Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 29
ÓLÖF Pétursdóttir með eina
blómamynd sína.
Vatnslita-
sýniner í
Eden
Nti STENDUR yfír einkasýning
Ólafar Pétursdóttur í Eden í
Hveragerði. A sýningunni eru
55 vatnslitamyndir.
Ólöf lagði stund á listnám við
Dundas Valley School of Art í
Dundas í Ontario í Kanada
1989-1991. Hún hefúr einnig
stundað nám í Myndlistarskólan-
um í Reykjavík og sótt fjölmörg
námskeið í Myndlistarskólanum
í Hafnarfirði, Kópavogi og í
Reykjavík.
Meginviðfangsefni Ólafar eru
blóm, landslagsmyndir og upp-
stillingar.
Sýningunni lýkur sunnudag-
inn 5. júlí kl. 21.
LISTIR
Samnorræn blás-
arasveit í Islensku
*
Operunni
60 MANNA blásarasveit þeytir lúðra í ís-
lensku Óperunni á morgun.
NÚ STENDUR yfir í
Varmárskóla í Mosfellsbæ
blásarasveitarnámskeið á
vegum Nordisk Amator
Union (NAMU), sem eru
landssamtök blásarasveita
bæði bama og fullorðinna á
Norðurlöndunum. SIL
(Samband íslenskra lúðra-
sveita) heldur þetta nám-
skeið að þessu sinni. í
tengslum við námskeiðið
verða haldnir tónleikar í ís-
lensku Operunni annað
kvöld, fimmtudag, kl. 20. Á
efnisskrá námskeiðsins má
nefna nýlegt verk eftir
Tryggva M. Baldvinsson,
Cold Shower, Underlige
Aftenlufte efitr Carl Niel-
sen, Folk Festival eftir
Sjostakovitsj, Requiem for
an old Railway Station eftir
John Brakstand og Spa-
in/La Fiesta eftir Chick
Correa.
Blásarasveitina skipa um
60 hljóðfæraleikarar frá öllum
Norðurlöndunum, þar af um 30 ís-
lendingar.
Stjómandi og leiðbeinandi fyrir
málmblásara er Helge Haukás frá
Noregi. Auk hans leiðbeina Kjartan
Oskarsson klarinettuleikari og
sænski slagverksleikarinn Urban
Grip. Helge Haukás mun að þessu
námskeiði loknu halda námskeið í
hljómsveitarstjórnun sem hefst 2.
júh' í sal Tónlistarskóla FÍH í
Rauðagerði.
Helge Haukás er trompetleikari
og virtur stjómandi sem hefur m.a.
stjómað Fflharmoníuhljómsveit í
Bergen og lúðrasveit norska hers-
ins.
MUSICA Colorata: Auður Hafsteinsdóttir, Guðríður St. Sigurðardóttir
og Peter Tonipkins.
Musica Col-
orata í Sel-
fosskirkju
TÓNLISTARHÓPURINN
Musica Colorata heldur tón-
leika í Selfosskirkju í kvöld,
miðvikudag, kl. 20. Hópinn
skipa þau Auður Hafsteinsdótt-
ir, fiðluleikari, Peter Tompkins,
óbóleikari, og Guðríður St. Sig-
urðardóttir, pianóleikari.
Á efnisskránni eru tríósöntur
eftir Hándel og C.P.E. Bach,
fimm smálög eftir rússneska
tónskáldið César Cui og tríó
eftir Oliver Kentish. Einnig
flytja þau Peter og Guðríður
verk eftir Kallivvoda, en hann
var mjög vinsælt og þekkt tón-
skáld á síðustu öld, segir í
fréttatilkynningu. Auður og
Guðríður flytja þrjú stutt verk
eftir Sibelius.
Stuttmyndahá-
tíð í Hafnarfírði
STUTTMYNDAHÁTÍÐ Hafnar-
fjarðar verður haldin hátíðleg föstu-
daginn 9. júlí n.k. klukkan 19 í Bæj-
arbíói.
Islandsbanki veitir 100.000 króna
verðlaun fyrir bestu myndina, en 15
myndir verða valdar til sýningar á
hátíðinni.
Umsóknarfrestur er til mánudags-
ins 5. júlí og eru umsóknareyðublöð í
Firðinum, verslunarmiðstöð.
--------------
Sýningum lýkur
Gallerí Sölva Helgasonar,
Skagafirði
MYNDLISTARSÝNINGU Gunnars
Friðrikssonar, í Lónkoti í Skagafirði,
lýkur í dag, miðvikudag. Til sýnis
eru pastel- og olíumálverk af eyjum
á Skagafirði og skagfirsku lands-
lagi.
Unga kynslóðin syngur
sig inn í næstu öld
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
KÓRSTJÓRAR menningarborganna níu kynntu sér aðstæður í Perlunni þegar þeir heimsóttu ísland.
KÓRSTJÓRAR Radda Evrópu
hittust nýlega í Reykjavík til
skrafs og ráðagerða um undirbún-
ing kórverkefnis menningarborg-
anna níu. Verkefnið er skipulagt af
Reykjavík 2000 og er eitt stærsta
sameiginlega verkefni borganna
en það er annað tveggja verkefna
sem allar þjóðirnar taka þátt í.
Raddir Evrópu samanstanda af
tíu ungmennum frá hverri menn-
ingarborg. Saman mynda þau kór
sem flytja mun lög frá hverju
landi. Fyrstu tónleikar kórsins
verða haldnir í Perlunni á
gamlárskvöld en síðar á árinu fer
kórinn í tónleikaferð til menning-
arborganna ásamt Björk sem
einnig kemur fram með kómum í
Perlunni.
Tónlistin krefst ekki tungu-
málakunnáttu
Almenn ánægja virðist ríkja
með framvindu verkefnisins meðal
kórstjóranna og forráðamanna
Reykjavíkur 2000. Michel Capp-
erton, kórstjóri Avignon, segir það
góða hugmynd að láta ungu kyn-
slóðina syngja sig inn í nýja öld og
taka þar með við henni á táknræn-
an hátt. Að sögn Stanislavs
Krawczyinskis, kórstjóra Krakóv,
er þó ekki síður mikilvægt framlag
verkefnisins að fólk kynnist í gegn-
um tónlistina og færist þannig nær
hvert öðru. „Tónlistin mun færa
okkur nær hvert öðru,“ segir Stan-
islav. „Þegar taiað er um tónlist
þurfum við ekki að veha kunnug
tungumáli til að geta skilið hvert
annað. Tónlistin er alþjóðlegt
tungumál."
Stanislav viðurkennir að vinnan
með framandi tungumál sé erfið-
asti hluti framkvæmdarinnar en
segir lausn á þessu í sjónmáli. „Við
erum búin að koma með þá tillögu
að textamir verði lesnir inn á band
og sendir á milli landa til að að-
stoða við framburð." Þessi fjöl-
breytni tungumálanna er þó, að
mati Stanislavs, eitt mikflvægasta
framlag Radda Evrópu. „Það að
kynnast menningu annarra þjóða
og hvemig hugsað er á öðram
tungumálum," bætir hann við.
Hörð samkeppni um inngöngu í
kórinn
Inngöngupróf eru haldin í
hverri borg fyrir sig og mikið er
lagt í val ungmennanna sem era á
aldrinum 16-23 ára. Á íslandi
verður prófað í haust en víða er-
lendis hafa söngvararnir þegar
verið valdir. Maria Gamborg Hel-
bekkemo, kórstjóri Bergen, segir
valið hafa verið erfitt. Rödd söngv-
ara sé að sjálfsögðu mikilvægasti
þáttur valsins en persónuleiki við-
komandi skipti þó ekki síður máli.
Að sögn Maximinos Zumalave,
kórstjóra Santiago de Compostela
á Spáni, er tæpur mánuður síðan
vali spönsku söngvaranna lauk.
Raddir Evrópu hafa vakið mikla
athygli hjá tónlistarmenntuðu
fólki í Santiago de Compostela og
segir Maximino töluverða sam-
keppni hafa myndast um inngöngu
í kórinn.
Á efnisskrá kórsins eru tónverk
frá þjóðunum níu, auk nýrra út-
setninga á lögum Bjarkar sem Atli
Heimir Sveinsson á heiðurinn af.
Enn hefur þó ekki verið gengið
endanlega frá efnisskrá kórsins
þótt ýmsar tillögur hafi verið lagð-
ar fram. Tónlist Griegs er þó ör-
ugglega á dagskrá, sem og Agnus
Dei pólska tónskáldsins Pen-
herskis. Vali Frakka er ekki lokið
og segir Capperton Avignon
standa frammi fyrir töluverðum
vanda við að velja úr þeim fjölda
tónskálda sem tfl greina koma.
„Verið er að vinna úr öllum þess-
um tónskáldum til að finna tóninn
sem viðeigandi er fyrir þessa tón-
leika,“ segir hann til útskýringar.
Fyrirhugað er að efnisskrá
kórsins verði fjölbreytt og að hún
innihaldi bæði nútíma- og klass-
íska tónlist. Svanhildur Konráðs-
dóttir, kynningarstjóri Reykjavík-
ur 2000, segir þegar bera á tölu-
verðum áhuga á tónleikunum í
Perlunni. Mikið hefur borist af
fyrirspurnum að utan og margir
eru nú þegar búnir að skrá sig á
biðlista eftir miðum sem Ferða-
skrifstofa Guðmundar Jónassonar
hefur sölu á 1. september.
Perlan í beinni á gamlárskvöld?
Að sögn Þórannar Sigurðardótt-
ur, stjórnanda Reykjavíkur 2000,
fer skrifstofa menningarborgar-
innar ekki varhluta af þessum
áhuga. „Við finnum að það er mjög
mikil athygli á þessu,“ segir Þór-
unn og bendir á að þetta sé eina
verkefnið sem byggist svona mikið
á ungu fólki. Það er margt sem að
mati Þórannar gerir Raddir Evr-
ópu þýðingarmiklar fyrir ísland og
því er mikið lagt upp úr því að gera
verkefnið sem sýnilegast. Það er til
dæmis verið að kanna möguleika á
sjónvarpsútsendingum frá
Perlunni á gamlárskvöld, jafnvel
beinni útsendingu um allan heim.
„Þetta kóraverkefni er okkur mjög
mikils virði,“ segir Þórunn.
Vilyrði Bjarkar fyrir að koma
fram með Röddum Evrópu skiptir
að mati Þórannar sköpum fyrir
verkefnið. „Eins skiptir máli að
eitt fremsta tónskáld nútímans,
eistneska tónskáldið Arvo Párt
skuli taka að sér að semja fyrir
kórinn," segir Þórann. Verk Arvo
Párt verður æft í Reykholti næsta
sumar, áður en haldið verður í tón-
leikaferðalagið. „Það að vera með
aðalstjómandann, Björk og nýjar
íslenskar útsetningar á tónlist
hennar setur íslenskan svip á verk-
efnið,“ bætir Þórann við.
Capperton og Zumalave virðist lít-
ast vel á að kórinn flytji lög eftir
Björk þó að ekki þekki þeir sjálfir
vel til verka söngkonunnar. „Það
er ekki til slæm tónlist, það era að-
eins til góðir og slæmir tónlistar-
menn,“ segir Capperton þegar
hann er spurður hvað honum finn-
ist um að kórinn flytji tónlist
Bjarkar. Hann segir að sjálfur
þekki hann ekki tónlist hennar en
dóttir hans þekki hana þeim mun
betur.
Zumalave tekur í sama streng
og segir það hafa komið sér á óvart
fyrir ári hversu margir á Spáni
þekktu verk hennar. „Ég sjálfur
trúi ekki á landamæri innan tón-
listar,“ bætir hann við og segir að
sér finnist gott að hugsa þau í
burtu. „Það er mjög gott að hugsa
um Evrópu sem eitt heildarsvæði
og það getum við gert með þessari
tónlist.“