Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.06.1999, Blaðsíða 64
Drögum næst 131 júlí HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Heimavörn li1 SECURITAS Sími: 533 5000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Félagsmálaráðherra um málefni Rauðsíðu Hafnar setningu bráðabirgðalaga Veðrið leikur við landsmenn PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra sagði í gær útilokað að sett yrðu bráðabirgðalög vegna málefna stárfs- manna fyrirtækisins Rauðsíðu svo þeir öðluðust rétt á atvinnuieysisbót- um meðan greiðslustöðvun væri í gildi fyrir fyrii-tækið. Sagði hann að íslend- ingar sem störfiiðu hjá fyrirtækinu gætu sagt upp nú þegar og komist strax á bætur. Það gifti þó ekki um er- .^lent fiskverkafólk sem starfar hjá fyr- ^^irtækinu, nema um tíu manns sem hafí starfað hvað lengst og hafi óbund- in atvinnuleyfi. Páll sagði að málefni Rauðsíðu hefðu verið rædd innan félagsmála- ráðuneytisins, Vinnumálastofnunar, stjómar Atvinnuleysistrygginga- sjóðs, aðila vinnumarkaðarins og í gær hefði yerið fundað með lögfræð- ingum ASÍ og VSÍ. „Það vilja allir reyna að lenda þessu máli skikkanlega en úr því að greiðslustöðvun var veitt frestast þær aðgerðir þangað til greiðslustöðvun er úti,“ sagði Páll. Sagði hann að ef það lægi ljóst fyrir að fólk liði nauð bæri viðkomandi sveitarfélagi að að- stoða það. „Um það eru engin tvlmæli og þeir sveitarstjómarmenn sem neita því eiga að lesa lögin um félags- þjónustu sveitarfélaga,“ sagði ráð- herra. „Félagsmálaráðuneytið mun ekki beita sér fyrir bráðabirgðalagasetn- ingu og við sjáum ekkert annað fyrir hendi en að bíða þar til greiðslustöðv- un rennur út 13. júlí,“ sagði Páll. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöld að hann væri al- gjörlega ósammála félagsmálaráð- herra. Hann sagði það ekki vera hlutverk sveitarfélaga að greiða laun í þeim tilvikum sem atvinnufyrirtæki hefðu fengið greiðslustöðvun, en samkvæmt ákvæðum laga um ábyrgðarsjóð launa gæti hann axlað þetta hlutverk ef launakrafa væri framseld til atvinnuleysistrygginga- sjóðs fyrir gjaldþrot. Hann sagði að það væri ekki fyrr en tilteknir einstaklingar væra komn- ir í verulega erfiðleika að félagsþjón- usta sveitarfélaga hefði afskipti af málum. Sarnbandið hefði sent sveitar- stjórnum ísafjarðarbæjar, Bolungar- víkur og Vesturbyggðar bréf í gær- kvöld, þar sem þessi afstaða hefði verið áréttuð. ■ 3-400 störf/14 VEÐRIÐ hefur leikið við lands- menn undanfarna tvo daga og allt bendir til þess að tíðin verði áfram góð. Mánudagurinn var heitasti dagurinn það sem af er sumri á Suður- og Suðvestur- landi en þá komst hitinn upp í 21 stig í Básum og á Þingvöll- um en í Reykjavík var 18 stiga hiti. í gær var gott veður um mestallt land og komst hitinn upp í 24 stig á Akureyri og 16 stig í Reykjavík. Hitastigið undanfarna daga er þó nokkuð yfir meðaltali, en meðaltalshiti í Reykjavík í júní er um 9,5 stig. Hæstur hiti í júnímánuði í Reykjavík í fyrra mældist 18,4 gráður. Þó nokkur mengun var yfír Hvalfírði í hitanum í gær og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu myndast slík meng- un gjarnan í hægum vindi eins og var í gær en hann veldur því að mengun frá iðnaði og bflum á ekki greiða leið í burtu. Auk þess hefur loft frá Evrópu borist hingað en þó má að mestu rekja mengunina til höf- uðborgarsvæðisins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er algengara að mengunin sjáist á veturna, í köldu lofti sem lítil hreyfing er á. Það kemur þó stöku sinnum fyrir að mengunin sjáist á sumrin en yfírleitt er vindurinn það mikill að mengunin sést ekki. Á morgun er gert ráð fyrir hægri breytilegri átt, skýjað með köflum og stöku skúrir, einkum inn til landsins síðdegis. Hitinn verður á bilinu 6 til 19 stig, hlýjast suðvestan til. Á föstudaginn verður svipað veð- ur en um helgina er gert ráð fyrir hægri norðaustlægri eða breytilegri átt. Víðast verður léttskýjað en hætt við stöku síð- degisskúrum. Ilitinn verður á bilinu 8 til 19 stig, hlýjast sunn- an til. Rússneskar hervélar á varnarsvæði Islands / j^VÆR rússneskar sprengjuflugvél- ar flugu inn fyrir loftvarnarsvæði Is- lands síðastliðinn föstudag meðan á varnaræfingunni Norður-Víkingi stóð. Hefur þetta ekki gerst síðan í september 1991. Að sögn Friðþórs Eydals, upplýs- ingafulltrúa varnarliðsins, vora þarna á ferð svokallaðir birnir, en fyrr á áram vora þeir tíðir gestir í ís- lensku loftvarnarsvæði og fóra um það allt að 170 sinnum á ári. Ekki hefur þó orðið vart við þessar vélar þar síðan Sovétríkin liðuðust í sund- ur. Mun varnarliðið ekki bregðast ^ ekar við þpssari óvæntu heimsókn. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði að íslensk stjórnvöld myndu ekki gera athugasemdir við Rússa vegna flugs sprengjuflugvél- anna hingað. Hann sagði ekki ljóst hver tilgangur flugsins hefði verið, enda munu engar upplýsingar hafa borist um það. Taldi Halldór þó lík- —jmrí að Rússar væra einfaldlega að .v.ta vita af sér. Island Norður- landameistari „ÉG er stoltur af strákunum,“ sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari piltalandsliðsins í handknattleik sem skipað er leikmönnum 18 ára og yngri, eftir að liðið varð Norðurlandameistari í gær. Strákarnir báru sigurorð af Dönum, 26:20, í úrslitaleik í Thisted í Danmörku. Áður höfðu þeir gersigrað Norðmenn, 31:15, og Svía, 28:18. Hér fagna strákarnir eftir að þeir höfðu lagt Dani. ■ Fengu/Bl ■ Betri á/B4 Ekki ákært í Lindarmálinu RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveðið að ákæra ekki stjórnendur Lindar eða bankastjóra Landsbankans vegna eignarleigufyrirtækisins Lindar. Kjartan Gunnarsson, vara- formaður bankaráðs Landsbankans, segir niðurstöðuna í samræmi við það sem hann hafi átt von á og í sam- ræmi við þá niðurstöðu sem banka- ráð Landsbankans komst að á árinu 1996. Bankastjórn Landsbankans óskaði eftir því í lok maí í fyrra að fram færi rannsókn á því hvort stjórnendur Lindar hefðu með athöfnum sínum við stjórnun fyrirtækisins framið eða tekið þátt í refsiverðri háttsemi. Akvörðun þessi var tekin eftir að harðar umræður höfðu farið fram um málið á Alþingi. Ríkislögreglustjóri lauk rannsókn í málinu í byrjun síðasta mánaðar og vísaði því þá til ríkissaksóknara. Hann birti niðurstöðu sína í gær þess efnis að það sem fram hefði komið við lögreglurannsóknina væri ekki nægi- legt eða líklegt til sakfellis í málinu. Helgi S. Guðmundsson, formaður stjórnarinnar, sagði að það væri létt- ir fyrir bankann að þessu máli væri lokið. Málið yrði rætt á næsta banka- stjórnarfundi, en að öðra leyti væri því lokið af hálfu bankans. Sama niðurstaða og hjá bankaráðinu Kjartan Gunnarsson sagði að bankaráð Landsbankans hefði árið 1996 komist að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að neitt sak- næmt hefði átt sér stað í þessu máli. Harðar umræður hefðu orðið um þetta mál á Alþingi vorið 1998 og efasemdir settar fram um að þetta mat bankaráðsins frá 1996 hefði ver- ið rétt. Við þær aðstæður hefði ekki verið um annað að ræða en óska eftir opinberri rannsókn. „Niðurstaðan sem nú er fengin er í fullkomnu samræmi við þær ákvarðanir sem við tókum 1996. Nið- urstaðan er sú að það hafi ekki verið um neitt refsivert athæfi að ræða,“ sagði Kjartan. ■ Sama niðurstaða/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.