Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 57^ FÓLK í FRÉTTUM LARSEN og félagar í Kjukken. ERLENDAR Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður fjallar um nýjustu breiðskífu Kim Larsen sem ber heitið „Luft under vingerne. ★★★★ Kim Larsen upp á sitt besta KIM LARSEN er alþýðurokkari sem á löngum ferli hefur meitlað í lög og ljóð myndir af dönsku samfélagi. I kringum 1970 stofnaði Kim Larsen ásamt Franz Beckerlee og Wili Jöns- son hljómsveitina Gasolin. í fyrstu sungu þeh’ enska texta í von um er- lendan frama en það gekk ekki eftir og þess vegna breyttu þeir til og hófu upp raust sína á móðurmálinu. Pað stóð ekki á viðbrögðum hjá dönsku þjóðinni og reyndar annarra Norðurlandabúa og urðu plötur hljómsveitarinnar mjög vinsælar og jafnvel einhverskonar sönnun þess að til væri norrænt rokk. Vinsældir þeirra urðu þó mikið til vegna texta Kim Larsens sem allir skildu, hvar sem þeir voru í þjóðfélagsstiganum. Textarnir voru berorðir, fullir af slangri, en umfram allt sannir um hið daglega líf alþýðunnar, um „tomme lommer", „min far var tossed“, „nu hænger han og dingler í galgen“ og fleiri í þeim dúr. Það virðist hafa gefið Kim Larsen byr undir báða vængi að yfirgefa gamalgróið umhverfi Kaupmanna- hafnar og flytjast búferlum til Oðins- véa á Fjóni, þar sem hann hefur búið og starfað undanfarin ár. Þar stofnaði hann hljómsveitina Kjukken, sem er skipuð fjónskum hljóðfæraleikurum. Á nýjustu plötu hústökuskáldsins frá Christianshafn, sem er önnur plata Kjukken, kveður við ferskan tón. Þar fer saman afburða hljóðfæraleikur og spilagleði, melódísk lög og flottir textr ar sem hafa yfir sér gamla góða smá- sagnastílinn sem Larsen er rómaðui’ fyrir. Hljómur plötunnar er déskoti góðui’, þannig að fjónska stúdíóið hef- ur reynst vel við upptökur. En Lar- sen gengur þó ekki alla leið í breyt- ingum og hefur látið hljóðblanda plöt> una í gamla góða Medley hljóðverinu í Kaupmannahöfn, þar sem hann þekkir sig hvað best. Það eru ár og dagar síðan Larsen hefur sent frá sér plötu sem hefur hlotið svo gríðarlega athygli eins og „Luft under vingerne". Gamlir og nýir Larsens-aðdáendur taka plöt- unni fagnandi, að maður tali nú ekki um gagnrýnendur sem oft hafa verið óréttlátir við karlinn. Það má því segja að allir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Kóngafólk, prestar og pólitíkusar fá nýja frasa til að skreyta málfar sitt með, sérstak- lega þegar þeir vilja vera alþýðlegir og hinn almenni „Larsen" fær nýj- ar perlur til að raula í bland við þær gömlu. „Nár han hár Set not af deres fis sá gár han ud i laden og kysser sin gamla gris.“ Textamir á þessari plötu eru yfir- vegaðri og skáldlegri en áður, þó svo að Kaupmannahafnarslangið fái að fljóta með. „Sig det með blomster sig det með kærlige ord verden har fáet nok afborbitredeord" Tónleikar hljómsveitarinnar verða örugglega skemmtilegir í ár, þar sem þeir munu spila á ótal sumarhátíðum um gjörvalla Skandinavíu. Kim Lar- sen og þau bönd sem hann hefur leitt hafa alltaf verið geysilega góð tón- leikabönd. Þar smitar spilagleðin út frá sér svo allt holdlegt tekur að iða, kynslóðabilið virðist óþekkt fyrirbæri og þá um leið forræðishyggja og for- dómar. Þar syngja allir með. Sú spil- agleði sem þarna er á ferðinni skilar sér svo inn í hljóðverin þannig að Danir hafa í gegnum tíðina gert ótal margar skemmtilegar pötur. A sólóferli sínum sem hófst árið 1973 hefur Kim Larsen verið mjög afkastamikill. Hann hefur gefið út 16 plötur. Þá lék hann og samdi lög og texta í kvikmyndinni „Midt om natt- en“ ásamt Eric Klausen. Einnig hef- ur hann starfað í leikhúsum bæði í Kaupmannahöfn og Óðinsvéum. Fer- ill hans hefur verið glæsilegur þótt hann hafi annað veifið þurft að kljást við mótlæti. En umfram allt þá hefur Kim Lar- sen enn á ný fengið byr undir báða vængi. „Sá fár du luft under dine vinger sá fár du stjemer i dit hár du fár lys og lattermidel kvinder detværsteer forspildte ár.“ Verðlaun bæði í karla og kvennaflokki 1,2 og 3 sæti með og án forgjafar. Öllu verðlaunum fylgja glæsileg úrfrá Malibo Polo Club. Aukaverðlaun: Nándarverðaun eftir 1,2 eða 3 högg á öllum 9 brautum vallarinns. 1/10 Braut - aiwa hljómtæki að verðmæti kr. 22.200 fyrir að vera næstur holu 2/11 Braut - aiwa hljómtæki að verðmæti kr. 39.900 fyrir að vera næstur holu 3/12 Braut - aiwa hljómtæki að verðmæti kr. 22.200 fyrir að vera næstur holu 4/13 Braut - aiwa hljómtæki að verðmæti kr. 39.900 fyrir að vera næstur holu 5/14 Braut - aiwa hljómtæki að verðmæti kr. 39.900 fyrir að vera næstur holu 6/15 Braut - aiwa hljómtæki að verðmæti kr. 22.200 fyrir að vera næstur holu 7/16 Braut - aiwa hljómtæki að verðmæti kr. 22.200 fyrir að vera næstur holu 8/17 Braut - aiwa hljómtæki að verðmæti kr. 39.900 fyrir að vera næstur holu 9/18 Braut - aiwa hljómtæki að verðmæti kr. 22.200 fyrir að vera næstur holu Öll aukaverðlaun miðast við bolta á braut eða flöt. Alllir keppendur fá afhentan aiwa bol á fyirsta teig. Dregið verður úr skorkortum eftir verðaunaafhendingu. (verðaun eru 10 glæsileg aiwa vasadiskó og ferðageislaspilarar alls að verðmæti kr. 100.000,- eftir 2 eftir 1 eftir 1 eftir 3 eftir 1 eftir 2 eftir 1 eftir 2 eftir 2 högg. högg. högg. högg. högg. högg. högg. högg. högg. AUGLÝSINGADEILD ^mbl.is Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is >1/ / ra/r e/rwwtÐ tJÝn Apwtekið •ssásps^ GlaxoWdlcome GlaxoWellcome GlaxoWellcome GlaxoWellcome GlaxoWelleome GlaxoWellcome Astma og ofnœmisdagur í Apótekinu Suðurströnd, Seltjarnarnesi i dag, £rá 13.00 til 18.00 - á morgun, fimmtudag 1. júlí í Apótekinu Smáratorgi, frá 13.00 til 18.00 - föstudag, 3. júlí í Apótekinu Iðufelli, frá 13.00 til 18.00 Sérfrœðingar veita upplýsingar um astma og kenna rétta notkun allra helstu astmalyfja Kiörið tœkifœri til fræðslu! Óndunarmœlingar á stadnum GlaxoWdlcome GlaxoWellcome GlaxoWelleome GlaxoWellcome GlaxoWellcome GlaxoWellcome f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.