Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 54
j 54 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Grillmáltíð Kristín Gestsdóttir er mjög óánægð með orðalagsbreytingu á vindstyrk veð- urfregnanna, enda fór veðrið í fýlu og hefur verið mjög fúlt þar til í dag, sunnudaginn 20. júní, að sólin skín. NÓG Á okkar ástkæra ylhýra af fallegum orðum yfír vindhraðann { svo sem andvari, gola, kaldi, stinn- ingskaldi, strekkingsvindur, stormur, rok, fárviðri o.fl. o.fl. Varla skaðar að hafa það með, enda eru þeir mjög fáir sem átta sig á metrum á sekúndu. Með sama áframhaldi verður þess skammt að bíða að þessi orð hverfí alveg úr málinu. Ekki hefur viðrað vel til að grilla það sem af er sumri, en ekki næst góður árangur þegar kuldi og mikill vindur leikur um grillið. Það er útbreiddur mis- skilningur að hægt sé að grilla í nánast hvaða veðri sem er. Við grillum til að fá háan og þurran hita við matreiðsluna sem næst ekki í kulda og roki, svo einfalt er y það. Þrátt fyrir ansi marga metra á sekúndu undanfarið var ég ákveðin í að setja grillþátt í blaðið núna og viti menn sólin vakti mig á sunnudagsmorgni og varla bærð- ist hár á höfði. Daginn áður hafði ég keypt girnilegar folaldalundir sem voru miklu ódýrari en nauta- lundirnar sem ég ætlaði að kaupa. Aðferð við matreiðslu á nauta- og folaldalundum er hin sama. Þessi máltíð sem var ætluð 5 samanstóð af grilluðu þunnu kartöfluflat- brauði, sósu sem smurt var á brauðin, grilluðum ræmum af fol- aldalundum og grilluðum lauk. Áð- ur en maturinn er settur á grind- ina þarf að smyrja hana. Best er að nota smjörlíki til þess. Þá loðir -1 minna við en ef notuð er matarolía. 1. stig - laukurinn Takið fímm meðalstóra lauka, fjar- lægið bara ysta hýðið, smyijið laukinn með mataroh'u. Hafíð með- alhita á grillinu. Raðið lauknum á grindina og látið vera þar, þar til máltíðin er tilbúin. Snúið oft. 2. stig - krydd- _v jurtasósa _______1 dós sýrður rjómi____ _________2 msk. nýmjólk______ ferskur graslaukur, nota mó vorlauk eða púrrulauk ferskt dill, estragon, oregano eða basilika 1. Blandið saman sýrðum rjóma og mjólk. 2. Saxið Iaukinn smátt, klippið steinseljuna með skærum í bolla, saxið aðra þá kryddjurt sem þið notið. Setjið út í sósuna og blandið vel saman. WMmKMmBmmmmBHEmmm 3. stig - kartöfluflatbrauð 200 g soðnar, kaldar kartöflur _________2 dl rúgmjöl______ 1 dl hveiti '/2 dl sesamfrae __________Vá tsk. salt____ ________’/2 dl matarolía__ tæpl. 1 dl volgt vgtn 1. Merjið kaldar, soðnar kartöfl- ur, setjið í skál ásamt hinu og bú- ið til þétt, meðalstíft deig. Ef deigið er of stíft má bæta vatni í, en ef það er of lint má bæta hveiti í. 2. Skiptið í 10 bita, fletjið hvern bita þunnt út. 3. Smyrjið grindina með smjörlíki, bakið brauðin við meðalhita í um 14-1 mínútu á hvorri hlið. Stingið síðan strax í plastpoka og setjið handklæði utan um. 4. stig - kjötið Um 1 kg folgldo- eðg nautglundir ___________mgtarolíg__________ mikið gf nýmöluðum pipar salt 1. Skerið frá þá litlu fítu sem er á lundunum, fjarlægið glansandi himnu sem er á þeim. Skerið í þykkar ræmur um 10-12 sm á lengd. Penslið kjötið með olíu, malið mikinn pipar yfir. 2. Smyrjið grindina með smjörlíki, hafið mesta straum á grillinu og grillið alls í um 7 mínútur, snúið við og stráið um leið salti á flötinn sem búið er að grilla. Lokastig 1. Smyrjið sósunni jafnt á flat- brauðin, leggið kjötbita ofan á og vefjið brauðið upp. Skerið laukinn í tvennt og borðið með. í DAG SKAK IJmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í viðureign tveggja sænskra stórmeistara á Sigeman & Co. mótinu í Malmö í sumar. Jonny Hector (2.540) var með hvítt og átti leik gegn Ralf Ákesson (2.530). 38. Hxe6! - Hxe6 39. Bc4 - Hdd6?? og Ákesson sá sitt óvænna og gaf áð- ur en Hector náði að leika 40. Dh7 mát. Besta vörnin var 39. - Dal+ 40. Kh2 - Bd6+ 41. f4 - Df6 42. Rxe6 - Bb4, þótt svart- ur standi höllum fæti eftir 43. Be3. HÖGNI HREKKVÍSI • • oq þurrkaba þer þessu-. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-13 frá mánudegi til föstudags Um bættar samgöngur SVR EG get ekki orða bundist er ég las grein eftir Helga Pétursson um bættar samgöngur SVR. Ég held að Helgi hafi aldrei stigið upp í strætis- vagn eftir að þeir hófu breytingar sínar. Fyrir mína parta, sem bý í Bú- staðahverfi, er svo búið að okkur eftir þessar breytingar að við getum ekki lengur farið í Kringl- una nema ganga fyrst út á Grensásveg ca 15. mín- útur og getum þess vegna gengið alla leið. Ef við ætlum í sund eða inn á Kleppsveg þurfum við að taka tvo vagna, ferðin tepur tæpan klukkutíma. Svona gæti ég haldið áfram með fleiri atriði og við erum alls ekki í þeim hóp að hafa vagna á fimm mínútna fresti og skora ég á fleiri að láta í ljós skoðun sína á þessu máli. Rut Sigurðardóttir. Þakkir til Jóhönnu og starfsfólks í söluturn- inum á Háaleitisbraut LAUGARDAGINN 19. júní lentum við hjónin í árekstri á gatnamótum Miklubrautar og Háaleit- isbrautar. Sem betur fer slasaðist enginn en þar sem við vorum með þrjú böm í bílnum ákvað ég að ganga með þau í sölutum- inn á Háaleitisbraut 58-60. Á leiðinni þangað kom aðvífandi yndisleg kona sem heitir Jóhanna og bauðst tdl að aðstoða mig með börnin. I söluturnin- um fengum við mjög hlý- legar móttökur og lang- aði mig til að koma á framfæri kæru þakklæti til þeirra og Jóhönnu sem býr í Fellsmúla 5. Kamilla. Dýrahald Kelin læða LITIL og sæt mjög kelin tveggja ára læða fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 5862393. Mola vantar heimili HÆ ég heiti Moli og er 8 ára síamsköttur. Ég er að leita að góðu og ástríku fólki sem myndi vilja eiga mig. Upplýsingar í síma 564-1092 eða 862-0567. COSPER ER hann ekki svolítið kvefaður? ÞESSAR stelpur hcldu hlutaveltu fyrir skömmu og var ágóð- inn, 4.006 kr., færður „Neistanum", styrktarfélagi Iijart- veikra barna. Stelpurnar heita Arna Hrund og Harpa Ýr. Víkverji skrifar... VERNDUN hálendisins, víðátt- unnar, lítt snortinna svæða, griðlands fuglastofna og fleira hefur verið mikið til umræðu. Er umræð- an einkum tilkomin vegna stóriðju- áforma á Austurlandi. Það er kannski að bera í bakkafullan læk- inn að leggja þar orð í belg en verð- ur nú samt reynt. Seint verður sjálfsagt hægt að sætta sjónarmið þeirra sem vilja virkja stórt og selja raforku til stór- iðju og hinna sem vilja algera vemdun víðáttu og vatnsfalla. Sjón- armið byggðanna eru líka ólík eftir aðstæðum á hveijum stað. Glímt er um hvort þessi ólíku viðhorf þýði það að annars vegar leggist byggðir í auðn vegna atvinnuleysis og fólks- flótta og hins vegar hvort náttúru- verðmætum verði eytt. Þarna er langur vegur á milli og sú spuming vaknar hvort stórvirkjun og stóriðja era eina framtíðin fyrir byggðir á Austurlandi. Er ekki hugsanlegt að virkja smærra og í öðram tilgangi? Era engir aðrir en Norsk Hydro og Col- umbia sem vilja fjárfesta í atvinnu- rekstri á þessu svæði? Er enginn hliðstæður aðili og markaðsskrif- stofa iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar sem leitað getur annarra kosta? Er til dæmis svo fráleitt að leita að sterkum aðilum í ferðaþjónustu, innlendum og er- lendum, sem vildu leggja nokkur hundrað milljónir í uppbyggingu ferðaþjónustu á Austurlandi? Þeir yrðu vitanlega að grafa upp „þolin- mótt“ fjármagn því arður myndi vart skila sér fyrr en að fímm eða tíu áram liðnum. I þessum efnum verðum við nefnilega að hugsa í fímm ára áætlunum og trúlega frek- ar í tíu ára áætlununum. Víkverji er á því að þeir sem andvígir era virkj- unum og verksmiðjum verði að benda á aðra kosti í líkingu við þetta til að koma rökum í umræð- una. Hún snýst ekki bara um að vera með eða á móti. Við verðum að horfa á málið í mjög víðu samhengi og með mjög öflugum framtíðar- gleraugum. x x x SVO virðist sem fjölgað hafi málshöfðunum einstaklinga á hendur ríkinu að undanförnu þegar krafist er bóta og einstaklingurinn hefur sigur. Þetta hefur verið vegna læknamistaka, ólögmætra uppsagna og annars slíks. Hvers vegna er þetta meira áberandi í seinni tíð? Berast þessar fréttir frekar nú en áður? Hefur málaferl- um sem þessum fjölgað? Hafa full- trúar ríkisvaldsins stundum farið offari í gerðum sínum gagnvart borguranum? XXX EKKI er að spyrja að dugnaði ís- lenskra sjónvarps- og útvarps- manna. Oftlega hefur Víkverji unað sér dagstund við fréttir, frásagnir og lýsingar af atburðum sem gerast í beinni útsendingu. Honum finnst hins vegar alltaf hvimleitt þegar stöðvamar auglýsa t.d. erlendan at- burð sem sýna á frá í beinni útsend- ingu á þennan hátt: „Leikurinn... (eða hvaða atburður sem vera skal) ... í beinni útsendingu á Stöð 2“ (eða hvaða annarri stöð sem er). Erlend- ur viðburður, aðeins settur upp fyr- ir beina útsendingu í þessum ís- lenska fjölmiðli! Máttur þeirra er ekki svo lítill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.