Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 31 UMRÆÐAN HVORUGT orðanna réttindakennari eða leiðbeinandi kernur fyrir í Lagasafni Is- lands. Um nöfn á kennurum í grunn- og framhaldsskólum fer eftir lögum nr. 89/1998 um „lögverndun á starfsheiti og starfs- réttindum grunnskóla- kennara, framhalds- skólakennara og skóla- stjóra“. Aðrir kennar- ar hafa ekki lögvemd- un á starfsheiti sínu. Orðið kennari er í ís- lenzkum lögum sam- heiti þeirra, sem stunda kennslu, hvort heldur er í leikskóla, grunnskóla, tónhstar- skóla, flugskóla eða háskóla. í tíundu grein laga 89/1998 segir um heimildir til þess að ráða kenn- ara til grunnskóla án fullra kennsluréttinda: „Nú fæst heimild frá undanþágunefnd til að lausráða starfsmann (þ.e. kennara, ath. mín.) skv. 2. eða 4. mgr. og skal hann þá ráðinn með sérstökum ráðningarsamningi til ákveðins tíma með þriggja mánaða gagn- kvæmum uppsagnarfresti. Slíkur starfsmaður má ekki bera starfs- heitið grunnskóla- kennarí (leturbreyting mín) og ekki má end- urráða hann án undan- genginnar auglýsing- ar. Samsvarandi ákvæði er í 20. gr. lag- anna en þar segir: Slíkur starfsmaður má ekki bera starfsheitið framhaldsskólakenn- arí (leturbreyting mín) og ekki má endurráða hann án undangeng- innar auglýsingar. Það er því ljóst að orðið kennari á að nota yfír alla þá sem stunda kennslu, en síðan er til sérstök stétt grunn- skólakennara og sérstök stétt framhaldsskólakennara. Það er ómerkileg hótfyndni af hálfu ríkis- bókhaldsins að nota orðið leiðbein- andi um þá, sem stunda kennslu í grunn- og framhaldsskólum og eru ekki grunn- eða framhaldsskóla- kennarar. I nær öllum tilfellum er það vegna þess, að „leiðbeinend- urnir“ hafa ekki lokið prófi í upp- eldis- og kennslufræðum við Há- skóla íslands, en það er nám, sem eitt sinn var þriggja vikna nám- skeið, en hefur þrútnað út eins og Starfsheiti Nota á orðið kennari yfir alla þá sem stunda kennslu, segir Harald- ur Blöndal, en síðan er til sérstök stétt grunn- skólakennara og sér- stök stétt framhalds- skólakennara. lítill lækur af of miklu regni vegna ofdrambs þeirra, sem standa að náminu, og er nú orðið vetrarnám að lengd. Fjölmargir kennarar, sem ekki hafa lokið prófum í uppeldis- og kennslufræði og hafa þarafleiðandi ekki réttindi grunnskóla- og fram- haldsskólakennara, hafa verið af- burðakennarar. Oft eru þetta kennarar, sem lokið hafa háskóla- prófum í greinum, sem ekki eru kenndar á lægri skólastigum (lög- fræði, læknisfræði, verkfræði guð- fræði) eða hætt námi í háskóla. Þessir kennarar hafa margir hverj- ir kennt árum saman, skrifað kennslubækur í fagi sínu, og sumir orðið skólastjórar, má þar nefna t.d. Sverri Kristjánsson sagnfræð- ing, Skúla Benediktsson íslenzku- kennara, Gunnar Dal heimspeking, Einar Magnússson rektor, cand. theol og dr. h.c. Steindór Stein- dórsson skólameistara. Allir kann- ast við að víða um land hafa prest- ar annast um kennslu með ágætum árangri. Ekki hefur verið sýnt fram á að kunnátta í þeirri uppeld- is- og kennslufræði, sem krafizt er til að öðlast réttindi til kennslu í grunnskólum og framhaldsskólum, sé gagnleg eða nauðsynleg, a.m.k. er hún sífellt aðhlátursefni þeirra háskólamanna, sem hafa þurft að taka próf í henni, - jafnvel eftir áratuga kennslu. Margir þeirra, sem ekki hafa kennsluréttindi í grunn- eða framhaldsskólum og hafa þess vegna orðið að hætta þar kennslu, hafa verið og eru kennar- ar við háskóla og skóla sem starfa á háskólastigi. Samtök grunn- og framhalds- skólakennara nota einlægt orðið leiðbeinandi um samkennara sína, sem ekki hafa lokið prófi í uppeld- is- og kennslufræðum. I Gagn- fræðaskóla Austurbæjar máttu þeir ekki sitja við sama borð og fínu kennararnir. Grunnskólakenn- arar og framhaldsskólakennarar eru ein af örfáum stéttum í land- inu, sem hafa lögverndað starfs- heiti. Þessir kennarar og samtök þeirra eru jafnframt einu samtök- in, sem sífellt tala niðrandi um samstarfsfólk sitt. Undanfarin ár hafa grunnskóla- kennarar og framhaldskólakennar- ar og samtök þeirra einkum vakið athygli á sér fyrir að fara í verkfóll á þeim tíma, sem kemur nemend- um verst. Þess voru dæmi, að kennarar og skólastjórar stálu námsbókum nemenda til þess að þeir gætu ekki lært heima í verk- fallinu. Jafnframt hafa grunn- og framhaldsskólakennarar beitt fyrir sig ólöglegum hópuppsögnum, þeg- ar þeim hugnast ekki eftir á þeir kjarasamningar, sem þeirra samn- ingamenn hafa gert og þeir sjálfir samþykkt í allherjaratkvæða- greiðslu. Þessi aðferð þeirra hefur verið fordæmd nýlega af fram- kvæmdastjóra Alþýðusambandsins og heldur hann því fram, að verið sé að raska allsherjarfriði í land- inu. Þá hafa samtök grunnskólakenn- ara ausið níði þá forustumenn sveitarfélaga, sem ekki hafa látið undan ólögmætum þrýstingi grunnskólakennara með hópupp- sögnum, og hafa þar sérstaklega verið níddir Karl Björnsson, bæj- arstjóri á Selfossi, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Menn tala um, af hverju ungling- ar hlýða engum og fara um í flokk- um, berjandi hvern sem fyrir er. Má ekki velta fyrir sér, hvort verið geti, að orsakanna sé m.a. að leita í kennslunni og skólunum, þar sem börnin horfa upp á grunn- og fram- haldsskólakennara sína brjóta landslög árvisst í eiginhagsmuna- skyni og beita öllum brögðum, sið- legum sem ósiðlegum, til að auka hlut sinn? Höfundur er málflutningsmaður. „Leiðbeinendur“ eru kennarar Haraldur Blöndal Islensk sjónmenning og þjóðararfur HVAð er að gerast hjá þessari þjóð, sem lætur gera íslenskan kvenþjóðbúning sinn í Taflandi, lætur það gerast að ullariðnaður líður undir lok á Akur- eyri, lætur það gerast að verslun með íslensk- an heimilisiðnað hverf- ur af sjónarsviðinu? Islenskh' þjóðbún- ingar framleiddir í Ta- flandi er þvflík hneisa fyrir þessa annars framsæknu þjóð að ég get ekki annað en tekið mér penna í hönd og skorið upp herör. Hvað hefur orðið um gildi ís- lenskra sjónmennta í kennslukerf- inu hjá okkur? Unglingar hafa lokið grunn- og framhaldsskóla og vita lítið sem ekkert um íslensk sér- kenni í útsaumi og vefnaði. Hvemig finnst fólki að sjá íslenskan þjóð- Þjóðbúningurinn Eflum samkennd og þjóðarvitund með því, segir Þórey Eyþórsdótt- ir, að nota íslenska arf- leifð í útsaumi og vefnaði á okkar búninga. búning eins og þeir birtast í auglýs- ingabæklingum gerðum í Taflandi? Hvar er íslenskur útsaumur og sér- kenni í gull- og silfursmíði? Það er eins og eina skrautið í búningum kvenna hafi verið silfur. Ætla má að í aldanna rás hafi konur skreytt fatnað sinn með ýmiskonar spjaldofnum böndum úr íslenskri ull og einnig skreytt þá með falleg- um útsaumi. Þó að listmálarinn og karlmaðurinn Sigurður Guðmundsson hafi endurvakið íslenskan þjóðbúning og hafið hann til vegs og virð- ingar bera þeir mest einkenni gulls og silf- urs en minni rækt var lögð við sérkenni í út- saumi eins og refil- saumi eða íslenska krossaumnum eða borðaleggingum með glitvefnaði og flosi. Frændur okkar Norðmenn eru að gera hátíðarbúninga þar sem þeh- leggja áherslu á gömul munstur, þeir hafa gert kvenbúning sem nefnist víkingabúningur kvenna, sem byggist á refilsaumuð- um borðum og mittislindum þar sem saumgerðum og gömlum hefð- um er gert hátt undir höfði. Islensk- ir gull- og silfursmiðir hafa gert mjög áhugaverða kynningu á sér- kennum á búningasilfri. Islenski búningurinn í London á Viktoría og Albert-safninu er gersemi sem við ættum með stolti að endumýja. íslenskar konur! Vaknið til vit- undar um íslenska arfleifð sem liggur í handverki kvenna. Gerum aldamótaárið að hvatningarári til að móta nýja stefnu um gerð ís- lenskra þjóðbúninga fyrir konur gerða af konum fyrir konur á öll- um aldri með þátttöku á öllu land- inu. Eflum samkennd og þjóðarvit- und með því að nota íslenska arf- leifð í útsaumi og vefnaði á okkar búninga og færum komandi kyn- slóðum þessa arfleifð. Hvernig væri að sýslur landsins efndu til samkeppni um sinn sérstaka hátíð- arbúning þar sem lögð yrði áhersla á fagurt handverk og að þetta yi'ði ekki of dýrt þannig að sem flestir gætu átt þess kost að eignast slík- an búning. Höfundur er textíllistakona. Þórey Eyþórsdóttir -/elina Fegurðin kemur innan frá • * Laugavegi 4, sími 551 4473 Amerískir lúxus rafmagnsnuddpottar Engar lagnir nema rafm. Loftnudd, vatns- nudd og blandað nudd. Lofthreinsikerfi. Einangrunarlok. Vetraryfirbreiðsla. Rauðviðargrind. Allt fyrir aðeins kr. 430 þús. stgr. Lægsta verðið á sambærilegum pottum. Sýningarsalur opinn alla daga. VESTAN ehf., Auðbrekku 23, 200 Kópavogi, sími 554 6171, fars. 898 4154. Léttur oi» iiieðfærileniii nieð innbyggðum prentara Les allar tegundir greiðslukorta sem notuð eru á Islandi Hlíðasmára 10 Kópavogi Sími 544 5060 Fax 544 5061 snjallkort og segulrandarkort Hraðvirkur hljóðlátur prentari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.