Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 17 Formenn knattspyrnudeilda KA og Þórs bjartsýnir þrátt fyrir slæma stöðu liðanna Botninum er náð Knattspyrnuliðum Akureyrarfélaganna hefur ekki gengið vel hin síðari ár. Skapti Hallgrímsson ræddi stöðu mála við for- menn knattspyrnudeildanna, Stefán Gunn- --------------------7--- laugsson KA-mann og Þórsarann Arna Oðinsson. Hér birtist fyrri hluti samtalsins en sá síðari bíður morgundagsins. LIÐ íþróttabandalags Akureyrar féll úr efstu deild Islandsmótsins haustið 1974 og sumarið eftir léku KA og Þór í fyrsta skipti undir eigin merkjum. Þetta er því 25. sumarið sem félögin gera það en synd væri að segja að haldið væri upp á tíma- mótin með glæsibrag, að minnsta kosti það sem af er. Tíu ár eru í sumar síðan KA varð Islandsmeist- ari; liðið er nú í fallsæti í næstefstu deÓd og Þór um miðja næstu deild þar fyrir neðan. Þegar spurt er um ástæður fyrir slöku gengi liðanna nefnir Þórsar- inn Árni fyrst lélega æfingaaðstöðu, sérstaklega yfir vetrartímann. „Svo lentum við í því að falla og tapa bestu leikmönnum okkar til annarra félaga. Við höfúm ekki haft fjár- magn til að halda þeim, það eru komnar kröfur um að menn fái greiðslur fyrir að leika, en við höf- um ekki ráðið við það. Við höfum notað yngri menn sem kosta lítið eða ekki neitt, bæði í fyrra og núna. En þetta ástand er ekki til frambúð- ar; þetta er spurning um þolinmæði hjá okkur.“ Stefán segist telja margar ástæð- ur fyrir því að árangur KA sé ekki betri en raun ber vitni. „Við stefnd- um á efri hluta deildarinnar og reiknuðum með að vera þar, en ég vil minna á að við komumst í fyrsta skipti á æfingu á grasi 18. júní, þeg- ar félög í Reykjavík eru búin að spila á grasi meira og minna í allan vetur, að minnsta kosti á gervigrasi. Síðan höfum við farið mjög illa vegna meiðsla leikmanna, sem mér finnst hafa gleymst; til dæmis voru sjö úr byrjunarliði okkar meiddir eða í banni þegar við töpuðum bik- arleik á Siglufirði. Við héldum reyndar að hópurinn væri stór og ekki kæmi að sök þó einhverjir meiddust en þegar lykilmenn vant- ar leik eftir leik kemur það auðvitað niður á gæðum liðsins." Þetta getur verið ástæðan fyrir slöku gengi í sumar en ekki þau tíu ár sem liðin eru frá því KA varð meistari. Ástandið er ekki glæsilegt á þeim tímamótum. „Nei, enda held ég að fullur áhugi sé á að laga þetta og er viss um að við endum ofarlega í þessari deild; nema við verðum fyrir áframhald- andi meiðslum,11 segir Stefán og bætir við: „Menn verða bara að vera þolinmóðir en mér finnst að þeir sem þykjast vera stuðningsmenn séu þeir fyrstu sem snúa baki við fé- lögunum héma í bænum, einmitt þegar þarf á þeim að halda. Það sem maður heyrir hér í bænum núna að slæmt gengi liðanna sé allt þjálfurunum að kenna, það er fárán- legt. Ég tel að Einar [Einarsson], okkar þjálfari, standi sig vel á margan hátt, hann vinnur vel og ég er sannfærður um að við eigum eftir að ná árangri undir stjórn hans í sumar.“ Nánast ónýtt félagslega Ami grípur boltann á lofti og seg- ir: „Félagslega er Þór búinn að taka gríðarlega dýfu. Félagslega var fé- lagið nánast ónýtt; það vita allir sem vilja vita. Ég þekki reyndar ekki forsöguna, ég kom að þessu þegar félagið var komið í þessa lægð, og við emm þar niðri ennþá. Ég óska hreinlega eftir fyrrverandi og núverandi Þórsumm, sem em í felum; að þeir stígi nú fram og við- urkenni að þeir em Þórsarar - og þeim er sko slétt ekki sama, ég veit það vel, vegna þess að menn em mjög fúsir að ræða ástandið, en á mjög neikvæðum nótum. Ég hef sagt við bæði leikmenn og þjálfara, sem er nýkominn til starfa; Þór er í eðli sínu risi í þessu bæjarfélagi, en liggur nú í dvala, og það er enginn sem getur vakið hann nema okkar árangur. Þannig að boltinn er hjá okkur; hópurinn er lítill en við ætl- um að reyna að vekja þennan risa.“ Stefán tekur undir að erfitt sé að fá menn til starfa en ástandið hafi þó lagast. „KA var komið frekar neðarlega [félagslega], nema kannski einstaka deild, og þá á ég við handknattleiksdeildina, en síðan var gert átak hjá okkur og ég held að það sé að skila sér. Það er kom- inn mjög öflugur formaður og fram- kvæmdastjóri hjá félaginu, og ég tel að við séum komnir með öfluga stjórn í knattspymudeild. Við ætl- um að gefa okkur tvö ár í þetta verkefni; mér finnst menn vera mjög óþolinmóðir og blaðamenn ekki síst. En ef við náum ekki ár- angri árið 2000 verð ég sjálfur orð- inn óþolinmóður." Stefán víkur að því að KA-menn taki nokkra áhættu í sumar. „Eng- inn getur neitað því. Við leggjum í þetta peninga og ætlum að ná ár- angri. En auðvitað er alveg ljóst að það er ekki alltaf samasemmerki þar á milli; menn geta ekki keypt sér ár- angur. Annað þarf að fylgja með og við gerðum okkur grein fyrir því. Þess vegna getur tekið annað sumar að byggja upp virkilega gott lið.“ Guðjón ekki í guða tölu en ... Stefán heldur áfram: „Ég bendi á að 1989 þegar við urðum íslands- meistarar töldum við okkur vera með gott lið. Arið eftir vorum við svo með sama þjálfara [Guðjón Þórðarson], mjög góðan og hæfan þjálfara sem allir telja nú í guða tölu af því að það gengur vel hjá landsliðinu. Ég tel það að vísu ekki, en hann er einn af þeim fáu sem nálgast það af þessum knattspyrnu- þjálfurum. 1990 töldum við okkur vera með jafnsterkan eða jafnvel sterkari hóp, Guðjón sem þjálfari og ég sem formaður. En hvað gerist? Við erum í vandræðum og lendum í áttunda sæti. Við vorum óheppnir með meiðsli og aðrar ytri aðstæður, sem höfðu ekki verið til neinna vandræða sumarið áður. Ég held ég ljúgi ekki miklu þótt ég segi að við rétt sluppum við fall og urðum í 8. sæti.“ Stefán nefnir að fyrir nokkrum árum hafi Þór einnig verið með mjög sterkan hóp, liðið hafi ætlað sér stóra hluti en fallið úr efstu deild. „Það er svo margt sem spilar inní, svo margt sem þarf að ganga upp. Ég hef ekki trú á því að menn Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson NU ER hún Snorrabúð stekkur! Margir muna Sanavöllinn svokallaða en fátt minnir nú á völlinn, nema mörkin sem standa þar enn. Grjóthriígur og möl tilheyra Akureyrarhöfn, en vinna stendur nú yfir við staekkun Fiskihafnarinnar, sem verður að hluta til á svæðinu þar sem völlurinn var. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson FORMENNIRNIR á Akureyrarvelli í gær. KA-maðurinn Stefán Gunn- laugsson, til vinstri, og Arni Óðinsson, Þór. séu endalaust heppnir eða enda- laust óheppnir. Og ég vona að liðin fari bæði upp um deild sem allra fyrst, en til þess að það gangi þurf- um við að fá bæjarbúa með okkur og við þurfum að fá yfirstjórn bæj- arins til að sjá að við getum ekki verið með þessa aðstöðu sem við bú- um við því hún er lélegri núna en þegar ég hætti að skipta mér af þessu fyrir tíu árum, árið 1990.“ Stefán hætti þá einmitt sem for- maður knattspymudeildar en tók aftur við stjóminni fyrir yfirstand- andi keppnistímabil. Aðstaða og peningar eru títt- nefnd. Hvernig getið þið sannfært bæjaryfirvöld um að þið þurfið betri aðstöðu? Að það skipti máli að bær- inn eigi góð knattspyrnulið? „Það hefur sýnt sig að bæir eins og Grindavík og Ólafsfjörður em í umræðunni á landinu vegna þess að þau eiga lið í úrvalsdeild," segii- Stefán. „Það að Akureyri skuli ekki eiga lið í úrvalsdeildinni ár eftir ár er algjörlega óviðunandi og við þurfum að vinna í því að það takist. Og frekar tvö lið en eitt.“ Ami segir: „Mér finnst það sorg- legt að við skulum ekki eiga lið í úr- valsdeildinni, vegna þess að ekkert bæjarfélag á landinu býður upp á betra og skemmtilegra vallarstæði. Keppnisaðstaða að sumarlagi er sem sagt í topplagi, en svo hrikti auðvitað í stoðunum í vetur þegar menn fengu þá fáránlegu hugmynd að leggja þetta svæði í rúst. Þá held ég að knattspyrnan á Akureyri hefði endanlega verið jörðuð.“ Lifið þið í þeirri von að vetrarað- staða knattspymumanna í bænum verði bætt? „Var það ekld í málefnasamningi meirihlutaflokkanna að byijað yrði að vinna að því á kjörtímabilinu?“ spyr Stefán á móti. „Við treystum því að staðið verði við það. Ég tel gott að skautamenn fái bætta að- stöðu, að ég tali nú ekki um sund- laugina, en ég tel að huga verði að þáttum eins og aðstöðu fyrir knatt- spymumenn því það er útilokað að við getum búið við að hafa lélegri að- stöðu núna en 1990. Það er útilokað." Ami er sama sinnis. „Við þurfum að geta haldið hópnum saman yfir veturinn; nú em bæði liðin að fá menn að, í mismiklum mæli, en þeir hittast á vordögum og em að kynn- ast alveg fram á sumar, vegna þess að aðstaðan er ekki til. Menn em að fara einhverjar ferðir til Reykjavík- ur til að nýta sér aðstöðu þar, en við höfum ekki peninga til að fara fjórt- án ferðir þangað frá áramótum og fram í maí eins og sum lið frá Norð- urlandi leyfa sér. Við höfum bara ekki peninga í það.“ Eruð þið bjartsýnir báðir tveir þrátt fyrir erfíða stöðu í dag? „Það birti aðeins til [í fyrrakvöld] með sigrinum á Tindastóli," segir Ami, en Þórsarar sigraðu þá Sauð- krækingana, sem voru taplausir í sumar, 1:0 á heimavelli. „Þetta var leikur upp á líf eða dauða og við er- um enn á lífi. Ég er alls ekki viss um að ég hefði gefið kost á mér í viðtal ef við hefðum ekki unnið þennan leik!“ Það er langt síðan KA hefur verið svona neðarlega í deildarkeppninni, Stefán. „KA hefur oft gengið illa í fyrri hluta mótsins,“ svarar Stefán. „KA er nú í mjög erfiðri stöðu en, vel að merkja, það em ekki nema sex stig í annað sætið og við' ætlum okkur ekki að gefast upp; við ætlum að berjast. Ég er langt frá því farinn á taugum, ég vissi að þetta yrði erfitt, vissi að mörg lið yrðu að berjast um efstu sætin þótt ég reiknaði ekki með að deildin yrði svona jöfn. Mér sýnist Fylkir vera með besta og jafnasta liðið en síðan eiga mörg önnur lið möguleika á að komast upp. Þetta er einmitt það skemmti- lega við fótboltann; enginn veit hvað getur gerst.“ Botninum náð Árni segir: „Ég hef á tilfinning- unni að botninum í knattspymu- sögu bæjarins hafi verið náð fyrir tíu dögum. Ég hef ekki velt mér mikið upp úr því seinni árin hvort KA hefur verið að vinna leiki eða tapa - ég skal alveg vera hreinskil- inn og viðurkenna það - en þegar við fómm á Homafjörð og töpuðum fyrir Sindra og ég fékk þær fréttir þangað að KA hefði tapað á Reyðar- firði þá fannst mér botninum náð, og tími væri kominn til að snúa við. Og ég vona svo sannarlega að okkur takist það, báðum.“ Formaður KSÍ er meðai þeirra sem sagst hafa sakna þess að Akur- eyri eigi ekki lið í úrvalsdeildinni. Hvað þarf að gerast til að bæði verði komin í úrvalsdeildina áður en mjög langt um líður? Moka ofan af Sanavellinum, til að geta æft á vet- urna eða hvaðl? „Ja, við höfum tapað Sanavellin- um og ekkert fengið í staðinn og það er auðvitað háalvarlegt mál,“ segir Árni og Stefán minnir á að Menntaskólavöllurinn svokallaði hafi einnig horfið. „Þetta em þau svæði sem nýttust að vetrinum og fram á vorið, Menntaskólavöllurinn var fyrst og fremst æfingasvæði snemma vors en nú þurftu menn að sækja aðstöðu eða aðstöðuleysi, eft- ir því hvað menn vilja kalla það, fram í fjörð. Lið frá Ólafsfirði, Dal- vík, Grenivík og Akureyrarliðin æfðu á Hrafnagili, nánast á sömu þúfunni." ■Á MORGUN: Nánar um fjármálin og formennirnir tjá sig meðal ann- ars um þær raddir, sem hafa verið háværar á Akureyri, að sameina beri knattspyrnulið félaganna á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.