Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Ráðstefna Samtaka verslunarinnar - FÍS um vörudreifingu og samkeppnismál „ÞAÐ væri útilokað að einni mat- vörukeðju væri leyft að hafa yfír 40% markaðshlutdeild í Bretlandi án þess að samkeppnisyfirvöld gripu í taumana. Og að eitt fyrir- tæki hafi nálægt 60% markaðshlut- deild á matvörumarkaði eins og mér skilst að sé hér á landi er beinlínis ótrúlegt í mínum huga,“ sagði Bob Lawrie sem starfar hjá bresku sam- keppnisstofnuninni, Office of Fair Trading, á ráðstefnu um vörudreif- ingu og samkeppnismál sem Sam- tök verslunarinnar - FÍS stóðu fyr- ir í gær. Á ráðstefnunni talaði einnig Espen Gjerde, markaðsstjóri hjá Joh. Johansen í Ósló, sem er stærsta heildverslun og birgðadreif- ingarmiðstöð í Noregi, en hann ræddi um uppbyggingu vörudreif- ingar í Noregi með sérstakri áherslu á hlutverk innflytjenda. Bob Lawrie sagði að samkeppnis- yfirvöld hefðu hafið sérstaka rann- sókn vegna þess að fjórar matvöru- keðjur hefðu samanlagt náð 50% markaðshlutdeild. „Þetta er viða- mesta rannsókn sem breska sam- keppnisstofnunin hefur tekist á hendur," sagði Bob Lawrie. I máli sínu kom Lawrie m.a. einnig inn á hvenær samkeppnisyf- irvöld í Bretlandi teldu að einokun- arstaða matvöruverslunarfyrirtæk- is væri fyrir hendi vegna samruna. „Ef til dæmis fyrirtæki með 30% markaðshlutdeild myndi kaupa 20% eignarhlut í öðru matvörufyrirtæki sem hefði 20% markaðshlutdeild, þá myndu samkeppnisyfirvöld líta svo á að samruni hefði átt sér stað og rétt væri að hlutast til um málið. Þó að 20% eignarhluti væri ekki meiri- Stífari viðmið í Bretlandi og hluti væri þetta þó nægilegur hluti til þess að fyrirtækið sem keypti gæti haft áhrif á stefnu hins fyrirtækis- ins,“ sagði Bob Lawrie. Hann sagðist oft fá símtöl frá framleiðend- um sem selja til stór- markaða, þar sem stór- markaðir væru sakaðir um slælegt við- skiptasiðferði. „Vand- inn er hins vegar sá að enginn þessara aðila hefur haft hugrekki til að standa upp og gefa út staðfesta yfirlýsingu undir nafni um það til- vik sem kvartað er yfir. Meðan svo er ekki get- um við ekkert gert.“ Samþjöppun í Noregi Espen Gjerde hjá Joh. Johansen sagði að á seinustu hvað varðar samþjöppun á markaðn- árum hefði orðið bylting fremur en um. „Fyrir um það bil tíu árum voru þróun á matvörumarkaði í Noregi 25-30 matvöruverslanafyrirtæki að Noregi Morgunblaðið/Þorkell Bob Lawrie: Bresk samkeppnisyfirvöld myndu ekki leyfa einu matvöruverslanafyrir- tæki að hafa meira en 40% markaðshlutdeild. keppa á markaðnum, en nú eru þau fjögur sem ráða samanlagt nánast öllum markaðnum. Það eru sam- vinnuverslanir (,,Co-op“), Hakon- gruppen, Reitan-gruppen og Nor- disk-gruppen. Hann sagði einnig að samvinna milli norrænna matvöru- verslanafyrirtækja ykist nú mjög. I máli Espen Gjerde kom m.a. fram að hann teldi að til að heil- brigð samkeppni ríkti á matvöru- markaði í Noregi þyrftu helst að vera sex en ekki fjórar tiltölulega stórar matvöruverslanakeðjur að keppa á markaðnum. Hann sagði aðspurður að sam- keppnisyfirvöld hefðu ekki hlutast til um matvörumarkaðinn þrátt fyr- ir þá samþjöppun sem þar hefði átt sér stað. „En samkeppnisyfirvöld í Noregi hafa sagt að ef markaðshlut- deild eins fyrirtækis fer yfir 40% þá verði því ekki leyft að gerast,“ sagði Espen Gjerde. Hann sagði að heildsalar hefðu haft 34% hluta markaðarins árið 1991, en það hlutfall hefði aukist í 51% árið 1998, en 49% vara væri nú dreift af framleiðendum. I fyrirspumum á eftir sagði Espen Gjerde að álagning heildsala í Noregi hefði farið lækkandi á und- anförnum ámm, en þó hefði enginn, honum vitandi, lagt upp laupana. Hann sagðist telja að gróft áætlað væri kostnaður heildsölustigsins, þ.e. lagerhalds og dreifingar, væri um 6% í Noregi. „En það er aðeins mín ágiskun, ég veit það ekki ná- kvæmlega," sagði Espen Gjerde. Aðspurður sagðist hann heldur ekki vita til þess að neinar heildsölur hefðu verið sameinaðar. Norsk Hydro til Bandaríkj- anna STJÓRN Norsk Hydro hefur ákveðið að leggja 250 milljónir norskra króna í byggingu álverk- smiðju í Kentucky í Bandaríkjun- um, að því er segir á fréttavef Aftenposten. Upphæðin samsvarar um 2,3 milljörðum i'slenskra króna. Nýja verksmiðjan mun sérhæfa sig í álbræðslu og mun álfram- lciðsla Norsk Hydro aukast um 90.000 tonn á ári, en hún er í heild 950.000 tonn á ári. Akvörðun Norsk Hydro um að heíja starfsemi í Bandaríkjunum er liður í áætlun fyrirtækisins um að auka framleiðslu sína utan Evr- ópu. Norsk Hydro er sjötti stærsti álframleiðandi í Evrópu en hefur til þessa átt litla hlutdeild á Banda- rfkjamarkaði. Bandaríkjamenn nota um 6 milljónir tonna af áli á ári og þar af selur Norsk Hydro þeim 300.000 tonn. Norsk Hydro hafði áður tilkynnt um byggingu verksmiðju á Trini- dad þar sem fjárfestingin hljóðaði upp á 1,5 milljarða dollara eða rúmlega 100 milljarða islenskra króna. Verksmiðjan í Trinidad mun framleiða fyrir Bandaríkja- markað. Að sögn Lars Th. Narvestad, að- stoðarforsljóra Norsk Hydro, verður álbræðsla stöðugt mikil- vægari þáttur í álframleiðslu vegna lítillar orkunotkunar. End- urvinnslumöguleikar á áli eru miklir og Narvestad segir að í framtíðinni verði endurunnið ál allt að helmingur þess áls sem not- að er í heiminum. Búnaðarbankinn fær lánshæfismat frá MoodyTs Með 20% markaðshlutdeild BANDARÍSKA matsfyrirtækið Moody’s Investors Service hefur skilað lánshæfismati Búnaðar- banka Islands hf. og gefið bankan- um einkunnir fyrir langtímaskuld- bindingar, skammtímaskuldbind- ingar og fyrir fjárhagslegan styrk. Fyrir langtímaskuldbindingar fékk Búnaðarbankinn einkunnina A3 sem er, samkvæmt upplýsing- um á heimasíðu Moody’s, í efra meðallagi en í þessum flokki eru gefnar einkunnir frá Aaa niður í C. Einkunnin Prime-2 fyrir skamm- tímaskuldbindingar er í meðallagi en gefið er frá Prime-1 til Prime-3 í þessum flokki. Loks er einkunnin D gefin fyrir fjárhagslegan styrk bankans. Það þýðir að styrkur bankans sé nægi- legur en að hann búi við nokkra óvissu. í þessum flokki eru gefnar einkunnir frá A niður í E. [] ÍSLENSKI HLUTABRÉFASJÓÐURINN HF. Aðalfundur Fimmtudaginn í. júlí 1999 kl. 15:30, Ársalur, Hótel Sögu Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Staðfesting ársreiknings. 3- Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 4- Tillaga um breytingar á 7. grein samþykkta félagsins. 5- Ákvörðun um hvernig fara skuli með afkomu félagsins á liðnu reikningsári. 6. Tillaga um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum félagsins. 7- Kosning stjórnar félagsins skv. 19. grein samþykkta. 8. Kosning endurskoðenda félagsins skv. 26. grein samþykkta. 9- Eru Internetfyrirtæki ódýr? Helgi Þór Logason, sérfræðingur á eignastýringarsviði Landsbréfa. 10. Önnur mál. í§ LANDSBRÉF HF. www.landsbref.is Sími 535 2000 Svipað mat og aðrir innlendir bankar hafa fengið í fréttatilkynningu frá Búnaðar- bankanum segir að þetta mat sé í takt við það mat sem aðrir innlendir bankar hafa fengið. Það tekur mið af markaðsstöðu Búnaðarbankans á íslenskum fjármálamarkaði, fjár- hagsstyrks hans og stöðu hans sem eins þriggja viðskiptabanka á ís- landi. Þá tekur matið tillit til ýmissa þátta sem tengjast hinum öru breytingum sem eiga sér nú stað á íslenskum fjármagnsmarkaði, þar á meðal væntanlegrar einkavæðingar bankans. Fram kemur í matinu að markaðshlutdeild Búnaðarbankans er um 20% á bankamarkaði. Innlán Búnaðarbankans hafa minnkað á undanförnum árum en nema enn um 60% af heildarfjár- mögnun hans, að því er fram kemur í fréttatilkynningunni. Útlán Bún- aðarbankans hafa hins vegar stór- aukist allt fram á þetta ár, eins og hjá öðrum bönkum á íslandi. ÞORSTEINN Gunnarsson, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Opinna kerfa, og Matthías E. Matthíasson, forstöðumaður tölvudeildar Baugs, handsala samkomulagið. Aftari röð: Gylfi Árnason, framkvæmdastjóri Opinna kerfa, Unnar Reynisson, þjónustustjóri tölvudeildar Baugs, og Benedikt Gröndal, tæknifræðingur hjá Opnum kerfum. Opin kerfí og Baugur gera með sér samning OPIN KERFI hf. og Baugur hf. hafa samið um að Opin kerfi taki þátt í rekstri tölvukerfís Baugs, bæði stað- ar- og víðneti. Að auki felur samning- ur fyrirtækjanna í sér að fylgst verður 1969 30 ára -1999 reynsla Einangrunargler GLERVERKSMIÐJAN Samverk Eyjasandur 2 • 850 Hella « 487 5888 • Fax 487 5907 með kerfinu allan sólarhringinn með sjálfvirkum hætti frá þjónustumiðstöð Opinna kerfa, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þjónustumiðstöðin hefur nýlega tekið til starfa en þaðan er unnt að fylgjast með tölvu- og netkerfum fjöl- margra fyrirtækja allan sólarhring- inn. Fari eitthvað úr skorðum er við- skiptavini samstundis gert viðvart og tilheyrandi ráðstafanir gerðar til að fyrirbyggja vandamál. Fram kemur í tilkynningunni að þjónustumiðstöðin sé mönnuð sérfræðingum Opinna kerfa á hverju sviði og að miðstöðin starfi í samræmi við þá áherslu fyrir- tækisins að tryggja rekstraröryggi þeirra tölvu- og netkerfa sem fyrir- tækið selur. & GOLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 ^jyæða flísar ^jyæða parket ^jyóð verð þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.