Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 ....... .......... HESTAR KOLBRUNU Olafsdóttur geng^ur vel með Mozart um þessar mundir. Hún sigraði í fjórgangi í 2. flokki og var í úrslitum í tölti. PRATI frá Stóra-Hofi var í góðu formi hjá Sigurði V. Matthíassyni og skilaði öruggu gulli í töltinu. SEIÐUR frá Sigmundarstöðum er keppinautunum erfið- ur um þessar mundir og tryggði hann Daníel Inga gullið í tölti og fjórgangi. Silkiprentsmótið á Varmárbökkum Góður undan- fari fyrir Islandsmót Mikil skráning og sterkir keppendur var aðal Silkiprentsmótsins sem haldið var á Varmárbökkum um helgina. 011 dag- skráráætlun fór úr böndunum þann fyrsta af þremur dögum sem mótið stóð yfír en svo var eins og maskínan hrykki í gang á öðrum degi og allt gekk vel smurt eftir það. Keppnin var spennandi og upplifði Valdimar Kristinsson ásamt öðrum móts- gestum sannkallaða Islandsmótsstemmn- ingu í sumum greinum. Morgunblaðið/Valdimar Kristínsson LINDA Rún, sigurvegari í tölti barna, virðist bíta í bikarinn, svona rétt til að kanna hvort ekki sé eðalmálmur í gripnum. Hún situr Fasa en næst henni er Gunnhildur á Prinsi, Unnur á Vini, íris Fríða á Létti og Halldóra Sif á Glóbjörtu. ÞAÐ var einkum tvennt sem hleypti lífi og spennu í keppnina á Varmár- bökkum um helgina. Margir knapar voru að afla sér lágmarksstiga til að hljóta þátttökurétt á Islandsmótinu sem haldið verður innan tveggja vvikna á Gaddstaðaflötum og það ýtti undir þátttöku í opnum flokki. Þá voru mættir til leiks margir þeirra sem ekki tókst að tryggja sér sæti í landsliðinu í úrtökunni á dögunum. Það setti aukna spennu í keppnina og víst er að allt er galopið í þeim efnum og margir eru um þau tvö sæti sem enn er óráðstáfað. Það var einkum fimmgangur í 1. flokki sem augu manna beindust að. Fimm af þeim sex sem í úrslitum voru tóku þátt í úrtökunni og víst er að alla blóðlangar þá í landsliðið. Ein dama, Katrín Sigurðardóttir, læddi sér inn í karlaveldið á hryss- unni Sögu frá Holtsmúla en þrátt fyrir góða spretti, eins og til dæmis í skeiðinu, urðu þær að gera sér sjötta sætið að góðu - eigi að síður góður árangur. Þær hafa kvatt sér hljóðs og vafalaust munu dómarar veita þeim verðskuldaða athygli á næstu mótum. En það var Vignir Jónasson sem var í aðalhlutverki á Klakki frá Búlandi því þeir voru efstir eftir forkeppni og sigldu af öryggi gegn- um úrslitin og tryggðu sér góðan sigur. Sveinn Ragnarsson lenti í B- úrslitum á Reyk frá Hoftúni en vann sig upp úr þeim og í fjórða sætið í lokin. Það var Sigurður V. Matthíasson sem veitti Vigni mesta keppni og munaði ekki miklu á milli þeirra þegar upp var staðið. Sigurð- ur var með hærri einkunn fyrii- fet og skeið en Vignir hærri fyrir tölt, brokk og stökk. Atli Guðmundsson og Soldán frá Ketilsstöðum féllu niður um eitt sæti, úr fjórða í fimmta, og Sigurður Sigurðarson og Prins frá Hörgshóli sigldu lygnan sjó í þriðja sætinu. Til gamans má geta þess að feðgar voru í úrslitum fimmgangs því Klakkur er sonur Reyks. Þá voru úrslit í töltinu ekki síður skemmtileg á að horfa þótt ekki væru þar á ferðinni HM-kandídat- ar. Sigm-ður V. Matthíasson mætti með hest Davíðs bróður síns, Prata frá Stóra-Hofi, og var með forystu eftir forkeppnina og í úrslitum var þetta allt í öruggum höndum. Prati var mjög góður hjá Sigurði og hefur líklega ekki komið svona vel fyrir síðan Alfreð heitinn Jörgensen stýrði honum eftirminnilega til sig- urs í B-flokki hjá Fáki fyrir nokkrum árum. Einkunnir í úrslit- um voru mjög jafnar, meðaleinkunn fyrir öll atriði í kringum 7,7, hvergi veikir punktar og má segja að þeir félagar hafi gert út um keppnina í hægatöltinu og hraðabreytingum. Það var svo Sævar Haraldsson sem líklega var hástökkvari mótsins á Glóð frá Hömluholti. Þau þurftu að berjast gegnum B-úrslit til að tryggja sér sæti í A-úrslitum og þar voru þau með mjög góða sýningu sem fleytti þeim í annað sæti. Sig- urður Sigurðarson var með Kröflu- soninn unga, Núma frá Miðsitju, og þar eins og í fimmgangi sigldi Sig- urður hinn lygna sjó í þriðja sætinu en Sigrún Erlingsdóttir, sem mætti með As frá Syðri-Brekkum, varð að sætta sig við fjórða sætið eftir að hafa vermt annað sætið eftir for- keppni. Tók hún þar sæti fyrrum fé- laga síns í Gusti, Bjarna Sigurðs- sonar, sem keppti á Eldi frá Hóli og fór í fimmta sætið. Landsliðsein- valdurinn Sigurður Sæmundsson setti stangamél í tilraunaskyni upp í stóðhest sinn, Esjar frá Holtsmúla, sem tryggði honum örugglega sjötta sætið. Og nú velta menn vöngum yfir því hvort hann mæti með hann á stöngum eða hringjum á næsta mót. I fjórgangi var hart barist og urðu allnokkrar sviptingar. Guð- mundur Einarsson hafði forystuna eftir forkeppni en heldur fataðist honum flugið í úrslitum með Ótta frá Miðhjáleigu og höfnuðu í þriðja sæti eftir harða keppni við Bjama Sigurðsson á Eldi frá Hóli. Berglind Ragnarsdóttir, sem vermt hafði annað sætið, greip því tækifærið fegins hendi og tryggði sér sigurinn á Bassa frá Möðruvöllum. Þama er komið nýtt nafn á toppinn og verður fróðlegt að sjá hvemig henni tekst að fóta sig þar í sumar. Guðmar Þór fór úr þriðja sæti í fjórða á Nökkva frá Tunguhálsi II og Sigurður Sæ- mundsson á Esjari og Will Covert á Spuna frá Torfunesi höfðu sæta- skipti, þeim síðarnefnda í vil. Tölthestar ungmenna vora óvenjusterkir að þessu sinni og þar var Seiður frá Sigmundarstöðum bestur undir stjórn Daníels Inga Smárasonar. Seiður hefur líklega aldrei verið betri en einmitt um þessar mundir og vel að sigri kom- inn. Seinkun á dagskrá fyrsta daginn minnti á fyrri daga þegar reglan var að dagskrá stæðist ekki á hestamót- um og ekki þótti tiltökumál þótt eins til tveggja tíma seinkun væri. Nú var seinkunin meiri en tveir tím- ar og skeiðinu á föstudagskvöldi var ekki lokið fyrr en klukkan langt gengin í eitt. Á laugardag og sunnu- dag var allt annað uppi á teningnum og dagskráin keyrð áfram af drift og röggsemi í afbragðsgóðu veðri. Silkiprentsmótið tókst því með miklum ágætum og er vafalítið ávís- un á gott Islandsmót að hálfum mánuði liðnum. 1 % Urslit Silkiprentsmót á Varmárbökkum Tölt - 1. flokkur 1. Sigurður V. Matthíasson Fáki, á Prata frá Stóra-Hofi, 7,75 2. Sævar Haraldsson Herði, á Glóð frá Hömluholti, 7,42 3. Sigurður Sigurðarson Herði, á Núma frá Miðsitju, 7,36 4. Sigrún Eriingsdóttir Andvara, á Ási frá Syðri-Brekkum, 7,34 5. Bjami Sigurðsson Gusti, á Eldi frá Hóli, 7,03 6. Sigurður Sæmundsson Geysi, á Esjari frá Holtsmúla, 6,83 Slaktaumatölt 1. Sigurður V. Matthíasson Fáki, á Demanti frá Bólstað, 6,94 2. Sigurður Sigurðarson Herði, á Val frá Hólabaki, 6,84 3. Atli Guðmundsson Sörla, á Soldáni frá Ketilsstöðum, 6,82 4. Maríanna Gunnarsdóttir Fáki, á Hyl frá Stóra-Hofi, 6,58 5. Valdimar Kristinsson Herði, á Létti frá Krossamýri, 6,47 Fjórgangur J. Berglind Ragnarsdóttir Fáki, á Bassa frá Sfclöðruvöllum, 7,20 2. Bjami Sigurðsson Gusti, á Eldi frá Hóli, 7,15 3. Guðmundur Einarsson Herði, á Ótta frá Miðhjáleigu, 7,14 4. Guðmar P. Pétursson Herði, á Nökkva frá Tunguhálsi II, 6,96 5. Will Covert Gusti, á Spuna frá Torfunesi, 6,90 Fimmgangur -hi Vignir Jónasson Fáki, á Kiakki frá Búlandi, 7,24 2. Sigurður V. Matthíasson Fáki, á Demanti frá Bólstað, 7,17 3. Sigurður Sigurðarson Herði, á Prins frá Hörgshóli, 6,85 4. Sveinn Ragnarsson Fáki, á Reyk frá Hof- túni, 6,72 5. Atli Guðmundsson Sörla, á Soldáni frá Ketilsstöðum, 6,60 6. Katrín Sigurðardóttir Geysi, á Sögu frá Holtsmúla, 6,43 Gæðingaskeið 1. Sigurður V. Matthíasson Fáki, á Demanti frá Bólstað, 8,08 2. Alexander Hrafnkelsson Fáki, á Berki, 7,87 3. Guðmar Þ. Pétursson Herði, á i’raut frá Grafarkoti, 7,79 4. Atli Guðmundsson Sörla, á Bónus frá Dýrfinnustöðum, 7,37 5. Siguijón Gylfason Gusti, á Neista frá Gili, 7,10 Skeið 150 m 1. Sigurður V. Matthíasson Fáki, á Samúel frá Steinnesi, 13,94 2. Sigurður V. Matthíasson Fáki, á Ölver frá Stokkseyri, 14,31 3. Logi Laxdal Fáki, á Gráblesu frá Efsta- dal, 14,34 4. Sigurbjöm Bárðarson Fáki, á Neista frá Kjalarlandi, 14,35 5. Alexander Hrafnkelsson Fáki, á Berki, 14,50 Skeið 250 m 1. Sveinn Ragnarsson Fáki, á Framtíð frá Runnum, 22,27 2. Sigurbjörn Bárðarson Fáki, á Ósk frá Litladal, 22,46 3. Erling Sigurðsson Fáki, á Funa frá Sauð- árkróki, 22,49 4. Sigurður V. Matthíasson Fáki, á Glað frá Sigríðarstöðum, 23,22 5. Atli Guðmundsson Sörla, á Mekki frá Búlandi, 23,87 ísl. tvík.: Bjami Sigurðsson Gusti Skeiðtvík.: Sigurður V. Matthíasson Fáki Stigah. kn.: Sigurður V. Matthíasson Fáki Tölt 2. flokkur 1. í’öra Þrastardóttir Fáki, á Hlyni frá For- sæti, 6,60 2. Áslaug Guðmundsdóttir Ljúf, á Drift frá Hala, 6,55 3. Róbert G. Einarsson Geysi, á Guðna, 6,38 4. Kolbrún K. Ólafsdóttir Herði, á Mósart frá Nýjabæ, 6,30 5. Ásta Benediktsdóttir Herði, á Grána frá Gröf, 5,95 Fjórgangur 2. flokkur 1. Kolbrún K. Ólafsdóttir Herði, á Mósart frá Nýjabæ, 6,55 2. Áslaug Guðmundsdóttir Ljúf, á Drift frá Hala, 6,51 3. Þóra Þrastardóttir Fáki, á Hlyni frá For- sæti, 6,25 4. Róbert G. Einarsson Geysi, á Hersi frá Þverá, 6,25 5. Sigurður V. Ragnarsson Mána, á Hauki frá Akureyri, 6,21 Fimmgangur 2. flokkur 1. Sigríður Pétursdóttir Sörla, á Kristal, 5,80 2. Alexandra Kriegler Herði, á Blæ frá Hvítárholti, 5,51 3. Hjörtur Bergstað Fáki, á Tralla frá Kjartansstöðum, 5,26 4. Alma Olsen Fáki, á Kolfmnu frá Hala, 4,05 5. Catrín Engström Herði, á Frama frá Ytra-Vallholti, 3,73 ísl. tvík.: Þóra Þrastardóttir Fáki Skeiðtvík.: Alexandra Kriegler Herði Stigah. kn.: Sigríður Pétursdóttir Sörla Tölt - ungmenni 1. Daníel I. Smárason Sörla, á Seið frá Sig- mundarstöðum, 6,83 2. Matthías Ó. Barðason Fáki, á Ljóra frá Ketu, 6,60 3. Hinrik Þ. Sigurðsson Sörla, á Val frá Litla-Bergi, 6,50 4. Kristín O. Þórðardóttir Sörla, á Síak frá Þúfu, 6,36 5. Birgitta D. Kristinsdóttir Gusti, á Lauki frá Feti, 6,02 Fjórgangur - ungmenni 1. Daníel S. Smárason Sörla, á Seiði frá Sig- mundarstöðum, 6,67 2. Matthías Ó. Barðason Fáki, á Ljóra frá Ketu, 6,66 3. Guðni S. Sigurðsson Mána, á Hausta frá Áshildarholti, 6,42 4. Kristín Ó. Þórðardóttir Sörla, á Siak frá Þúfu, 6,41 5. Hinrik Þ. Sigurðsson Sörla, á Val frá Litla-Bergi, 5,99 Fimmgangur - ungmenni 1. Sigurður R. Sigurðsson Fáki, á Óðni frá Þúfu, 6,10 2. Daníel I. Smárason Sörla, á Vestfjörð frá Hvestu, 5,90 3. Hinrik Þ. Sigurðsson Sörla, á Hrafnhildi frá Glæsibæ, 5,45 4. Ásta K. Victorsdóttir Gusti, á Nökkva frá Bjamastöðum, 5,01 5. Kristín Ó. Þórðardóttir Sörla, á Kóngi, 3,26 fsl. tvík.: Matthías Ó. Barðason Fáki Skeiðtvík.: Hinrik Þ. Sigurðsson Söria Stigah. kn.: Hinrik Þ. Sigurðsson Sörla Tölt - unglingar 1. Berglind R. Guðmundsdóttir Gusti, á Sjöstjörnu frá Svignaskarði, 7,46 2. Sigurður S. Pálsson Herði, á Úða frá Halldórsstöðum, 6,38 3. Unnur B. Vilhjálmsdóttir Fáki, á Roða frá Hólmshúsum, 6,30 4. Perla D. Þórðardóttir Sörla, á Gný frá Langholti II, 5,88 5. Hrefna M. Ómarsdóttir Fáki, á Hrafnari frá Álfhólum, 5,80 Fjórgangur - unglingar 1. Unnur B. Vilhjálmsdóttir Fáki, á Roða frá Hólshúsum, 6,23 2. Kristján Magnússon Herði, á Hrafnari frá Hindisvík, 6,19 3. Berglind R. Guðmundsdóttir Gusti, á Sjöstjörnu frá Svignaskarði, 6,13 4. Sigurður S. Pálsson Herði, á Rimmu frá Bægisá, 5,99 5. Hrefna M. Ómarsdóttir Fáki, á Hrafnari frá Álfhólum, 5,98 Fimmgangur - unglingar 1. Berglind R. Guðmundsdóttir Gusti, á Óttu 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.