 3St
GÍSLI
GUÐMUNDSSON <
isfólki og stofnun. Hún var um ár-
in einskonar móðurímynd þeirra
sem dvöldu á Grund, virt og metin
við hlið eiginmanns síns og setti
svip á hvar sem hún var og fór af
reisn sinni og umgengni allri.
Stjórn Grundar vill þakka það
allt sem hún lagði til og léði um ár-
in og minnist góðgjörða hennar í
þágu Grundar, veru hennar og
blessunarverka af dýpstu virðing.
Ekkert verður eins og jafnt við
burtför hennar, sem áður var á
heimilinu stóra, en arf lét hún eftir
ofinn þeim og tengdan sem eigin-
maður gaf, sem unnið verður eftir
og notið, svo lengi sem Guð lofar.
Við sendum ástvinum öllum
dýpstu samúðarkveðjur.
Stjórn Elli- og hjúkrunar-
heimilisins Grundar.
Nú er horfin af sviði jarðlífs
okkar frú Helga, eins og hún var
kölluð af okkur starfsfólkinu á
Elliheimilinu Grund.
Það var um vorið 1976 að ég
kynntist henni fyrst, það var með
þeim hætti að Gísli forstjóri sendir
mig upp í Túngötu 20 til að gera
við þakglugga og frú Helga kemur
til dyra og spyr mig glaðlega:
„Eruð þér nýi smiðurinn á Grund,
komið þér innfyrir, farið þér bara
upp stigann.“
Hún kom mér strax vel fyrir
sjónir, glaðleg og hlý í viðmóti en
ákveðin. Mér fannst hún búa yfir
miklum og góðum mannkostum,
hún var mjög listræn og smekkleg
kona eins og heimili þeirra hjóna
bar ljóst vitni um og kannski ekki
síst naut Elliheimilið Grund þessa
fágaða yfirbragðs hennar.
Það var gott að leita ráða hjá
henni og hún var ávallt mjög já-
kvæð og uppörvandi. Eg er for-
sjóninni þakklátur íyrir að hafa
kynnst henni og því sérstaka við-
móti, sem hún bjó yfir, og ég er
viss um að undir þessi orð mín
taka mjög margir sem henni
kynntust og ekki síst á Grund.
Guð blessi minningu Helgu
Björnsdóttur og styrki dætur og
afkomendur hennar í sorg sinni.
Heiðar S. Valdimarsson.
Mæt kona er gengin.
Helga Björnsdóttir hefur verið í
félagi okkar í rúma hálfa öld. Hún
var í hópi 13 kvenna, sem gengu í
félagið snemma árs 1944. Þá hafði
félagið breytt um markmið, frá því
að vera berklavarnarfélag í að
koma á fót fullkomnum barnaspít-
ala.
I Hringnum hefur hún lagt
gjöi-va hönd á margt. Hún átti sæti
í fjáröflunarnefnd og veitti henni
forstöðu um skeið. Einnig starfaði
hún að undirbúningi að árlegum
basar félagsins og virkjaði þar
margar konur með sér. Henni var
eiginlegt að taka málin í sínar
hendur.
Hún var hugkvæm og úrræða-
góð, fljót til framkvæmda, enda vel
ágengt í starfi. Stórtæk var hún og
raungóð.
Helga var gerð að heiðursfélaga
á 90 ára afmæli félagsins 1994.
Helga Björnsdóttir var ein
þeirra kvenna sem setti sterkan
svip á félag okkar í mörg ár. Á
kveðjustund þökkum við hennar
mörgu og góðu verk og þann hug
sem hún bar til félagsins.
Hringskonur senda dætrum
hennar og öðrum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur og
geyma góðar minningar um merka
konu.
Borghildur Fenger, formaður.
Helga Bjömsdóttir andaðist í
Reykjavík 20. júní sl. á áttugasta
og fimmta aldursári. Langri og
farsælli ævi mætrar konu er lokið.
Við þau tímamót þykir okkur vin-
konum Nínu, elztu dóttur Helgu,
við hæfi að þakka áratuga vináttu
og elskusemi í okkar garð.
Helga var gæfumanneskja, og
má segja, að lífið hafi leikið við
hana frá fæðingu. Ung giftist hún
Gísla Sigurbjömssyni í Ási, síðar
forstjóra Gmndar. Hún tók virkan
þátt í umfangsmiklu starfi hans,
bæði hvað varðar rekstur elliheim-
ilanna, og ekki síður margbrotnum
hugsj ónaverkefnum hans. Þau
vora alla tíð afar samrýnd, og
gagnkvæm virðing þeirra fór ekki
framhjá neinum, sem til þekkti.
Þau áttu frá upphafi þess kost að
ferðast mikið erlendis og áttu víða
ytra tryggan hóp góðra vina, sem
þau ræktuðu með sömu alúð og
sinn stóra vinagarð hér á landi.
Helga vann ekki utan heimilis í
þeim skilningi, að hún þægi laun
fyrir vinnu sína, en henni féll
aldrei verk úr hendi. Það munaði
um vinnuframlag hennar á vett-
vangi líknarmála, og var hún einn
af burðarásum Kvenfélagsins Hr-
ingsins og Vinahjálpar. Þessi félög
hafa, eins og kunnugt er, lagt fram
stórfé til þjóðþrifamála, og nægir
þar að nefna Bamaspítala Hrings-
ins. Hafa félögin safnað fé með því
að halda basara, þar sem seldir
eru munir, sem félagskonur vinna í
sjálfboðavinnu. í þessum störfum
naut sín vel listfengi Helgu, en hún
hafði óbrigðulan smekk. Állt lék í
höndunum á henni og hugmynda-
flugið og afköstin voru með ein-
dæmum. Heimili Helgu og Gísla,
hvort sem var í Reykjavík eða
Hveragerði, voru glæsileg menn-
ingarheimili og rómuð fyrir gest-
risni. Þar naut sín einstök smekk-
vísi Helgu og hæfileikar hennar til
að fegra allt umhverfi sitt. Þessir
hæfileikar hennar nýttust ekki síð-
ur til að bæta og prýða umhverfi
gamla fólksins, bæði á Grand og í
Ási. Fyrstu kynni flestra okkar af
höfðingsskap Helgu og Gísla vora,
þegar þau buðu heim öllum stúlk-
unum, sem útskrifuðust með Nínu
úr Menntaskólanum í Reykjavík
1956. Síðar áttum við vinkonurnar
eftir að njóta gestrisni þeirra ótal
sinnum, bæði á Túngötunni, í
Hveragerði og síðast á Litlu-
Grund. Það var ævintýri líkast að
vera boðinn til Helgu, það geislaði
af veislunum hennar. Borðin
svignuðu af veitingum, sem vora
svo fagurlega fram reiddar, að það
nálgaðist skemmdarverk að snerta
þær. En við unnum þau skemmd-
arverk, án þess að skammast okk-
ar, því að við vissum sem var, að
bragðið var engu síðra en útlitið.
Sama var um pakkana, sem hún
sendi á tímamótum í lífi okkar og
fjölskyldna okkar, þeir vora svo
fagurlega útbúnir, að oft liðu
margir dagar, þar til viðtakandinn
opnaði pakkann, honum nægði að
horfa á hann, en innihaldið sveik
svo engan.
Helga var afar fíngerð kona,
kvik í hreyfingum og einarðleg í
allri framgöngu. Hún hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum og hélt þeim óhikað
fram. Hún var alltaf glæsilega
klædd svo að af bar. Þegar við
kynntumst Helgu fyrst var hún í
huga okkar eins og hver önnur
mamma, búin að lifa sitt fegursta.
Seinna gerðum við okkur grein
fyrir, að hún var aðeins 42 ára og í
blóma lífsins að áliti þeirra, sem
höfðu öðlast svolítið meiri lífs-
reynslu en við. En það fór svo, að
Helga varð alltaf yngri og yngri í
augum okkar og varð, eins og hún
sjálf orðaði það: ein af okkur stelp-
unum. Þannig viljum við muna
hana, eins og hún var, þegar við
hittum hana síðast fyrir nokkrum
vikum, ungleg, hress, kát og sjálfri
sér lík. Við þökkum áratuga vin-
áttu og sendum dætrunum fjóram
og fjölskyldum þeiira samúðar-
kveðjur.
Saumaklúbbur Nínu.
Sorg og harmur vora þær til-
finningar sem náðu tökum á okkur
er við lásum andlátsfregn Helgu
Björnsdóttur á Grand. Dauðinn
hafði hrifsað góðan vin og góða
manneskju frá okkur. Vinátta mín
og Helgu stóð á gömlum og traust-
um granni. Upp úr aldamótunum
síðustu höfðu feður okkar, Bjöm
Arnórsson og Jóhann Olafsson,
kynnst á Akureyri. Árið 1919 lágu
leiðir þeirra aftur saman er Björn
gerðist félagi föður míns í fyrir-
tækinu Jóh. Ólafsson & Co, þegar
Björn keypti hluti meðstofnend-
anna Sighvatar og Sigfúsar Blön-
dal í fyrirtækinu. En þeir gerðust
meira en sameigendur. Milli feðra
okkar og síðar fjölskyldna þeirra
ríkti innileg og sönn vinátta alla
tíð. Faðir minn, sem var einhleyp-
ur fyrstu 10 ár samstarfsins, varð
einskonar „onkel“ Helgu og systra
hennar. Stundum hittumst við í
boði og Helga heilsaði alltaf með
sínu hressilega „sæll elskan" því
hún var 21 ári eldri og hafði þekkt
mig frá fæðingu, „mikið er gaman
að hitta þig héma“. Við slík tæki-
færi hafði hún jafnan gaman af að
rifja upp æskuminningar sínar og
sagði mér að hún og systur hennar
hefðu orðið ,jaloux“ út í móður
mfna er hún kynntist föður mínum
og tók þennan „frænda“ þeirra
fyrir sig. ,Þangað til höfðu þær
systur ávallt fengið að flengja á
sæng föður míns á bolludaginn. Á
þessum árum leigði faðir minn í
Tjamargötu 20 hjá Sigurði Briem
póstmeistara. Eitt skiptið fóru
þær systur herbergjavillt og létu
bolluvendina ganga á sæng póst-
meistarahjónanna, sem kunnu
ekki að meta þennan gáska ung-
meyjanna og rúmrask, sagði
Helga og skellihló. í hádeginu kom
svo faðir minn heim til þeirra með
fullan bakka af dýrindis bollum.
Svona minningar geymdi Helga,
fullar af gáska, sakleysi, lífskrafti
og yndisleik.
Helga var mikill kjamorkukven-
maður, fulltrúi lífsins á jörðinni.
Maður setti hana aldrei í samband
við dauðann. Það var eins og hún
hefði sérsamning. Slík var útgeisl-
unin, orkan og lífsgleðin. Þegar
faðir minn lést 1963 var mikil sorg
heima. Allt í einu stendur Helga
inni á miðju gólfi með fullt fangið
af blómum. Hún hressti okkur öll
upp og hughreysti. Svo var hún
horfin jafn skjótt og hún kom og
skildi öll blómin eftir. Helga hafði
alveg sérstaklega smitandi bros.
Augun hurfu í mjóar rifur og birt-
an endurkastaðist af hvítum tönn-
unum. Svona bros hafði Guðrún,
móðir hennar, og Björn Arnórs-
son, bróðursonur hennar. Svona
bros hefur Nína, dóttir hennar.
Það er í ættinni.
Helga vann á við marga menn
við hlið manns síns, Gísla Sigur-
björnssonar forstjóra. Öll
starfsævi þeirra var helguð upp-
byggingu og rekstri Elli- og
hjúkranarheimilis Grundar í
Reykjavík og Áss í Hveragerði.
Ekki veit ég hvernig verkaskipt-
ing var á milli þeirra hjóna eða
hvar staða Helgu var í skipurit-
inu, eins og nú væri spurt. Áður
var þetta allt einfaldara. Helga
var húsmóðir Grundar-heimilis-
ins, sem réttilega var kallað heim-
ili en ekki stofnun. Það var aldrei
deilt um stöðu húsmóðurinnar.
Hún var jafningi húsbóndans.
Helga og Gísli lifðu í sérstaklega
farsælu hjónabandi. Móðir mín
lýsti því svo að ósk Helgu væri
hans vilji. Á nítugasta afmælis-
degi móður minnar bauð Helga
henni til sín að dvelja að Grand.
Þar lést móðir mín sex árum síð-
ar. Allt var gert til þess að gera
dvöl hennar þar sem þægilegasta
og hafði hún oft orð á því hversu
mikið væri gert fyrir heimilisfólk-
ið til þess að láta því líða betur og
dreifa huga þess með alls kyns
skemmtunum og dægradvöl. Á
stórhátíðum eins og jólum var allt
heimilið skreytt og fært í jólabún-
ing undir umsjón Helgu og af
henni persónulega, með jóla-
skrauti, sem hún hafði sjálf gert
að stórum hluta. Það fór ekkert á
milli mála hver var húsmóðirin á
Grund. Og nú er hún horfin úr lífí
okkar fyrirvaralaust og hefur
skilið öll blómin eftir.
Guðrún og Jóhann J. Ólafsson.
+ Gísli Guð-
mundsson fædd-
ist í Hafnarfirði 17.
mars 1910. Hann lést
á Hrafnistu í Hafnar-
firði 23. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Guðmund-
ur Hróbjartsson,
jámsmiður í Hafnar-
firði, frá Oddgeirs-
hóla/Austurkoti,
Flóa, f. 25.6. 1881. d.
18.7. 1951, og
Ágústa Guðrún Jóns-
dóttir húsmóðir, frá
Reykjavík, f. 25.8.
1880. d. 11.3. 1961.
Þau bjuggu allan sinn búskap í
Hafnarfírði.
Systkini Gísla voru tólf og em
fjögur á lífi, það em Engilbjart-
ur, Friðmey, Ruth og Kristbjörg.
Látin em Sigríður, Hreiðar, Sig-
urjón, Jóhanna, Elínbjört, Jón
Eyvindur, Friðberg og Guðmund-
ur Ágúst.
15.12. 1934 kvæntist Gísli Jónu
Guðlaugu Högnadóttur, f. 22.
febrúar 1911 í Austurhlíð, Gnúp-
verjahreppi, d. 5.8. 1988. Foreldr-
ar hennar vom Högni Guðnason,
bóndi frá Traðarkoti, Stokkseyri,
f. 10.10. 1884, d. 27.12. 1972, og
Ólöf Jónsdóttir frá Köldukinn í
Holtum, f. 30.10. 1882, d. 26.5.
1957. Þau bjuggu lengst af í Lax-
árdal í Gnúpverjahreppi.
Börn Gísla og Guðlaugar eru:
1) Ólöf E., f. 24.9. 1936. 2) Gylfi, f.
24.12. 1940, d. 16.10. 1946. 3)
Hildur, f. 17.11. 1943. 4) Ágústa,
f. 4.3. 1947. 5) Auður, f. 19.5.
1948. 6) Sigrún, f. 16.6. 1950. Ólu
þau einnig upp elsta barnabarn
sitt, Gylfa Má, f. 7.9. 1958. Af-
Drottinn er minn Mrðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis
njóta.
Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta
vegu fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast
ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur
huggamig.
Þú býr mér borð frammi fyrir Qendum mín-
um,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér aila ævidaga
mína,
og í húsi drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Mig langar að minnast afa míns,
Gísla Guðmundssonar, í örfáum
orðum.
í uppvextinum varð ég þeirrar
gæfu aðnjótandi að eiga góðar
stundir með ömmu minni og afa á
Austurgötunni og ég mun ávallt búa
að því. Minningarnar era margar og
dýrmætar, þá koma upp í hugann
sundferðir, bíltúrar, hálfur beiskur
og orrusta við eldhúsborðið við okk-
ur barnabörnin. Afi átti stóran Benz
sem gaman var að ferðast í, stund-
um fékk ég að liggja í aftursætinu
alein og leið mér þá eins og
prinsessu, þegar afi og amma dekr-
uðu við mig. Á sunnudögum hitt-
umst við oft fjölskyldumar heima
hjá afa og ömmu, horfðum saman á
Húsið á sléttunni; þá var öllum troð-
ið inn í sjónvarpsherbergið því að
enginn ætlaði að missa af þættinum.
Á eftir sauð amma rauðar pylsur
handa okkur krökkunum, þá var nú
oft gaman. Afi var hagleiksmaður á
járn og tré, hann var töframaður í
mínum augum þar sem hann stóð
við rennibekkinn í kjallaranum ryk-
ugur upp fyrir haus með vindilinn í
munninum og galdraði fram fallega
hluti, mér fannst hann snúa við mér
baki í örskamma stund - og sjá,
alltaf eitthvað nýtt, súlur, skálar og
ostabakkar. Hann var alltaf að
smíða eitthvað og gefa okkur barna-
bömum. Það var hans líf og yndi að
skapa hluti. Við fráfall ömmu Laugu
fyrir um ellefu árum síðan varð afi
hálfur maður í langan tíma og sakn-
komendur Gísla og
Guðlaugar eru orðn-
ir 45 talsins.
Gisli lauk barna-
skólaprófi og 15 ára
gamall hóf hann
járnsmíðanám hjá
föður sínum. Hann
lauk námi frá Vél-
skóla Reykjavíkur
1931. Rafmagnsprófi
frá sama skóla 1939
og sveinsprófi í vél-
virkjun 1944. Hann
hlaut meistararétt- '
indi í iðn sinni 1964.
Á uppvaxtarárurn
sínum var Gísli við
ýmis störf, einn vetur var hann
mjólkurpóstur á Korpúlfsstöðum
og flutti rnjólk á hestvagni til
Reykjavíkur. Einnig vann hann
eitt ár á Álafossi við spunavélina.
Á árunum 1930-42 var hann til
sjós sem kyndari, annar vélstjóri
og fyrsti vélstjóri á ýmsum skip-
um. Eftir það vann hann við iðn
sína í landi. Yfirvélstjóri við
Hraðfrystihúsið f Innri-Njarðvík
1946-53. Gísli rak vélsmiðjuna
Klett í Hafnarfirði um áratuga-
skeið ásamt tveimur öðrum. Var
hann forstjóri Kletts 1955-85.
Gísli var virkur í félagsmálum í
gegnum árin og gegndi þar
mörgum trúnaðarstörfum, t.d. í
Rotaryklúbbi Ilafnaríjarðar, Frí-
múrarastúkunni Hamri, Meist-
arafélagi jámiðnaðarmanna og
Iðnaðarmannafélagi Hafnar-
fjarðar. Eftir starfslok var Gísli í
nokkur ár meðhjálpari við Frí-
kirkjuna f Hafnarfirði.
Útför Gísla fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin kl. 13.30.
aði ömmu eins og við öll gerðum.
Hann átti nokkur góð ár á Hrafn-
istu en var orðinn aldraður og lúinn
og hvfldinni feginn.
Með þessum minningabrotum
kveð ég afa minn Gísla Guðmunds-
son með þakklæti og óskum um
Guðs blessun.
Elínbjört.
Kveðja frá Haukum
Þegar sólin og sumarið heilsa
okkur á suðvesturhominu seint og
um síðir dregur skugga fyrir, þegai-
fréttist af andláti eins af okkar
góðu og traustu Haukafélögum'
Gísli Guðmundsson, jafnan kennd-
ur við vélsmiðjuna Klett, er fallinn
frá, kominn fast að níræðu. Gísli
var formaður Knattspyrnufélagsins
Hauka á áranum 1965-1969, þegar
félagsstarfið var byrjað að festa
rætur og blómgast eftir mikið end-
urreisnarstarf. Það var fengur fyrir
Hauka að fá framkvæmdamanninn
Gísla til forystu fyrir félagið.
íþróttafélög þurfa á traustum
mönnum að halda í sinni forystu-
sveit og Haukahjartað var á sínum
stað hjá Gísla eins og svo mörgum
öðrum í hans stóra systkinahópi og
fjölskyldu. Þegar Gísli tók við for-
mennsku í Haukum á miðjuro;
sjötta áratugnum var öflugt starf í
bæði handknattleiks- og knatt-
spyrnudeild og meginstarfsemi fé-
lagsins var að færast frá aðalstjórn
yfir til deildanna. Félagið var hins
vegar sem fyrr á eilífðarhrakhólum
með húsnæði, en átti inni í Ásbúð
við Vesturgötu í formannstíð Gísla.
Á þessum áram var farið að huga
að föstu heimili fyrir félagið, sem
var þá að nálgast fertugsaldurinn.
Haukar byggðu nokkram áram síð-
ar íþróttahús úr gömlu fiskverkun-
arhúsi uppi á hraunum og nú þegar
við kveðjum Gísla í hárri elli, og fé^
lagið hans er að nálgast sjötugsald-
urinn, hillir undir gamlar vonir og
drauma um glæsta framtíðarað-
stöðu^ og félagsheimili í hrauninu
við Ásvelli. Haukafélagai’ þakka
Gísla fyrir samfylgdina um leið og
ættingjum era færðar hugheilar
samúðarkveðjur. ^
Haukafélagar.