Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SAMKEPPNI A
ORKUMARKAÐI
MIKLAR breytingar eru í vændum á næstu árum á sviði
orkumála, sem munu leiða af einkavæðingu orkufyrir-
tækja, erlendri fjárfestingu og hröðum tæknibreytingum. í
sáttmála núverandi ríkisstjórnar er ákvæði um samkeppni
á orkumarkaði, en þar hefur fyrst og fremst verið horft til
þess að aðskilja orkuvinnslu, orkudreifingu og sölu. Þegar á
næsta ári er stefnt að því, að Landsvirkjun skipti starfsemi
sinni í framleiðslusvið og flutningasvið með aðskildu bók-
haldi og sérstakri gjaldskrá fyrir hvort svið. Það á að
tryggja, að allur kostnaður sé sýnilegur og verðlagning í
samræmi við hann.
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði m.a. í
viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag, að rekstrarhag-
kvæmni í raforkukerfinu hér á landi sé mikil, svo ekki sé
hægt að búast við að raforkuverð lækki að ráði vegna auk-
innar samkeppni, en hins vegar geti arðsemi orkufyrirtækj-
anna aukizt. Þeir opinberu aðilar sem eiga Landsvirkjun
geta þá selt einkaaðilum eign sína án þess að raforkuverð
hækki og notað féð til að greiða niður skuldir. Með breyt-
ingu á Landsvirkjun í hlutafélag verði hægt að fá aukið
fjármagn inn í það frá einkaaðilum. Forstjóri Landsvirkj-
unar sagði m.a.: „Ég tel mjög brýnt að raforkufyrirtækin
verði gerð að hlutafélögum og greiði skatta, lagi sig að sam-
keppninni framundan. Það skapar aðhald. Nú borgum við
ekki skatta og getum því ekki farið að keppa við þá sem það
gera.“
Það er að sjálfsögðu rétt hjá Friðriki Sophussyni að jafn-
ræði fyrirtækja verður að ríkja á markaði svo samkeppnin
fái notið sín og leiði til hagkvæmni og bættrar þjónustu.
Það á við á öllum sviðum viðskipta, m.a. fjarskiptasviði,
sem Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur hyggjast
hasla sér völl á í krafti nýrrar tækni til hagnýtingar flutn-
ingskerfa sinna.
FÁTÆKT
FÁTÆKT er eitt af mikilsverðustu viðfangsefnum sam-
tímans og verður að öllum líkindum á nýrri öld. Allir
eru væntanlega sammála um að stuðla þurfi að jafnari
dreifingu á gæðum heimsins og þjóðfélagslegri velsæld sem
víðast. Eigi að síður þarf sífellt að minna á þetta augljósa
markmið. Eins og indverski Nóbelsverðlaunahafinn í hag-
fræði, Amartya K. Sen, benti á í viðtali sem birtist í Morg-
unblaðinu síðastliðinn sunnudag þá er fátækt og ýmis tengd
vandamál í heiminum vanrækt þrátt fyrir að vera augljós.
„Að þetta sé augljóst jafngildir því síður en svo að þetta sé
sjálfkrafa viðtekið sem vandamál," segir Sen um ólæsi í
heimalandi sínu.
Sen hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir nokkur afar veigamikil
framlög til velferðarhagfræði. Hann hefur ekki síst vakið
athygli fyrir að leita nýrra leiða við að skilgreina vanda fá-
tæktar og hallæra og umfang hans. Hann hefur bent á að
ástæður hallæra séu hugsanlega aðrar en menn hafa hingað
til álitið, ekki síst hefur hann beint spjótum sínum gegn því
almenna viðhorfi að skortur á matvælum sé mikilvægasta
og stundum eina skýringin á hallæri. í inngangi að viðtal-
inu segir að hann hafi bent á að hallæri hafi átt sér stað
jafnvel þegar framboð á matvælum var ekki minna, svo
heitið gæti, en á þeim árum sem gengu á undan hallærinu.
Hann sýndi og fram á að þess væru dæmi að á svæðum þar
sem hallæri geisaði hafi matvæli verið flutt á brott. Sen tel-
ur að réttara sé að leita orsaka hallæra í áhrifum margvís-
legra félagslegra og efnahagslegra þátta á hópa þjóðfélags-
ins og skera úr um raunveruleg tækifæri fólksins. Þannig
geti hlutir eins og atvinna, menntun, læsi og lýðræði verið
orsakaþættir sem beina þurfi sjónum að í þessu samhengi.
Að mörgu leyti stendur upp á okkur sem búum í þeim
hluta heimsins sem nýtur hvað mestrar velsældar að rétta
hlut hinna sem standa höllum fæti. Það er hins vegar ekki
ljóst hvernig á að nálgast vandann. Amartya K. Sen er að
benda á að hin vestrænu ríki geti ekki látið nægja að senda
peninga og mat til fátækari og hrjáðari hluta heimsins eins
og tíðkast hefur heldur verði einnig að leggja mikla vinnu í
að öðlast skilning á vandanum með ýtarlegum rannsóknum
og greiningu ef vinna á bug á honum. Án skilnings á vand-
anum þjónar fjárhags- og matvælahjálp ef til vill ekki öðr-
um tilgangi en að kaupa hinum ríku sálarfrið.
Stjórnvöld, Landsvirkjun og Hydro Aluminium skrifa undir rammaáætlun næstu 11 mánaða
Akvörðun um virkjun
og álver verði tekin fyrir
1. júní á næsta ári
FULLTRÚAR stjórnvalda,
Landsvirkjunar og Hydro
Aluminium AS í Noregi
skrifuðu í gær undir viljayf-
irlýsingu um að undirbúa jarðveginn
fyrir endanlega ákvörðun um að ráð-
ast í byggingu raforkuvers á Austur-
landi og álvers á Reyðarfírði sem taka
verður fyrir 1. júní á næsta ári. Sam-
ráðsnefnd framangreindra aðila hélt
fund á Hallormsstað í gær og fyrra-
dag og er í yfirlýsingunni að finna nið-
urstöður hennar um þá viðskiptahug-
mynd sem býr að baki Noral-verkefn-
inu eins og það er kallað.
„Yfirlýsingin felur í sér vinnu- og
tímaáætlun um þá þætti
sem vinna þarf að næstu
11 mánuði tO undirbún-
ings endanlegri ákvörð-
un,“ sagði Þórður Frið-
jónsson, ráðuneytisstjóri
iðnaðarráðuneytisins, við
undirskriftina að Hall-
ormsstað í gær. Gert er
ráð fyrir 210 MW virkjun
og 120 þúsund tonna ál-
veri í Reyðarfirði sem
stækka megi hugsanlega í
480 þúsund tonna afkasta-
getu. Ráðuneytisstjórinn
var spurður hvað gæti
hugsanlega komið í veg
fyrir að áform um virkjun
og álver næðu fram að
ganga:
„Það sem gæti gerst er
að áliðnaðurinn eða efna-
hagur heimsins lendi í
lægð sem hefði áhrif á
vilja manna til fjárfest-
inga í greininni. Það er
stærsta óvissuatriðið. Hitt
er líka hugsanlegt að þær
athuganir sem nú á að gera og for-
sendur fyrir arðsemi og öðru varð-
andi uppbyggingu og rekstur stand-
ist ekki. Menn verða að sannfærast
um að þetta sé áhugavert og ábata-
samt verkefni," sagði ráðuneytistjór-
inn. „Síðan byggist yfirlýsingin auð-
vitað á því að stjómvöld fylgi
óbreyttri stefnu varðandi nýtingu
orkulinda hér á þessu svæði í þágu
byggðar og efnahags. Við göngum út
frá því og það kemur ekki til neinnar
endurskoðunar á þessari mörkuðu
stefnu nema til komi nýjar ákvarðan-
ir ríkisstjómar eða Alþingis.“
Helstu samningar liggi
fyrir í árslok
í viljayfirlýsingunni eru tímasettir
helstu áfangar sem vinna þarf að á
næstu mánuðum:
Fyrir 1. september skal sækja um
umhverfismat og starfsleyfí.
Fyrir 1. nóvember skal frumathug-
unum lokið í megindráttum, einnig
minnisblaði um innviði.
Fyrir 31. desember skulu drög að
yfirlitssamningi liggja fyrir og aðrir
helstu samningar sem nauðsynlegir
eru fyrir verkefnið, svo sem hluthafa-
samningur, samningur um rafmagns-
verð, sölu- og markaðssamningur,
samningar um útvegun hráefnis,
heimild til stækkunar og fleira. Þá
skal frumathugun á hagkvæmni
einnig vera lokið og lokahagkvæmni-
athugun hafin.
Fyrir 1. febrúar 2000 er gert ráð
fyrir samþykki þar til bærra stjóm-
valda á umhverfismatinu.
Fyrir 1. mars skal gengið frá loka-
drögum að yfirlitssamningi og samn-
ingum sem að baki honum liggja.
Fyrir 1. apríl skal liggja fyrir end-
anlegur frágangur á eignarhaldi
Noral-álfélagsins og hlutafélagið
skráð.
Fyrir 1. maí skal vera gengið frá
fjármögnun, samningar um undir-
búning lóðar og afnot af hafnarað-
Aætlun um næstu skref við undirbúning
Fljótsdalsvirkjunar og byggingu álvers í
Reyðarfírði liggur nú fyrir. Stefnt er að því
að drög að helstu samningum liggi fyrir í
árslok. Jóhannes Tómasson ræddi við full-
trúa ríkisstjórnarinnar, Landsvirkjunar og
Hydro Aluminium sem segja að taka verði
ákvörðun um framhald málsins innan árs.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
VILJAYFIRLÝSING undirrituð. Frá vinstri: Jon Harald Nilsen, forstjóri Hydro Aluminium, Þórður
Friðjónsson, ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytis, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar.
AUK samráðsnefndarinnar voru fulltrúar sveitarfélaga á Austurlandi við-
staddir undirritunina og fulltrúar nokkurra íslenskra fjármálafyrirtækja.
stöðu gerðir við ríkisstjórn og/eða
sveitarstjórnir.
Fyrir 1. júní skulu teknar lokaá-
kvarðanir um að ráðast í byggingu
Fljótsdalsvirkjunar og fyrsta áfanga
Noral-álversins í Reyðarfirði.
„Þetta er ramminn sem þessir þrír
aðilar ætla að vinna eftir á næstu
mánuðum en síðan þurfa fleiri að
koma að málinu, til dæmis íslenskir
fjárfestai-, sem við höfum einnig rætt
við á fundunum hér, þeir þurfa að
taka ákvarðanir og við leggjum mikla
áherslu á að þeir fái aðgang að upp-
lýsingum og móti eigin stefnu um
þátttöku í þessu verkefni. Þeir hafa
verið spurðir hvort þeir hafi áhuga á
að koma að þessu verkefni á þeim for-
sendum sem yfírlýsingin byggist á.“
Hver verkþáttur undir-
búningsins kynntur
Þórður segir að jafnframt þessu
þurfi stjórnvöld að huga að eflingu
innri gerðar byggðarlaganna sem
málið snertir, svo sem aukið vinnuafl
sem þurfi að vera fyrir hendi og
hvers kyns þjónustuþáttum sem
tengjast framkvæmdunum, svo sem
vegalögnum, skólum og fleiri slíkum
atriðum. Um þessa hluti þurfi að
takast samvinna við sveitarfélög en
fulltrúai- þeirra sátu fundina að Hall-
ormsstað.
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, sagði í samtali við
Morgunblaðið að yfirlýsingin sé verk-
og tímaáætlun þar sem lýst sé hvern-
ig og hvenær samstarfsaðilar ætli að
skila tilteknum áföngum um verkið
sem endi með ákvörðun um fram-
kvæmdir eða ekki. „Það liggja hins
vegar engar niðurstöður fyrir varð-
andi hina ýmsu samninga sem gera
þarf varðandi framkvæmdimar, svo
sem um orkuverð og fjármögnun.
Það sem skiptir máli er að með þessu
er opinberlega sagt frá því hvar málið
er statt og hvernig á að vinna það.
Hver einasti verkþáttur í undirbún-
ingnum og lok hans eru auglýst sem
er nauðsynlegt fyrir alla aðila málsins
og ekki síður fyrir almenning sem
auðvitað á að eiga þess kost að fylgj-
ast með málinu."
Friðrik var spurður hvað gæti í
raun komið í veg fyrir að af fram-
kvæmdum yrði og sagði hann tvennt
skipta máli varðandi ákvörðun. „Það
er annars vegar orkuverðið sem ekki
liggur fyrir þótt menn hafi kannski
nokkrar hugmyndir um á hvaða bili
það gæti orðið og hins vegar hlýtur
að hafa úrslitaþýðingu hvernig tekst
að afla hlutafjái' í þetta nýja fyrirtæki
sem verður sérstakt hlutafélag sem
starfar samkvæmt íslenskum lögum.
Það eru forsendur þess að hægt sé að
vinna verkið áfram fyrh' utan ýmis-
legt sem ekki kemur Landsvirkjun
við, svo sem framkvæmdaleyfi og mat
á umhverfisáhrifum. Framkvæmda-
og virkjunarleyfi er fyrir hendi og
framkvæmdir í raun hafnar árið 1991
eins og oft hefur komið fram,“ sagði
Friðrik og minnti á að virkjunarfram-
kvæmdirnar væru bundnar við stór-
iðju á Reyðarfirði.
„Við gerum ráð fyrir að 1. júní á
næsta ári liggi fyrir hvernig þeir sem
standa að álverinu muni leggja fram
tryggingar sem nægja til þess að við
höldum áfram framkvæmdum við
Fljótsdalsvirkjun þar sem fram-
kvæmdatíminn er einu ári
lengri en bygging álvers-
ins tekur. Við þurfum því
að hefja framkvæmdir
eftir tæpt ár ef rekstur ál-
vers á að hefjast árið 2003
eins og yfirlýsingin gerir
ráð fyi'ir.“
Álver verður að vera
samkeppnishæft
Jon Harald Nilsen, for-
stjóri Hydro Aluminium,
skrifaði undir samninginn
fyrir hönd fyrirtækisins
og tjáði hann Morgun-
blaðinu að næstu mánuðir
yrðu notaðir til að afla
upplýsinga um tæknilega
og fjárhagslega hlið ál-
versins. „Þessir þættir
verða að liggja fyrir ti! að
unnt sé að taka ákvörðun
um hvort reksturinn er
hagkvæmur og varðandi
fjárhagshliðina á ég bæði
við orkuverðið og fjár-
mögnun. Álver verður
ekki byggt í dag án þess að gæta að
ítrustu hagkvæmni og að rekstur
þess sé samkeppnishæfur. Álfram-
leiðsla í dag er alþjóðlegur iðnaður og
við getum ekki aðeins horft til sam-
keppnisaðila í Evrópu heldur verðum
við að skoða allan heiminn í því ljósi,“
sagði Jon Harald Nilsen.
Hann sagði Hydro Aluminium hafa
ákveðið að bíða með uppbyggingu á
Trinidad og næsta nýja álver fyrir-
tækisins yrði því trúlega á Islandi. Af
öðrum fjárfestingum nefndi hann að
verið væri að skoða aukna afkasta-
getu álvera fyrirtækisins í Noregi og í
gær var tilkynnt um fjárfestingu fyr-
irtækisins í Kentucky-ríki í Banda-
ríkjunum þar sem á að reisa verk-
smiðju sem bræðir úrgangsál. Verður
hún tekin í notkun seint á næsta ári.
Sagði hann þá verksmiðju einkum
ætlaða Bandaríkjamarkaði en sagði
afurðir fyrirhugaðrar verksmiðju á
Islandi hugsaðar á Evrópumarkað.
En hefur forstjórinn áhyggjur af
því að andstaða við stórvirkjanir' á
Austurlandi komi hugsanlega í veg
fyir áform Hydro Aluminium?
„Okkur hefur verið gerð grein fyrir
þeim deilum sem hér hafa farið fram
varðandi orkuver en við blöndum
okkur ekki inn í þær. Það er mál ís-
lendinga og ég ber fullt traust til Is-
lendinga og tel að íslensk þjóð og ís-
lensk yftrvöld geti komist að sameig-
inlegri niðurstöðu og henni munum
við una. Við vinnum hins vegar fyrst
og fremst að undirbúningi álversins,
þar liggur þátttaka okkar. Leyfi til
virkjunar liggur fyrir og nú höfum
við skrifað undir þessa viljáyfirlýs-
ingu,“ sagði forstjórinn og taldi ekki
ástæðu til að óttast að steinn yrði
lagður í götu þeirrar undii'búnings-
vinnu sem nú væri hafin.
Eftir að fundunum lauk í gær-
morgun fóru fundarmenn að Eyja-
bökkum í blíðuveðri og síðan var
skrifað undir yfii’lýsinguna á heitum
sumardegi að Hallonnsstað.
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999
w
< - ■■ ií \M 1,..
Jgl _________ ^ \1SS
I S Em í V LÝt. ,:|J \ "f
* lí. ^HhHUb -•■'L |V
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
„VÆR sá god, Flatobogen." Gylfí Þ. Gíslason menntamálaráðherra tekur við Flateyjarbók úr hendi Helge Larsen, kennslumálaráðherra Dana, hinn 21. apríl 1971.
LYKTIR HANDRITAMALSINS
I.
FYRIR meira en þúsund árum hófst á íslandi
ævintýri, sem segir frá sögu og örlögum manna,
sem urðu þjóð í ríki við yzta haf, þjóð, sem öldum
saman varðveitti eigið þjóðerni og eigin tungu og
gerir enn.
Jón Helgason var einn þeirra manna, sem mest-
an þátt hefur átt í því, að íslenzka ævintýrinu á
aldrei að þurfa að ljúka, ef við, sem lifum hann, og
afkomendur okkar göngum þann veg, sem hann
vísaði, en villumst ekki. Jón Helgason var þjóð
sinni og öllu íslenzku ekki aðeins ómetanlegur
vegna þess, að hann helgaði sig vísindarannsóknum
á þeim verðmætum, sem eru íslendingum helgust
og stýrt hafa straumi aldanna í sögu þeirra, ekki
aðeins vegna þess, að hann var eitt af stórskáldum
íslenzkrar tungu og stuðlaði með þeim hætti að því,
að hún gæti aldrei dáið. Hann var einnig ómetan-
legur túlkandi sannrar ástar á því landi, sem hann
lifði þó fjarri lengstan hluta ævi sinnar.
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
II.
Ég kynntist Jóni Helgasyni ekki persónulega
fyrr en ég fór að venja komur mínar til Kaup-
mannahafnar, eftir að ég varð menntamálaráðherra
í ríkisstjórn Hermanns Jónassonar sumarið 1956,
vegna viðræðna við dönsk stjþrnvöld um afhend-
ingu íslenzku handritanna. Á menntaskólaárum
mínum hafði ég að vísu heillast af ljóðum Jóns
Helgasonar. Kvæðið Lestin brunar var þá þegar
eitt af eftirlætisljóðum mínum. En raunveruleg vin-
átta okkar hófst haustið 1971, þegar við hjónin
dvöldum í þrjá mánuði í fræðimannsíbúð Húss Jóns
Sigurðssonar, fyrst gesta þar. Ég var þá að búa
mig undir að taka aftur við kennslu við Háskólann,
eftir fimmtán ára fjarvist. Jón Helgason var þá orð-
inn ekkjumaður. Svo fór, að það varð að venju, að
hann kæmi nánast vikulega til okkar, venjulega á
fimmtudagskvöldum. Þá kynntumst við einum
merkasta manni, sem orðið hafði á vegi okkar.
Leiftrandi gáfur hans komu okkur ekki á óvart.
Hann var hafsjór af fróðleik um fortíð og nútíð. Og
frásagnargáfa hans var slík, að ég hafði aldrei áður
kynnzt slíku. Ekki spillti það, að við vorum vel
kunnug Halldóri Laxness vegna vináttu hans og
tengdaforeldra minna, en Jón sagði okkur margt
merkilegt af kynnum þeirra og vináttu. Því veittum
við sérstaka athygli, hversu yfirvegaðir voru dómar
hans allir um menn og málefni, hversu velviljaður
hann var og umtalsgóður, ekki sízt í garð þeirra,
sem hann á stúdentsárum sínum hafði ort um í
stríðni. En hann var mjög viðkvæmur maður. Hon-
um var auðsjáanlega misljúft að ræða um menn og
atburði, einkum ef hann kom þar sjálfur að ein-
hverju leyti við sögu. Um sumt virtist hann forðast
að fjalla. Hann geymdi eflaust margt með sjálfum
sér, fannst öðrum ekki koma það við. Jón Helgason
var margbrotinn maður. En hann var að öllu leyti
mikill maður.
III.
Þegar brottfarardagur okkar hjóna frá Kaup-
mannahöfn nálgaðist, ákvað K.B. Andersen, sem þá
var utanríkisráðherra Dana og náinn vinur okkar,
að bjóða okkur ásamt ýmsum forystumönnum jafn-
Um sumt virtist hann forð-
ast að fjalla. Hann geymdi
eflaust margt með sjálfum
sér, fannst öðrum ekki koma
það við. Jón Helgason var
margbrotinn maður. En
hann var að öllu leyti mikill
maður. Gylfi Þ. Gíslason
skrifar um lok handritamáls-
ins í tilefni aldarafmælis
skáldsins og fræðimannsins.
aðarmanna í Kaupmannahöfn til kvöldverðar í
Marienborg, en það er eins konar ráðherrabústað-
ur þeirra þar í borg. Þegar K.B. Andersen sagði
mér, að boðið yrði á fimmtudegi, sagði ég honum,
að það kvöld ættum við von á Jóni Helgasyni. Þá
sagði hann, að auðvitað væri þá Jóni einnig boðið,
ogþáði hann það.
I Marienborg vorum við með ýmsum helztu for-
ystumönnum danskra jafnaðarmanna í góðum
fagnaði. En ekki var langt liðið á kvöldið áður en
Jón Helgason var orðinn miðdepDl samkvæmisins.
Hann var í bezta skapi og hafði - á frábærri dönsku
sinni - frá svo mörgu skemmtilegu að segja, að allir
þurftu að hlusta. Síðla kvölds spurði Jens Otto
Krag mig, hvernig í ósköpunum okkur Islendingum
hefði tekizt að leyna þessum manni í Kaupmanna-
höfn. Ég svaraði, að á Islandi mæti hann hvert
mannsbarn sem eitt af mestu skáldum þjóðarinnar
- það yrði aldrei gefið út svo stutt úrval íslenzkra
Ijóða, að hann ætti þar að minnsta kosti eitt. Hann
væri aftur á móti embættismaður danska ríkisins
og kunnasti vísindamaður Dana á sínu sviði, en þeir
hefðu ekki uppgötvað hann!
IV.
í bókinni Viðreisnarárin, sem fjallar um tólf ára
stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks, á árunum 1959 til 1971, er sérstakur kafli
um handritamálið. Þótt samningum um málið lyki
1961 og danska þjóðþingið samþykkti um það lög,
lauk málinu ekki endanlega fyrr en með dómi
hæstaréttar Dana í mars 1971. En í apríl það ár
kom danskt herskip til Reykjavíkur með fyrstu og
dýrmætustu bækurnar, Konungsbók Eddukvæða
og Flateyjarbók. Með skipinu komu einnig fulltrú-
ar dönsku ríkisstjórnarinnar, Þjóðþingsins og fleiri
góðir gestir. Gífurlegur mannfjöldi tók á móti skip-
inu. Þann dag var þjóðhátíð á Islandi.
Ég læt þessa getið hér vegna þess, að á úrslita-
dögum hinna vandasömu viðræðna stuðlaði Jón
Helgason á mikilvægan hátt að hinni hagkvæmu
lausn málsins. Aðah'áðgjafar dönsku ríkisstjórnar-
innar voru Palle Bh'kelund ríkisbókavörður og Pet-
er Skautrup prófessor. T0 Kaupmannahafnai-
komu á lokastigi málsins Einar Ól. Sveinsson og
Sigurður Nordal sem ráðunautar íslenzku ríkis-
stjórnai’innar. Samkomulag varð um, að Jón Helga-
son tæki þátt í viðræðum sérfræðinganna um ýmis
vandasöm úrlausnarefni. Viðræður sérfræðinganna
fóru fram í íslenzka sendiráðinu. Ég sat auðvitað
ekki þá fundi. En íslenzku fræðimennirnir sögðu
mér frá þeim; Ég minnist sérstaklega fundar með .
þeim Einari Ól. Sveinssyni, Jóni Helgasyni og Sig-
urði Nordal í fundaherbergi Hótel d’Ángleterre,
þar sem við hjónin bjuggum. Stóð hann fram á nótt.
Fræðimennirnir voru allir á einu máli um, hvernig
rökstyðja bæri sjónarmið Islendinga. Kom það sér
vel, að þeir þremenningarnir voru ekki aðeins
helztu sérfræðingar á því sviði, sem um var að
ræða, heldur einnig nánir vinir.
En erfitt verk var fyrir höndum í viðræðum
stjórnmálamannanna. Julius Bomholt, fyrrverandi
menntamálráðheri’a, sem var í samninganefnd
dönsku stjómarinnar, var eldheitur andstæðingur
afhendingar Sæmundar-Eddu og Flateyjarbókar.
En það tókst að fá Viggo Kampmann forsætisráð-
herra til þess að höggva á hnútinn. Hann tryggði
stuðning Bomholts við lausnina með því að bæta í
frumvarpið sérstöku ákvæði um að afhenda skyldi
Konungsbók Sæmundareddu og Flateyjarbók.
Islenzku sérfræðingarnir fögnuðu þessum mála-
lokum innilega. Þegar ég hafði samband við Jón
Helgason að loknum síðasta fundinum, taldi hann
tíðindin ótrúlega góð.
V.
Auðvitað hlaut það að vera Islendingum mikils
virði, að hámenntaður íslenzkur vísindamaður, virt-
ur í sínum fræðum, skyldi starfa við þá stofnun í
Kaupmannahöfn, þar sem varðveittir voru mestu
fjársjóðir fornra íslenzkra bókmennta, og stjórna
þar rannsóknum, sem nutu viðurkenningar á
heimsmælikvarða. En fyrst íslendingar höfðu
stofnað háskóla, sem hafði að markmiði að verða*
miðstöð íslenzkra fræða, þótti mörgum það eðlilegt,
að þeir, er fremstir stæðu á þessu sviði, störfuðu
þar.
Þegar íslendingar hófu sókn í handritamálinu
upp úr miðjum sjötta áratug aldarinnar, mun þess-
ari skoðun hafa aukizt fylgi. Eftir að viðræður voru
hafnar við dönsk stjómvöld, orðaði ég það við Her-
mann Jónasson forsætisrásðherra 1958, hvort hann
mundi styðja það, að stofnað yrði sérstakt prófess-
orsembætti handa Jóni Helgasyni við Háskóla ís-
lands, án kennsluskyldu. Samþykkti ríkisstjórnin
það einum rómi. Næst er ég kom til Kaupmanna-
hafnar, flutti ég Jóni þessi boð. Hann tók sér um-
hugsunarfrest. Þegar við hittumst nokkru síðar,
kvaðst hann betur geta sinnt fræðum sínum með
því að starfa áfram í Kaupmannahöfn. Á þeim tíma
varð að sjálfsögðu ekkert um það sagt, hvernig
handritamálinu mundi lykta.
Nokkm eftir að danska þjóðþingið hafði sam-
þykkt lögin um afhendingu handritanna árið 1961
samþykkti ríkisstjórnin það öðru sinni að bjóða
Jóni Helgasyni slíkt prófessorsembætti hér, en þá
var Ólafur Thors forsætisráðhen-a. Jón hugsaði
málið. En þegar hann svaraði, næst er við hittumst,
taldi hann sig orðinn of gamlan til þess að hafa
vistaskipti. En það leyndi sér ekki, að Jóni Helga-
syni þótti vænt um að fá þessi boð að heiman.
VI.
I næstsíðasta erindi kvæðisins í Árnasafni segir
Jón Helgason:
Senn er þess von að úr sessinum mínum ég víki,
senn skal mér stefnt inn í skugganna fjölmenna ríki,
spyrji þá einhver hvar athafna minna sér staði
er það í fáeinum línum á gulnuðu blaði.
Þannig orti Jón Helgason fyrir meii'a en hálfri
öld. Sem betur fer var þess þá langt að bíða, að
hann viki úr sessi sínum. En verk hans lifa ekki á
fáeinum gulnuðum blöðum. Þau eru skráð gullnu
letri á spjöld, sem heyra til eilífðinni. >-