Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 44
^4 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HINRIK GUÐMUNDSSON, Vesturbergi 143, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 24. júní. Áður auglýst jarðarför sem fara átti fram í Langholtskirkju verður færð í Fossvogskirkju og fer útförin fram föstudaginn 2. júlí kl. 15.00. Guðrún Sumarliðadóttir, Kristfn Hinriksdóttir, Ragnheiður Hinriksdóttír, Örn Andrésson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR Þ. JOHNSON, Sóltúni 28, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 28. júní. Jóhanna Þ. Matthíasdóttir, Margrét Simco, Þorsteinn Ó. Johnson, Arndís Björnsdóttir, Kristinn Óskarsson, Kristín M. Indriðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Eskihlíð 4, Reykjavík, er lést sunnudaginn 20. júní, verður jarðsungin frá kirkju Fíladelfíusafnaðarins Hátúni 2, Reykjavík, fimmtudaginn 1. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á kristniboðssjóð Hvítasunnu- safnaðarins og Samband íslenskra kristniboðsfélaga, Holtavegi 28, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Kristján Tryggvi Sigurjónsson, Sigrún Lovísa Sigurjónsdóttir. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÁLMAR SIGURÐSSON frá Görðum v/Ægisíðu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 2. júlí kl. 10.30. Sigurður Hjálmarsson, Rannveig Sigurðardóttir, Margrét Hjálmarsdóttir, Guðmunda Hjálmarsdóttir, Birgir Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Bróðir minn, EINAR KARLSSON, síðast til heimilis í Unufelli 44, sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 23. júní sl., verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 1. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda, Kristinn Karlsson. + Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, ÁRNA J. GESTSSONAR, Árskógum 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Eir. Guð blessi ykkur. Systkini hins látna. FRANK GUIDA + Frank Guida fæddist í New York borg 13. ágúst 1919. Hann lést á sjúkrahúsi í Flórída 1. júní síðastliðinn. Frank þjónaði í bandaríska hernum í þrjú ár í seinni heimsstyrj öldinni sem ljósmyndari og var staðsettur á ís- landi. Herinn lánaði hann til starfa fyrir listasafn Einars Jónssonar til þess að mynda verk Ein- ars. Þessar myndir eru í Lista- verkabók Einars Jónssonar. Á íslandi kynntist Frank eft- irlifandi eiginkonu sinni, Ragn- hildi (Þorsteinsdóttur) Guida, f. 24.10. 1925. Ragnhildur er dóttir Þorsteins Magnússonar og Helgu Guðmundsdóttur. Frank og Ragnhildur gengu í hjónaband 11. maí 1945. Börn þeirra eru: Linda Helga, gift Fred Higham, þau eiga eina dóttur, Allison; Laura Emily, frá- skilin, hún á tvö börn: Keith og Andreu; Frank Randolph, kvæntur Michelle Guida; Nancy, gift Rice Wolf og eiga þau tvö börn: Jönu og Tobin; Cindy, gift Brian Messier og eiga þau tvær dæt- ur: Danielle og Nicole; Richard, kvæntur Kathleen Guida og eiga þau eina dóttur: Maeve. Frank starfaði sem Ijósmynd- ari, fyrst hjá Hans Vans Studios í N.Y. og seinna á eigin stofu, Frank Guida Photography í Stamford, C.T. Frank og Ragna bjuggu 37 ár í Mt. Kisco N.Y. Seinustu tíu ár bjuggu þau í Port St. Lucie á Flórída. títför Franks Guida fór fram frá Mt. Kisco í N.Y. hinn 7. júní. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, terigdafaðir og afi, GUÐJÓN JÓSEF BORGARSSON, Grænási 1a, Reykjanesbæ, verður jarðsunginn frá Ytri Njarðvíkurkirkju laug- ardaginn 3. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrkt- ar- og líknarsjóð Oddfellowa. Lúlla Kristín Nikulásdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, JÓNÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Reynivöllum 9, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima á Selfossi. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. + Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför GUÐBJARTS BETÚELSSONAR rafverktaka, Urðarhæð 6, Garðabæ. Jóna Lísa Guðbjartsdóttir, Pálmar Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför HARÐAR EINARSSONAR frá Reykjadal. Þóra Sigríður Bjarnadóttir, Úlfar Harðarson, Guðríður S. Þórarinsdóttir, Torfi Harðarson, Einar Harðarson, Hera Hilmarsdóttir, Margrét Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku Frank hennar Röggu er látinn. Farinn er mikill sómamaður sem gott var að eiga að. Hann kom til Islands á stríðsárunum og krækti í móðursystur mína Ragnhildi sem alltaf hefur verið kölluð Ragga frænka á mínu heimili. Það hefur verið erfitt fyrir unga stúlku að yf- irgefa fjölskyldu og vini á Islandi og flytjast vestur um haf. En ástin spyr ekki um slíkt og glæsimennið átti eftir að reynast henni vel. Þau áttu barnaláni að fagna og eignuðust sex börn og barnabörn- in eru orðin átta. Margir ættingj- ar hafa dvalið um lengri eða skemmri tíma á heimili þeirra og slíkt var ætíð auðsótt mál. Eg var ekki há í loftinu þegar ég fór fyrst með afa mínum til sumardvalar í Mount Kisco. Á því heimili var mikið fjör enda börnin mörg og ég féll strax inn í hópinn. Frank var af ítölsku bergi brotinn og ítalska fjölskyldan hans var ótrúlega skemmtileg. Frank hugsaði vel um fjölskylduna og reyndist ís- lensku ættingjunum ætíð vel. Húsið þeirra var stórt og fallegt og vel staðsett í Kisco Park, Mt. Kisco sem er í New York ríki. Þegar Frank settist í helgan stein ákváðu þau að selja og flytja á hlýrri slóðir til Flórída. Heimili þeirra í Flórída var paradís á jörð fyrir íslenska ferðalanga og þang- að var gott að koma. Frank var starfsamur maður og féll sjaldan verk úr hendi. Hann naut þess að hugsa um garðinn sinn, sem ávallt var vel hirtur. Fyrir rúmu ári fór heilsan að gefa sig og það var krabbameinið sem lagði þennan öðling að velli. Síðasta stríðið var sem betur fer ekki mjög langt og á hinstu stundu var hann um- kringdur þeim sem hann elskaði mest, eiginkonu sinni og börnum. Ragga og Frank voru gift í 54 ár og var ætíð mjög kært með þeim hjónum. Frank hefði orðið 80 ára í ágúst næstkomandi og var búið að skipuleggja veglega hátíð þeim hjónum til heiðurs af því tilefni. Sú hátið verður ekki haldin, en við munum ætíð minnast hans með miklum söknuði, virðingu og hlýju. Mestur er missir eiginkonu og barna og barnabarna og færum við þeim samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að styrkja þau í sorg sinni. Hvfl í friði. Helga Jónsdóttir og fjölskylda. Frágangur a fmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfín Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundai- eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.