Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hlynnt sölu a hlut borgar í Landsvirkjun INGIBJORG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að borgin ætti að selja 45,5% hlut sinn í Landsvirkj- un, en í viðtali við Friðrik Sophus- son, forstjóra Landsvirkjunar, í Morgunblaðinu sl. sunnudag, kem- ur fram að hann telji ekki óeðlilegt að borgin velti því fyrir sér hvort hún eigi að eiga svo stóran hlut í fyrirtsekinu. „Eg hef lengi haldið fram svip- uðum sjónarmiðum og þarna komu fram,“ sagði Ingibjörg. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því að mér finnst ástæða til að taka veru borg- arinnar innan Landsvirkjunar til endurskoðunar. I fyrsta lagi má segja að það sé ekki sérstök ástæða fyrir því að Reykvíkingar séu að liggja með svo mikið fé í fyr- irtækinu eins og raun ber vitni. Þó það eigi sér sínar skýringar frá því íyrirtækið var stofnað þá eru for- sendur mjög breyttar. í öðru lagi finnst mér ákveðin mótsögn í því að Orkuveita Reykjavíkur sé ann- ars vegar stór viðskiptavinur og kaupandi raforku af Landsvirkjun en sé jafnhliða að feta sig inn í samkeppni við fyrirtækið. Þannig að við erum komin með þrjá hatta, erum eignaraðilar, viðskipavinur og samkeppnisaðili. Þetta allt eru rök fyrir því að aðild að Lands- virkjun sé endurskoðuð.“ Ekki eftir neinu að bíða Ingibjörg sagði ekki ástæðu til að bíða með þá endurskoðun. „Það er í sjálfu sér ekki eftir neinu að bíða,“ sagði hún. „Það er gert ráð fyrir því í eigendasamkomulaginu frá 1996 að samkomulagið verði endurskoðað fyrir 1. janúar árið 2004, en ég tel enga ástæðu til að bíða svo lengi. Þannig að ég tel sjálfsagt að eignaraðilar hefji við- ræður á ný um þessi mál.“ Samkvæmt úttekt sem gerð var árið 1996 var Landsvirkjun metin á 26 milljarða en markaðsverð 24,3 milljarðar. Að sögn Ingibjargar þyrfti að breyta lögum til þess að aðrir en ríkið geti keypt hlut í Landsvirkjun. Morgunblaðið/Sverrir BORN frá leikskólanum Sólborg brugðu sér í Nauthólsvík eftir helgina og fóru í fótabað í einni þeirra tjarna sem hafa myndast vegna framkvæmda við ylströnd þar. Fótabað við væntanlega ylströnd SANDDÆLUSKIPIÐ Sóley hefur að undanförnu dælt um 14 þús- und rúmmetrum af skeljasandi úr Faxaflóa inn í Nauthólsvík, en þar standa yfir framkvæmdir við svokallaða ylströnd sem opna á almenningi næsta sumar. Áætl- aður kostnaður við framkvæmd- irnar nemur um 44 milljónum króna. Reistur verður garður um- hverfis ylströndina til að verja hana fyrir köldum sjó. Heita vatninu verður dælt að henni í gegnum rör en flæða mun yfir varnargarðana á flóði. Með þeim hætti endurnýjast sjórinn innan garðsins. Þá er ennfrem- ur gert ráð fyrir heitum pottum og búningsaðstöðu við ylströnd- ina. Reykjavík í sparifötin VERKEFNINU Reykjavík í spari- fötin var hleypt af stokkunum með athöfn á Skólavörðuholtinu síðast- liðinn fimmtudag. Reykjavík í spari- fötin er átaksverkefni til að vinna að umhverfis- og fegrunarátaki í borg- inni í tilefni þess að Reykjavík verð- ur menningarborg árið 2000. Samkvæmt upplýsingum frá Jónasi Vigfússyni verkefnisstjóra verður unnið að hreinsun og fegrun um alla borg á vegum átaksins; gert verður átak í viðhaldi húseigna borgarinnar, svo og lagfæringu skilta, stétta og kanta, einkum í miðborginni. Þá verða merkingar lagfærðar, ábendingar sendar hús- eigendum, þar sem viðhalds er talið þörf; garðyrkjudeild vinnur að fegrun með blómarækt og fleira þess háttar verður gert til fegrun- ar. Myndin var tekin er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Helgi Pétursson borgarfulltrúi lýstu verkefnið hafið. Bankamenn samþykkja kjarasamning- MIKILL meirihluti félaga í Sam- bandi íslenskra bankamanna_ hefur samþykkt kjarasamning SÍB og bankanna sem undirritaður var 11. júní síðastliðinn. Kjörstjórn Sambands íslenskra bankamanna lauk í fyrradag taln- ingu og urðu niðurstöður þær að 1.969 (73%) samþykktu samninginn en 679 (25,2%) höfnuðu honum. Auðir og ógildir seðlar voru 49 eða 1,8%. A kjörskrá voru 3.456 og greiddu 2.697 atkvæði. Það eru 78% félagsmanna. Tilskipun ESB mælir fyrir um aðskilnað fjarskiptarekstrar og kapalsjónvarpskerfa Landssíminn telur óvíst hvort áhrif hér verði nokkur FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hefur ákveðið að staðfesta tilskipun um fjarskipta- mál, sem gerir fjarskiptafyrirtækj- um skylt að stofna sérstök fyrir- tæki um kapalsjónvarpskerfi á sín- umvegum. Ólafur Þ. Stephensen, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningar- mála hjá Landssímanum, segir að á ákvörðunarstigi málsins hafi Landssíminn fengið þær upplýs- ingar hjá framkvæmdastjórninni að reglumar hefðu líklega ekki að óbreyttu áhrif á starfsemi fyrir- tækisins enda sé það höfuðmark- mið reglnanna að hvetja fjarskipta- fyrirtæki til fjárfestinga í nýjung- um. Stuðlar að þróun margmiðlunar um kapal I fréttatilkynningu fram- kvæmdastjórnar ESB vegna máls- ins segir að tilskipunin muni stuðla að þróun margmiðlunarþjónustu um kapalkerfi innan Evrópusam- bandsins og að samkeppni og nýj- ungum í fjarskiptum og háhraða aðgangi að Netinu. Þetta sé fyrsta skrefið að innleiðingu háhraða-net- þjónustu og annarrar breiðbands- þjónustu um kapalkerfi og hefð- bundin símakerfi, sem almennir notendur tengjast. Tilskipunin fylgir í kjölfar út- tektar framkvæmdastjórnarinnar frá árinu 1997 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að eign sama fyrirtækis á fjarskiptakerfum og kapalsjónvarpskerfum verkaði kæfandi á þróun fjarskiptamarkað- arins. Þar segir að tilskipunin og úttektin hafi sérstaka þýðingu fyr- ir þróun internet-markaðanna í Evrópu, sem talið sé að muni stækka þrefalt fyrir lok ársins 2002. Aðskilnaður fjarskipta- og kapalsjónvarpsfyrirtækja muni ýta undir þróun breiðbandsaðgangs heimila og smærri fyrirtækja og greiða leið að háhraða-intemeti og möguleikum heimila á að nýta sér bein viðskipti við verslanir og banka og þáttasölusjónvarpsstöðv- ar. Sú andstaða sem reglusetningin hafi í upphafi mætt af hálfu nokk- urra ráðandi fjarskiptafyrirtækja hafi dvínað verulega frá því úttekt- in fór fram og mörg slík fyrirtæki í Evrópu hafi þegar mætt kröfunum sem tilskipunin mun gera. Kallar ekki á tafarlausar aðgerðir fyrirtækja í frétt frá Blomberg News- fréttaþjónustunni segir að tilskip- unin muni ekki hafa áhrif á stærstu fyrirtæki í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi enda hafi þau þegar selt eða aðskilið rekstur sinn og rekstur kapalsjónvarpskerfa. Þar er haft eftir Stefan Rating, talsmanni Karel Von Miert, fram- kvæmdastjóra samkeppnismála hjá ESB, að tilskipunin muni ekki kalla á tafarlausar aðgerðir hjá neinu evrópsku símafyrirtæki. Einnig kemur fram hjá Blomberg að markmið tilskipunar- innar sé að vinna að því að fjar- skiptafyrirtæki haldi áfram að fjár- festa í nýjungum og finni fyrir hvata tO að auka gæði þjónustu og lækka verð. Ólafur Þ. Stephensen, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningar- mála hjá Landssímanum, sagði að starfsmenn fyrirtækisins hefðu ekki séð tilskipunina í heild. „Hún er ekki komin út og það er erfitt að gera sér nákvæma grein fyrir mál- inu út frá þeim gögnum sem liggja fyrir," sagði Ólafur. „Þegar þetta mál var á ákvörðunarstigi leituðum við eftir því hjá framkvæmda- stjórninni hvort þessar reglur myndu hafa áhrif á starfsemi Landssímans og fengum þau svör að eins og staða málsins væri þá ættu þessar reglur að öllum líkind- um ekki við okkur. Megintilgangur reglnanna væri að stuðla að fram- þróun fjarskiptatækni og koma í veg fyrir að markaðsráðandi fyrir- tæki í fjarskiptum slepptu því að fjárfesta í nútímalegri netkerfum. Það væri hins vegar ekki tilgang- urinn að koma í veg fyrir að hið gagnstæða gerðist; að fyrirtæki fjárfestu í raunverulegri margmiðl- unartækni." Stafrænt þáttasölusjónvarp á næstu misserum Ólafur sagði að íslendingar væru komnir skrefi lengra en mörg Evrópusambandsríkin. Þar væri kapalvæðing nokkuð út- breidd með gamaldags coax-köpl- um, sem ekki geti boðið sömu bandbreidd og ljósleiðarar eins og þeir sem Landssíminn er að leggja í hús hér á landi. „Þannig að við erum í raun að leitast við að upp- fylla þetta markmið ESB um nú- tímalegt fjarskiptakerfi og lítum ekki á breiðband sem eitthvert sérstakt kerfi. Það er í rauninni mjög samofið fjarskiptakerfi Landssímans. Því síður lítum við á ljósleiðara sem kapalsjónvarps- kerfi, þó að það þjóni þeim til- gangi í dag með endurvarpi sjón- varpsstöðva undir nafni Breið- varpsins. Þetta er framtíðarfjar- skiptakerfi; lagning breiðbandsins er í rauninni endurnýjun á fjar- skiptakerfi Landssímans. Við telj- um fyrirtækið hafa sýnt mikla framsýni með þessari uppbygg- ingu og þetta kerfi mun í framtíð- inni geta boðið margmiðlunar- þjónustu, sjónvarp, kvikmynda- þjónustu, netþjónustu, mynd- og talsíma og fleira. Nú þegar er ver- ið að gera tilraun með háhraða- internetaðgang um breiðbandið og á næstu misserum er stefnt að því að bjóða stafrænt þáttasölusjón- varj).“ Ólafur sagði að vissulega þyrfti að skoða vandlega hver áhrif til- skipunin hefði á samkeppnisum- hverfi Landssímans en þau áhrif væru ekki Ijós af þeim gögnum sem fyrir liggja. „Þegar tilskipunin kemur út þurfum við að leggjast rækilega yfir hana og kanna hver áhrif hún hefur á okkar ákvarðanir um framtíðaruppbyggingu þessa kerfis," sagði Ólafur Þ. Stephen- sen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.