Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Margra ára draumur verður að veruleika er sýningarsalir og kaffíhús verða opnuð
LJÓN gæta Engla og fólks.
Morgunblaðið/Ásdís
FRESKUR eru á veggjum árstíðasalarins sem eru gylltir að hluta.
Englar og
fólk í vindmön
á Vallá
Hjónin á Vallá opna á föstudag
sýningarsali og kaffíhús undir
nafninu Englar og fólk. Þannig
hefur vindmön sem þau reistu við
bæ sinn fyrir tólf árum tekið
_____á sig óvenjulega mynd._
Erla Skúladóttir hitti húsfreyjuna
sem unnið hefur að verkinu eins
og huldukona í hól.
MÆÐGURNAR Hjördís Gissurardóttir og Friðrika Hjördís Geirsdóttir með sólarhringssalinn í baksýn.
Kjalarnes
HJÖRDÍS Gissurardóttir
og Geir Gunnar Geirsson
hafa rekið eggjabú á Vallá
í um 30 ár. Þau réðust í að
reisa mön við íbúðarhús
sitt fyrir tólf árum er ætlað
var að þjóna sem skjól fyr-
ir veðri og vindum. Fljót-
lega kviknaði hugmynd um
að nýta rýmið inni í mön-
inni undir einhveija starf-
semi.
A þessum tíma rak Hjör-
dís verslun og hugðist hafa
lager og skrifstofur í rým-
inu auk bflskúrs. Hún hætti
verslunarrekstrinum og
hugmyndin þróaðist í þá
átt að láta handverk og list
njóta sín í húsnæðinu.
Mörgum hafði leikið for-
vitni á að vita hvað væri í
þessu sérstaka húsi á Kjal-
arnesi. „Eg var í launa-
. lausu starfí við að svara
ferðamönnum sem komu
að húsinu,“ sagði Hjördís.
Því var tekin ákvörðun um
að opna það almenningi.
Fjölskyldan á Vallá er
samhent og svipar nokkuð
til þeirrar ímyndar sem
italskar fjölskyldur hafa í
huga margra. Hjördís segir
fjölskyldumeðlimi oft hafa
hátt, tala og mala, en þeir
reyni að standa hlið við
hlið i verkum súmm. Engl-
ar og fólk eru hugarfóstur
Hjördísar og dætra hennar
tveggja, Hallfríðar Kristín-
ar og Friðriku Hjördísar.
Geir Gunnar og sonur hans
sem ber sama nafn sinna
hins vegar bústörfunum í
sameiningu.
Það kemur ekki á óvart
að ftalia á stóran sess í
hjarta Hjördísar og
ítalskra áhrifa gætir nvjög
í rýminu inni í möninni.
„ítalir eru einstakir í hönn-
un og handverki, þeir hafa
eitthvað í sér sem fellur að
minum smekk,“ sagði
Hjördís.
Englamyndir sem tákna
sólarhringinn
Rýmið greinist í tvo sali
sem eru listaverk í sjálfu
sér. Minni salurinn er til-
einkaður árstíðunum en sá
stærri er skreyttur engla-
myndum sem tákna sólar-
hringinn og staðurinn
dregur nafn sitt af. Hann
státar af átta metra loft-
hæð og er loft hans klætt
gifsi. Mánaðatákn, máluð á
skifú, tengja svo salina.
Fyrirhugað er að selja upp-
stillingar sem komið verð-
ur fyrir í sölunum tveimur.
Hjördís annaðist alla
hönnun á staðnum en naut
aðstoðar góðs fólks við
framkvæmdina. Hún inn-
réttaði árstíðasalinn ásamt
dóttur sinni og ítalskri vin-
konu, Elenoru að nafni.
Salinn skreyttu þær að
ítalskri fyrirmynd, en
freskur prýða þar veggi,
sem eru víða gylltir með
blaðgyllingu.
Kaffihúsinu er ætlaður
staður í salnum. Þar verð-
ur boðið upp á kaffi og létt-
ar veitingar sem Friðrika
Hjördís hefur umsjón með.
Hún stundar nám við virt-
an veitingaskóla á Bret-
landi.
Luigi Gheri, ítalskur
listamaður búsettur í
Flórens, átti stóran þátt í
að gera sólarhringssalinn
MÁNAÐARTÁKN tengja sali árstíða og sólarhrings,
ÞESSI litli engill hringir daginn inn.
að því listaverki sem raun
ber vitni. Hann hefur kom-
ið þrisvar til landsins með-
an á verkinu hefur staðið
og sýnir því mikla alúð, að
sögn Hjördísar. Sólar-
hringssalurinn er ætlaður
undir listsýningar af ýms-
um toga, þó ekki hefð-
bundnar málverkasýning-
ar. Hljómburður í salnum
er eins og best gerist og
tilvalið að halda þar tón-
leika.
Hjördís er gullsmiður að
mennt og segir líklegt að
skartgripasýningar verði í
sýningarsalnum í framtíð-
inni. Hallfríður Kristín
dóttir hennar Iagði gull-
smíðina líka fyrir sig og
maður hennar, Pesquale
Lino, er einnig gullsmiður.
Hjördísi klæjar í fingurna
að hefja skartgripasmíði
að nýju þegar hún sér þau
vinna.
Nánast allt innanstokks
handunnið
Húsnæði Engla og fólks
var hannað smátt og smátt
af fingrum fram en löngum
tíma hefur verið varið í að
gera það sem best úr
garði. Hjördís segist enda
mjög ánægð með árangur-
inn. „AHt hér inni er ná-
kvæmlega eftir mínu
hjarta,“ sagði hún. Hjördís
vekur athygli á því að nær
allt innanstokks er hand-
gert.
Jón Hansson smiður sá
um tréverkið í húsinu að
mestu leyti en Ber-
tolottchi-fjölskyldan frá
Italíu annaðist þó tréút-
skurð. Önnur ítölsk fjöl-
skylda, Mariotti, sá um lýs-
ingu í húsnæðinu. ítalir
hafa því átt stóran þátt í að
móta umhverfið á Vallá.
„Ef fegurð Ítalíu er ekki
við túnfótinn þarf að draga
hana nær,“ sagði Hjördís.
Það er ljóst að kostnaður
við að innrétta vindmönina
hefur verið mikill. Hjördfs
seldi húseign sem hún átti
við Öldugötu til að fjár-
magna framkvæmdirnar
og andvirði verslunarinnar
sem hún seldi rann í þær
að auki. Eins og fyrr grein-
ir tók verkið langan tíma
en það segir Hjördís hafa
átt þátt í að koma í veg
fyrir að hún steypti sér í
miklar skuldir.
„Áhætta er tekin í öllum
rekstri en galdurinn við að
reka fyrirtæki er fólginn í
að sinna því sjálfur,“ sagði
Hjördís, og það hyggst hún
gera með dyggri aðstoð
dætra sinna.
Máluð egg á fyrstu
sýningunni
Afgreiðslutími Engla og
fólks verður fyrst um sinn
frá föstudegi til sunnudags
frá klukkan eitt til sex. Að-
gangseyrir er 500 krónur.
Hjördís segist eiga eftir að
sjá hvernig reksturinn þró-
ast en hún sér fyrir sér að
salirnir verði leigðir undir
veislur og fundi í framtíð-
inni auk hins hefðbundna
rekstrar.
Jacques Robuchon,
franskur listmálari, ríður á
vaðið með listsýningu í sól-
arhringssalnum. Það er vel
við hæfi því sérsvið hans er
að mála á egg en rekstur
eggjabús er enn stór þátt-
ur starfseminnar á Vallá.