Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR > + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR EINARSDÓTTIR frá Tjörnum, Neshaga 9, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstu- daginn 2. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður í Stóra- Dalskirkjugarði ki. 17.00 sama dag. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Árni Hálfdán Brandsson, Einar Árnason, Kristbjörg Lóa Árnadóttir, Indriði Aðalsteinsson, Guðbjörg Árnadóttir, Þorgrímur Gestsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær sonur okkar, unnusti, bróðir, mágur og barnabarn, EIRÍKUR BERGUR SVAVARSSON, Vættaborgum 154, lést á heimili sínu mánudaginn 28. júní. Svavar Jónsson, Guðný Eiríksdóttir, Kristín Helga Einarsdóttir, Hrefna Katrín Svavarsdóttir, Baldvin Ingimarsson, Óskar Svavarsson, María Þrastardóttir, Reynir Svavarsson, Heiðdís Rós Svavarsdóttir, Hrefna Líneik Jónsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir, systir, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Stóragerði 23, Reykjavík, sem lést á öldrunardeild Landspítalans miðvikudaginn 23. júní verður jarðsungin frá Grensáskirkju föstudaginn 2. júlf kl. 10.30. Magnús Sigurðsson, Kristín Dagný Magnúsdóttir, Guðmundur Sigurvinsson, Anna Magnúsdóttir, Júlíana Guðmundsdóttir, Sigurður Á. Reynisson, Anna Linda Guðmundsdóttir, Björn Víðisson, Magnús Guðmundsson, Gabriela Li'f Sigurðardóttir og Dagur Snær Sigurðarson. r + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HELGI J. SVEINSSON fyrrv. fulltrúi LÍÚ, áður Þorragötu 7, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 2. júlí kl. 13.30. _____________________ Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Félag aðstandenda alzheimerssjúklinga. Sigríður Sigurðardóttir, Sigurður Helgason, Peggy Oliver Helgason, Sveinn Gunnar Helgason, Ágústa Helgadóttir, Jón Karl Einarsson, Jóhann Helgason, Þórhildur G. Egilsdóttir, Helgi S. Helgason, Steinunn Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + * Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS PÁLS ÁGÚSTSSONAR, Norðurbrún 1. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkra- húss Reykjavíkur. Svandís Guðmundsdóttir, Eyþór Guðmundur Jónsson, Bryndís Gfsladóttir, Sveinn Jónsson, Margrét Magnúsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Steinar Jónsson, Björn Jónsson, Kerstin Wallquist Jónsson og barnabörn. SIGRIÐUR GUÐRUN BENJAMIN + Sigríður Guð- rún Benjamin (Didda) fæddist í Reykjavík 27. janú- ar 1922 og Iést í Royal Jubilee Hospital í Viktoríu- borg á Vancouver- eyju í Kanada. Kjörforeldrar hennar voru Har- ald S. Gudberg stórkaupmaður og kona hans Sigríður Magnúsdóttir Gudberg. Fóstur- bróðir hennar var Haraldur S. Guðmundsson, stórkaupmaður í Reykjavík, f. 9.1. 1917, d. 20.9.1979. Hinn 8. desember 1945 gift- ist hún Arthur Lloyd Benja- Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um elsku- lega mágkonu mína, Sigríði G. Benjamin, Diddu, eins og hún var alltaf kölluð af þeim sem þekktu hana. Ég á bágt með að sætta mig við að hún sé horfin héðan og bréfanna frá henni á ég eftir að sakna. Þetta verður mín hinsta kveðja til hennar með þökk fyrir alla hennar elsku til okkar. Mikill kærleikur var á milli þeirra fóst- ursystkinanna, Halla, mannsins míns, og hennar. Hún var eins og önnur mamma barnanna okkar alla tíð. Þau nutu þess að heim- sækja hana í London meðan hún bjó þar. Það er ekki hægt að hafa tölu á öllum þeim íslendingum sem hún hjálpaði, tók inn á heimili sitt og margir standa í þakkar- skuld við hana, þó að ekki væri það henni að skapi að tala um það. Henni fannst sjálfsagt að hjálpa öðrum. Það var orðið lengra á milli okk- ar eftir að þau Lloyd fluttu til Kanada fyrir rúmu ári, til að geta verið nær einkasyni sínum Thom- asi sem þar hafði búið í nokkur ár. Ekki átti ég von á því að það yrði síðasta samtal okkar þegar ég hringdi á afmælisdegi hennar 27. janúar sl., hún var lasin en ánægð að heyra í mér. Hún átti að fara í læknisskoðun nokkrum dögum síð- ar, en þegar hún fór á sjúkrahús í rannsókn kom í ljós mein sem ekki var hægt að ráða við. Henni var tjáð að hún ætti nokkra mánuði eftir og gæti hún verið heima þann tíma sem eftir væri. Hún lést á sjúkrahúsinu í svefni að morgni 23. febrúar. Ég veit, Didda mín, að þú ert komin í faðm þeirra sem á undan eru farnir. Minning þín lifir í hjört- um okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Lloyd, Thomas og Sheila, megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Sigurbjörg Bjarnadóttir. Okkur systkinin langar að minn- ast Diddu frænku, sem lést í Kanada 23. febrúar síðastliðinn. Margs er að minnast þegar horft er til baka. Eftir að hún giftist Lloyd Benjamin og flutti til Eng- lands kom hún reglulega í heim- sókn og dvaldi alltaf á heimili for- eldra okkar og varð okkur mjög nákomin. Öll dvöldum við í lengri eða skemmri tíma hjá Diddu og Lloyd, m.a. sumarlangt á bernsku- og unglingsárum. Didda var óþreytandi í umhyggju og leiðsögn en hún og Lloyd ferðuðust jafn- framt með okkur vítt og breitt um London og Suður-England til merkra staða. Þetta voru ógleym- min verkfræðingi og bjuggu þau lengst af í London og Bristol á Bret- landi. Þau eignuð- ust einn son, Thomas Harald Benjamin, tölvun- arfræðing, f. 21.10. 1958. Hann er kvæntur Sheilu Jacobs og eru þau búsett í Viktoríu- borg í Kanada. Bálför fór fram í Kanada 27.2. sl. og minningarathöfn fór einnig fram þar 1.3. sl. Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudag- inn 30. júní og hefst athöfnin klukkan 15.00. anleg ferðalög sem voru okkur lærdómsrík og víkkuðu sjóndeild- arhringinn eins og öll okkar við- vera hjá Diddu og Lloyd. Hún var okkur alltaf einstaklega góð og skilningsrík og var okkur sem móðir þann tíma sem við dvöldum hjá henni. Didda hafði líka ríku- lega kámnigáfu og frásagnarhæfi- leika, enda margar góðar endur- minningar frá skemmtilegum stundum fullum af hlátri og gleði. Hún var mjög dugleg við að halda stöðugu sambandi við okkur með bréfaskriftum og símleiðis þegar heimsóknum sleppti. Didda var bæði listræn og myndarleg í hönd- unum hvort sem um var að ræða vatnslitamálun, útsaum eða fata- saum en hún átti það til að sauma á okkur fót og senda til íslands og notaði þar að auki afgangana til þess að sauma á dúkkumar okkar systra. Didda var hjartahlý og yndisleg manneskja í alla staði enda stóð heimOi hennar öllum opið sama hvort um var að ræða skyldfólk, vini eða ókunnugt fólk sem var að fylgja sjúklingum til lækninga í London. Hún vann einnig mikið í sjálfboðavinnu hjá dagvistun aldr- aðra í London. Við erum því ör- ugglega ekki ein um að minnast hennar með söknuði, en okkar söknuður ristir trúlega dýpra en flestra vegna þess að við vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa átt hana að, ævilangt. Það var mik- il gæfa sem við munum alltaf vera þakklát fyrir. Hugur okkar er líka hjá Lloyd og Thomasi, sem hafa misst mikið. Við vottum þeim okk- ar dýpstu samúð og þakklæti fyrir yndislegar samverustundir. Harald G. Haraldsson, Sólveig Haraldsdóttir og Sigríður Haraldsdóttir. Þá er hún Didda komin heim, al- komin, og verður lögð til hinstu hvílu í íslenskri mold á bjartasta tíma ársins, tíma sem var henni svo hugleikinn. Á kveðjustund er margs að minnast og þakka, minn- ingar frá fyrri tíð leita á hugann, þegar hún gaf sig að lítilli frænku eins og jafningi væri og hlaut ómælda aðdáun þeirrar litlu fyrir. Síðar urðum við svo til jafnaldra. Didda var miklum mannkostum búin, hún var hreinlynd, trygg og vönduð til orðs og æðis. Það var gott að vera í návist hennar, henni var gefin rósemd og meðfædd háttvísi í framkomu. Hún vildi öll- um vel. Þeir eru margir sem notið hafa gestrisni og samvista við Diddu og Lloyd í London, og minnast þeirra daga með gleði. Það var jafnan tilhlökkunarefni þegar von var á þeim hjónum til landsins. Þess á milli voru skrifuð sendibréf til að viðhalda tengslum. Það fylgir því tómleiki að eiga ekki von á bréfunum hennar fram- ar. Þó að dvöl hennar Diddu fjarri fósturjörðinni væri orðin löng, margir áratugir, breytti það ekki því að hún kaus að hvíla hér við hlið foreldra sinna að jarðvist lok- inni. Feðgarnir Lloyd og Thomas hafa mikið misst og syrgja eigin- konu og móður. Við hin, sem vænt þótti um Diddu, hugsum með söknuði til þess að fá ekki að njóta nærveru hennar framar. En minningin um elskulega frænku lifír. Á þessari stundu er aðeins hægt að kveðja og þakka vinátt- una frá fyrstu tíð, hún var mikils metin. Bergljót Ingólfsdóttir. MARGRET KATRIN JÓNSDÓTTIR + Margrét Katrín Jónsdóttir fæddist í Strand- höfn í Vopnafirði 1. febrúar 1937. Hún Iést 23. apríl síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 3. maí. Er skapari vor og endurlausnari leysti jarðvistarbönd Mar- grétar Katrínar Jóns- dóttur, húsfreyju á Löngumýri í Skaga- firði, að kvöldi hins 23. aprfl sl. staldraði ófátt fólk víða um land við, bæði í hugsun og athöfnum. Eðlilegt - Margrét hefur stjómað húsmæðraskóla og hin seinni ár, dvalarstað fyrir aldraða, ásamt al- mennri félagsmiðstöð á vegum hinnar íslensku þjóðkirkju á Löngumýri og því þekkt persóna. Kristin trú, háleitar hugsjónir á grundvelli systra og bræðralags alls mannkyns birtist í starfi og líf- emi Margrétar. Hver tekur nú við framfærslu þeirra erlendu barna sem hún „ætt- leiddi"? Með Margréti er héðan horfinn einn minn besti og kærasti vinur um áratugaskeið. Mér er löngu Ijóst að slíkan vin, sem Mar- grét hefir verið mér, getur Guð einn gefið. Að njóta sorgar er að eiga góðar minningar. Slíkar á ég margar um Margréti bæði per- sónulegar og varðandi sameiginleg störf fyrr á tímum. Einlæg trú mín er að líkamlegur dauði aðskilur ekki, heldur er áfangi til áframhaldandi lífs, þess sem frelsari okk- ar og skapari hefur ákveðið. Ég var þess aðnjótandi að vera í samfylgd Margrétar er hún innti af hendi síðustu þjónustu sína sem meðhjálpari Víði- mýrarkirkju í Skaga- firði sl. páska. Bæði fyrir og eftir tjáði hún mér heitar óskir sínar og fyrirbænir varðandi þann söfnuð og tengjast þær Löngumýri. Ég bið hér handleiðslu Guðs í þeim málum. Margrét lést í miðju símtali er við áttum saman að kvöldi hins 23. apríl sl. Ég þakka Guði þau góðu og kristilegu orð sem okkur fóru í milli og reynsluríkt „handtak". Söknuður, en fullvissa sprottin af trú, rfldr. M, ljós, sera ávallt lýsa vildir mér þú logar enn. I gegnum bárur, brim og voðasker nú birtir senn. Og ég fmn aftur andans fógru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyr. (M.Joch.) Guð blessi verk þín og minningu alla. Ingimar Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.