Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDA
INGIBJÖRG
EINARSDÓTTIR
+ Guðmunda Ingi-
björg Einars-
dóttir fæddist að
Stafni í Deildardal í
Skagafirði 15. nóv-
ember 1905. Hún
lést 16. maí síðast-
liðinn og fór útför
hennar _ fram frá
Stærri-Arskógs-
kirkju 25. maí.
Mig langar til að
kveðja móður mína
elskulega með þessum
orðum og þakka henni
alla samfylgd liðinna ára og grípa
um leið niður í lífsferil hennar í
stórum dráttum.
Hún fæddist og ólst upp í Skaga-
firði og var reyndar alltaf stolt af
því að vera Skagfirðingur. Þar var
hún oftast kölluð Munda, en eftir að
hún kom til Árskógsstrandar var
hún ávallt kölluð Ingibjörg.
Á Hólum í Hjaltadal þar sem hún
vann um þriggja ára skeið eignaðist
hún góða vini fyrir lífstíð og átti
Hólastaður sterk ítök í minning-
unni. Stórt málverk af Hólum fékk
hún að taka með sér í dvalarheimil-
ið Hlíð þar sem hún dvaldi síðustu
árin. Við það að horfa á málverkið
vöknuðu góðar minningar og henni
leið vel að hafa það á veggnum.
Á Hólum kynntist hún föður mín-
um, Marinó, þar sem hann var við
búfræðinám í tvo vetur. Þau giftu
sig sumarið 1927 og fluttu í Litlu-
Hámundarstaði til afa míns og
nenrniu. Eftir 2 ár fluttu þau í
Krossa og byggðu svo upp nýbýlið
Engihlíð frá grunni og þar bjuggu
þau síðan allt þar til faðir minn lést
árið 1971.
Þau voru með hefðbundinn bú-
skap og unnu auk þess bæði mikið
utan heimilisins. Pabbi vann mikið
við smíðar og viðgerðir ásamt því
að hjálpa kúm og kindum við burð.
Hann var um tíma eins konar dýra-
læknir í sveitinni, því lærða dýra-
lækna var ekki að fá á þeim tíma.
í Engihlíð fluttu þau um haustið
1934. Búið var að
steypa upp húsið þeg-
ar stóri jarðskjálftinn
(Dalvíkurj ar ðskj álft-
inn) reið yfir 2. júní.
Komu þá sprungur í
veggi á húsinu svo og í
öll önnur steinsteypt
hús á þessu svæði og
reyndar var það enn
verra á Dalvík. Þegar
þetta gerðist bjuggum
við á efri hæðinni á
Krossum en enginn
þorði að vera þar þetta
sumar því jarðskjálfa-
kippir voru viðvarandi
lengi, þótt enginn yrði jafn stór og
sá fyrsti. Foreldrar mínir bjuggu í
tjaldi við Engihlíð um sumarið með
Valgerði systur mína 7 ára og mig 2
ára. Það tókst svo að flytja í húsið
um haustið og þar fæddist Þor-
steinn rétt fyrir áramótin. Nokkuð
mörgum árum seinna bættust svo
tvö börn við í systkinahópinn, Birg-
ir og Hildur, sem bæði eru fædd í
Engihlíð.
Árið 1951 kom á heimilið Anton
Helgi Antonsson þá tveggja ára og
dvaldi hann af og til hjá okkur um
10 ára skeið og kölluðum við systk-
inin hann bróður okkar.
Mörg börn og unglingar hafa
haft sumardvöl í Engihlíð og þá
einkum eftir að við systkinin fórum
að tínast að heiman. Börn Valgerð-
ar systur minnar áttu gott athvarf í
Engihlíð þegar á því þurfti að halda
en hún lést árið 1963 frá 5 börnum,
því yngsta þriggja ára.
Það gefur auga leið að nóg hefur
verið að starfa fyrir foreldra mína
en þau voru í byrjun búskapar ung
og hraust og bjartsýn á framtíðina.
Það kom sér vel því jafnframt bú-
skap og heimilisstörfum starfaði
mamma sem Ijósmóðir hér í sveit-
inni í 32 ár, auk þess sem hún þjón-
aði um tíma öðrum umdæmum, en
það voru Dalvík, Svarfaðardalur,
Hrísey og Arnarneshreppur.
Mig langar til að segja frá til-
drögum þess að móðir mín varð
ljósmóðir. Strax á bemskuárunum
Blómabúðin
öa^ðskom
v/ T-ossvo^ski^kju^ai'ð
Símh 554 0500
UTFARARSTOFA
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
ADAI S FR/I Fl 101 KKYKJAVfK
I ÍKKIS I l VINNUS FOI A
EYVINDAR ARNASONAR
+.
ÚTFARARST OFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsta.
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Utfararstofa Islands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
LEGSTEINAR ^ * íslensk framleiðsla Vönduð vinna, gott verð Sendum myndalista MOSAIK f Marmari Grunít Blágrýti Gabbró Líparít
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík 1 sími 5871960, fax 5871986
kom fram áhugi í þá veru. í leik
hennar og Karlottu systur hennar
kom oft fram að Karlotta vildi vera
kennari og gekk það eftir því hún
kenndi í 13 ár við Kvennaskólann á
Blönduósi og eitthvað á Löngu-
mýri. Mamma lék það hins vegar að
taka á móti börnum.
Mamma sá hins vegar ekki fram
á að draumur hennar rættist, þar
sem hún var gift kona, búin að
eignast sitt fyrsta barn og byrjandi
búskap í sveit. En þá komu tilvilj-
anir eða forlög inn í myndina. Þá
starfandi ljósmóðir Freygerður
Guðbrandsdóttir vildi gjarnan
hætta og bað um að einhver yrði
fengin til að læra til Ijósmóður-
starfa og taka við af henni. Ung
kona úr sveitinni hélt því til
Reykjavíkur um haustið 1927, en
eftir mánaðartíma eða svo sá hún
að þetta starf hentaði henni ekki
svo hún hætti í skólanum. Það varð
því úr að mamma fór til Reykjavík-
ur haustið 1928, var við námið í 9
mánuði og tók við umdæminu hér 1.
júlí 1929.
Ljósmæðraskólinn hafði þá ekki
enn neinn samastað og þurftu nem-
amir að leigja sér herbergi í borg-
inni. Skólastjórinn var Guðmundur
Björnsson landlæknir en ljósmóðir-
in sem kenndi mömmu hét Þórdís
Kalqvist. Fæðingarnar fóru flestar
fram í heimahúsum og var hún við
28 fæðingar þennan tíma.
En að komast að heiman tO þessa
náms með eins árs barn heima?
Amma mín Birgitta bjargaði því og
tók Valgerði systur mína tO sín í
Brekkukot í Hjaltadal og var hún
þar um veturinn. TO að komast
þangað þurftu foreldrar mínir að
fara yfir Heljardalsheiði úr Svarf-
aðardalnum niður í Kolbeinsdal og
þaðan í Hjaltadalinn. Þetta hlýtur
að hafa verið erfitt ferðalag með
tæplega eins árs barn með sér því
mér finnst endOega að þau færu
þetta gangandi en e.t.v. hafa hestar
verið með í þessari ferð.
Að námi loknu tók hún við um-
dæminu og á þeim 32 árum sem
hún starfaði hér og í nágrannaum-
dæmunum mun láta nærri að með-
altal fæðinga hafi verið 12 á ári.
Þetta var mikil viðbót við heimilis-
störf og önnur bústörf, því heima-
fæðing er ekki bara fæðing, það er
líka umönnun marga daga þar á
eftir og líka kom það fyrir að hún
þurfti að vera nokkra daga fyrir
fæðinguna því ekki var alltaf auð-
velt að skreppa heim, samgöngur
öðruvísi í dag en þá, einkum mörg
fyrstu árin. En ekkert aftraði henni
frá að vitja konu, sem þurfti á hjálp
hennar að halda, jafnvel ekki það
að fara á opinni trillu til Hríseyjar í
hvaða veðri sem var og var hún þó
alla tíð sjóhrædd.
Hún var farsæl í sínu starfi og
ætla ég að segja frá atviki í sam-
bandi við fyrstu fæðinguna sem
hún var við. Það var í ágúst, konan
átti heima á L-Árskógssandi. Það-
an kom maður að sækja mömmu og
þegar þau komu að læknum mOli
L-Hámundarstaða og Krossa vildi
ekki betur til en það að hún datt í
lækinn og gegnblotnaði. Ekki vOdi
hún þó snúa við tO að skipta um
föt, en fékk þurr föt hjá konunni
sem hún svo tók á móti hjá. Sú
kona átti þó ekki mikið tO skipt-
anna fremur en margir aðrir á
þeim tíma. En svo vildi tO að ljós-
móðir nokkur hafði nýlega gefið
henni föt af sér og lét hún mömmu
fara í þau. Móður minni fannst því
að þarna hefði hún ótvírætt verið
vígð til starfsins.
Eftir að ég tók við umdæminu
hér 1961 hljóp hún oft í skarðið fyr-
ir mig ef ég komst ekki og einnig
tók hún á móti nokkrum börnum í
heimahúsum á Akureyri. Stundum
vorum við saman við fæðingar. Hún
tók á móti mörgum af barnabörn-
unum og á afmælisdegi pabba, 28.
september 1979, tók hún á móti
barnabarnabarni sínu. Hún var
„]jósa“ aOra minna barna og fædd-
ist það síðasta fyrir hádegi þann
dag sem pabbi var jarðsettur. Það
kom þó ekki í veg fyrir að mamnma
fylgdi okkur Sveini inn á fæðingar-
deOd. Presturinn sem jarðsöng
pabba sagði frá því við athöfnina að
maður væri kominn í manns stað.
Það kom því engum á óvart að pOt-
urinn var skírður Marinó.
Já, það var ekki margt sem aftr-
aði móður minni frá því að hjálpa
konum í sambandi við barnsfæðing-
ar. Það var hennar köllun og
ánægja. Einu sinni ljósmóðir -
alltaf ljósmóðir. Það sannaðist þeg-
ar hún fór 69 ára gömul tO Nes-
kaupstaðar og leysti þar af sem
ljósmóðir um mánaðartíma. Árið
eftir sömu störf á Blönduósi og síð-
ast á Höfn í Hornafirði þá 73 ára
gömul. Hún starfaði í nokkur ár
fyrir sjötugsaldurinn á Dvalar-
heimOinu Hlíð við aðhlynningar og
hjúkrunarstörf.
Starfsdagurinn er orðinn langur
og viðburðaríkur og þó er ekki
nærri allt upp talið hér. Hún hafði
til dæmis gaman af margs konar
handavinnu og það stytti henni
stundir seinna meir. Heima í Engi-
hlíð man ég eftir að hún prjónaði
nærföt, sokka o.fl. á prjónavél.
Margir nutu góðs af því. Eftir að
hún fiutti til Akureyrar prjónaði
hún meira í höndunum og þá mikið
af treflum og sjölum úr eingirni og
á mjög fína prjóna. Ekki er hægt að
telja upp hér aOt það sem hún próf-
aði að gera í margs konar handa-
vinnu, en eitt er víst að hún var
sjaldan iðjulaus og kepptist við að
gera sem allra mest. En tO hvers?
Jú, tO að geta gefið einhverjum.
Það áttu svo vel við hana þessi orð:
Sælla er að gefa en þiggja.
Það má segja að hennar mottó í
lífinu hafi verið - að gefa og hjálpa.
Frá okkur Sveini, börnum okkar og
þeirra fjölskyldum fær hún alúðar-
þakkir fyrir samfylgdina og alla þá
stoð og hjálp sem hún hefur veitt
okkur alla tíð.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þðkk fyrir allt og allt
(V. Briem.)
Ása.
ERLA ÓLAFÍA
BERGS VEINSDÓTTIR
+ Erla Ólafi'a Berg-
sveinsdóttir Ben-
um ( Lóló ) var fædd
2. september 1928 i
Reykjavík. Hún lést
á sjúkrahúsinu í
Tromsö í Noregi 20.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Bergsveinn
Jónsson, f. 18.12.
1908, d. 21.12.
1971, fulltrúi hjá
Varnarliðinu og
Magnúsína Bjarn-
leifsdóttir, f. 10.6.
1908, d. 23.9. 1996.
Lóló var tvígift, fyrri maður
hennar var Ingólfur Ingvars-
son, stýrimaður og lögreglu-
þjónn, þau skildu; seinni maður
hennar er Jörgen Benum. Lóló
átti einn kjörson sem nú er lát-
inn, hann hét Þorsteinn. Utför
hennar fór fram í gær, 29. júní,
í Tromsö.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs-
ins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka þér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleym-
ist eigi
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Mig langar að minnast bróður-
dóttur minnar, Lóló, eins og hún
var ávallt kölluð. Hún var dóttir
elsta bróður míns og fyrsta barna-
barn foreldra minna, það voru að-
eins fjögur ár á milli okkar og vor-
um við því litla fólkið í fjölskyldunni
og því mikið saman frá fyrstu tíð og
góðar vinkonur. Lóló fluttist til
Noregs þar sem hún kynntist
seinni manni sínum og þau settust
að í Tromsö þar sem hún bjó til
æviloka. Lóló kom oft til íslands í
heimsókn tO móður
sinnar og móðir henn-
ar fór oft til dóttur
sinnar, en eftir að
móðir hennar missti
heilsuna og dvaldi á
hjúkrunai'heimilum
síðustu árin, sem hún
lifði, kom Lóló einu
sinni til tvisvar á ári og
dvaldi þá í mánaðar-
tíma í hvert sinn. Gisti
hún þá hjá mér og leit
á það sem sitt annað
heimili. Við sátum oft
langt fram á nótt að
rifja upp gömlu góðu
dagana. Fyrir rúmu ári greindist
Lóló með krabbamein, hún lét það
ekki aftra sér frá því að koma í
heimsókn og sagðist hún koma á
hverju ári meðan hún gæti staðið í
fætuma. Eg talaði við hana 10. júní
sl. á afmælisdegi móður hennar.
Hafði hún þá nýlokið að borða skyr
sem ég hafði sent henni en það var
hennar uppáhaldsmatur. Þegar hún
kvaddi sagðist hún koma í heim-
sókn á næstunni, en því miður fór
hún í annað ferðalag alltof fljótt.
Eg kveð elsku frænku mína og
votta Jörgen samúð mína og bið
Guð að styrkja hann.
María (Maja).
Elsku Lóló frænka mín er látin.
Þrátt fyrir erfið veikindi hennar
undanfarið átti ég síst von á þessari
frétt. Lóló var tíður gestur á heimili
ömmu og afa þar sem ég ólst upp.
Við frænkurnar kölluðum hana Lóló
,janka“ þar sem við vorum rétt
farnar að tala og kunnum ekki enn
að bera fram orðið frænka. Það við-
urnefni festist við hana á heimili
mínu og þegar ég var orðin aðeins
eldri hélt ég einfaldlega að þetta
væri nafnið hennar. Hún hafði alltaf
jafn gaman af og var stolt af þessu
viðumefni sínu. Lóló var sérstak-
lega brosmOd og var alltaf stutt í
hláturinn, sem var svo smitandi og
inndegur. Hún var hlý og góð kona
og ávallt reiðubúin að rétta fram
hjálparhönd. Þegar ég varð eldri
kynntist ég henni á nýjan hátt og sá
hversu ótrúlega hugrökk og sterk
hún var. Hún var þeim einstaka eig-
inleika gædd að mæta lífinu með
bros á vör, jafnvel þótt á móti blési,
eiginleiki sem ég hef ætíð dáðst að í
fari hennar.
Elsku Lóló, ég minnist þeirra
góðu stunda sem við áttum saman
þegar þú komst í heimsókn, þar
sem við sátum og spjölluðum. Þú
hafðir frá svo mörgu að segja og ég
naut þess að hlusta á. Eg lærði
margt af þér í lífinu og ég trúi því
vart enn að_ þú komir ekki aftur í
heimsókn. Ég hef misst og sakna
þín sárt, en er um leið mjög þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast þér
og njóta samvista þinna. Þú hefur
gefið mér svo margt í gegnum árin.
Ég veit það, er ég skrifa þessa
hinstu kveðju td þín, að þú ert hér
hjá mér og brosir blítt tO mín eins
og þinn var ávallt vaninn.
Hvfl í friði, elsku frænka.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margteraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Larissa.