Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
GÓÐUM fjölmiðla-
manni liggur eitthvað á
hjarta. Góður gagnrýn-
andi ann listgreininni,
sem hann fjallar um.
Góður ráðherra ber
málefni síns ráðuneytis
fyrir brjósti. Mennta-
málaráðherra starfar í
þágu menntunar og
menningar þjóðarinn-
ar, samgönguráðherra
leggur metnað sinn í að
koma á samgöngubót-
um, dómsmálaráðherra
helgar starfskrafta sína
úrbótum í réttarkerf-
inu, meira að segja iðn-
aðarráðherra starfar í
þágu atvinnuuppbyggingar í land-
inu, en hvað ber umhverfísráðherr-
ann fyrir brjósti? I þágu hvers
starfar Siv Friðleifsdóttir umhverf-
isráðherra? Það er nöturlegt að
þurfa að segja það, en hún ætlar sér
augljóslega ekld að ganga erinda
umhverfísins. A fyrstu dögum sín-
um í embætti hefur hún gert þjóð-
inni það fullkomlega ljóst að um-
hverfíð geti farið lönd og leið, hún
ætli ekki að leggjast á sveif með því.
Eyjabakkar skuli hverfa undir miðl-
unarlón, það sé stefna ríkisstjómar-
innar og hún styðji þá stefnu.
Barátta um gildismat
Hlutverk umhverfisráðherra er
afar þýðingarmildð og í mínum huga
eru umhverfismál eitt veigamesta
viðfangsefni stjómmálamanna við
aldahvörf, hvar sem er í heiminum.
Þetta er sá málaflokkur, sem er þess
megnugur að skrá nöfn stórhuga
ráðamanna á spjöld sögunnar. Ef vel
er á málum haldið í dag getur viður-
kenning óborinna kyn-
slóða fallið þeim í skaut,
sem þorir að veita við-
nám, standa á rétti
náttúrunnar og um-
hverfisins í baráttunni
um gildismatið. Því sú
barátta í virkjana- og
stóriðjumálum, sem nú
stendur yfír, er fyrst og
fremst barátta um gild-
ismat, þá mæhstiku,
sem við notum til að
vega og meta lífsgæðin.
Miklir menn láta ekki
hræða sig frá því að
taka afstöðu með hin-
um viðkvæmari gildum
tilverunnar. Þeir láta
ekki litla stráka í jarðýtuleik segja
sér að tilfinningar séu léttvægar
þegar tekist er á um hagvöxt og
Umhverfismál
í þágu hvers starfar
Siv Friðleifsdóttir?
spyr Kolbrún Halldórs-
dóttir, sem telur að Siv
ætli ekki að ganga er-
inda umhverfísins.
þjóðarframleiðslu. Þeir sem þora að
leggja móður náttúru lið í þeirri bar-
áttu, leggja lóð á vogarskálar fram-
tíðarinnar.
Ráðherrann sem ekki þorði
Við höfum öll orðið vitni að því
hvernig Guðmundur Bjarnason
beið pólitískt skipbrot í síðustu rík-
isstjórn vegna þess að hann þorði
ekki að taka afstöðu með náttúr-
unni. Oft og einatt talaði hann máli
umhverfisins og virtist fullur af
góðum vilja, en engdist svo eins og
ormur á öngli þegar hann var
neyddur til að ganga fram fyrir
skjöldu og tilkynna ákvarðanir rík-
isstjórnarinnar í umhverfismálum.
Aftur og aftur þurfti hann að tala
þvert um hug sinn í þeim efnum og
öll þjóðin sárvorkenndi honum. Því
miður þorði Guðmundur Bjarnason
ekki að leggjast á sveif með hinum
viðkvæmari gildum. Nei, það skyldi
haldið fast við stefnu Finns Ing-
ólfssonar og Halldórs Asgrímsson-
ar, jafnvel þó fóma þyrfti landinu í
nafni hagvaxtar.
Málaflokkur
með sérstöðu
Það væri ekki óeðlilegt að um-
hverfisráðherra í hvaða ríkisstjóm
sem væri léki hlutverk þess sem
veitir aðhald. Eðli málaflokksins er
slíkt, það þarf að standa vörð um
umhverfið á sama hátt og foreldrar
þm-fa að standa vörð um velferð
bams þegar það er órétti beitt. Sé
það ekki gert bjóðum við hættunni
heim, þeirri hættu að dýrmætri
sameign þjóðarinnar verði fómað á
altari skammsýnna gróðasjónar-
miða. Ef það gerist munum við
standa uppi, einn góðan veðurdag,
búin að glata auði þeim sem okkur
var treyst fyrir. Verðmætum, sem
okkur var falið að gæta til heilla fyr-
ir mannkynið allt. Það gildir einu
hversu mörg orð eru höfð í opnuvið-
tölum um rýra stefnu ríkisstjómar-
innar í umhverfismálum, eða hversu
oft er slegið um sig með hugtakinu
„sjálfbær þróun“, það er augljóst að
Siv Friðleifsdóttir hefur gengið
skammtímahagsmununum á vald.
Hún hefur ákveðið að ganga erinda
virkjana- og stóriðjustefnu í stað
þess að rísa upp til vamar við-
kvæmu vistkerfi og víðfeðmum ör-
æfum íslands.
Höfundur er alþingismaður.
Fellur á
fyrsta prófi
Kolbrún
Halldórsdóttir
Banki allra
Framsóknarmanna
MENN minnast til-
þrifa bankamálaráð-
herrans á sl. ári, þegar
hann vann sem ötulleg-
ast að því að selja Wal-
lenberg-auðjöfranum í
Svíþjóð Landsbanka
Islands. Að vísu munu
Framsóknarmenn hafa
átt að ráða hér heima,
enda ekki vanþörf á að
borga á sig í kosninga-
baráttunni í byrjun
þessa árs.
Þó fór það aldrei svo
að þeir kæmu ekki ár
sinni sæmilega fyrir
borð. I þjónustu sína
fékk flokkurinn Stöð 2
gegn því að Landsbankinn var lát-
inn lána eiganda stöðvarinnar nærri
800000000 - áttahundraðmilljónir
króna - til að kaupa
byggingarlóðir á upp-
sprengdu verði á Arn-
arnesi. Plús vilyrði fyr-
ir fjármagni til að
byggja á þeim lóðum.
Ekki var um það
spurt, þótt lausafjár-
staða Landsbankans
stæði langt fyrir neðan
núll. Né heldur að
glæfraleg spenna ríkti
á fasteignamarkaði
Stór-Reykjavíkur. Fyi--
ir utan flokkshagsmuni
mun vafalaust hafa
ráðið úrslitum æviá-
grip eiganda Stöðvar 2.
Glæsileg afrek hans á
fjármálasviði í áranna rás og fjöl-
skrúðugar fréttir, sem hafa af þeim
gengið, staflaust.
Landsbankinn
Landsbankinn, segir
Sverrir Hermannsson,
byggir núorðið
afgreiðslu lánveitinga
á sögusögnum og
fréttum.
Því er nefnilega þannig varið að
Landsbankinn byggir nú orðið af-
greiðslu lánveitinga á sögusögnum
og fréttum, sem dagblöð flytja m.a.
Lætur bankinn gjarnan fylgja láns-
afgreiðslu tölvuútskrift af slíkum
fréttum. Nýjasta dæmið er af-
greiðsla lánsbeiðni frá Þingeyri,
sem bankinn neitaði, sem vonlegt
var, enda búinn að afla staðfestra
fregna þess efnis, að stjórnvöld
væra búin að banna íbúum Þingeyr-
ar að sækja sjóinn sinn. Þorpið
þessvegna dauðadæmt og eignir þar
með öllu verðlausar.
Eftir þessar hremmingar hefði
verið upplyfting í að fá að berja
augum afgreiðsluna á lánsbeiðni
eiganda Stöðvar 2 ásamt styrktar-
skjölum. Þar hefir ekki á skort í
upplýsingum af lífvænlegu framtaki
lánsbeiðanda í áranna rás og arð-
vænlegu. Fyrir utan fréttir og
myndir af faðmlögum lánsbeiðanda
og Framsóknarforkólfanna fyrir
kosningar, sem hræra hjörtun.
Enda þarf lánastofnun í lausafjár-
vanda á haldgóðum fréttum að
halda, þegar milljarða útlán era
ákveðin. Guðsmenn auk þess nær-
hendis að blessa yfir afgreiðsluna,
en fjandinn þekkir sína á Þingeyri.
Höfundur er alþingismaður.
Eru rimlagardínurnar óhreinar!
Vib hreinsum:
Rimla, strimla, plíseruð og sólargluggatjöld.
Setjum afrafmagnandi bónhúö.
Sækjum og sendum ef óskaó er.
Jf*. Nít®
tsskaáhránsunin
Sólheimor 35 • Simil 533 3634 • GSM: 897 3634
Sverrir
Hermannsson.
C.\iO Skyggðiflöturinnsýnirfjöldaíbúaáþjónustusvæði
I"CÍTPcQdTÍdBKIvUn DVii SVR(hægrikvarði),ensúlurnarf]öldafarþegaá
* ^ íbúa (vinstri kvaröij.Talan fyrir ofan þær gefur til
kynna heildarfjölda farþega í þúsundum talið.
Ótrúleg
aukning' kostn-
aðar SVR
MARGAR furðulegar fullyrðingar
komu fram í grein Helga Pétursson-
ar, borgarfulltrúa og stjórnarfor-
manns SVR, um rekstur SVR og
Reykjavíkurborgar, sem birtist 22.
júní. Ein þeirra var sú að R-listinn
ræki „ábyrga fjármálapólitík sem
felst í því að eyða ekki
umfram það sem aflað
er“, svo notuð séu hans
eigin orð. Það er ótrú-
legt að slík orð skuli
borgarfulltrúi rita, sem
fengið hefur tækifæri til
að kynna sér ársreikn-
ing Reykjavíkurborgar
fyrii’ árið 1998. Þess má
geta að fyrri umræða
um reikninginn hefur
farið fram í borgar-
stjórn og var Helgi við-
staddur hana.
I ársreikningnum
kemur m.a. fram að öll
árin, sem R-listinn hef-
ur stjórnað borginni,
hefur borgarsjóður verið rekinn
með veralegum halla. Þar kemur
einnig fram að skuldir borgarinnar
hafa rúmlega tvöfaldast frá því R-
listinn tók við stjómartaumunum.
Þetta kallar Helgi ábyrga fjár-
málapólitík og að eyða ekki umfram
það sem aflað er.
Fjölmargar tillögur
sjálfstæðismanna
í grein Helga er því einnig haldið
fram að sjálfstæðismenn leggist gegn
hagræðingum (sic) á þjónustunni og
hafi engar tillögur fram að færa um
rekstur fyrirtækisins. Þarna fer
Helgi enn með rangt mál. A undan-
fórnum áram hafa fulltrúar sjálf-
stæðismanna í stjóm SVR lagt fram
Qölmargar tillögur og komið með enn
fleiri ábendingar um bætta þjónustu
og eflingu fyrirtækisins, sem líklegar
era til að auka tekjur þess. En þar
sem Helgi gefur sér ekki einu sinni
tíma til að lesa ársreikning Reykja-
víkurborgai’ er ekki við því að búast
að hann nenni að kynna sér tillögur
sjálfstæðismanna í stjórn SVR og
greinargerðir með þeim.
Hagræðing?
Staðreyndin er hins vegar sú að á
valdaskeiði R-listans hefur kostnað-
ur aukist gífurlega hjá SVR en fög-
ur fyrirheit borgarfulltrúa hans um
bætta þjónustu og fjölgun farþega
hafa ekki ræst.
Einn helsti mælikvarðinn á hag-
ræðingu og kostnaðarstjórnun í fyr-
irtækinu er kostnaður á hvern ekinn
kílómetra. Þegar sá kvarði er skoð-
aður kemur í ljós að kostnaður hefur
hækkað langt umfram aukningu á
kílómetrafjölda.
Á undanförnum áram hafa flest ís-
lensk fyrirtæki þurft að hagræða
veralega í rekstii og náð góðum ár-
angri á því sviði. Sem betur fer er
það svo að með auknum umsvifum
(aukinni framleiðslu) skapast tæki-
færi til að lækka kostnað á hverja
framleiðslueiningu. Því miður hefur
það hins vegar gerst hjá SVR að
þrátt fyrir aukin umsvif (fleiri ekna
kílómetra) hefur kostnaður á hvern
ekinn kílómetra aukist um rúmlega
25%. Á sama tímabili hefur vísitala
neysluverðs einungis hækkað um
7,6%.
Við sjálfstæðismenn í stjórn SVR
höfum hvað eftir annað varað við
þessari þróun á undanförnum árum,
síðast með bókun við afgreiðslu fjár-
hagsáætlunar í nóvember sl. Þá höf-
um við einnig rætt
þessi mál á vettvangi
borgarstjómar en vel
má vera að það hafi allt
saman farið fram hjá
stjórnarformanninum
og borgarfulltrúanum.
Tvöföldun
yfirbyggingar
Sem dæmi um
óheillaþróun í kostnað-
arstýringu SVR má
nefna yfirbyggingu fyr-
irtækisins en óhætt er
að segja að hún hafi al-
veg sloppið við þær
„hagræðingar“, sem
stj ómaformanninum
verður svo tíðrætt um. Yfirbygging
SVR hefur rúmlega tvöfaldast í
stjórnartíð R-listans án þess að séð
verði að verkefni yfirmanna hafi auk-
ist stórkostlega. Slík aukning er ekki
ókeypis. Þessi aukning hefur orðið á
sama tíma og keppikefli annarra fyr-
irtækja hefur verið að draga úr yfir-
Samgöngur
Yfírbygging SVR hefur
tvöfaldast í stjórnartíð
R-listans og kostnaður
farið úr böndum, segir
Kjartan Magnússon í
síðari svargrein sinni
um málefni SVR.
byggingu og stytta boðleiðir. Nú er
hins vegar að koma æ betur á daginn
að þessar viðamiklu og kostnaðar-
sömu breytingar á rekstri fyrirtækis-
ins hafa engu skilað, hvorld fleiri far-
þegum né lægri kostnaði. Farþegum
hefur þvei-t á móti fækkað og kostn-
aður stóraukist.
Alvarlegar ásakanir
í lok greinar sinnar sakar Helgi
undirritaðan um að vinna gegn
þeirri þjónustu sem honum hefur
verið trúað fyrir að stjórna og þar
með að skaða hagsmuni borgarbúa.
Þetta era alvarlegar ásakanir en
Helgi ætti að vita um hvað hann er
að tala því honum hefur verið trúað
fyrir að stjórna veigamiklu starfi á
vegum Reykjavíkurborgar og allir
sjá hvernig til hefur tekist. Eg leyfi
mér hins vegar að efast um að það
sé almenningssamgöngum í Reykja-
vík til framdráttar að stjórnarfor-
maður SVR beiti persónulegum sví-
virðingum, rangfærslum og beinum
ósannindum í stað þess að fjalla á
málefnalegan hátt um vanda SVR,
sem vissulega er ærinn.
Höfundur er borgarfulltrúi og á
sæti i stjórn SVR.
Kjartan Magnússon