Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Atök Indverja og Pakistana um Kasmír-hérað Nawaz Sharif snýr heim frá Peking Nýju-Delhí, Peking, Islamabad. Reuters, AP. Torg hins himneska friðar opn- að á ný Peking. The Daily Telegraph. TORG hins himneska friðar í miðborg Peking var á mánudag opnað almenningi á ný eftir endurbætur. Á torginu, sem liggur við suðurenda Forboðnu borgarinnar, dvalarstaðar keisaranna áður en kommúnist- ar komu til valda, hefur nú ver- ið komið fyrir raflýsingu, gos- brunnum og grasi vöxnum flöt- um. Opinbert dagblað í Peking skýrði frá því að ljósbleikt granítið sem þekur torgið væri nógu sterkt til að þola umferð skriðdreka. Blaðið kann að hafa verið að vísa til hersýningar, sem áformað er að halda 1. október nk. til að fagna því að fímmtiu ár eru liðin síðan kommúnistar tóku völdin í Kína. En ummælin leiða hugann einnig að mótmælum stúdenta á torginu árið 1989, þegar skrið- drekar og brynvarðir bílar réð- ust til atlögu gegn mótmælend- um, með þeim afleiðingum að Qölmargir þeirra létu lifið. Öryggisgæsla hert Þúsundir Kínverja og erlendra ferðamanna höfðu komið saman við Torg hins himneska friðar til að fylgjast með þegar heið- ursvörður hersins dró kínverska fánann að húni í bítið á mánu- dagsmorgun, en lögregla fylgd- ist grannt með mannQöldanum og hleypti engum inn á torgið fyrr en klukkustund síðar. Um árabil hafa óeinkennis- klæddir lögreglumenn verið við eftirlitsstörf á torginu, en eftir endurbæturnar hefur öryggis- gæsla verið hert enn frekar. Nú er til dæmis bannað að leika sér að flugdrekum án þess að hafa til þess leyfi og þar er einnig óheimilt að fara í boltaleiki og vera á línuskautum. Á borðum við torgið er skýrt tekið fram að þar sé stranglega bannað að halda fundi, dreifa bæklingum og hafa í frammi athafnir sem „grafa undan heiðri landsins og almennri reglu“. INDVERSKAR orrustuþotur réðust í gær á skæruliða sem berjast fyrir Pakistan í Kasmír-héraði. Þetta gerðist í sama mund og erindrekstur embættismanna ríkjanna, sem mið- aði að lausn deilunnar um héraðið, var aflýst þar eð enginn árangur var í sjónmáli. Undanfarna daga hafa Bandaríkin og önnur vestræn ríki beitt Pakistan og Indland miklum þrýstingi til að hætta átökunum en án árangurs. Pakistanar hafa vonast til að Kín- verjar, gamlir bandamenn Pakistana, beiti áhrifum sínum í deilunni en í gær sneri Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, heim frá Peking, fjórum dögum áð- ur en hinni opinberu heimsókn átti að ljúka, eftir viðræður við kín- verska ráðamenn sem taidir eru ófúsir að blanda sér um of í deilu- efni grannanna i suðri. Ekki hefur verið greint frá því hvað Sharif og kínverskum ráða- mönnum fór í milli og í gær endurtók talsmaður kínverska utanríkisráðu- neytisins fyrri yfirlýsingar um að Indland og Pakistan ættu að leysa mál sín með friðsamlegum hætti. Kínveijar vilja engin afskipti hafa af deilunni Hafa heimildamenn innan kín- verska stjórnkerfisins sagt við fréttastofu Reuters að Kínverjar vilji ekki hafa afskipti af deilunni um Ka- smír. I gegnum tíðina hafa Kínverjar átt mikil samskipti við Pakistana og m.a. útvegað þeim hergögn. Þá hafa sérfræðingar talið að Kínverjar hafi átt mikinn hlut í að auka getu Pakistana til smíði kjarnavopna. Indversk stjórnvöld hafa hafnað íhlutunum þriðja aðila í deiluna um Kasmír-hérað sem hefur varað und- anfarin 50 ár. Telja þau að engin lausn geti verið í sjónmáli íyrr en skæruliðar múslíma, sem berjast fyrir Pakistan, láti sig hverfa úr þeim hluta héraðsins sem Indverjar stjórna. „Það er fullvíst að engar við- ræður munu eiga sér stað á meðan að árásum [skæruliðanna] er fram haldið,“ sagði Atal Behari Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, í ræðu er hann hélt í gær. „Við munum ekki taka þátt í neinum leyniviðræðum og friðartillögur þriðja aðila munu ekki verða samþykktar.“ Vestrænn hermálasérfræðingur sagði í viðtali við breska dagblaðið Independent í Nýju-Delhí í gær að miklar líkur væru á því að senn drægi til tíðinda í Kasmír-deilunni. „Ef Indverjar ætla sér að gera eitt- hvað til að leiða deiluna til lykta munu þeir gera það innan tveggja til þriggja vikna.“ Kissinger stormar úr upptökusal HENRY Kissinger, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, stormaði úr upptökusal BBC eftir að hafa sakað Jeremy Paxman, frétta- mann BBC, í beinni útvarpssendingu sl. mánudag um lygar, að því er fram kemur í frétt The Independent í gær. Talsmenn BBC vildu að vísu ekki staðfesta þetta heldur sögðu að „því miður“ hefði Kissinger þurft að fara fyrr en áætlað hafði verið. Kissinger hafði samþykkt að mæta í útsendinguna þrátt fyrir að hafa ímugust á öðrum viðmælendum Paxmans í þættinum, þeim Geoffrey Robertson, þekktum breskum mann- réttindalögfræðingi, og Frances Stonor Saunders, höfundi nýrrar bókar um áhrif bandarísku leyni- þjónustunnar (CIA). Telur blaðið að Kissinger hafi séð, innan nokkurra mínútna, að grun- semdir hans um að hafa verið ginnt- ur í viðtalið væru á rökum reistar, í ljósi afar óvæginna spurninga Paxmans. Áður en þættinum lauk stóð Kissinger upp og hélt úr upp- tökusalnum. Þá gerði Paxman hlé á máli sínu og kvaddi gestinn. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1979-2.fl. 1986-1.fl.B 15.09.99 10.07.99- 10.01.00 kr. 628.788,70 kr. 27.331,40 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 30. júní 1999 SEÐLABANKIÍSLANDS Eftirköst málsins gegn Louise Woodward Tvennt ákært fyrir fjársvik Chester á Englandi. AP. LÖGREGLA í Chester á Englandi greindi frá því í gær að tvennt hefði verið ákært fyrir fjársvik í tengslum við sjóð, er settur var á laggirnar til að standa straum af varnarkostn- aði Louise Woodward, breskrar barnfóstru sem fundin var sek um að hafa banað barni, er hún gætti í Bandaríkjunum fyrir tveim árum. Lögreglan hefur und- anfarið kannað forsend- ur ásakana í garð for- eldra Woodwards, en talsmenn lögreglunnar vildu ekki nafngreina fólkið, sem ákært hefur verið. Einungis var sagt að um væri að ræða 43 ára karlmann og 42 ára konu. Bæði voru ákærð fyrir þjófnað. í síðasta mánuði handtók Iögregl- an í Cheshire á Englandi tvennt og færði til yfirheyrslu vegna málsins. Þá hafði breska fréttastofan Press Association eftir heimildamönnum „nátengdum rannsókn- inni“ að um væri að ræða foreldra Wood- wards, Susan og Gary. Lögreglan í Cheshire hefur samstarf við bandarísku alríkislög- regluna við rannsókn á máli er tengist foreldr- unum, eftir að Susan var sökuð um að hafa notað falsaðan reikning til að krefjast rúmlega einnar milljónar króna fyrir leigu og kostnað er hún dvaldi á heimili bandarísks lögfræðings Louise, Elaine Whitfi- eld Sharp. Lögfræðingurinn neitar því að hafa rukkað Susan um greiðslu, og segir reikninginn hafa verið skrifaðan á stolið bréfsefni. Louise Woodward
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.